Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Árið 2009 fækkaði komum barna til tannlæknis um 15%, sem m.a. mátti sjá á minni útgjöldum Sjúkratrygg- inga vegna tannviðgerða barna. Sig- urður Benediktsson, formaður Tann- læknafélag Íslands, segir ekkert útlit fyrir að heimsóknum barna til tann- lækna hafi fjölgað árið 2010 og áætl- ar að einungis 60-70% þeirra skili sér í forvarnaskoðanir en þau börn sem „týnast“, eins og hann kemst að orði, komi ekki fyrr en illt er orðið í efni. „Þessi börn eru þá að koma í bráðaheimsóknir og eru t.d. með tannpínu eða tannkýli eða slíkt og maður bregst við því og lagar það. En oft er eitthvað annað sem þarf líka að gera; fleiri viðgerðir, draga út ónýtar tennur eða gera einhverjar fyrirbyggjandi aðgerðir. Og maður bendir fólki á þetta og oftar en ekki þá bókar fólk næsta tíma en svo skila börnin sér ekki og maður missir ein- faldlega af þeim,“ segir Sigurður. Hann segir sorglegt að horfa upp á börn koma með margar skemmdir, vitandi það að í mörgum tilfellum verði ekkert að gert nema það allra nauðsynlegasta. Hann segir enn fremur augljóst að þarna sé fyrst og fremst peningaskorti um að kenna. „Það eru börn hinna betur settu sem skila sér í skoðanir en ekki þeirra sem eru verr settir,“ segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þess að ná utan um vandann. „Tann- læknafélagið er búið að leggja fram ákveðnar hugmyndir sem við höfum kynnt fyrir Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneytinu. Þær snúast annars vegar um að auka heimtur þessara barna og síðan að forgangs- raða þeim sem þurfa að koma, þannig að þeir sem eru verst settir geti kom- ið án þess að þurfa að greiða mikið fyrir það.“ 298 milljónir ónýttar Sigurður segir að búið sé að koma á ágætis kerfi í samvinnu við Lýð- heilsustöð og heilsugæsluna þar sem foreldrar eru beðnir um að skrá nafn tannlæknis þegar þau koma með börnin í tveggja- og hálfs árs skoðun. „Síðan er reynt að fylgjast með þessu og stýra börnunum til tannlækna en við rekumst alltaf á þennan fjárhags- lega vegg,“ segir hann. Hvað hlut Sjúkratrygginga varðar bendir Sigurður á að síðastliðin ár hafi fjárveiting Alþingis til forvarna og tannviðgerða barna, elli- og ör- orkulífeyrisþega ítrekað verið van- nýtt en af 1.600 milljóna króna fjár- framlagi árið 2009 hafi t.d. 298 milljónir verið ónýttar. „Af þessari upphæð er kostnaður vegna forvarnastarfs og tannvið- gerða barna um 550 milljónir. Það er því augljóst að fyrir 300 milljónir í viðbót væri hægt að gera ansi mikið meira, t.d. hækka endurgreiðsluna, sem er 75% af gjaldskrá, upp í 100%.“ Koma bara í bráðaheimsóknir  Bág fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að börn skili sér til tannlæknis  298 millj- ónir af 1.600 milljóna króna fjárframlagi til forvarna og tannviðgerða ónýttar 2009 „Það eru börn hinna betur settu sem skila sér í skoðanir.“ Sigurður Benediktsson Rúmlega 200 manns mættu í gær á hádegisverðarfund Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Reykjavík Nor- dica hótel til þess að hlusta á Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta, ræða um íþróttir og rekstur fyrirtækja. Skilaboð hans voru einföld: Vertu fyrirmynd annarra, vertu þú sjálfur og reyndu að fá það besta út úr öllum í stað þess að boða og drottna. steinthor@mbl.is Fyrirmyndin skiptir öllu Morgunblaðið/Árni Sæberg Yfir 200 manns á fyrirlestri Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalandsmeistara Kiel „Salan tók strax við sér með lækkun vörugjalda. Verð á Porsche fór niður um nærri eina milljón. Í vikunni höf- um við selt fjóra bíla og nú er Porsche uppseldur fram í mars,“ segir Bene- dikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna. Breytingar á vorugjöldum bifreiða, sem tóku gildi um áramót, hafa þegar áhrif en markmið þeirra er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofts frá bíl- um. Tveggja ára aðlögunarfrestur er gefinn með lögunum og á því tíma- skeiði lækkar díselútgáfan af Porsche Cayenne verulega á sama tíma og verð margra jeppa hækkar. „Díselj- eppar Porsche standa framarlega í grænu byltingunni og því lækkar verðið,“ segir Benedikt. Porsche Cayenne kostar 12,9 millj. kr. hjá umboðinu. Í Morgunblaðinu í vikunni sagði Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að þótt bílasala væri dræm seldust bílar í dýrari kantinum ágætlega og væru kaupendur fólk sem ætti pen- inga í handraðanum og gæti sett eldri bíla upp í. Ágæta sölu á Porsche í vik- unni segir Benedikt ríma við lýsingu Özurar. sbs@mbl.is Porsche lækkar og selst vel Fjórir bílar í vikunni Ljósmynd/Porsche Porsche Dýrari bílar seljast vel. Alls horfðu 72,7% landsmanna á Áramótaskaup RÚV samkvæmt mælingum Capacent. Uppsafnað áhorf var 75,1% Ekki voru tiltækar samanburðar- tölur fyrir árið 2009 en nokkru fleiri horfðu á Skaupið 2008 eða 76,9%. Uppsafnað áhorf það ár var 79,8%. Er þá miðað við hlutfall þeirra sem horfðu a.m.k. í fimm mínútur á Skaupið. Könnunin er rafræn og meðal- fjöldi svara var 480. 