Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 ✝ Arnheiður Þórð-ardóttir fæddist 27. ágúst 1964. Hún lést 2. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Þórður Ö. Jó- hannsson og Þórunn Á. Björnsdóttir. Arn- heiður ólst upp í for- eldrahúsum í Hvera- gerði ásamt systrum sínum Guðrúnu f. 1960 og Svövu Hólm- fríði f. 1962. Þar lauk hún grunnskólanámi en hélt síðan í menntaskóla til Akureyrar. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1984. Haustið 1985 hélt hún til náms við Bændaskólann á Hvanneyri. Þar lauk hún fyrst prófi í búfræði en síðan BS-gráðu í búvísindum vorið 1989. Á Hvanneyri kynntist Arnheiður eftirlifandi eiginmanni sínum Eiríki Jónssyni f. 1965, bónda í Gýgjarhóls- koti í Biskupstungum. Þau hófu búskap í Gýgjarhólskoti vorið 1989, fyrst í félagi við foreldra Eiríks, síðar í nokkur ár í sam- starfi við Sigríði, syst- ur Eiríks, og Sævar, hennar mann, en síð- ustu árin hafa þau staðið fyrir búi í Gýgjarhólskoti ásamt börnum sínum. Arnheiður og Ei- ríkur eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ögmundur f. 1989, nemi í stærðfræði við HÍ, Jón Hjalti f. 1991, nemi við ML, Þjóðbjörg f. 1994, nemi við ML og Skírnir f. 2004, nemi við Grunnskóla Blá- skógabyggðar. Útför Arnheiðar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 8. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Lítil hnáta nýflutt til Hvera- gerðis, rétt eins og hálfs árs, upp- götvar fljótlega að handan við girð- inguna í næsta húsi býr lítil stúlka jafngömul. Sú sér strax að í Varma- læk er flutt jafnaldra og eftir að hafa kjagað óstyrkum fótum að girðingunni dag eftir dag sér faðir hennar, hann Þórður á Grund, að ekki er annað hægt en að rjúfa girðinguna til að stúlkurnar geti hist almennilega. Stúlkan var hún Arnheiður, Adda, og þetta varð upphafið að ævilöngum vinskap. Að ævin yrði jafn stutt og nú er raunin er erfiðara að skilja en orð fá lýst. Við áttum eftir að upplifa svo margt saman. Við áttum eftir að horfa á börnin okkar vaxa úr grasi og fylgjast með barnabörnunum. Við áttum eftir að upplifa það að sitja á gamals aldri og horfa yfir ævina okkar jafn samtvinnaða og hún hefði átt að verða. En það verður ekki. Í staðinn horfi ég til baka á ævi mína jafnt og ævina hennar Öddu. Við Adda vorum óaðskiljanlegar frá fyrstu tíð. Það þurfti yfirleitt ekki að velta því fyrir sér hvar við vorum, ég var annaðhvort úti á Grund eða hún hjá mér. Hennar heimili og fjölskylda varð sem mín eigin og mitt heimili og fjölskylda varð hennar. Með tengslum mínum við fjölskylduna á Grund upplifði ég einnig tilveru sem mér annars hefði verið hulin. Foreldrar hennar, Þórður og Þórunn, voru vel full- orðin þegar dæturnar þrjár, Guð- rún, Svava og Arnheiður, komu í heiminn. Því varð þeirra umhverfi heldur ólíkt því sem flestir áttu að venjast, þeirra reynsluheimur spannaði lengri tíma og þarna kynntist ég lífi sem fæstir hafa upp- lifað í dag. Fyrir það verð ég ævar- andi þakklát. Í bílskúrnum voru kindur og í húsi á lóðinni voru hross. Lífshættir sem nú eru flest- um horfnir, þjóðlegir siðir, gamall fróðleikur og menning var ávallt í hávegum haft og dæturnar