Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Björn Jóhann Björnsson og Guðrún Hálfdánardóttir Skili Jón Ásgeir Jóhannesson ekki lista um eignir sínar innan tveggja sólarhringa frá því að honum hefur verið birt stefna um kyrrsetningu eigna, eða gefur upp rangar upp- lýsingar, þá á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi í Bret- landi. Skili sú leið að óska eftir kyrrsetningu eigna ekki tilætl- uðum árangri kemur til greina að slitastjórnin fari fram á gjald- þrotaskipti yfir þeim ein- staklingum sem hlut eiga að máli. Þá gæti mögulega komið til rift- unarkröfu á nýlegum gjörningum viðkomandi í viðskiptum með eign- ir og hlutabréf. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi slita- stjórnar Glitnis í tilefni málaferla sem hafin eru fyrir dómstólum í New York í Bandaríkjunum og kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og fleiri tengdra Glitni, hér á landi og í Bretlandi. Þannig hafa eignir Lárusar Welding og Pálma Har- aldssonar á Íslandi einnig verið kyrrsettar. Þá hefur dómstóll í London gefið út úrskurð, að kröfu Glitnis, um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs um víða veröld. Nær kyrrsetningin til allra eigna við- komandi upp að sex milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum slitastjórnar, og einnig ráðstöfunar á þeim eignum, hvort sem það eru fasteignir, bílar, hlutabréf eða bankainnistæður. Formaður slita- stjórnar, Steinunn Guðbjartsdóttir hrl., sagðist aðspurð á blaða- mannafundinum ekki getað svarað því hvort eignir væru til á móti kröfum slitastjórnar. Málaferlin í New York eru höfðuð gegn Jóni Ásgeiri, áður helsta hluthafa bankans, Lárusi Welding, áður forstjóra Glitnis, Þorsteini Jónssyni, áður stjórn- arformanni, Jóni Sigurðssyni, áður stjórnarmanni Glitnis og aðstoð- arforstjóra FL Group, Pálma Har- aldssyni, áður hluthafa í Glitni, Hannesi Smárasyni, áður forstjóra FL Group, Ingibjörgu Pálmadótt- ur, eiginkonu Jóns Ásgeirs, og PricewaterhousCoopers, áður end- urskoðanda Glitnis. Á sér enga hliðstæðu hér Er þessum aðilum gefið að sök að hafa „með sviksamlegum og ólögmætum hætti haft fé af bank- anum“, eins og það er orðað í stefnu Glitnis. Segir slitastjórnin gögn málsins sýna að Glitnir hafi verið „rændur innan frá“. Draga á fámennan hóp til ábyrgðar sem af ásetningi og vanrækslu átti ríkan þátt í falli bankans. Sagði Steinunn þetta mál ekki eiga sér hliðstæðu hér á landi. Verkefni stjórnarinnar væri með öllum ráðum að reyna að ná því fé til baka sem tapaðist með falli bankans. Aðgerðirnar nú væru fyrst og fremst byggðar á niðurstöðum rannsóknar ráðgjaf- arfyrirtækisins Kroll, sem hóf rannsókn á falli bankans fyrir ári. Sú rannsókn hefði afhjúpað óeðli- legar ráðstafanir á fjármunum bankans sem hefðu leitt til umtals- verðs tjóns fyrir Glitni. Fyrir dómstólnum í New York er krafist bóta sem nemur meira en tveimur milljörðum dollara, eða nærri 260 milljörðum króna. Kjarni þeirrar málsóknar er útboð skuldabréfa upp á einn milljarð dollara. Voru bréfin seld í sept- ember árið 2007 til fjárfesta í New York sem slitastjórn segir að hafi verið blekktir varðandi fjárhags- lega áhættu Glitnis. Bent er á að af um níu þúsund kröfuhöfum bank- ans eru nærri 90% frá öðrum lönd- um en Íslandi. Þegar blaðamannafundurinn fór fram um miðjan dag í gær hafði slitastjórn ekki tekist að birta Jóni Ásgeiri stefnuna per- sónulega þar sem ekki var vitað hvar hann var niðurkominn og hvert heimilisfang hann væri ná- kvæmlega. Á sama tíma var Jón Ásgeir hins vegar í símaviðtölum við erlenda fjölmiðla. 6000 milljónir króna er þakið sem sett er á verðmæti þeirra eigna Jóns Ásgeirs sem slitastjórn Glitnis hefur krafist kyrr- setningar á um víða veröld. 260 milljarðar króna eða 2milljarðar dollara er upphæð bótakröfu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fleiri tengdum aðilum. 