75% áhorf var á Skaupið í fyrra Á fundi umhverfisnefndar Alþingis um málefni sorpbrennslustöðvar- innar Funa við Skutulsfjörð í gær var ákveðið að fela Ólínu Þorvarð- ardóttur það verkefni, ásamt nefnd- arritara og lögfræðingum þingsins, að fara yfir löggjöf sem lýtur að þeim og skoða jafnframt hvort veilur í löggjöfinni hafi átt þátt í „þeim mis- tökum sem nú eru augljós“, að því er segir í tilkynningu frá nefndinni. Í fréttatilkynningu Umhverfis- stofnunar vegna málsins segir að losun mengandi efna frá verksmiðj- unni árið 2009 hafi mælst yfir heim- ildum í starfsleyfi fyrirtækisins. Í frétt Morgunblaðsins var því rang- lega haldið fram að díoxín væri eitt þeirra efna. Hið rétta er að Funi er undanþeginn reglum um losun díox- íns, og því engin mörk til þess að miða við. Mælingarnar náðu meðal annars til ryks, sem mældist tæp- lega sex sinnum það sem heimilt er, nikkels og arsens, sem mældust rúmlega þrefalt það sem heimilt er, og blýs, króms, kopars og vanadíns, sem mældust tæplega tvöfalt það sem heimilað er í starfsleyfi. einarorn@mbl.is „Augljós mistök“ átt sér stað Undanþága vegna díoxíns í starfsleyfi Almennur skilafrestur á tilnefningum (ábendingum) vegna Blaðamannaverðlauna ársins 2010 er til föstudagsins 21. janúar 2011 kl. 16:00. Eins og áður eru verðlaunin eru veitt í þremur flokkum en þeir eru þessir:  Besta umfjöllun ársins 2010  Rannsóknarblaðamennska ársins 2010  Blaðamannaverðlaun ársins 2010 Almenningur getur komið með tilnefningar með því að fara inn á vef Blaðamanna- félagsins www.press.is á þar til gert tilnefningarsvæði. Tilgreina þarf nafn blaðamanns eða blaðamanna, miðil, hvað tilnefnt er fyrir, hvenær það birtist og rök fyrir tilnefningunni. Einnig er hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélags Íslands í Síðumúla 23, 108 Reykjavík, ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Dómnefnd mun síðan fara yfir tilnefningarnar og tilkynna um verðlaunahafa 26. febrúar nk. Blaðamannaverðlaun 2010 Blaðamannafélag Íslands Mannréttindaráð Reykjavík- urborgar samþykkti 21. desember sl. að fela Margréti Kristínu Blöndal og Þóreyju Vilhjálmsdóttur und- irbúning verkefnis sem snýr að verkaskiptingu og jafnrétti inni á heimilum. Skal verkefnið unnið í samvinnu við mannréttinda- skrifstofu. „Mannréttindaráð fundar á þriðjudaginn. Þá hitti ég Margréti Kristínu Blöndal og við það tækifæri munum við setjast niður og fara yfir framhaldið. Svo gæti farið að við hittumst í næstu viku og fundum um málið,“ segir Þórey, sem situr í ráðinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Tengist baráttudeginum Borgin þurfi að hafa hraðar hend- ur. „Tíminn líður hratt. Við ætlum að vera með eitthvað í gangi 8. mars nk. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þessi hugmynd er hugsuð út frá honum. Mannréttindaráð borgarinnar hefur ávallt verið með einhverja viðburði sem tengjast þeim degi. Rannsóknir á verkaskiptingu á heimilum hafa sýnt að konur bera þar hitann og þungann en það skerðir atvinnuþátttöku þeirra. Hugsunin með verkefninu er sú að unnið skuli með grasrótarsamtökum til að gefa fólki hugmyndir um það hvernig bæta og jafna megi verka- skiptinguna heima fyrir. Við lítum á verkefnið sem hvatningu en ná- kvæm útfærsla þess er enn á byrj- unarstigi.“ Bundið í lögum Þess má geta að samkvæmt hjú- skaparlögum, sem tóku gildi 1. júlí 1993 eiga hjón „í sameiningu að ann- ast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að fram- færa fjölskylduna með fjár- framlögum, vinnu á heimili og á ann- an hátt“. baldura@mbl.is Undirbúa átak um jafna verkaskiptingu á heimili  Mannréttindaráð horfir til samstarfs við grasrótarhópa Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.