Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Nú ertu farinn, elsku pabbi minn, loksins búinn að fá hvíldina sem þú hafðir þráð svo mikið undir lok- in. Ég græt á eftir þér núna eins og ég gerði þegar ég var lítil, þeg- ar ég stóð innan við girðinguna og horfði á eftir þér fara í vinnuna eftir hádegismatinn. Ég hef alltaf verið einstaklega stolt af því að vera dóttir þín. Þegar ég hef verið spurð „hverra manna“ ég væri, hef ég alltaf sagt með miklu stolti, „Ég er dóttir hans Stjána Gvendar“. Ég hef alltaf verið mjög stolt, eins og þú pabbi minn, af því að vera Esk- firðingur, en ég veit að þú varst mjög stoltur af uppruna þínum, fæddur á Vattarnesi og uppalinn þar og á Eskifirði og bjóst síðan alla þína tíð á Eskifirði með mömmu þér við hlið á Hvítárvöll- um eða Smiðjustígnum eins og við kölluðum húsið ykkar. Alltaf varstu boðinn og búinn til að hjálpa til ef eitthvað var verið að brasa á heimilum okkar barna þinna. Mættur í vinnugallanum næsta morgun ef minnst var á að eitthvað ætti að fara að laga eða dytta að. Þú kenndir mér svo margt í þeim efnum, eins og t.d. að veggfóðra, mála, dúkleggja, smíða og svo margt fleira og síðast, en ekki síst, kenndir þú mér vand- virkni við verkið. Barnabörnin voru þér einstak- lega hugleikin og þau elskuðu þig líka og sýndu þér ávallt mikla virð- ingu. Ég sé þig fyrir mér hringla lyklakippunni þinni framan í þau þegar þau voru ungabörn og leyfa þeim síðar að leika sér að lykla- kippunni þegar þau voru orðin að- eins eldri. Ég sé fyrir mér hvernig þú hossaðir þeim á krosslögðum fætinum og sast undir þeim við matarborðið og mataðir þau, bjóst til bíl eða flugvél eða kall handa þeim út stöppuðum fiski og kart- öflum og skreyttir með tómatsósu. Ég sé þig fyrir mér leika við þau úti í garði í boltaleik og fara með þau út á rúntinn. Eftir að synir mínir fóru að heiman, sá eldri til Reykjavíkur að vinna og sá yngri í skóla á Ak- ureyri, spurðir þú mig á hverjum einasta degi, „Hefur þú heyrt eitt- hvað í honum Kristjáni?“, eða „Hvernig gengur Árna Bergþóri í skólanum?“. Eftir að þú hættir störfum um 70 ára aldurinn, hjá fyrirtækinu sem þú starfaðir hjá lengst af starfsævinni, varstu alltaf fullur áhuga um hvernig gengi hjá þeim og hvernig gengi nú hjá skipunum og spurðir mig reglulega frétta, en árin sem við vorum vinnufélagar þar á skrifstofunni urðu 18 góð ár. Kristján Jóhann Guðmundsson ✝ Kristján JóhannGuðmundsson fæddist 3. apríl 1929 á Vattarnesi í Suður- Múlasýslu. Hann and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað hinn 8. apríl 2010. Útför Kristjáns Jó- hanns fór fram frá Eskifjarðarkirkju 16. apríl 2010. Við söknum þín innilega og það er með miklum trega að ég kveð þig, elsku pabbi minn, megi Guð varðveita þig. Fjóla. Nú er ég búin að missa móðurafa minn Kristján Guðmunds- son eða afa Stjána eins og við kölluðum hann alltaf. Hann lést að morgni 8. apr- íl sl. með eiginkonu sína Stefaníu Sigurbjörnsdóttur eða ömmu Stefu, og börnin sín sér við hlið. Ég fékk að sjá hann í vikunni áður en hann lést. Afi minn unni börn- um sínum og barnabörnum, hann elskaði bíla, bæinn sinn Eskifjörð og konuna sína, hana ömmu mína. Uppáhaldssagan mín um ömmu mína og afa er sagan um það þeg- ar hann sá hana fyrst. Þá var hún á hestbaki á þeysireið, en afi var alltaf hræddur við hesta. Hann varð alveg steinrunninn við þessa sýn og langaði til að kynnast henni. Það leiddi svo síðar til fal- legrar fjölskyldu og saman eign- uðust