Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 ✝ Óli JóhannPálmason fædd- ist í Vestmanna- eyjum þann 8. júlí 1952 en ólst upp í Kópavogi. Hann lést á Ryhov-sjúkrahús- inu í Jönköping í Svíþjóð 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Anna Jóhannsdóttir og Pálmi Rögnvaldsson. Óli Jóhann var elsta barn þeirra hjóna en auk hans eignuðust þau Hrönn, Rögn- vald og Örn. Óli Jó- hann eignaðist fjög- ur börn; Arnar Karl, Sigríði Önnu, Jó- hönnu Björg og Óla Jóhann og eru barnabörnin sjö. Útför Óla Jóhanns fór fram í kyrrþey 29. apríl 2010. Himinninn var engu líkur þegar ég keyrði heim nóttina sem ég kvaddi systur mína og ömmu, sem voru á leið til þín. Það var tær, stærðar baugur um- hverfis mánann og mild birtan féll sem silki á dúnmjúka skýjahnoðr- ana allt umhverfis. Það var engu líkara en sjálfur himnafaðirinn væri að breiða út faðminn og taka á móti þér heim. Dagurinn sem á eftir kom var engu síðri. Himinninn var heiðskír og sólin skein lágt á lofti svo vart var hægt að hafa augun opin án þess að skýla þeim með hendinni. Og dagurinn var jafnkaldur og ég var innra með mér þann daginn. Hvað ég grét, elsku pabbi minn. Og enn hélt himnafaðirinn heiðri þínum uppi enda var kvöldið dásam- legt. Alger stilla og heiðskír stjörnubjartur himinn prýddi sjón- deildarhringinn þegar ég fékk frétt- irnar um að þú værir farinn. Það voru ekki amalegar móttökurnar sem biðu þín hinum megin við him- ininn þar sem faðirinn tók þig í hlýj- an arminn og þurrkaði af þér hverja þá þraut sem lífið gaf þér. Ég sakna þín í hverri taug, elsku pabbi minn. En ég fulltreysti ein- mitt því að hann, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. (Fil. 1:6.) Jóhanna Björg. Elsku frændi. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þetta sé síðasta bréfið sem ég skrifa til þín. Ég held svo fast í þær yndislegu minningar sem voru okkur svo dýr- mætar. Ég vona að þú hafir pakkað hrukkukreminu niður því nú ferðu í svo langt ferðalag að best er að hafa birgðir. Því meir sem ég rifja upp sam- skipti okkar því meira hugsa ég um að þú sért áhugaverðari en nokkur sögupersóna sem hefur verið fjallað um. Ég hef oft sagt fólki sögur af þér en aldrei næ ég að lýsa þér eins og þú varst í raun og veru, það er einfaldlega ekki hægt. Ég gæti samið heila bók um Óla Jóhann föðurbróður minn. Við vor- um fá sem fengum að njóta þín og mikið er ég þakklát fyrir að vera ein af þessum heppnu. Þú varst alltaf uppáhaldsfrændinn og ég uppá- haldsfrænkan. Þú varst duglegur að hringja í mig, sendir mér bréf og vildir heyra fréttir af frænku. Þú passaðir vel upp á að vera í sam- bandi áður en of langt liði. Ég hlakkaði alltaf til að lesa bréfin frá þér. Þau áttu til að móðga mann og annan en fyrir mig og þig var þetta skemmtun ein og við skildum hvort annað, hlógum og hlógum að vit- leysunni í hvort öðru. Þegar ég hugsa til baka voru líka skemmti- legustu fríin þegar við fjölskyldan keyrðum yfir til Svíþjóðar til þín eða þú komst til Noregs til okkar. Það var stanslaust fjör, hlegið og haft gaman af hverju sem var. Mamma var oft stórgáttuð á okkur. Þú varst vinur minn frekar en gamli frændi og stundir okkar voru skemmtilegastar. Við náðum svo vel saman. Í síðasta símtalinu okkar vorum við að rifja upp þegar við fórum tvö saman í bíltúr til Oslóar þar sem ferðin gekk meira og minna út á að stríða hvort öðru. Þarna sérðu frændi, þar sem ég skrifa þetta bréf koma upp margar minningar sem enginn þekkir nema ég og þú. Í seinni tíð hlógum við okkur máttlaus að þessum minningum sem við áttum saman. Nú verð ég ein að rifja upp þessar minningar og held þeim öllum í hjarta mínu því þar eiga þær heima. