Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 50
ir einhvern sem gott er að vinna með verður maður að halda því áfram, við áttuðum okkur á því.“ Casper segir þættina Langt fra Las Vegas hafa verið ólíka Klovn að því leyti að þeir hafi verið gerðir eftir niðurnegldu handriti, brandarar og samtöl voru skrifuð fyrir tökur og leikarar þurftu að læra sína texta ut- an að. Þeir Frank hafi viljað leika meira af fingrum fram og útkoman hafi orðið þættirnir Klovn. Mannát, alnæmi o.fl. – Það er mikið um neyðarlegar uppákomur í Klovn og siðlausa hegð- un. Þið takið oft fyrir efni sem mörg- um þykir ekki við hæfi að gera grín að. Settuð þið ykkur einhverjar regl- ur fyrir skrif þáttanna, að þið mynd- uð ekki gera grín að einhverju ákveðnu? Einhver tabú? „Þvert á móti, við gerðum lista yfir öll þau tabú sem við vildum vinna með, það sem fólki þætti ekki mega gera grín að. Við gerðum langan lista yfir það og tókum bara eitt efni fyrir í einu. Byrjuðum á alnæmi, mannáti, kynferðislegum löngunum til barna, krabbameini og þroskaheftum. Við unnum okkur í gegnum listann tvisvar sinnum. Það eina sem hefur skipt okk- ur Frank máli er að þetta sé fyndið, að fólk hlæi að þessu. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Trúðnum Frank og flagaranum Casper virðast engin takmörk sett þegar kemur að heimskulegum ákvörðunum og ósæmilegri hegðun í kvikmyndinni Klovn: The Movie, sem fjöldi Íslendinga hefur engst úr hlátri yfir í sölum Sambíóanna frá áramótum. Kvikmyndin er byggð á gamanþáttunum, Klovn, eða Trúði, sem njóta mikilla vinsælda í Dan- mörku og hér á landi, ef marka má viðtökur við kvikmyndinni. Frank og Casper leika félagarnir Frank Hvam og Casper Christensen en þeir komu til Íslands í fyrradag til að kynna myndina og voru viðstaddir sýningu á henni í Egilshöll fimmtudags- kvöldið síðastliðið. Blaðamaður hitti Casper að máli í gær. Talaði illa um Casper – Hvernig og hvenær hófst sam- starf ykkar Franks? „Það hófst fyrir um tólf árum, við vorum þá báðir iðnir við uppistand og Frank var með uppistand þar sem hann talaði afskaplega illa um mig. Ég var orðinn þekktur þá í Dan- mörku, hafði gert sjónvarpsþætti m.a. og það var því auðvelt fyrir hann. Þetta fór óskaplega í taug- arnar á mér. Mig langaði að gera sjónvarpsþætti sem hétu Mandril- aftalen, eða Mandril-samkomulagið, og sagðist verða að vinna með hon- um, vingast við hann, af því ég þyldi hann ekki. Þetta var öfug sálfræði, eiginlega! Við hittumst og frá fyrstu stundu skemmtum við okkur kon- unglega og höfum unnið saman frá þeirri stundu sem er heldur óvenju- legt í þessum bransa,“ svarar Casp- er. „Eftir að Mandrilaftalen lauk ákváðum við að gera gamanþætti með svipuðu formi og Friends, Langt fra Las Vegas, eða Fjarri Las Vegas. Sú vinna gerði okkur enn nánari, það var virkilega erfitt að gera þá þætti og við þurftum að læra margt nýtt. Þegar maður hitt- Ef fólk hlær ekki höfum við farið yfir strikið. Ef það hlær er þetta komið.“ – Hafið þið einhvern tíma brotið þá reglu, farið yfir strikið? „Nei. Ég held ekki, ég held að við höfum stundum ruglað fólk í ríminu með það hver sé fíflið. Það er þó allt- af Frank, í þáttunum og kvikmynd- inni, annaðhvort Frank eða Casper, aldrei sá fatlaði eða veiki. Við sjáum alltaf til þess að við séum aðhláturs- efnið, það að við getum ekki hagað okkur með réttum hætti gagnvart þeim sem eru öðruvísi, átt eðlileg samskipti við þá. Þess vegna tökum við fyrir kynþáttahatur, sjúkt fólk og þess háttar.“ Tökurnar erfiðar á köflum – En fenguð þið einhvern tíma á tilfinninguna, við tökur myndar- innar, að þið væruð að ganga of langt? „Nei … við hlógum svo mikið þeg- ar við vorum að skrifa handritið, mér fannst það svo fyndið. Við þekkjum persónurnar orðið svo vel, erum vel inni í hugarheimi þeirra og vitum að við getum ekki eyðilagt þær með því að láta þær gera eitthvað sem veldur því að þær geta ekki snúið aftur í annarri kvikmynd. Ég fékk aldrei þá tilfinningu að við hefðum farið yfir strikið en mér fannst tökurnar stundum fullmikið af því góða,“ svar- ar Casper og nefnir tökur á tilteknu atriði með honum og ókunnugum manni á útiskemmtun. Til að skemma ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina verður að sleppa frekar lýsingum á því. Þá nefnir hann annað atriði, með þeim Frank og ungum dreng, sem þurft hafi að beita tæknibrellum í, annars hefðu þeir brotið lög. Morgunblaðið/Kristinn Óvænt Frank Hvam og Casper Christensen birtust óvænt í bíósal Sambíóanna í Egilshöll í fyrrakvöld, fóru með gamanmál og svöruðu spurningum bíógesta. Eins og sjá má var öllum skemmt. „Viljum ekki vera umdeildir“  Casper úr Klovn segir þá Frank hafa unnið út frá lista yfir forboðin umfjöllunarefni 50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 Blaðamaður spurði Casper að því hver myndi leika þá Frank ef myndin yrði endurgerð í Hollywood. Ekki stóð á svörum hjá grínistanum. „Ég myndi gjarnan vilja sjá Will Ferrell leika Frank, hann er uppá- haldsgamanleikarinn minn. Hann er hlægilega vaxinn eins og Frank og hefur nef fyrir fyndni. Hann gæti hæglega gert það, með þessa asnalegu derhúfu á hausnum og í nærfötunum, það myndi virka. Hvað mína persónu varðar held ég að einhver á borð við George Clooney þyrfti að leika hana.“ – En talandi um nærfötin hans Franks, er hann alltaf í hvítum nærbuxum á borð við þær sem hann sést iðulega í í Klovn? „Ástæðan fyrir því að við létum hann vera í svona nærbuxum er sú að honum finnst þær virkilega þægilegar. Hann er þó yfirleitt í litskrúðugum nærbuxum, rauðum eða bláum, sem eru enn kjánalegri. Þannig að ég sagði honum að við ættum frekar að hafa þær hvítar, fólk myndi frekar trúa því að hann væri í þannig nær- buxum. Þannig að ég stöðvaði tökur og sagði að hann yrði að skipta um nær- buxur.“ Ferrell, Clooney og nærbuxur EF KLOVN: THE MOVIE YRÐI ENDURGERÐ Í HOLLYWOOD Á flótta Casper, Frank og Bo á flótta í kanó í Klovn: The Movie. Gríntvíeyki Casper og Frank.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.