þau fjögur börn, 1 strák og 3 stelpur og er sú elsta móðir mín. Hjónaband þeirra stóð í rúmlega hálfa öld. Árið 2006 hélt amma mín upp á 80 ára afmælið sitt. Ég horfði á afa minn tárast nokkrum sinnum þetta kvöld þegar hann horfði á ömmu. Ég vissi að hann elskaði þessa konu eins mikið og nokkur gæti hugsanlega elskað aðra manneskju. Ég á svo margar minningar um hann afa minn frá því ég var barn. Ég man eftir að hafa dansað við hann, bæði á jólaballi og heima í stofu þegar hann spilaði plöturnar sínar. Ég man eftir að hafa hjálpað honum að taka upp kartöflur, og eftir því þegar hann kenndi mér að búa til hús úr spilum og að spila á spil og leyfa mér að vinna. Hann kenndi mér að veiða og ég man líka hvað mér fannst flott hvernig hann gat skrallað börkinn af app- elsínu í einum óslitnum hring, svo tók hann miðjuna úr appelsínunni og stakk 4 eða 5 sykurmolum ofan í og kreisti svo allan safann úr fyr- ir mig. Á eftir borðaði ég svo það sem eftir var af henni og saug úr henni allan sykursafann. Ég man hvernig hann raulaði svo oft „dæ dæ da dæ, dí dí da dí“ við sitt eigið lag, sérstaklega þegar hann var að reyna að svæfa Zeynep, litlu syst- ur mína. Hann afi hafði alveg sér- stakt lag á ungbörnum og krökk- um. Það var eitthvað mjög töfrandi við hann, eitthvað sem ekki er hægt að útskýra, en allir sáu. Ég varð vitni að þessu aftur núna um daginn þegar hann hitti barnabarnið sitt Emine 1 árs gamla í fyrsta skipti. Hún fór beint í faðm hans og ekki var ann- að að sjá en hún hefði þegar tengst honum þeim sérstöku bönd- um sem við hin höfum alla tíð fundið fyrir. Hann hafði alltaf svo rjóðar kinnar, nef og höku. Maður sá litl- ar hárfínar æðar á þessum rjóðu svæðum. Hægra megin á nefinu á mér er ég með eina litla rauða æð alveg eins og hann afi minn og er stolt af því. Ég fékk að kveðja hann 2. apríl, daginn fyrir 81 árs afmælið hans. Ég sagði honum að ég elskaði hann og hann sagði mér að hann elskaði mig. Sá sem les þetta mun nú vita ör- lítið meira um hann afa Stjána, hversu sérstakur og hversu elsk- aður hann var og hvað mér þótti mikið til hans koma. „Afi minn, ég elska þig svo mik- ið og mun aldrei gleyma þér. Ég mun sakna þín svo mikið, en ég veit að þú ert nú í friði. Sofðu vel, afi, þangað til við hittumst aftur.“ (Þýtt úr ensku). Ég elska þig, afi minn. Jasmine Canpolat Maiolini. Elsku pabbi minn. Þú varst alltaf stór hluti af mínu lífi og aldrei langt undan. Ég var yngsta barn ykkar mömmu og slapp aldrei alveg út úr því hlut- verki, hafði meira að segja ekkert rosalega mikinn áhuga á því sein- ustu árin. Bernskuminningarnar eru fullar af hlýju og þú hafðir ein- hvern ljóma sem litla stelpan þín dáðist endalaust að. Alltaf var til brjóstsykur, brenni eða ópal í vas- anum til að stinga í lítinn munn og þessar sömu minningar eiga drengirnir mínir í dag um þig pabbi minn. Þú spáðir mikið í drauma og oft var setið við eldhús- borðið og ráðið í drauma undanfar- innar nætur. Þig dreymdi einu sinni draum þar sem þú varst staddur með mig og Fjólu systur um borð í skipi. Fjóla stóð stillt og prúð á sínum stað en ég var alltaf við það að detta í sjóinn. Þú túlk- aðir þennan draum þannig að þú þyrftir að fylgjast sérstaklega með mér en mér fannst þetta nú bara bull. Eftir á að hyggja sá ég að þú réðir rétt í þennan draum og ég var þér þakklát fyrir hve áhuga- og umhyggjusamur þú varst alltaf í minn garð og seinna fjölskyldu minnar. Þú varst mikill og sterkur karakter, hafðir