þrjár hafa allar haft þetta góða veganesti með sér út í lífið. Vinkonan lærði sem betur fer svolítið líka og hefur ávallt talið það eina sína mestu gæfu að hafa kynnst henni Öddu og þar með fjölskyldunni allri. Að loknum grunnskóla kom ekk- ert annað til greina en að halda saman út í lífið og við Adda fylgd- um í fótspor Svövu og fórum í Menntaskólann á Akureyri. Þar breikkaði sjóndeildarhringurinn og fleiri vinkonur bættust í hópinn. Eftir menntaskólaárin fórum við hvor sína leið, hún fór á Hvanneyri. Kynntist þar Eiríki sem varð henn- ar allra besti vinur og félagi til ævi- loka. Fjögur efnileg og yndisleg börn þeirra sjá nú á eftir móður sinni. Í þeim sameinast það besta sem hún og Eiríkur gátu gefið. Í þeim sjáum við framtíðina og hana bjarta. Við Adda munum ekki eiga fleiri stundir í berjamó ofan við Gýgj- arhólskot, í réttum eða í lamba- skoðun á vorin. Fastur punktur í tilveru minni er horfinn, streng- urinn sem ég hélt að gæti ekki slitnað er slitinn. Ég sakna ævi- langs vinskapar en mestur er sökn- uður Eiríks, Ögmundar, Jóns Hjalta, Þjóðbjargar, Skírnis litla og elsku Gunnu og Svövu sem nú sjá á eftir yngstu systur sinni langt fyrir aldur fram. Við Lárus og fjölskylda okkar verðum ávallt til staðar fyrir ykkur öll, okkar fjölskylda er og verður ykkar fjölskylda. Minningin mun lifa um yndislega eiginkonu, móður, systur og vinkonu. Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði. Snemma hausts árið 2006 var haldinn fagnaður í litlum ætt- mennahópi í Gýgjarhólskoti, býli þeirra Öddu frænku og Eiríks, og kaffi drukkið hjá Gunnu frænku í næsta húsi. Þar var ekki beinlínis um formlegt ættarmót að ræða, heldur fjölskylduheimsókn, en þar sem í ljós kom að þarna voru í raun saman komnir flestallir afkomendur ömmu okkar, Þjóðbjargar Jóhanns- dóttur, og Þórðar bróður hennar, var ákveðið að skella ættarmóts- nafnbót á samkomuna. Mannfjöld- inn var nefnilega ekki meiri en svo að ættarmótsgesti mátti telja á fingrum og tám einnar manneskju, enda ekki fjölmennur ættbogi. En þar sem er fámennt er gjarnan góð- mennt, og áttum við indæla stund þennan sólríka dag í Gýgjarhól- skoti. Börnin voru uppveðruð af því að koma á þennan skemmtilega stað þar sem skoða mátti dýrin, hamast á hlaðinu og borða kökur og góðgæti í eldhúsinu hjá Gunnu inn- an um hláturmilda fjölskylduna sem samanstendur af einvala liði gáfumenna, dugnaðarforka og húm- orista. Miðpunkturinn á þessu fjöl- skylduheimili var Adda, sem nú er horfin úr sínum góða hópi og skilur eftir sig stórt og sársaukafullt skarð. Öddu kynntumst við systkinin sem börn þegar við dvöldum oft um helgar og í skólafríum hjá ömmu Þjóðbjörgu í Hveragerði. Amma bjó á æskuheimili Jóhanns Ragnarsson- ar föður okkar, Grund við Þórs- mörk I, ásamt Þórði bróður sínum, en síðar byggði Þórður hús á lóð- inni og flutti með fjölskylduna, Þór- unni Björnsdóttur konu sinni og dætrunum þremur, Gunnu, Svövu og Öddu. Þegar við komum í Hveragerði beið okkar spennandi heimur, enda hélt fjölskyldan hesta á lóðinni og nokkrar kindur framan af. Frænkurnar, sem voru nokkuð eldri en við, kenndu okkur reið- mennsku, fóru með okkur í fjall- göngur