Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Erfitt líf í öskunni Gosaskan hlóðst svo á framrúðu dráttarvélarinnar í gærmorgun þegar Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, sótti rúllur að rúðuþurrkurnar höfðu ekki við. RAX Frá kreppunni miklu hefur Keynesismi og alls kyns útgáfur af honum tröllriðið hag- fræðinni. Nokkurt bak- slag varð þó á áttunda áratugnum, en samt var sömu stefnu haldið áfram í grundvall- aratriðum. Nú hefur stefna Keynesverja beðið endanlegt skip- brot. Hagfræðingar verða að við- urkenna að grunnforsendur þeirra eru rangar. Hagfræðingar hins blandaða hagkerfis, Keynesverjar, verða að líta í eigin barm. Árið 1989 féll sósíalisminn. Árið 2008 féll hið blandaða hagkerfi. Ef við neitum að læra af því mun það falla aftur og aft- ur. Allt fram að hruni fjármálakerfis heimsins haustið 2008 var almenningi talin trú um að allt væri í blóma. Bankarnir skiluðu miklum hagnaði, skatttekjur hins opinbera voru gríð- arlegar og vaxandi, og neyslulán fengust án nokkurra veða eða ábyrgða. Hækkandi fasteigna- og hrávöruverð var talið afleiðing bjart- sýni, uppgangs, aukinnar eftir- spurnar og jafnvel græðgi. Félags- málaráðherra þá, sem í dag er forsætisráðherra, hvatti fólk til að fjárfesta í húsnæði á hámarkslánum allt fram að hruni. Allt þetta var blás- timplað af eftirlitsstofnunum ríkisins, „óháðum“ matsstofnunum, og vita- skuld eftirlætisálits- gjöfum fjölmiðlamanna. Viðvaranir voru fáar, og á þær blásið. Síðan er liðinn nokk- ur tími. Skýrslur, rann- sóknir, fréttaskýringar, heimildamyndir og ógrynni blaðagreina hafa fjallað um hrunið, ástæður og aðdraganda þess. Því miður ramba fáir á réttar skýringar. Hið eina sem upp úr stendur er að rík- isvaldið, sem blástimplaði gamla kerfið, hrifsar til sín enn meiri völd. Rétt skýring, í stuttu máli, er sú að hið opinbera kom á fót peninga- prentun einkaaðila, sem gátu þar með hlaðið skuldum á skuldir ofar, hirt af þeim hagnaðinn og látið aðra um að greiða tapið. En því miður hafa fáir bent á þetta Ekki batnar ástandið þegar rætt er um leiðir út úr kreppunni. Talið er að ríkið geti skuldsett hagkerfið út úr henni með erlendum lánum, opinber- um framkvæmdum og þjóðnýtingu gjaldþrota fyrirtækja, þ.m.t. bank- anna, svo ekki komi til margra og stórra gjaldþrota. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, sagði t.d. í Silfri Egils á RÚV að vestræn ríki hefðu brugðist „hárrétt“ við hruninu haust- ið 2008 með „stórauknu framboði á lausafé“ og með því að koma í veg fyrir gjaldþrot helstu banka. Bætti hann því við að „afskiptaleysi“ hins opinbera og peningamálayfirvalda hefði valdið Kreppunni miklu. Nú væri annað upp á teningnum, og því væri niðursveiflan brátt að baki. Við þetta er margt að athuga. Með því að stöðva úthreinsun á gjaldþrota fyrirtækjum og niðurfellingu á skuld- um þeirra er hruninu breytt í kreppu. Í stað snöggrar tiltektar er boðuð langvarandi björgunaraðgerð. Skuldsetning og neysla fær ekki að dragast saman og verða að sparnaði og verðmætasköpun. Jón Daníelsson og fleiri af hans „skóla“ hagfræð- innar hafa gert aðgerðaleysi hins op- inbera að blóraböggli Kreppunnar miklu. Þá kenningu má hrekja og sýna fram á að