ákveðnar skoðanir og óttaðist ekki að standa með þeim. Allt sem sneri að fjölskyld- unni þinni var þér hjartans mál og strákarnir mínir lærðu snemma að meta þig. Þú varst alltaf tilbúinn með eitthvað gott í munninn þegar þeir komu til ykkar mömmu á Smiðjustíginn. Reyndar kom eng- inn þangað án þess að þiggja veit- ingar. Gestrisni þín var mikil og þú hafðir einstaklega gaman af því að taka á móti fólki, og fólk naut þess að sækja þig og mömmu heim. Oft hafðir þú stór orð um ástandið í þjóðfélaginu og við reyndum að segja þér að vera nú ekki svona svartsýnn, en það var alveg ótrúlegt hvað þú hafðir oft rétt fyrir þér og oft urðum við hin að viðurkenna fávísi okkar. Þú hafðir jú lifað tímana tvenna, alist upp í fátækt og misst pabba þinn fyrir fermingaraldur og þurftir snemma að byrja að vinna fyrir þér og hjálpa móður þinni ásamt eldri bræðrum að halda heimilinu gangandi. Í farteskinu hafðir þú mikla lífsreynslu sem tekur hvaða skólagöngu sem er fram og þú varst oft búinn að sjá fyrir leikslok í pólitík og atvinnulífinu á undan öðrum. Veikindi einkenndu síðustu ár ævi þinnar og drógu smám sam- an úr þér lífskraftinn. Þú hafðir þó alltaf sama brennandi áhugann á atvinnulífinu og sérstaklega því sem var að gerast í bænum þínum, Eskifirði. Á hverjum degi í lok vinnudags spurðir þú okkur Einar og örugglega fleiri hvað væri að frétta úr bænum. Þig þyrsti í að vita hvað bæri hæst þessa stund- ina nánast fram á seinasta dag. Þannig minnist ég þín pabbi minn, þú varst einstaklega barn- góður, umhyggjusamur og hjálp- samur og fullur af orku og áhuga á öllu sem viðkom atvinnulífinu og ég minnist þín fyrir alla hjálpina sem þú veittir okkur, fjölskyldunni þinni, í gegnum tíðina. Við söknum þin öll óskaplega mikið og lofum að hugsa vel um hana mömmu fyr- ir þig, pabbi minn. Marta.                          ✝ Sigrún Gísladóttir,húsmóðir, fæddist 22. maí 1930. Hún lést að Fossheimum 20. apríl 2010. Sigrún var fædd á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson sjómaður og Jóna Ingibjörg Ein- arsdóttir húsmóðir. Systkinin voru sjö, elstur var Jonni (lát- inn), 2) Guðný, 4) Ein- ar, 5) Kristinn, 6) Oddný og 7) Bjarki. 16 ára gömul kynntist hún Hall- grími Steinarssyni vélvikja, þau giftust 1. apríl 1950. Eign- uðust þau þrjár dæt- ur, þær eru Gunný gift Brynjólfi Inga, þau eiga 3 börn og 7 barnabörn; Inga á tvö börn og tvö barnabörn; og Haf- dís sem á 4 börn og 5 barnabörn. Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey. Þá ertu loksins komin til Hadda afa, elsku amma mín! Það er ósköp skrýtin tilfinning að kveðja manneskju sem maður elskar út af lífinu og vera glaður en samt grátandi í senn. Ég er glaður af því að þjáningu þinni er lokið og að þú ert nú komin til hans Hadda afa. Ég er virkilega sorgmæddur yfir því að missa þig frá mér. Ég get sagt án nokkurs vafa að við frændsystkinin áttum frábærar stundir í Básahrauninu hjá þér og afa. Ógleymanlegar stundir þegar við fengum að gista hjá ykkur og hlæja og fíflast í gestaherberginu langt fram eftir nóttu og halda fyrir ykkur vöku. Allar frábæru stundirnar þegar við öll komum saman heima hjá ykkur, þetta eru minningarnar sem ég man best eftir og rígheld í. Þegar það var vont í matinn heima þá fór ég iðulega til þín og fékk mér að borða hjá þér. Þó það væri alveg það sama í matinn og heima, þá var það nú samt alltaf meira spennandi að borða hjá þér. Ég man eftir þegar ég heyrði allar sögurnar frá Eskifirði