Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Myndir af nauðgun á Facebook
2. Betlarinn skildi börnin eftir
3. Veskisþjófurinn fundinn
4. Borgi 50.000 á mánuði ...
Um jólin sameinast vinir og fjöl-
skyldumeðlimir gjarnan og taka í eitt
borðspil eða svo. Birta Björnsdóttir
greinir frá einu slíku í pistli en það
kallast Dixit. »52
Borðspilin blífa
Skandinavísk
kvikmyndahátíð
hefst í Los Angel-
es í dag. Fyrsta
myndin sem verð-
ur sýnd er mynd
Dags Kára, The
Good Heart.
Mamma Gógó
Friðriks Þórs
verður einnig sýnd en þetta er í tólfta
sinn sem þessi hátíð er haldin, þar
sem norrænar, klakabundnar myndir
fá að kúra í sólbakaðri Kaliforníu af
öllum stöðum.
The Good Heart
opnar hátíð í LA
Hið virta tónlistartímarit Paste Ma-
gazine verðlaunar bestu tónleika síð-
asta árs í nýlegu hefti. Jónsi okkar
hafnar þar í þriðja sæti en fyrir ofan
hann eru Janelle Monáe og Atoms for
Peace. Þar segir að tón-
leikar hans séu allt
öðruvísi en tónleikar
Sigur Rósar
og útlit
þeirra sé
85% Pet-
er Pan og
15%
Cindy
Lau-
per!
Tónleikar Jónsa
mærðir mjög
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 og él NA-lands á morgun, en annars léttskýjað.
Frostlaust með S- og A-ströndinni í dag, en frost annars 1 til 7 stig.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Norðaustan og norðan 8-13 m/s og víða él eða
dálítil snjókoma, en lengst af bjart V-lands. Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag og fimmtudag Ákveðin norðaustanátt og éljagangur N- og A-lands, en
annars bjartviðri. Áfram kalt í veðri.
„Það sem stendur upp úr eftir þenn-
an leik er frábær varnarleikur og
mjög góð markvarsla,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik, við
Morgunblaðið eftir sigurinn á Þjóð-
verjum í gærkvöld, 27:23. „Ég er mjög
sáttur við þá staðreynd að við héld-
um Þjóðverjum í 23 mörkum, það er
glæsilegt.“ »1-3
Glæsilegt að halda
þeim í 23 mörkum
Íslensk félög sem eiga leik-
menn í landsliðum karla og
kvenna fá nú nokkurs konar
„afnotagjöld“ fyrir þá eftir
stórmótin. Fram, Valur,
Stjarnan og Fylkir fá
greiðslur frá Handknattleiks-
sambandi Evrópu vegna EM
kvenna í desember og Al-
þjóðahandknattleiks-
sambandið greiðir þeim fé-
lögum sem eiga leikmenn á
HM karla í Svíþjóð. »4
Íslensku félögin fá
„afnotagjöld“
Þorgerður Anna Atladóttir, landsliðs-
konan unga í handknattleik úr Stjörn-
unni, hefur samið við sænska úrvals-
deildarfélagið H 43/Lundagård um
að leika með því næstu fjóra mán-
uðina. Hún fer til Svíþjóðar eftir
helgina og gæti byrjað að spila um
næstu helgi. „Þetta tækifæri til þess
að spila erlendis í sterkari deild var
of gott til að hafna því,“
sagði Þorgerður
Anna við Morgun-
blaðið. »4
Þetta var of gott tæki-
færi til að hafna því
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Einn aðdáandi með arnarauga hef-
ur grafið upp lag sem gæti verið
fyrsta stuðningsmannalag sögunnar,
samið fyrir meira en 100 árum.“
Eitthvað á þessa leið hefst frétt á
vefsíðu enska stórliðsins Liverpool í
vikunni, þar sem greint er frá fundi
á laginu Hurrah for the Reds, eða
Húrra fyrir Rauða hernum, sem
samið var árið 1907. Fréttin hefur
vakið nokkra athygli í Liverpool en
það var Íslendingurinn Arngrímur
Baldursson sem fann lagið á bóka-
safni þar í borg á síðasta ári. Þar var
hann sem ritstjóri vefsíðunnar lfc-
history.net að skoða gömul eintök
staðarblaðsins Liverpool Echo. Síð-
unni er stýrt héðan frá Íslandi og
vefstjóri er félagi Arngríms, Guð-
mundur Magnússon. Hún fór fyrst í
loftið árið 2003 sem áhugamál þeirra
félaga en er nú orðin að opinberri
tölfræði félagsins samkvæmt samn-
ingi sem þeir gerðu við félagið fyrir
tveimur árum.
