Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Sudoku Frumstig 2 3 7 8 3 7 6 9 4 1 4 7 6 8 2 3 9 8 4 8 2 6 9 7 1 7 4 3 3 5 7 2 9 1 3 7 1 4 6 6 4 7 9 6 9 3 1 5 6 9 1 4 5 5 6 1 9 8 9 8 3 5 5 3 6 7 2 6 1 9 3 8 1 7 4 8 4 6 7 9 2 4 8 3 1 5 1 5 4 6 3 7 8 2 9 2 3 8 9 5 1 7 6 4 9 6 3 4 2 5 1 8 7 5 4 1 8 7 6 9 3 2 7 8 2 1 9 3 5 4 6 3 2 6 7 1 9 4 5 8 4 9 5 3 8 2 6 7 1 8 1 7 5 6 4 2 9 3 7 1 9 3 6 4 8 5 2 5 3 2 1 8 7 4 9 6 6 8 4 9 2 5 1 7 3 8 9 6 4 3 2 7 1 5 2 5 3 7 1 9 6 4 8 4 7 1 8 5 6 3 2 9 1 2 5 6 4 3 9 8 7 9 6 8 5 7 1 2 3 4 3 4 7 2 9 8 5 6 1 6 4 5 8 2 7 3 1 9 9 1 8 4 3 5 2 6 7 2 7 3 9 6 1 5 4 8 3 8 4 6 1 2 9 7 5 1 6 2 5 7 9 8 3 4 5 9 7 3 4 8 1 2 6 7 3 9 2 5 6 4 8 1 4 5 1 7 8 3 6 9 2 8 2 6 1 9 4 7 5 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 13. maí, 133. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Kaupum gull,“ stendur á skilti ágangstétt í Pósthússtræti og Víkverji veltir fyrir sér hvort þetta sé tímanna tákn; nú selji örvæntingarfullir Íslendingar sín síðustu verðmæti í kreppunni. Hann sér þó engan rogast með gullsekki yfir Austurvöll í maísólinni, enda er ekki óhætt að álykta að allir séu að selja gull þótt einu skilti hafi verið stillt upp. x x x Fuglinn Felix er skyndilega áallra vörum. Það má þakka Jóni Gnarr, sem kvaðst rísa eins og fugl- inn Felix. Víkverji er reyndar svo fá- fróður að hann kannast ekki við fugl- inn Felix, en man þó eftir kettinum Felix, teiknimyndafígúru, sem var við lýði á forsögulegum tímum. Vík- verji ákvað því að gúgla þennan ágæta fugl til þess að gera sig ekki að athlægi á mannamótum, en mætti sömu fáfræðinni á netinu, sem hafði ekki hugmynd um fuglinn Felix heldur. Að vísu dúkkaði þar upp Fé- lix Faure, sem var forseti Frakk- lands. Þá var loftsteinn, sem féll í Alabama árið 1900, nefndur Felix og veitingastaður einn í Hong Kong ber sama nafn. Til er forritunarmál, sem heitir Felix og samnefnt skólablað við Imperial College í London. Í skipafréttum er iðulega greint frá komu íslenskra skipa til ensku borgarinnar Felixstowe. Í bókunum um galdradrenginn Harry Potter er sagt frá göróttum drykk, sem nefn- ist Felix Felicis. Sá drykkur færir þeim er neytir mikla gæfu eins og ætla má af nafninu, en felix er latína og þýðir hamingja eða heppni. x x x En auðvitað er það hluti af leikn-um hjá Jóni Gnarr að rísa ekki úr öskunni eins og fuglinn Fönix, heldur fuglinn Felix. Hjá honum er nefnilega ekkert eins og sýnist – nema allt sé eins og það sýnist. Þetta er eins og að spila vísvitandi falska nótu og um leið og einhver besser- wisser tekur sig til og bendir á það gerir hann sig að fífli, en frambjóð- andinn brosir sigri hrósandi. Þess vegna þorir enginn að leiðrétta Jón Gnarr. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hæglátur, 8 sjóðum, 9 naut, 10 keyri, 11 másar, 13 næstum því, 15 sívalningur, 18 höfuðfats, 21 mergð, 22 óveruleg, 23 spilið, 24 strangtrúað. Lóðrétt | 2 sælu, 3 lofar, 4 kærleikurinn, 5 sárs, 6 loðskinn, 7 lítil máltíð, 12 reið, 14 heiður, 15 ljósfæri, 16 káfa, 17 lið- ormurinn, 18 ósoðnar, 19 nagla, 20 bráðum. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fjöld, 4 þröng, 7 okinn, 8 níðir, 9 agg, 11 taug, 13 umla, 14 ofnar, 15 blót, 17 tusk, 20 Sif, 22 teikn, 23 rúlla, 24 ruddi, 25 kanni. Lóðrétt: 1 frost, 2 ölinu, 3 duna, 4 þang, 5 örðum, 6 gorma, 10 gengi, 12 got, 13 urt, 15 bútur, 16 ógild, 18 uglan, 19 krani, 20 snúi, 21 frek. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. a4 c5 13. d5 c4 14. Bc2 Rc5 15. a5 g6 16. b4 cxb3 17. Rxb3 Hc8 18. He3 Rfd7 19. Rxc5 Rxc5 20. Ba3 f5 21. exf5 gxf5 22. Rxe5 dxe5 23. Hxe5 Hc7 24. Hxf5 Hxf5 25. Bxf5 Dxd5 26. Dg4+ Kh8 27. He1 Bf8 Staðan kom upp í atskákeinvígi stór- meistaranna David Navarra (2708) og Juditar Polgar (2682). Ungverska skákdrottningin hafði hvítt í stöðunni gegn tékkneska kollega sínum. 28. c4! Dg8 29. Bb2+ Bg7 30. Bxh7! Df8 31. Bxg7+ Hxg7 32. Bg6 Kg8 33. cxb5 axb5 34. He5 Bc8 35. De2 Hxg6 36. He8 Bb7 37. f3 Re6 38. Hxf8+ Kxf8 39. Dxb5 Hxg2+ 40. Kxg2 Bxf3+ 41. Kg3 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 11 niður Norður ♠KG432 ♥8 ♦9732 ♣832 Vestur Austur ♠Á8 ♠-- ♥76 ♥K1053 ♦ÁKDG1085 ♦64 ♣104 ♣ÁKDG975 Suður ♠D109765 ♥ÁDG942 ♦-- ♣6 Suður spilar 5♦ redoblaða. Í bridsmetabók Davids Birds og Ni- kos Sarantakos eru nokkur dæmi um kostnaðarsamar ákvarðanir í sögnum. Sú dýrasta var þó í þessu spili, sem kom fyrir í móti í Póllandi. Vestur hóf sagnir á 3Gr, sem vænt- anlega átti að sýna þéttan láglit með hliðarfyrirstöðu. Norður passaði og austur sagði 5♣, reiknaði líklega með því að vestur myndi breyta í 5♦og ætl- aði þá að segja 6♣ til að sýna eigin lit. Þannig fór þó ekki því suður stakk inn 5♦, sem hann bjóst við að yrðu do- blaðir. Hann ætlaði þá að redobla og biðja norður að velja á milli hálitanna. Þetta gekk eftir, vestur doblaði og suð- ur redoblaði þegar að honum kom og þar við sat! Vestur var ekki í vandræðum með útspilið og AV fengu alla slagina, 11 niður redoblaðir og 6400. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Eitthvað er ekki alveg á hreinu á vinnustað. Þú ert upptekin/n af sambandi sem þú átt í en ert ekki viss um hvert stefnir. Taktu þér góðan tíma. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er ekki svo vitlaust að líta á ást- ina sem viðskiptahugmynd. Hvernig væri að fara á stað sem þú hefur aldrei komið á áður? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Mikil áhrif þín mæta andspyrnu, en það mun líða hjá. Tækifæri í leiklist- argeiranum kunna að vera framundan. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hafi fólk áhuga á því sem það er að gera vinnur það miklu betur en ella. Notaðu tækifærið til að læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert rólynd/ur og þægileg/ur í eðli þínu en þó er hætt við að fólki finnist þú óþægilega stíf/ur. Gefðu þér tíma til að skoða samskipti þín við þína nánustu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Forðastu að skipuleggja of mikið. Allir sem þú talar við munu taka vel í hug- myndir þínar og samþykkja það sem þú segir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hugsjónir eru af hinu góða en miklu veldur hvernig þér tekst til við að kynna þær fyrir þeim sem þú átt allt undir með framhaldið. Ferð án fyrirheits er ekki góð. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert að bíða eftir rétta augnablikinu til að taka virkilega á. Göm- ul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur fengið hugmynd sem vel er þess virði að markaðssetja. Gerið ekki meiri kröfur til annarra en þið gerið til ykkar sjálfra. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gefðu þér tíma til þess að kynna þér nýju starfsáætlunina sem þú átt að vinna eftir. Hikaðu ekki við að taka á málunum. Sýndu öðrum þínar bestu hliðar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Allir hlutir þurfa sinn und- irbúning því flas er ekki til fagnaðar. Samband þitt við börnin skiptir þig mestu máli þessa dagana. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhverjum finnst þú æði. Þú ert það líka. Berðu höfuðið hátt. Tilvera þín tekur stakkaskiptum í sumar. Stjörnuspá 13. maí 1776 Gefin var út konungleg til- skipun um póstferðir á Íslandi. Fyrsta póstferðin var þó ekki farin fyrr en í febrúar 1782. 13. maí 1873 Verslunarhlutafélagið Veltan, sem gatan Veltusund í Reykja- vík er kennd við, var stofnað til að panta vörur erlendis frá á hagstæðum kjörum. Félagið starfaði í áratug. 13. maí 1934 Hörð viðureign, Dettifossslag- urinn, var á Siglufirði milli verkfallsmanna og andstæð- inga þeirra vegna af- greiðslubanns norðanlands á skip Eimskipafélags Íslands. Árið 1937 kvað Hæstiréttur upp dóm yfir 34 verkfalls- mönnum. 13. maí 1966 Undirritaðir voru samningar um kaup ríkisins á Skaftafelli í Öræfum undir þjóðgarð. Jörð- in, sem er um einn hundr- aðasti af flatarmáli alls Ís- lands, var afhent haustið 1967 og þjóðgarðurinn opnaður vorið 1968. 13. maí 1998 Jeppi fór fram af Grímsfjalli í Vatnajökli og féll um 200 metra. „Við þökkum guði fyrir að vera lifandi,“ sagði Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræð- ingur í samtali við Morg- unblaðið, en hún var í bílnum ásamt William Menke. Átta klukkustundir liðu þar til björgunarsveitarmenn komu til þeirra. 13. maí 2000 Alþingi samþykkti frumvarp um afnám lagaákvæða um skattfrelsi forseta Íslands. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Þorvaldur Guðmundsson, framhaldsskólakennari, ökukennari og bæjarfulltrúi á Selfossi, er sextugur í dag. Hann ætlar að fagna áfanganum í sumar- bústaðnum með sínum nánustu. „Ég hélt ærlega upp á fimmtugsafmælið fyrir tíu árum, en ég var þá í karlakór Selfoss og hann lét hressilega til sín taka í afmælinu,“ segir Þorvaldur. „Ég er búinn að vera í bæjarpólitíkinni fyrir Framsóknarflokkinn í sextán ár, fyrst sem vara- maður í bæjarstjórn með tilheyrandi nefndar- störfum og síðan í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil. Það hefur gengið á ýmsu á þessum tíma, en við höfum síðustu átta ár verið í meirihluta og starfað með öllum hinum flokkunum í einhvern tíma. Það hefur verið uppgangstími hér á Selfossi eða í Árborg á síðustu árum og meðal annars sameining við Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík- urhrepp 1998. Þetta er á góðu róli og tími til kominn að hætta.“ Hann segist ætla að fara að gera ýmislegt sem hann hafi vanrækt á síðustu árum. „Fyrst og fremst langar mig að sinna barnabörnunum fimm meira en ég hef gert og svo fer ég kannski að syngja aftur með kórnum. Ég keypti mér fjallamótorhjól nýlega og nú set ég bara svefn- poka og tjald í kistuna á hjólinu og þeysi til fjalla.“ Þorvaldur Guðmundsson 60 ára Hyggst þeysa til fjalla Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Sesar Logi fæddist 4. janúar kl. 20.39. Hann vó 3.190 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Björg- vinsdóttir og Hafsteinn Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.