frá þér og mömmu. Sögurnar af bræðrum þínum og þeirra prakkarastrikum. Þessar sögur fengu mig til að vilja vera á Eskifirði og hitta bræður þína sem voru hetjur í mínum aug- um. Og það að vera í hinni stór- kostlegu Sjólystar-ætt. Það bara hlyti að vera allt svo gott og skemmtilegt þar. Þú fékkst mig alltaf til að trúa á það góða, amma mín. Ég mun sakna þess að koma í heimsókn til þín og afa og fá faðm- lag sem segir meira en orð fá lýst. Ég mun sakna þess að vera heima hjá þér og spjalla. Það var svo gott að tala við þig og ég mun svo sannarlega gera það áfram, elsku amma. Ég er þakklátur fyrir að dóttir mín fékk að kynnast þér, þú varst svo góð við hana. Þið áttuð svo flott samband. Elsku amma, takk fyrir að hafa snert líf mitt! Elsku mamma, Inga og Hafdís, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Hallgrímur Brynjólfsson. Elsku amma og langamma okk- ar er komin í betri heim þar sem ljós og friður umlykur hana. Í minningunni stendur sterk og falleg kona er sýndi okkur blíðu og góðmennsku. Amma var snillingur í höndunum, hvort heldur var við hannyrðir, listmálun eða matar- gerð. Hún hafði lag á að töfra fram gersemar úr nánast engu. Amma átti yndislega fallega hluti og augu lítillar stúlku stóðu á stilkum þegar hún laumaðist í skartgripaskrínið. Amma var glæsileg kona, svo falleg og ávallt vel tilhöfð, brosið hennar og mjúk- ur faðmur var vís huggun. Margar yndislegar minningar koma í hjartastað þegar við hugs- um til baka og þær munum við varðveita eins og gull. Í huga okkar er mikið þakklæti, jafnframt hryggðin og eigingirnin að verða af þér. Leiðir okkar hafa skilið að sinni elsku amma og við sendum þér okkar hinstu kveðju. Ég veit að sú nærvera sem við átt- um mun lifa áfram, sá kærleikur er þú gafst okkur grær áfram eins og ljósið eina. Það er margs að minnast, kær- leikur þinn án efa það fallegasta sem geislaði frá þér er þú gafst okkur, takk fyrir að glæða líf mitt elsku amma. Elsku mamma og pabbi, Inga og Hafdís, samúð mín er hjá ykkur. Kærleikans kveðjur, Þórdís Ósk Brynj- ófsdóttir, Enrique Ra- mon Sanchéz, Íris Hadda og Enrique. Þá er hún elsku, hjartans amma mín flogin á braut til afa. Tilfinningarnar eru blendnar, bæði er mér létt við að vita að nú hafa þjáningarnar loks tekið enda, en söknuðurinn er til staðar. Mig langar að þakka ömmu allar þær minningar sem við eigum saman. Hún var mjög falleg kona, jafnt að utan sem innan, mjög mikil dama og alltaf svo glæsileg til fara. Hún var alltaf svo róleg, blíð og hlý, en á sama tíma var hún virki- lega sterk og hörð af sér og ég heyrði hana aldrei kvarta. Þegar ég hugsa til hennar þá sé ég hana fyrir mér raulandi inni í eldhúsi að útbúa eitthvert góðgæti handa okkur með hrærivélina í gangi. Hún var svo myndarleg húsmóðir, eldaði góðan mat og bakaði ljúffengar kökur, sem hún skreytti svo fallega. Henni var margt til lista lagt og málaði fal- legar myndir svo ekki sé nú minnst á hve klár hún var að sauma. Þegar við frænkurnar vor- um litlar, þá gerði hún sér lítið fyrir og saumaði jólakjólana á okk- ur. Það var alltaf ofsalega gott að koma heim til ömmu og afa, ávallt vel tekið á móti manni og svo leið manni bara svo vel hjá þeim. Þau voru alltaf svo sæt saman og sam- rýnd. Það huggar mig að vita af þeim afa saman á ný, í nýju ferðalagi. Elsku amma mín, takk fyrir allt saman, minning þín lifir alltaf. Hvíl í friði. Sigrún Halla. Sigrún Gísladóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.