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð þessu síð- asta símtali, þegar þú hringdir frá Svíþjóð. Við vorum ekki búin að heyrast lengi og þótti okkur svo gaman að spjalla hvort við annað. Ég hugsa í dag að þetta símtal hafi verið okkar kveðja hvors til annars. Ég náði að segja þér hvað mér þótti vænt um þig og hversu einstakur frændi þú varst. Aldrei hef ég verið jafn viss og nú að himnaríki er ánægt að fá þig, því þar áttu eftir að skemmta mönnum eins og þú skemmtir okkur hér niðri á jörðu. Ég er viss um að þú eigir eftir að heimsækja okkur hin, kannski með einu prakkarastriki eða tveimur. Ég vildi svo innilega geta faðmað þig í eitt síðasta sinn, elsku Óli, en það verður að bíða þar til við hitt- umst í öðrum heimi. Þú ert búinn að yfirgefa þessa jörð en skilur eftir dýrmætar minningar. Þú hefur fengið þína hinstu hvíld. Elsku Óli, þegar einhver minnist á þig þá færir það mér bros á vör og þannig mun það alltaf vera þar til ég hitti þig hinum megin. Þangað til hugsa ég fallega til þín. Kærar kveðjur til þín frændi, þar til næst. Þín Kolfinna Von. Genginn er fyrir ætternisstapann, Óli Jóhann Pálmason, en hann lést nýlega á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Óli var sonur vinahjóna okkar, Siggu og Pálma, og bjuggu fjölskyldurnar hlið við hlið í Víðihvamminum á bernskudögum Kópavogs. Óli var fallegur drengur, lífsglaður, bráð- gáfaður og skjótur til svara. Hann varð fljótlega heimagangur hjá okk- ur, þar sem Óli og Atli sonur okkar bundust vinaböndum. Hann var mjög barngóður og fóru yngri börn okkar ekki varhluta af því. Óli hafði allt til að bera sem góðan mann má prýða og ólst hann upp við ást og umhyggju foreldra sinna. Hann lærði rafvirkjun hjá Pálma föður sínum og lauk meistaraprófi í grein- inni. Einnig vann hann við bílavið- gerðir, þar sem allt lék í höndum hans. En blikur voru á lofti og oft er skammt á milli hins breiða vegar og hins mjóa. Það var því ekki alltaf létt fyrir Óla að rata rétta leið á lífs- ins refilstigum. Óli fluttist til Sví- þjóðar og bjó hann þar síðustu fimmtán árin. Við spjölluðum stund- um saman á netinu, en þá var Óli farinn að stúdera fornsögu Svía og fannst honum þeir sænsku helst til tómlátir um sögu sína. Fljótur var hann að nema sögu Svía og hafa hana á hraðbergi. Hann ræddi við mig um Heimskringlu og Gylfaginn- ingu Snorra, en þar er vikið að þeirri merku þjóð, Svíum. Hann minntist á Ólaf trételgju Svíakon- ung er skóp Vermaland með því að fella mörkina og gerði þar velsæld mikla. En Svíum er gjarnt að blóta konungum sínum til árs og friðar og svo fóru þeir einnig með Ólaf tré- telgju. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum með einu erindi af þremur er Ólína Andrésdóttir, skáldkona, orti til látins frænda síns: Nú hefur fjötrum fleygt flugþyrsta sálin þín, haustnóttin heiða kveikt himnesku blysin sín. Glóandi geislaflóð, gyllir nú legstað þinn, svíf lífsins sólu mót, sólelski frændi minn. (Ólína Andrésdóttir.) Það er sem við sjáum Óla tölta heimleiðina að hliði allra hliða. Þar stendur Pétur og segir: „Velkominn Óli minn, hér er nóg að starfa og strita. Mig vantar aðstoðarmann þar sem þeir nálgast hvor annan vegirnir frægu. Þú ert ráðinn!“ Megi jöfur himna blessa minningu Óla, afkomendur hans og allan hans frændgarð. Jóhanna og Sigurður Sigurðarson. Óli Jóhann Pálmason ✝ Ástkær faðir okkar, GUÐMUNDUR GARÐAR GUÐMUNDSSON, sem lést miðvikudaginn 5. maí, verður jarðsunginn frá Kristskirkju Landakoti föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Lilja Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ÞORLEIFS JÓNSSONAR, Skúlagötu 40a, Reykjavík, áður bónda Litla-Langadal, Skógarströnd. Sigurfljóð Jónsdóttir, Margrét K. Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðríður F. Guðjónsdóttir, Ingunn Jónsdóttir og systkinabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drangsnesi, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík sunnudaginn 9. maí, verður jarðsungin frá Digraneskapellu laugardaginn 15. maí kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÓLAFSSON fv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsvík, sem lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. maí kl. 13.00. Marta Kristjánsdóttir, Vigdís Bjarnadóttir, Einar S. Sigurjónsson, Kristján Bjarnason, Steinunn Tryggvadóttir, Kristbjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Ljósið mitt“ var ávarp sem Stína móð- ursystir mín notaði þegar hún kastaði á okkur krakkana kveðju í gamla daga. Í þessari