og heyskap og leyfðu okkur að flækjast með í hvers kyns leið- angra um Ölfusið. Í hópi systranna ríkti sami andi og síðar í Gýgjarhólskoti, gaman- semi, kraftur og óendanlegur vel- vilji. Þessir kostir hafa alla tíð verið kjarninn í sambandi systranna, og þegar Adda veiktist átti hún ekki aðeins Eirík og börnin að í barátt- unni heldur einnig systur sínar sem, eins og Adda sagði einhvern tímann sjálf, gátu ekki hætt að passa upp á hana eins og „litlu syst- ur“, jafnvel þótt þær væru komnar á miðjan aldur og hún sjálf orðin fjögurra barna móðir. Sem yngsta systirin hafði Adda í senn glaðlynt og hlédrægt fas og þegar við kynntumst henni nánar á fullorðinsárum, skynjuðum við æ betur þá ríku mannkosti sem hún var gædd. Hún var góðhjörtuð, vit- ur, ráðagóð og bar hag manna og dýra fyrir brjósti. Það er þungbær- ara en orð fá lýst að Adda skyldi ekki fá að eiga meiri tíma með fjöl- skyldu sinni og fylgjast áfram með börnunum sem hún var svo stolt af. Fjölskylda hennar hefur misst kær- leiksríka eiginkonu, móður, systur og tengdadóttur og vottum við henni okkar dýpstu samúð um leið og við kveðjum Öddu með söknuði. Anna, Heiða og Magnús Jóhannsbörn. Árið 1966 ákváðu foreldrar okkar að yfirgefa borgarlífið og setjast að í Hveragerði. Leigt var gamalt hús í miðju bæjarins er bar nafnið Varmilækur. Ekki leið á löngu þar til nágrannarnir í næsta húsi, á Grund, knúðu dyra og buðu ungu fjölskylduna velkomna inn í líf sitt. Þar fóru fremstar í flokki systurnar þrjár Gunna, Svava og Adda. Allar götur síðan hafa þessar tvær fjöl- skyldur ofið saman sína lífsins þræði. Það var okkur systkinunum mikil gæfa að kynnast heimilisfólk- inu á Grund og alla tíð var okkur tekið þar opnum örmum. Aldís systir okkar og Adda voru jafn- öldrur og urðu strax frá fyrsta degi óaðskiljanlegar. Aldrei hefur borið skugga á þá vináttu. Ef sást til ann- arrar mátti bóka að hin var sjaldan langt undan. Þær voru sálufélagar og því kom það ekki á óvart er þær ákváðu að fara saman í Mennta- skólann á Akureyri þar sem þær stunduðu nám í fjögur ár. Eftir stúdentspróf ákvað Adda að mennta sig í landbúnaðarfræðum sem hún og gerði með láði. Á Hvanneyri kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Eiríki og saman hafa þau stundað myndarlegan bú- skap á æskuheimili hans í Tung- unum þar sem Öddu var vel tekið af elskulegum tengdaforeldrum. Adda og Eiríkur hafa verið sam- taka í sínum rekstri svo eftir hefur verið tekið. Allt hefur leikið í höndunum á henni Öddu. Hún var myndarleg hannyrðakona og garðurinn hennar ber henni fagurt vitni. Adda unni lífinu. Hún hlúði vel að dýrunum sínum, garðinum en mest af öllu hlúði hún að fjölskyldu sinni sem hún var svo stolt af. Adda var hóg- vær kona. Hún tranaði sér ekki fram en hafði ákveðnar skoðanir og ríkan húmor. Adda var frábær móðir og bera börn hennar þess glöggt merki hversu heitt hún unni þeim. Síðustu kraftarnir voru not- aðir til að eiga jól með sínum nán- ustu í sveitinni sinni fögru þar sem landslagið gefur manni þá orku að manni finnst maður ósigrandi. Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún.) Nýtt ár hefur gengið í garð með öllum sínum vonum og væntingum. Engan óraði fyrir að svo fljótt myndu veður skipast í lofti. Adda kvaddi þennan heim að morgni ann- ars dags ársins. Ung og lífsglöð kona er hrifin á brott frá eigin- manni, börnum og systrum. Missir þeirra er mikill. Kæri Eiríkur, Ögmundur, Jón Hjalti, Þjóðbjörg, Skírnir, Guðrún, Svava og fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu stundum. Við sem eftir sitjum drjúpum höfði og þökkum einstakri vinkonu samfylgdina. Valdimar, Guðrún, Sig- urbjörg og fjölskyldur, Hvergerði. Kæra vinkona, vinátta þín og tryggð var mér ómetanlegur auður. Heiðarleg, einlæg og traust, laus við fordóma mætti þú lífinu með skini þess og skúrum. Umhyggja þín og virðing fyrir börnunum þín- um og Eiríki mætti vera okkur mörgum til fyrirmyndar. Í haust ræddum við oft aðstæður ykkar allra, vellíðan barnanna þinna skipti alltaf mestu máli. Stolt og glöð sagðir þú frá myndum sem Skírnir sendi þér á sjúkrahúsið, úr þeim last þú vellíðan hans og öryggi. Það var þér huggun og gleði. Orðin mín eru svo fátækleg og lítils megnug. Kveðju mína fel ég í ljóði eftir Heiðrek Guðmundsson: Þú skynjaðir gest, sem var genginn í hlað, og glæddir þá ljósið á kveiknum. Þú lézt ekki vita, – samt vissirðu það, þig var hann að dæma úr leiknum. Og svo, þegar ástvinir sóttu þig heim, um sjúkdóminn ræddir þú eigi, en lofaðir voninni að lifa hjá þeim eins lengi og bjarmaði af degi. – Hann lyftir sér hátt yfir hrannir og él sá hugur, sem góðvildin mótar. Þú geymdir í hjartanu gullið svo vel að grófu þar fáir til rótar. Kæri Eiríkur, Ögmundur, Jón Hjalti, Þjóðbjörg og Skírnir, Svava og Gunna, svo fljótt, svo allt of fljótt kom að kveðjustund. Það er svo margs að minnast og svo ótal margs að sakna. Í huganum takast bjartar minningar á við sársaukann, með aðstoð tímans munu þær bera sigur af hólmi. Þá verður myndin af konunni með gullhjartað óskyggð og fölskvalaus. Erla Sigurðardóttir. „Gerðu í dag það sem aðrir gætu gert fyrir þig á morgun“. Þessi orð eru skráð sem lífsmottó Arnheiðar Þórðardóttur í Carmínu, minninga- bók nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri árið 1984. Þau minna okk- ur á eljusemina og ósérhlífnina sem einkenndu hana alla tíð. Sjálf var Adda lítið fyrir að flíka sjálfri sér eða verkum sínum, en við sem þekktum hana munum kraftinn og dugnaðinn sem í henni bjó. Adda hefur verið hluti af vin- kvennahópi sem varð til haustið 1980 þegar við settumst á skóla- bekk í MA og hreiðruðum um okk- ur á heimavistinni. Hún var helm- ingur tvíeykisins Aldís og Adda frá Hveragerði sem þar tengdist þeim Ástu og Brynju frá Siglufirði, Her- dísi og Kristjönu frá Ólafsfirði og útnesjabúunum Jóhönnu úr Garð- inum og Snædísi frá Ólafsvík. Fleiri nöfn mætti telja til, enda heimavist- in full af kraftmiklum og lífsglöðum unglingum. Saman bjuggum við þrjá vetur á vistinni, þar sem margt var brallað, skrafað og skeggrætt, en fjórða veturinn bjó Adda utan vistar. Eftir útskrift skildi leiðir um hríð þar sem hver og ein hélt sína leið til framhaldsnáms og hreiðurgerðar á nýjum stað. Fyrir tæpum áratug, þegar meirihluti hópsins var sestur að í höfuðborginni, tókum