hið gagnstæða er rétt. Um aldamótin sprakk hin svokall- aða „dot com“-bóla á hlutabréfa- markaði og henni fylgt eftir með stóraukinni innspýtingu nýrra pen- inga í hagkerfið. Bólan sem þá varð til á fasteigna- og hlutabréfamarkaði sprakk haustið 2008, og henni hefur einnig verið mætt með stóraukinni peningaprentun. Hvernig getur það endað með öðrum hætti en nýrri bólu sem springur með enn stærri hvelli? Hvenær lærist okkur að Keynes hafði rangt fyrir sér og að meðöl hans voru lítið annað en aukinn skammtur af fíkniefnum fyrir fíkil að jafna sig á seinustu vímu? Keynes er dauður og kominn í gröfina, og kenn- ingar hans eiga að fara sömu leið. Eftir Geir Ágústsson »Hvenær lærist okkur að hagfræðingurinn Keynes hafði rangt fyrir sér og stefna hans hefur nú beðið endanlegt skip- brot? Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur, búsettur í Danmörku, og áhugamaður um upp- lýsta hagfræðiumræðu. Keynes er dauður – jörðum hann Undarlegt loforða- og launamál hefur verið í gangi er varðar stjórnarráð og seðlabanka. Steininn tók úr þegar staðgenglar Ragnars Reykáss birtust í hlutverkum stjórnarformanns og stjóra bankans undir bakröddum stjórnarráðsins, handan hóls- ins. Þar var ýmist talað um launaloforð og launahækkanir sem væru í reynd launalækk- anir og allt á víxl þannig að almenningur vissi nánast minna um staðreyndir máls- ins. Nema það hafi verið trikkið. Formaður bankaráðs er vís lögmaður, kennari við Há- skóla Íslands og sinnir trún- aðarstarfi fyrir almenning eftir hrunið. Þegar þetta fernt er til staðar þá leyfist Láru V. Júlíusdóttur ekki að hylma yfir hvaða embættis- eða stjórnmálamenn fela sig inni í skafli við stjórnarráðið á bak við óefnd loforð, án þess að neinn kannist við slíkt. Engum dettur í hug að bankastjórinn fari með rangt mál! Huldulofrullarinn er í stjórnarráðinu. Þeir sem op- inberlega hylma yfir eða við- hafa ósannindi á æðstu stig- um í stjórnkerfinu við þessar aðstæður hafa engar máls- bætur. Forsætisráðherrann réttsýni verður að taka af skarið og hreinsa óloftið. Það gerist með því að ganga í gegnum skaflinn sem banka- ráðsformaðurinn sagði að væri framundan og leggja spilin á borðið af myndugleik. Það er óþolandi fyrir jafn- aðarmenn að í aðdraganda nýrra kosninga séu æðstu ráðamenn í seðlabanka og stjórnarráði véfengdir í jafn kjánalegu máli. Dragið sann- leikann upp úr skaflinum! Ef ekki þá er eðlilegt að einhver axli skinn sín og standi upp. Fólk hefur enga samúð með laumuspilum árið 2010. Ef æðsta manni í banka og fjár- málum landsins er lofað ein- hverju í upphafi og enginn kannast við það er því ekki sópað undir teppið. Þegar fólk hefur skýra réttlæt- istilfinningu fyrir því að bankastjórinn segi satt er það ekkert einkamál í pólitík. Síðan má spyrja; á ekki bak- land seðlabankans, stjórnin eftir hrun, að vera skipuð sérþekkingu í fjölbreyttri fjársýslu og hagfræði? Eða eru sömu gömlu dansarnir ennþá stignir? Skorað er á Huldu eða Huldar að koma upp úr skaflinum! Það þýðir ekki lengur að segja: „ekki benda á mig!“ Pálmi Pálmason Upp úr skaflinum Höfundur hefur starfað við framkvæmdastjórn og ástundað lög og er jafnaðarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.