Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Við gerum
Vínbúðina
Skeifunni
fallegri og betri
Vínbúðin Skeifunni verður lokuð
frá og með 10. janúar vegna endurbóta.
Opnum fallegri og betri verslun 10. febrúar.
Opnum aftur10. febrúar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
9
0
0
í Heilsudrekanum Skeifunni 3j
í dag kl. 9-16.
Frí ráðgjöf.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
sagði í gær að kristnir minnihluta-
hópar í Mið-Austurlöndum stæðu
frammi fyrir „trúarlegum hreinsun-
um“ eftir nokkrar mannskæðar
árásir á kirkjur í þessum heimshluta.
Sarkozy skírskotaði m.a. til árásar
á koptíska kirkju í egypsku borginni
Alexandríu á nýársdag þegar 23 létu
lífið. Engin hreyfing hefur lýst
verknaðinum á hendur sér en böndin
berast að hreyfingunni „Íslamskt
ríki í Írak“ sem tengist hryðjuverka-
netinu al-Qaeda og stóð fyrir mann-
skæðri árás á kaþólska kirkju í Bag-
dad í október. 44 kirkjugestir, tveir
prestar og sjö liðsmenn öryggis-
sveita lágu í valnum eftir árásina.
Nokkrar fleiri árásir hafa verið
gerðar á kirkjur í Írak og íslamska
hreyfingin hefur einnig hótað árás-
um á guðshús koptísku kirkjunnar í
Egyptalandi. Hreyfingin sakar
kirkjuna um að hafa haldið tveimur
konum nauðugum eftir að þær hefðu
snúist til íslamskrar trúar og krefj-
ast þess að þær verði látnar lausar.
Um 7-14% af 80 milljónum íbúa
Egyptalands eru í koptísku kirkj-
unni og skv. tímatali hennar var jóla-
dagur í gær. Mikill viðbúnaður hefur
verið við guðshús kirkjunnar vegna
hættunnar á hryðjuverkum. Egypsk
yfirvöld sögðu að minnst 70.000 lög-
reglu- og hermenn hefðu verið á
varðbergi við kirkjurnar í gær.
Auðveldari skotmörk
Yfirvöld í Frakklandi og fleiri
Evrópulöndum hafa einnig aukið ör-
yggisgæsluna við koptískar kirkjur.
Á vefsíðum íslamista hafa verið birt-
ir listar yfir koptískar kirkjur í
Egyptalandi og Evrópu, m.a. Frakk-
landi, ásamt leiðbeiningum um
hvernig hægt sé að ráðast á þær.
„Hótanirnar um árásir á koptískar
kirkjur í Frakklandi eru óviðunandi
og ég hef beðið stjórnina um að taka
þær mjög alvarlega,“ sagði Sarkozy.
„Múslíma í Frakklandi hryllir við
þessum glæpum sem framdir eru í
nafni íslams,“ bætti hann við.
„Bókstafstrúaðir hryðjuverkamenn
myrða líka múslíma.“
Nokkrir sérfræðingar í málefnum
Mið-Austurlanda telja að íslamskir
öfgamenn beini nú sjónum sínum að
kristnu minnihlutahópunum vegna
þess að þeir séu auðveldari skot-
mörk en bandarískir hermenn og
sjítar sem hafa orðið fyrir mann-
skæðum árásum öfgamanna úr röð-
um súnníta í Írak. Þúsundir manna
biðu bana í átökum sjíta og súnníta í
Írak eftir árás súnníta á helgistað
sjíta í borginni Samarra árið 2006.
„Al-Qaeda lítur svo á að allir sem
aðhyllast ekki íslam séu trúleysingj-
ar og þess vegna réttdræpir,“ sagði
Saeed al-Gamahi, jemenskur sér-
fræðingur í hreyfingum íslamista.
„Al-Qaeda er að reyna að koma af
stað átökum milli múslíma og krist-
inna Egypta, e.t.v. borgarastríði.“
Sarkozy fordæmir
„trúarlegar hreinsanir“
Reuters
Gegn hatri Koptar mótmæla í París.
Íslamistar
hóta árásum á
koptískar kirkjur
Koptíska kirkjan
» Um 6-11 milljónir manna eru
í koptísku kirkjunni í Egypta-
landi. Til viðbótar býr um millj-
ón kopta í öðrum löndum.
