Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 8
Andri Karl andri@mbl.is Ónotakennd ríkti í dómsal 101 þegar fyrirtaka fór fram í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem ákærðir eru fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu vegna atburða í desember 2008. Fyrir utan reyndu æstir „stuðningsmenn“ að brjóta sér leið inn með því að þrýsta á lokaða hurð dómsalarins svo í henni hrikti en við hana stóðu tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn sem bjuggust við hinu versta. Tveir sakborningar æstust þá mjög og kröfðust þess að dyrnar yrðu opnaðar. Í kjölfarið kom til stimpinga milli þeirra og lögreglumannanna. Þinghaldinu lauk fyrirvaralaust. Fjöldi fólks safnaðist saman í Héraðsdómi Reykjavíkur áður en dómþing var sett. Röð tók að myndast utan við dómsalinn 45 mínútum fyrr og þó svo að fólk flykktist að hélst röðin og fengu þeir sæti í salnum sem fyrst komu. Stemningin var afslöppuð framan af. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, ræddi um þann möguleika að færa réttarhaldið í Laugardalshöllina og fékk hugmynd hennar góðan hljómgrunn. Dómstjóri staðfesti það síðar við blaðamann, að ekki kæmi til greina að flytja málið annars staðar enda lögum samkvæmt aðeins leyfi- legt í algjörum undantekningartilvikum, og þá til dæmis á sjúkrahúsi eða í fangelsi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingar- innar, var einnig á staðnum og velti fyrir sér hvort takmarkað aðgengi almennings að dómsalnum væri brot á stjórnarskránni. Svo er ekki. Síðar um dag- inn lagði Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem mælst er til þess að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að ákæra á hendur mótmælendunum níu verði dregin til baka og einnig ákæra um húsbrot. Sakborningar neituðu að setjast Hiti færðist í mannskapinn í dómsaln- um þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Kallað var eftir aðstoð lögreglu og henni falið að sjá til, að ekki færu fleiri inn í dómsal en sæti eru fyrir. Það gekk eft- ir. Auðsjáanlegt var þó að „stuðnings- menn“ nímenninganna voru ekki alls kostar ánægðir með veru lögreglu- manna og skipuðu þeim ítrekað með öskrum að yfirgefa húsið. Eftir að öll sæti voru setin – fyrir utan sæti sak- borninga, en þeir neituðu að setjast – hófst dóm- þingið. Sjö af níu sakborningum voru viðstaddir. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi eins sakborn- inga, fór í fyrstu fram á að tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn sem gættu dyra salarins yfirgæfu salinn. Þegar ekki var orðið við því lagði hann fram bókun og mótmælti í henni „lokun réttarhaldsins“ auk þess sem hann sagðist sem verjandi ekki geta setið réttarhald undir lögreglustjórn. Blaðamaður spurði Ragnar síðar hvort ekki væri réttast að þing- hald færi fram fyrir luktum dyrum, til að tryggja þingfrið; sagði hann það bannað. Helgi I. Jónsson, dómstjóri, staðfesti hins vegar að næsta skref yrði skoðað vandlega og til álita kæmi að loka þinghald- inu, enda heimild fyrir því í lögum, bæði til að halda þingfrið og til hlífðar fyrir vitni sem annars ættu vafalaust erfitt með að koma fyrir dóm, þ.e. þegar til aðalmeðferðar kemur. Auk þess sem bókunin var skráð spurði dómari einn sakborninga um afstöðu hans til ákærunnar. Sá sagði hana með öllu ranga. Fleira var ekki gert þó það hafi verið ætlunin. Þinghaldi var slitið án fyrirvara og óljóst er hvenær málið verður tekið fyrir að nýju. Upplausn í dómsal 101  Mikill fjöldi ósáttra „stuðningsmanna“ reyndi að brjóta sér leið inn í dómsal  Til álita kemur að beita heimild í lögum og loka þinghaldinu til að tryggja frið Morgunblaðið/Ómar Fyrir utan Hundruð manns mættu í héraðsdóm og kom til stimpinga milli þeirra og lögreglumanna sem vörnuðu fólkinu inngöngu í dómsal. Einn var handtekinn eftir að fólkið lagðist á hurðina. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Fréttaritstjóri Stöðvar 2 hefur ver-ið látinn hætta. Ekkert hefur ennþá frést af viðbrögðum af skrif- stofum norrænu blaðamanna- samtakanna. Enginn getur efast um að pöntun á yfirlýsingum hafi þegar verið lögð fram.     Það er þakkarefni hvað frétta-menn eru umburðarlyndir þeg- ar aðrir fréttamenn svara ekki spurningum þeirra, eða eru aug- ljóslega ekki að segja allan sannleik- ann í svörum sínum.     ÍKastljósi í gærvarð ekki annað ráðið en spyrjand- inn væri ekki svo grænn að trúa hin- um opinberu skýr- ingum á brottför Óskars Þorvalds- sonar. Og hún spurði því viðmælanda sinn um hvaða greiðslur hann hefði fengið frá manninum sem nýlega á að hafa boðið Þórhalli þá kastljósmanni 200 milljónir fyrir að færa sig yfir á 365. Óskar Hrafn svaraði efnislega að hann hefði ekki fengið það sama fyr- ir að hætta (þegjandi) og Ragnhildur Geirsdóttir! Hann tók spurninguna bersýnilega þannig að verið væri að spyrja um kaupverð þagnar hans.     Greiðslan til Ragnhildar hefurekki verið framreiknuð, en ekki er ósennilegt að hún gæti verið svo sem 365 milljónir á núvirði. Í staðinn fyrir tugi eða hundruð milljóna lét fréttastjórinn hanga í loftinu að hann hefði farið með fárra mánaða laun í vasanum. Augljóst var af lík- amstjáningu hans er hann svaraði að sannleikurinn var bersýnilega víðs- fjarri, í það minnsta í öðrum heims- hluta ef ekki í öðru sólkerfi.     Það var svo augljóst að fréttakon-unni þótti rétt að láta kyrrt liggja.     Það var í rauninni flott hjá henni. Óskar Hrafn Þorvaldsson Gull í munn Veður víða um heim 12.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 9 skýjað Egilsstaðir 8 alskýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 5 súld Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 súld Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 9 léttskýjað Glasgow 11 skýjað London 11 léttskýjað París 9 skýjað Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 9 skýjað Berlín 15 skýjað Vín 16 alskýjað Moskva 24 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 skýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 12 alskýjað New York 8 þoka Chicago 10 alskýjað Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 13. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:19 22:30 ÍSAFJÖRÐUR 4:01 22:58 SIGLUFJÖRÐUR 3:43 22:42 DJÚPIVOGUR 3:43 22:05 Í lögum um meðferð sakamála er skýrt kveðið á um það að þinghald skuli háð í heyranda hljóði. Jafnskýrt er hins vegar kveðið á um að dómara sé rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti, og sé ekki þingfriður geti hann að eigin frum- kvæði ákveðið að þinghald fari fram fyrir lukt- um dyrum. Ákvörðun hans er þó kæranleg til Hæstaréttar. Verði áfram truflun á þingfriði eftir lokun, s.s. vegna óvið- eigandi framkomu sak- borninga, má víkja mönnum úr þing- haldi, og með lögregluvaldi ef með þarf. Loka má þinghaldinu LÖG UM MEÐFERÐ SAKAMÁLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.