Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Rekstur Mosfellsbæjar hefur gengið vel á undanförnum árum. Á síðustu tveimur kjörtímabilum eða síðan árið 2002 hefur samanlagður afgangur af rekstri verið rúmur milljarður króna. Þetta er einmitt sá tími sem við sjálfstæðismenn höfum verið í meirihluta í bæjarstjórn og á þessu kjörtímabili í góðu samstarfi við VG. Mikil uppbygging Fjárfestingar á þessu tímabili hafa verið rúmir þrír milljarðar og þar af hafa tveir af þessum þremur milljörðum verið fjár- magnaðir með eigin fé, eða fé sem reksturinn sjálfur hefur skilað. Einn af þessum rúmum þremur millj- örðum sem fjárfest hefur verið fyrir hefur verið tek- inn að láni. Í margar stórframkvæmdir hefur verið ráðist á þessu tímabili og má þar nefna m.a. að byggðir hafa verið 2. og 3 áfangi Lágafellsskóla, Íþróttamiðstöðin Lágafell, gervigrasvöllur á Varmá, Brúarland gert upp og Krikaskóli byggður. Fjárhagsstaðan traust Þrátt fyrir þessa miklu uppbyggingu og þann tekjumissi sem orðið hefur að undanförnu er fjár- hagsstaða sveitarfélagsins traust. Mosfellsbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem ber hvað lægstar skuldir á íbúa. Ástæða þessa er einföld, hér hefur verið unnið ábyrgt og gott verk á undanförnum ár- um. Mosfellsbær fór aðrar leiðir en önnur sveit- arfélög við uppbyggingu sveitarfélagsins. Ekki var ráðist í uppkaup á landi og dýrar fram- kvæmdir. Þess í stað var samið við landeig- endur um að þeir stæðu sjálfir að uppbygg- ingunni og seldu byggingarrétt, auk þess sem þeir greiða bæjarfélaginu ákveðna upphæð á hverja íbúðareiningu. Vegna þessa gat Mosfellsbær grynnkað á skuldum í góðærinu. Samstillt átak Því er ekki að leyna að rekstur sveitarfé- laga er erfiður um þessar mundir. Tekjur hafa dregist mjög saman og hækkun verð- lags orðið mikil. En með samstilltu átaki hefur tekist að ná fram nauðsynlegri hag- ræðingu og sparnaði til að endar nái saman. Á árinu 2009 var afgangur af rekstri 367 m.kr. fyrir fjár- magnsliði. Tekist hefur að standa vörð um þá góðu þjónustu sem sveitarfélagið veitir og er það afar mik- ilvægt á þeim tímum sem við lifum nú á. Þetta er ekki síst starfsfólki Mosfellsbæjar að þakka sem lagt hefur sig fram um að sýna ráðdeild í rekstri og tekið breyttum verkefnum með jákvæðni og umhyggju. Á síðasta ári og á þessu þarf sveitarfélagið að sækja framkvæmdafé á lánsfjármarkaði. Staða sveitarfé- lagsins og sú ábyrgð sem það hefur sýnt í rekstri hefur orðið til þess að lánskjörin sem því hafa hlotn- ast eru með því allra besta sem sveitarfélögum hefur boðist. Mosfellsbær nýtur trausts. Hvers vegna nýtur Mosfellsbær trausts? Eftir Harald Sverrisson Haraldur Sverr- isson Höfundur er bæjarstóri Mosfellsbæjar. Frjálslyndi flokk- urinn býður fram í Reykjavík til borg- arstjórnarkosninga. Þetta er í fyrsta skiptið sem Frjálslyndir bjóða einir fram í Reykjavík og er því í raun um nýtt framboð að ræða. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað innan flokksins, ný stjórn kosin í mars og margir komið til liðs við flokkinn á síðustu mánuðum. Nú bregður svo við að kona er oddviti og konur eru í meiri- hluta á framboðslistanum. Frjálslyndir telja að almenningur eigi að geti skotið málum í almennar kosningar svo hægt sé að taka fram fyrir hendurnar á kjörnum fulltrúum þegar þeir fara út af sporinu. Reykjavík mun þurfa að kljást við afleiðingar kreppunnar. Vænta má uppgjörs fjármálastofnana við lántakendur í haust. Ef ríkisstjórnin fylgir fyr- irmælum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, eins og hingað til, stefnir í fjölda nauð- ungaruppboða. Þá mun álag aukast verulega á vel- ferðarkerfi borgarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hafnar aðferðum AGS og telur nærveru hans ógna íslenskum velferðarmálum. Við teljum mjög nauðsynlegt að hemja athafnir sjóðs- ins. Innan borgarinnar verðum við að forgangsraða í þágu velferðar. Lág- markskrafa er að afkoma borgaranna sé tryggð. Nýtt framboð – Frjálslyndir Eftir Helgu Þórðardóttur Helga Þórðardóttir Höfundur er oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Tveir stærstu flokk- arnir í Kópavogi hafa báðir brúarsmíði á stefnuskrá sinni. Þessar brýr eru þó ólíkar bæði að gerð og eðli. Samfylk- ingin kallar tillögu sína í atvinnu- og húsnæðis- málum Kópavogsbrú. Um 400 íbúðir standa nú hálfbyggðar í bænum. Kópavogsbær hefur að- gang að hagstæðum lánum og getur haft frumkvæði að því að ljúka bygg- ingu þessara íbúða með því að koma á samstarfi ólíkra aðila og boðið þær til leigu eða kaupleigu. Það er eft- irspurn eftir leiguhúsnæði og örugg langtímaleiga ætti að vera valkostur þeirra sem ekki kjósa að leggja allt sitt sparifé í fasteignakaup. Miðað við íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu þurfa að koma á markað um 1500 íbúðir á ári til að svara eftirspurn. Það liggur fyrir að lántaka vegna þessa verkefnis mun ekki hafa áhrif á rekstur bæjarins, þar sem leigu- tekjur munu standa undir gjöldum og fjármagnskostnaði. Kópavogsbrú er tillaga Samfylkingarinnar á tím- um þegar markaðurinn er strand og þá er aðkoma hins opinbera ekki að- eins réttlætanleg, heldur nauðsynleg. Tillaga Sjálfstæð- isflokksins felur í sér að byggja göngubrú frá Kárs- nesi yfir í Vatnsmýrina. Góð hugmynd sem við í Samfylkingunni höfum oft orðað, en hún er einfald- lega ekki réttlætanleg eins og staðan er í dag. Brúar- smíð Sjálfstæðisflokksins mun krefjast lántöku bæj- arsjóðs upp á hundruð milljóna, en öfugt við Kópavogsbrúna mun hún ekki skila bænum neinum tekjum og því hafa neikvæð áhrif á bæjarsjóð. Stefnu- skrá flokkanna í aðdraganda kosn- inga er samningur þeirra við kjós- endur næstu fjögur árin. Þar teljum við í Samfylkingunni brýnasta verk- efnið að gæta aðhalds í rekstri bæj- arins og forgangsraða í þágu bæj- arbúa. Kópavogsbrúin okkar mun skapa störf, leggja grunn að lang- tíma leigumarkaði og skila bænum auknum tekjum í formi fasteigna- gjalda og útsvars. Nú er það kjós- enda í Kópavogi að forgangsraða, brú yfir til framtíðar eða brú yfir í Vatnsmýri. Brúarsmíð í Kópavogi Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. Undanfarin ár hafa skipulagsmál sveitarfé- laganna á höfuðborg- arsvæðinu einkennst af gegndarlausri útþenslu og samkeppni í lóðasölu. Ummerkin blasa við. Hálfkláruð hús, ófrá- gengin hverfi og verk- efnalausir kranar. Þó að sveitarfélögin átta á svæðinu liggi hlið við hlið hefur skort á samstarf þar á milli. Bitist hefur verið um íbúa og keppst við að selja lóðir, barist um útsvarstekjurnar. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár og hefur þeirri staðreynd verið hampað á tyllidögum. Uppbygging hröð, mest og best! Það var svo gott að búa í Kópavogi. Sem það reyndar er – en ekki vegna fyr- irgangsins undanfarin þar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill beita sér fyrir því að sett verði á laggirnar sameiginleg skipulagsnefnd á höfuðborgarsvæðinu skipuð fulltrú- um allra sveitarfélaganna. Samkeppni af því tagi sem að ofan er lýst er ein- kenni gamalla tíma og endar í stefnu- leysi. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu þurfa að vinna miklu nánar saman og skipuleggja byggð í sam- ráði við íbúa og þeirra þarf- ir. Þar þarf Kópavogur að hafa forystu af mörgum ástæðum en meðal annars þeirri að bæjarfélagið er miðlægt á höfuðborg- arsvæðinu. Samstarf þarf að nást í skipulagsmálum sérstaklega en einnig á öðr- um sviðum eins og í sam- göngumálum, bæði varð- andi vegakerfi, almenningssamgöngur og framtíðarsýn í sorphirðumálum. Það er áfram út í hött að loka sveit- arfélögin á höfðuborgarsvæðinu innan þröngra marka þegar íbúarnir líta á svæðið sem eitt svæði í samgöngum, skipulagi, atvinnumálum, íþróttum, menntamálum. Um leið og samstarf er aukið þarf að efla myndugleika sveit- arfélaganna því nútíminn kallar síðan á virkt íbúalýðræði, gagnsæja stjórn- sýslu og heiðarleika. Tími vinavæð- ingar er liðinn. Vinavæðingin sem kristallaðist einna helst í lóðaúthlut- unum og skipulagsslysum þarf að vera liðin tíð. Höfuðborgar- svæðið ein heild Eftir Guðnýju Dóru Gestsdóttur Guðný Dóra Gestsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista VG í Kópavogi. Íslenska þjóðin hefur upplifað rússíban- areið undanfarin tvö ár. Afleiðingarnar fyrir sálartetrið eru miklar, vantraustið algjört og skotgrafirnar svo djúpar að þær ná næstum því til Kína. Þjóðin kallar á breytingar við þessar að- stæður. Stjórnlagaþing, þjóðaratkvæða- greiðslur, beinna lýðræði, gagnsæi og síðast en ekki síst heiðarleiki eru á allra vörum. Krafan er að stjórnmálamenn vinni að mál- efnum fremur en þrætubókarlist; starfi fyrir fólkið fremur en sjálft sig; og gæti almanna- hagsmuna fremur en sérhagsmuna. Krafan er að fólkið hafi aðkomu að ákvörðunum stjórnmálanna og hafi þannig eitthvað um framtíð sína og umhverfi að segja. Krafan er um breytingar. Jafnaðarstefnan í hnotskurn Kröfur þjóðarinnar um breytingar eru í fullu sam- ræmi við stefnu jafnaðarmanna, sem byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð. Krafan er um samtal á milli stjórnmála og þjóðfélags, samráð í sem flestum málaflokkum og gagnsæi við ákvarð- anatöku. Krafan er um lýðræðislegar umræður og lýð- ræðislega ákvarðanatöku. Krafan er um samræðu- stjórnmál sem verða ekki hædd út af borðinu eins og reynt var þegar Ísland var best í heimi. Trúverðugleiki Nú er það orðið svo að allir vilja Lilju kveð- ið hafa. Flokkar og einstaklingar sem þekktir eru fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar, reyk- fyllt bakherbergi, einhliða ákvarðanir og það sem oft hefur