» Koptíska kirkjan er ein af
austrænu rétttrúnaðarkirkj-
unum. Koptar telja að hún hafi
verið stofnuð árið 50 þegar
Markús guðspjallamaður er
sagður hafa heimsótt Egypta-
land.
Serbar tóku á móti hefðbundnu jólabrauði á torgi í Belgrad í gær, þegar
söfnuðir serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar héldu upp á fæðingu Krists.
Rétttrúnaðarkirkjan notast við júlíanska tímatalið og samkvæmt því var
jóladagur í gær, tveimur vikum síðar en skv. gregoríska tímatalinu.
Reuters
Jólabrauði útdeilt
Yfir 300 milljónir Kínverja reykja
reglulega, ef marka má könnun
sem gerð var á reykingum á tveim-
ur síðustu árum á vegum Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) í samstarfi við sjúkdóma-
varnastofnanir í Kína og Banda-
ríkjunum.
Fullorðnir karlmenn eru í meiri-
hluta meðal þeirra sem reykja í
Kína en reykingafólki úr röðum
kvenna og unglinga hefur fjölgað.
Könnunin leiddi ennfremur í ljós að
70% fullorðinna Kínverja þurfa að
anda að sér tóbaksreyk frá öðrum í
dæmigerðri viku.
Áætlað er að á ári hverju deyi
rúm milljón Kínverja af völdum
sjúkdóma sem raktir eru til reyk-
inga; sjúkdóma í öndunarfærum,
m.a. lungnaþembu, og krabbameins
í lungum, munni, lifur og maga.
Önnur rannsókn sérfræðinga í
Kína bendir til þess að dauðsföllum,
sem rekja megi til reykinga, kunni
að fjölga í 3,5 milljónir á ári innan
tveggja áratuga.
Stjórnvöld í Kína bönnuðu nýlega
reykingar á almenningsstöðum,
vinnustöðum og almenningsfarar-
tækjum. Samtök, sem berjast gegn
reykingum, segja þó að yfirvöldin
hafi ekki gert nóg til að framfylgja
banninu.
Bannið er oft virt að vettugi í kín-
verskum veitingahúsum og krám.
Hermt er að 100.000 eftirlitsmenn
eigi að sjá til þess að bannið sé virt í
öllum veitingahúsum landsins en
sektirnar eru svo lágar að þær hafa
haft lítil áhrif, að því er fram kem-
ur á vef CNN.
Ein af ástæðum þess að baráttan
gegn tóbakinu hefur gengið erfið-
lega í Kína er að reykingar hafa
verið álitnar tákn um karlmennsku.
Margir frægir Kínverjar, þeirra á
meðal listamenn og íþróttamenn,
reykja á almannafæri, þannig að
margir Kínverjar tengja reykingar
við velgengni og jafnvel fágaða
framkomu.
Þeir vaða enn
tóbaksreyk í Kína
Reuters
Karlmennskutákn? Einn 300 millj-
óna reykingamanna í Kína.
Þýska landbún-
aðarráðuneytið
skýrði frá því í
gær að rannsókn
hefði leitt í ljós að
dýrafóður, sem
notað var í kjúk-
linga- og svínabú-
um í Þýskalandi,
hefði innihaldið
77 sinnum meira af díoxíni en leyfi-
legt er.
Um 4.700 búum hefur verið lokað í
Þýskalandi vegna málsins. Um
130.000 egg úr einu búanna voru
seld til Hollands og þaðan til Bret-
lands.
Þýsk yfirvöld segjast vera að
rannsaka ásakanir um að fyrirtæki í
Slésvík-Holtsetalandi hafi selt 25
dýrafóðursframleiðendum um 3.000
tonn af fitusýrum sem innihéldu of
mikið magn díoxíns. Ilse Aigner,
landbúnaðarráðherra Þýskalands,
sagði að fram hefðu komið vísbend-
ingar um að fyrirtækið hefði gerst
sekt um alvarleg lögbrot og ekki
skráð sig til að komast hjá opinberu
eftirliti.
Landbúnaðarráðuneytið fékk
skýrslu 27. desember um að díoxínið
hefði verið 77 sinnum meira en leyfi-
legt er, ekki tvöfalt meira eins og
talið hefur verið. Ekki kom fram
hvers vegna ráðuneytið skýrði ekki
frá niðurstöðu skýrslunnar fyrr en í
gær.
4.700 bú-
um lokað