kveðju, sem hún notaði reyndar ávallt þegar fundum okkar bar saman, var falið eitthvað alveg sérstakt og uppörvandi, bjart og gott; eitthvað sem hún tók í arf frá afa sem heilsaði með hlýju og krafti sem fylgdi manni út í dagsins önn. Stína er þriðja systkinið af sjö frá Miðkoti í Fljótshlíð sem kveður þennan heim. Á undan eru farin Lilja og Sveinn. Einkenni systkina frá Miðkoti er nægjusemi, elja, gott skap og ein- stakt minni. Stína frænka mín sem kveður nú var ein sú kraftmesta kona sem ég hef kynnst. Svo snör í snún- ingum var hún þegar hún var upp á sitt besta að hvorki fyrr né síðar hef ég séð annan eins leifturhraða við eldhúsverkin. Ég sé hana í anda þegar hún hljóp á milli húsa á Hvolsvelli með kleinu- box og kruðerí, gefandi á báðar hend- ur og fundvís var hún á þá sem á hjálp þurftu að halda og lá aldrei á liði sínu. Hún var afa og ömmu ein- stök hjálparhella og ég horfði á hana sem krakki með aðdáun hversu handfljót hún var, hvort sem hún þvoði og þreif eða vann dýrindis handverk, saumaði, prjónaði eða tók hamar eða sög og gerði við það sem þurfti. Ræktunarkona var hún mikil og blómstraði allt í höndum hennar og ekki gat neinn græðlingur verið svo lítilfjörlegur að hann fengi ekki nýtt líf í hennar höndum. Allra fyrsta minning mín um hana er frá Litla-Hvoli í Hvolsvelli, í pínu- Kristín Ísleifsdóttir ✝ Kristín Ísleifs-dóttir fæddist í Miðkoti, Fljótshlíð, 3. desember 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 23. apríl sl. Útför hennar fór fram frá Háteigs- kirkju föstudaginn 30. apríl 2010. litlu húsi sem hún bjó í með fimm manna fjöl- skyldu sinni. Hvað hún gat gert þessa smáu og köldu vistarveru fallega með ilmandi rósum í öllum gluggum með blún- dugardínum og ekki síst hvað hún var lagin við að reiða fram góðar kræsingar. Þrátt fyrir að húsakynnin hjá henni Stínu væru lítil var ávallt pláss fyrir einn krakka í viðbót í gistingu. Eins var þeg- ar hún flutti í Þingholtsstrætið í Reykjavík, sem var miðstöð okkar frændfólksins þegar komið var til borgarinnar. Hún fann alltaf holu eða skot fyrir okkur því hjartarúmið var stórt. Lengst af bjó hún í Álftamýr- inni þar sem fjölskyldan átti fallegt heimili. Ævi frænku minnar var enginn dans á bleiku skýi. Hún tókst á við margs konar vanda allt frá unga aldri. Hún vildi þó ávallt fremur hlusta á eitthvað skemmtilegt en að festast í vandamálum. Hún var ávallt sjálfri sér sam- kvæm, féll aldrei verk úr hendi og meðan hún hafði nokkra krafta var hún með handavinnu og var umhug- að um allan þann mikla gróður manna og jurta sem hún hafði umvaf- ið og ræktað. Nú hefur hún kvatt okkur og gengið inn í hið eilífa ljós. Henni fylgja þakkir frá mömmu og systkinum mínum. Megi ljós lífsins fylgja ástvinum hennar öllum. Ingibjörg Pálmadóttir. Mig langar til að minnast Krist- ínar Ísleifsdóttur með örfáum orð- um. Ég man þegar ég var smástelpa hve gaman og gott mér þótti að koma heim til Stínu eldri. Alltaf tók hún mér opnum örmum og þegar ég sat við eldhúsborðið hjá henni með ristað brauð og kakó. Þá leið mér vel. Hlýja hennar umvafði allt og ólíkt mörgum öðrum þá dæmdi hún fólk ekki held- ur bar virðingu fyrir einstaklingum, sama á hvaða aldri þeir voru. Þegar ég komst á unglingsárin hlógum við að því hve afskaplega mér þótti ristaða brauðið hennar Stínu gott, því það var nefnilega þannig. Mér þótti brauðið hennar betra en annarra vegna þess hve vel mér leið þegar ég borðaði það í eldhúsinu í Álftamýri. Hversu vel hún lét mér líða. Stína var líka alltaf tilbúin að að- stoða okkar stelpurnar með handa- vinnuna og hún kippti sér ekkert upp við það þótt heimili hennar væri breytt í danshús. Hún hélt ávallt ró sinni og yfirvegun sama á hverju gekk og kenndi mér hve mikilvægir kostir umburðarlyndi og þolinmæði eru. Nú er hún fallin frá. Þótt langt sé liðið frá því ég hitti Kristínu síðast þá líður mér alltaf vel þegar ég hugsa til hennar, finn einhverja innri ró. Minning hennar mun ylja mér alla tíð. Hvíl í friði. Fjölskyldu Kristínar votta ég mína dýpstu samúð. Lára Ómarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.