virst einræðislega tilburði, stíga nú fram og hyggjast leiða fram nýjar áherslur, ný vinnubrögð og opnari umræðu með aukinni aðkomu íbúa. Er það sannfærandi? Skoðum stöðuna í Kópavogi: Trúum við því þegar aðili sem í 12 ár greiddi atkvæði með oddvita sínum og leiðtoga og felldi þar með ítrekaðar tilraunir minnihlutans til lýðræðisumbóta, stígur nú fram sem fulltrúi nýrra vinnubragða? Er hann líklegur til þess að leiða fram raunverulegar breytingar? Meirihluti íbúa vill breytingar Aðspurður segir meirihluti Kópavogsbúa að hann vilji breytingar á stjórn bæjarins eftir næstu sveitarstjórn- arkosningar, að nýr meirihluti taki við að liðnum kosn- ingum. Samfylkingin í Kópavogi er eini raunhæfi kost- urinn til þess að leiða þær breytingar. Til þess að svo verði þurfa kjósendur að gefa Samfylkingunni öflugt umboð í komandi kosningum. Frasar stjórnmálamannsins eða raunverulegur valkostur? Eftir Elfi Logadóttur Elfur Logadóttir Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Það skiptir okkur máli hverjir veljast til þess að stjórna bænum okkar. Það vita Mosfellingar manna best. Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn undanfarin átta ár í Mosfellsbæ og fjögur síðustu ár ásamt Vinstri grænum. Lögð hefur verið rík áhersla á ábyrgð í fjárreiðum bæjarins og í dag er staðan góð. Við sjálfstæðismenn ætlum að halda áfram uppbyggingu þess góða samfélags sem hér hefur verið skap- að. Snerpa og hugmyndaauðgi Mosfellsbær er bær tækifæranna. Við ætlum að stuðla að öflugu samráði á milli atvinnurekenda m.a. með reglulegum samráðsfundum atvinnulífsins. Við viljum nýta þá snerpu og hugmyndaauðgi sem í okk- ar mannauði býr til frekari landvinninga í atvinnu- málum. Við ætlum að fjölga störfum í sveitarfélaginu m.a. með því að markaðssetja Mosfellsbæ enn frekar sem heilsu- og menningarbæ. Við ætlum að styðja við stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að allt að eitt þúsund störf geti skapast í bæjarfélaginu með nýju sjúkrahúsi sem PrimaCare hyggst reisa í bænum. Það verður gríðarleg lyftistöng fyrir bæinn. Það er því fyrirsjáanlegt að Mosfellsbær verður ekki lengur svefnbær þar sem fólk sækir vinnu til annarra bæjarfélaga. Heilsubær með einstakri náttúru Þegar þetta verður raunin munu allra augu beinast að Mosfellsbæ sem heilsubæ. Hér hefur lengi verið eitt þekktasta endurhæfingarsjúkrahús á landinu og fjöl- margir Íslendingar hafa fengið bót sinna meina þar. Nýja sjúkrahúsið felur í sér mörg tækifæri fyrir Mosfellinga um alls kyns heilsutengda og afleidda þjónustu. Í Mosfellsbæ er frjór jarðvegur fyrir heilsu- tengda þjónustu, í bæ með mikilli náttúrufegurð, góð- um útivistarsvæðum, fjölda sérfræðinga í heilsu- málum, framhaldsskóla tengdum lýðheilsu og umhverfisfræðum og öflugu íþrótta- og tómstunda- starfi. Við ætlum að gera Mosfellsbæ að miðstöð heilsueflingar og heilsutengdrar ferðaþjónustu. Mos- fellsbær verður ekki lengur svefnbær í útjaðri Reykjavíkur heldur vaxandi og hraust bæjarfélag sem á bjarta framtíð fyrir sér. Mosfellsbær er bær tækifæranna Eftir Evu Magnúsdóttur Eva Magnúsdóttir Höfundur er varaþingmaður í framboði fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.