39% var hlutur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í gegnum ýmsa aðila, í Glitni en hann er í stefnu slitastjórnar talinn hafa náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 þegar stjórn Glitnis ogæðstu yfirmönnum var vikið frá. 48 klukkustundir er sá frestur sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur frá því að honum er birtur úrskurður breskra dómstóla til að leggja fram tæmandi lista yfir allar eignir sínar. Reykjavík Slitastjórn Glitnis höfðar skaða- bótamál fyrir dómstólum í New York á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sex öðrum og endurskoðunar- fyrirtækinu Pricewater- houseCoopers. Eignir Lárusar Welding, Jóns Ásgeirs og Pálma Haraldssonar hafa verið kyrrsettar á Íslandi. Í stefnu slita- stjórnar Glitnis segir að Jón Ásgeir hafi handstýrt því að LárusWelding tók við sem forstjóri Glitnis af Bjarna Ármannssyni en Lárus var áður yfir útbúi Landsbankans í London. Breskur dómstóll kyrrsetti allar eigur Jóns Ásgeirs hvar sem er í heiminum að kröfu slitastjórnar Glitnis. London Jón Ásgeir á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi í Bretlandi skili hann ekki eða gefi rangar upplýsingar um eignir sínar. Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir sem stefnt er í málinu, hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar PricewaterhouseCoopers að mati slitastjórnarinnar. Endurskoðendur PwC vissu um óeðlilega áhættu Glitnis gagnvart tengdum aðilum, þeir fóru yfir og kvittuðu upp á uppgjör Glitnis, þar sem sú áhætta var gróflega rangfærð, og stuðluðu að sviksamlegri fjáröflun Glitnis í New York. Í september árið 2007 seldi Glitnir í útboði skuldabréf upp á einn milljarð dollara til fjárfesta í New York. Þessi gjörningur er kjarni málsóknar slita- stjórnar Glitnis. NewYork Meðal eigna Jóns Ásgeirs sem dómstóll í London hefur kyrrsett að kröfu Glitnis eru tvær íbúðir í auðmanna- hverfinu Gramercy Park á Manhattan sem hann keypti á u.þ.b. 25 milljónir dala. Kyrrsett um allan heim  Slitastjórn Glitnis í málsókn gegn sjö einstaklingum sem taldir eru hafa átt stóran þátt í falli bankans  Sögð hafa rænt bankann innan frá  Fangelsisdómur sé eignaupplýsingum ekki skilað innan 48 tíma Samkvæmt því sem kemur fram í stefnu slitastjórnar Glitnis, sem hefur verið þingfest í New York, notaði Jón Ásgeir Jóhannesson FL Group til að ná yfirráðum í Glitni. Nefndist áætlunin „Project- Tornado“ eða „Skýstróksáætl- unin“. Var stjórn bankans vikið frá og ný stjórn skipuð einstaklingum sem tengdust fyrirtækjum sem Jón Ásgeir stjórnaði. Jafnframt á hann að hafa handstýrt því að Lár- us Welding tók við sem forstjóri Glitnis í stað Bjarna Ármanns- sonar. Í stefnunni kemur fram að engu hafi skipt þó að Lárus hafi ekki stýrt áður jafn viðamikilli starfsemi og rekstur Glitnis var. Stýrði Lárus áður útibúi Lands- bankans í London. Starfsmenn Glitnis á þessum tíma, í apríl 2007, voru um 1.900 talsins. Skv. skjölum málsins hóf Jón Ásgeir markvisst að vinna að því að ná yfirráðum yfir Glitni árið 2006. Þá fór FL Group fram á, er Jón Ásgeir var þar stjórnarformaður, heimild FME til að fara með virkan eign- arhlut sem nam meira en 10% hlutafjár í Glitni. Í lok janúar 2007 fékk FL Group heimild til að fara með 33% hlut í bankanum. Eftir það er Jón Ásgeir í stefnunni sagð- ur hafa farið af stað með áætlun um hvernig félagið gæti eignast stærri hlut, í þeim tilgangi að ná yfirráðum í bankanum. Í apríl 2007 átti net fyrirtækja, sem tengdust Jóni Ásgeiri, tæplega 39% hlut í Glitni, sem er talsvert meira en heimild FME til handa FL Group kvað á um. Slitastjórn telur hann í raun þá hafa ráðið yfir bankanum. Skýstróksáætl- unin sett í gang REYNDU MARKVISST AÐ NÁ YFIRRÁÐUM Í GLITNI Glitnir Skýstróksáætlunin svo- nefnda gekk næstum því upp. Málferli Glitnis banka MMeira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.