við upp þráðinn að nýju og ákváðum að mynda „saumaklúbb“ sem síðan hefur hist reglulega. Það stóð ekki á Öddu að vera með þótt hún þyrfti að ferðast langa leið úr uppsveitum Suðurlands, jafnt á ísaköldum vetr- um sem heitum sumrum, til að hitta okkur hinar. Við reyndum að haga því svo að klúbburinn hittist á vorin hjá Öddu í sveitinni og þá fengu „borgarbörnin“ okkar að fljóta með til að sjá nýfæddu lömbin og kynn- ast örlítið lífinu í sveitinni. Nú er skarð fyrir skildi. Við höf- um dáðst að Öddu í baráttu hennar við veikindin, sem á endanum höfðu þó betur. Það er dálítil huggun í sárum harmi að hún náði því tak- marki sínu að komast heim um jólin og verja dýrmætum dögum í faðmi fjölskyldunnar. Við biðjum Guð um að hugga og styrkja börnin hennar, eiginmann, systur og aðra aðstand- endur. Blessuð sé minning góðrar vinkonu. Ásta, Brynja, Herdís, Jó- hanna, Kristjana og Snædís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Enn á ný hefur verið höggvið skarð í litla hópinn okkar, 6́4-ár- ganginn í Hveragerði. Í dag kveðj- um við Öddu Þórðar, eins og við kölluðum hana alltaf, en hún lést að morgni 2. janúar eftir erfið veikindi síðastliðna mánuði. Adda fylgdi okkur í gegnum alla grunnskóla- gönguna og við munum hvað hún var mikill og góður námsmaður og vann sín verkefni af mikilli sam- viskusemi. Hún var kát og skemmtileg vinkona sem við höfð- um gaman af að hitta jafnt í skól- anum sem og utan hans. Að grunnskólanámi loknu skildi leiðir eins og gengur, Adda fór norður til Akureyrar í menntaskóla ásamt sinni bestu vinkonu Aldísi. Við misstum samt ekki alveg sjónar af henni og fylgdumst með úr fjar- lægð er hún fór til náms að Hvann- eyri og fann þar ástina í honum Ei- ríki sínum. Að námi loknu hófu þau saman búskap á hans heimaslóðum í Biskupstungum og eignuðust fjög- ur einstaklega efnileg börn. Adda var mikil og góð húsmóðir sem helgaði sig búskapnum eins lengi og heilsan leyfði og jafnvel aðeins lengur. Með þessum fáu orðum kveðjum við kæra bekkjarsystur okkar og sendum Eiríki, börnunum, Gunnu og Svövu innilegar samúðarkveðjur. F.h. 6́4-árgangsins í Hveragerði, Inga Lóa. Þá er hún Arnheiður okkar farin frá okkur, laus frá erfiðum sjúk- dómi og þrautum. Manni finnst það svo ótrúlega óréttlátt þegar gott fólk er kallað burt á besta aldri, frá fjölskyldu, ungum börnum og óloknu lífsstarfi. Arnheiður, eða Adda eins og við kölluðum hana, var góð kona, dug- leg, skarpgáfuð og góður og traust- ur félagi. Elsku Adda mín, takk fyr- ir þína góðu nærveru, samvinnuna og samsönginn í Skálholtskórnum í gegnum tíðina. Kæru Eríkur, Ögmundur, Jón Hjalti, Þjóðbjörg og Skírnir litli, Ragnhildur og Jón, Guðrún og Svava. Við kórfélagar Öddu vottum ykkur innilega dýpstu samúð. Þið hafið mikið misst. Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið – að finna gróa gras við il og gleði í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr – að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs ég má þá stund, er fögur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson.) Geirþrúður Sighvatsdóttir. Arnheiður Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.