Morgunblaðið - 13.05.2010, Side 14

Morgunblaðið - 13.05.2010, Side 14
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt á föstudag, laug- ardag og sunnudag. Það þýðir að öskumökkurinn úr Eyjafjallajökli fer vestar en áður. Er því spáð að aska geti fallið í vesturhluta Eyja- fjallasveitar og jafnvel náð inn í Landeyjar. Ekki hefur fallið mikil aska á þessu svæði. Þar er mikil búvöru- framleiðsla og þótt fjölda hrossa hafi verið ekið í burtu eru enn hundruð hrossa á útigangi í Landeyjum. Verði mikið öskufall á þessu svæði mun það valda mikl- um vandræðum. Aska úr gos- mekkinum féll í Skaftártungu í fyrrinótt, í Álftaveri og á Mýrdals- sandi í gær og eftir hádegið fór að falla aska í Mýrdal. Borgar Páll Bragason sem fór fyrir hópi ráðunauta sem farið hafa um allt öskufallssvæðið seg- ir að ástandið sé langverst undir Eyjafjöllunum vegna þess hversu lengi aska hafi fallið þar. Þá séu að verða vandræði hjá fjár- bændum í Mýrdal og Álftaveri, þeir þurfi að geta sett fé út. Spá öskufalli vestar en áður 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Gosið er enn í fullum gangi og sagan sýnir okkur að ekki er víst að því fari að ljúka. Við vitum því ekki hvað við fáum. Það er verst,“ segir Þórarinn Eggertsson, bóndi í Hraungerði í Álftaveri. Þar var öskufall í gær þeg- ar blaðamenn Morgunblaðsins voru á ferð. Þórarinn segir að mikið ösku- mistur hafi verið þar daginn áður og aska byrjað að falla um kvöldið. Smáhlé varð í gærmorgun en ballið byrjaði fljótt aftur. Sérkennileg birta var í Álftaveri í gær. Sólin náði undir gjóskustrókinn en kindur voru gráar af ösku og ryk þyrlaðist undan fótum fólks og á eftir ökutækjum og aska var á þökum og ökutækjum. Beint úr fabrikkunni „Þetta er sama gátan og verið hefur. Það er ekki mikið mál að fóðra nokkrar rollur lengur en vanalega, ef þetta fer yfir afmarkað svæði,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu. Þar varð mikið öskufall í fyrrinótt með rign- ingu. Hann segir að hrinan hafi byrjað með öskumóðu í fyrradag og síðan hafi farið að falla aska. „Þetta var magnað klukkan fimm í morgun. Askan hlóðst með bleytunni á rúð- urnar á traktornum. Ég smúlaði af honum og þegar ég renndi upp hæð- ina til að sækja heyrúllu hlóðst hún aftur á rúðuna svo ég sá ekki út þótt ég væri með rúðuþurrkurnar á fullu,“ sagði Halldór í gær. Þá var öskufallið hætt en eftir sátu gráar og klepraðar ær sem hafðar voru úti um nóttina og öskuskán yfir öllu. Askan virðist aðeins hafa fallið á tvo bæi í Skaftártungu í þessari um- ferð, eins og raunar fyrstu daga eld- gossins. Þá segir Halldór að Skaft- árafréttur hafi að mestu sloppið fram til þessa. Það skiptir miklu máli fyrir bændur að geta nýtt afréttinn en vitaskuld er ekki útséð með það á meðan eldfjallið gýs. Bændur í Skaftártungu eru ekki óvanir foki úr farvegi Skaftár. „Áin er þó búin að þvo þá ösku. Núna fáum við það óþvegið, askan kemur beint úr fabrikkunni,“ segir Halldór. Elstu lömbin komin á tíma Sauðburður er víða langt kom- inn á öskufallssvæðinu í Rangárþingi eystra og Vestur-Skaftafellssýslu og bændur í vandræðum með pláss til að hýsa lambféð. Þá valda elstu lömbin vandræðum í fjárhúsunum og nauð- synlegt fyrir þau að komast í gróður. „Við erum að setja fyrsta lamb- féð út núna, við heldur lakari skilyrði en við vildum. Elstu lömbin eru kom- in á tíma með að fara út,“ segir Þór- arinn bóndi í Hraungerði. „Túnin eru þokkalega gróin þar sem við höfum fengið hlýja daga í maí,“ segir Þór- arinn. Hann segir að töluverð aska sé í grassverðinum auk þess sem aska sé enn að falla og viðurkennir að hann sé ekki alveg laus við hræðslu við flúormengun og að gaddur fari þess vegna að vaxa á tennur lamb- anna. Ráðunautar og dýralæknar hafa heimsótt Hraungerði eins og marga aðra bæi á öskufallssvæðinu og Þórarinn segist hafa skilið þá þannig að það ætti að vera í lagi að setja út fé eftir úrkomu. „Við höldum fénu eins lengi inni og hægt er en getum ekki haldið lömbunum inni mikið lengur en tvær til þrjár vikur,“ segir hann. Hann vonast eftir meiri úrkomu til þess að hægt verði að setja fleira út. Óvissan er allra verst Morgunblaðið/RAX Undir öskuskýi Mökkurinn frá Eyjafjallajökli færðist vestar eftir hádegið í gær og lá beint yfir Vík í Mýrdal. Þar var askan grófari, buldi eins og sandur á fólki og mannvirkjum. ( Aska féll í gær á bæjum austan við Mýrdalssand ( Ekki er hægt að halda fé mikið lengur inni ( Bændur standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum ( Ástandið er verst undir Eyjafjöllum Annir í sauðburði Systkinin frá Hraungerði skiptast á um að hjálpa foreldrum sínum við sauðburðinn. Eggert átti vaktina í gær og gengur með föður sínum, Þórarni Eggertssyni, á móti öskunni til fjárhúsanna. Spá um öskufall Spá fyrir hádegi 14. maí. Mýrdalsjökull Torfajökull Vík Hvolsvöllur Hella Vestmanna- eyjar Grunnkort: LMÍ Heimild: vedur.is Sjálfboðaliðar klárir » Um 15 sjálfboðaliðar eru við störf á vegum fjöldahjálp- armiðstöðvarinnar í Vík. » Nú eru 70-80 menn á skrá og bíða óþreyjufullir eftir að taka til hendinni. Kallað verður í fólkið þegar öskufalli linnir og hægt verður að hefja hreinsun á ný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.