Spurður nánar út í lagið sagði
Arngrímur að hörðustu stuðnings-
menn og sérfræðingar Liverpool
hefðu ekki vitað um neina sönghefð
svona snemma, eða 15 árum eftir
stofnun félagsins árið 1892. Hið
þekkta lag, You’ll never walk alone,
hefur verið opinbert stuðnings-
mannalag félagsins frá árinu 1963.
Vakið mikla athygli
„Þetta kom mönnum í opna
skjöldu,“ segir Arngrímur, sem fékk
síðan tónlistarmann í Liverpool,
Paul Wilkes, til að taka lagið upp í
hljóðveri. Fylgdi sú upptaka
með á opinberum vef Liv-
erpool í vikunni og hefur
vakið mikla athygli meðal
stjórnenda og aðdáenda fé-
lagsins.
„Ég hef verið pantaður
í viðtal á sjónvarpsstöð
Liverpool næst þegar ég
fer út,“ segir hann en nú þegar er
farið að kyrja gamla lagið á krám í
nágrenni Anfield, m.a. á þeirri
helstu meðal stuðningsmanna fé-
lagsins, The Park. Arngrímur segir
að kynnirinn á Anfield ætli að spila
lagið reglulega á vellinum og vonar
að það hljómi hátt frá Kop-stúkunni
frægu.
Arngrímur hefur ásamt Guð-
mundi verið viðloðandi Liverpool-
klúbbinn á Íslandi og sat í fyrstu
stjórn hans árið 1994. Skrifaði lengi
vel fréttir inn á vefinn og Guð-
mundur hefur verið vefstjóri liver-
pool.is, vefsíðu klúbbsins, frá upp-
hafi 1999. Árið 2002 byrjuðu þeir svo
að safna tölfræði um Liverpool og
vefurinn lfchistory.net fór í loftið ár-
ið 2003. Enginn sambærilegur
gagnagrunnur var þá til um úrslit og
ýmsa aðra tölfræði félagsins.
„Þetta var hálfgerð geðveiki að
tína allt til um félagið allt frá 1892 og
við erum enn að safna saman fróð-
leik og uppfæra tölfræðina,“ segir
Arngrímur en þeir Guðmundur hafa
fengið dygga aðstoð við verkið frá
stuðningsmönnum félagsins hér á
landi og á Englandi. Fyrir tveimur
árum varð tölfræðin á lfchistory.net
síðan að opinberri tölfræði Liver-
pool. „Þegar við þurfum að breyta
tölfræðinni erum við um leið að
breyta sögu félagsins. Okkur óraði
ekki fyrir því í upphafi að þetta
áhugamál okkar myndi enda svona,“
segir Arngrímur sem starfar dags-
daglega sem þýðandi á Stöð 2.
Svo hefur annað stórt verkefni
bæst við hjá þeim Guðmundi, þ.e. að
skrifa bók um sögu Liverpool sem
forlag í London fékk þá til að taka
saman. Á bókin að koma út í haust
og byggist að stórum hluta á töl-
fræðinni á vef þeirra félaga, auk
söguágrips þar sem hver áratugur
er tekinn fyrir sig. Bókinni verður
dreift á Bretlandseyjum og jafnvel
víðar um heim.
Fann Liverpool-lag frá 1907
Ritstýrir töl-
fræðivef félagsins
og bók í smíðum
Morgunblaðið/Kristinn-Golli
Aðdáandi Leon Bjartur í fangi Arngríms sem er heitur stuðningsmaður Liverpool og skráir sögu félagsins nánast
daglega gegnum vefinn lfchistory.net. Grúsk á bókasafni í Liverpool varð til þess að gamalt lag frá 1907 fannst þar.
„Menn orna sér við fortíðina á
meðan allt er í rugli í nútíðinni,“
segir Arngrímur um slæmt
gengi Liverpool þessa dagana.
Hann segir tapið gegn botnliði
Úlfanna á dögunum hafa fyllt
mælinn hjá sér. Varla sé orðið
þorandi að sjá liðið spila og seg-
ist Arngrímur bíða eftir
frétt um að Roy Hodgson,
stjóri Liverpool, verði lát-
inn fara. Hann er stöðugt
að uppfæra helstu frétta-
vefi um stöðu mála en
vonar að fari að rætast úr
á Anfield.
Menn orna sér
við fortíðina
SLÆMT GENGI LIVERPOOL