Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111.
www.reykjavik.is
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2010 (eftir 24. jan. nk.)
og alla breytingaseðla þar á eftir
• afpantað álagningarseðla og breytingaseðla með pósti
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 19. janúar 2011
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða,
líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-68 ára
Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur:
Rafræn Reykjavík fyrir þig
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í
heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum
eða boðgreiðslur af greiðslukortum.
Nú hefur stjórn Strætó bs samþykkt
að ráðast í umtalsverðar gjald-
skrárhækkanir á fargjöldun sínum
og tóku þær gildi um áramótin. Í yf-
irlýsingu stjórnarinnar segir að ráð-
ist sé í hækkanir meðal annars
vegna þess að framlög sveitarfélag-
anna hafi lækkað um 5% frá því á
síðasta ári og að fargjaldatekjur
Strætó hafi rýrnað að raunvirði um
u.þ.b. helming frá 2001.
Á vef Strætó stendur að hækkun á
fargjöldum verði 5%-25%. Sem
dæmi hækkar stakt far fullorðinna
um 25% eða úr 280 kr í 350 kr. Sú
breyting verður gerð að afsláttur
eldri borgara mun miðast við 70 ára
aldur í stað 67 áður. Þar kemur einn-
ig fram að fargjöld ungmenna (6-18
ára) hækka úr 100 kr í 305 kr. Ég sé
ekki betur en það sé 250% hækkun!
Ég verð að fá að efast mjög stórlega
um það að á sama tíma hafi tekjur
ungmenna hækkað um 250%. Eftir
því sem ég best veit eru það akkúrat
námsmenn sem eiga aldrei of mikinn
pening. Hinsvegar var ákveðið að
láta miðaverð ungmenna hækka úr
100 kr í 105 kr en þá verður maður
líka að kaupa 20 miða á 2100 kr sem
er heldur mikið í einu.
Á vefsvæði strætó stendur orðrétt
„Með því að taka strætó losnarðu við
það álag sem fylgir akstri í þungri
umferð. Þú getur notið þess að slaka
á og sótt þér orku fyrir vinnudaginn
eða þau erindi sem bíða þín. En upp
úr stendur hinn fjárhagslegi sparn-
aður sem felst í því að nýta sér þjón-
ustu strætisvagna.“ Með þessum
gríðarlegum gjaldskrárhækkunum
er þessi fjárhagslegi sparnaður run-
inn út í sandinn. Far fram og til baka
kostar 700 kr og því verður sparn-
aðurinn lítill sem enginn og þessi
góða slökun mesti ávinningurinn af
notkun Strætó!
Ég held að það sjái það allir sem
það vilja sjá að þessar hækkanir séu
langt fyrir utan það sem að kalla
mætti eðlilegt. Á einni nóttu þurfi nú
stór hluti notenda Strætó að borga
250% hærra fargjald. Þetta mun ein-
faldlega leiða af sér minni notkun
Strætó sem hingað til hefur verið
talað um sem fararmáta sem fólk
eigi að temja sér í stað þess að taka
einkabílinn. Með von um að sveit-
arfélögin og stjórn Strætó bs sjái
ljósið og geri sér grein fyrir því að
þetta muni engan veginn ganga upp.
BENEDIKT TRAUSTASON,
grunnskólanemi.
Svívirðilegar hækkanir
fargjalda Strætó bs
Frá Benedikt Traustasyni
Það hefur ekki í seinni tíð reynt jafn
mikið á íslenskt velferðarkerfi og nú
og því miður hafa komið í ljós allt of
miklar brotalamir á kerfi sem margur
hélt að væri öðrum þjóðum til eft-
irbreytni.
Það sem er þó alvarlegast í dag er
það sem minnst er rætt, en það er
þráhyggja yfirvalda við að færa við-
kvæma málaflokka til sveitarfélaga
sem og getu- og úrræðaleysi yfir-
valda til að standa með þeim sem
þurfa á aðstoð/þjónustu sveitarfélag-
anna að halda.
Á meðan það eru 76 sveitarfélög á
Íslandi, meðan Ísland gengur í gegn-
um efnahagshrun og á meðan fjöldi
sveitarfélaga glímir við verulega
rekstrarörðugleika, þá á ekki að vista
viðkvæmustu þætti samfélagsins hjá
sveitarfélögunum.
Það má vel vera að eitt og eitt
sveitarfélag geti ráðið við verkefnið
við þessar aðstæður og að menn geti
fært góð rök fyrir því, en það er ein-
mitt í sjálfu sér vandamálið. Á Íslandi
á að vera sami réttur til félagslegrar
þjónustu og bóta hvar sem fólk býr.
Það er að verða grundvallarbreyt-
ing á íslensku velferðarkerfi. Áður
voru sett lög og
reglugerðir þar
sem réttur fólks
var tiltekinn.
Núna eru mál og
málaflokkar færð
til sveitarfélaga á
sama tíma og
sjálfdæmi sveitar-
félaga til útfærslu
er aukið.
Hið nýja ís-
lenska velferðarkerfi er „velferð til-
mælanna“. Ráðherra velferðarmála
getur því komið fram í fjölmiðlum og
lýst yfir miklum áhyggjum af velferð
þegna sinna og mikilvægi þess að
bæta úr málum. Því er svo fylgt úr
hlaði með „tilmælabréfi“ ráðherra til
sveitarstjórna eins og fyrsta til-
mælabréfið á þessu ári sem kynnt var
fjölmiðlum þann 4. janúar en und-
irritaður hefur ekki enn séð sem
sveitarstjórnarmaður. Samkvæmt
umfjöllun fjölmiðla þá mun þar þeim
tilmælum beint til sveitarstjórna að
hækkuð sé mánaðarleg framfærsla til
þeirra einstaklinga sem þiggja fjár-
hagsaðstoð sveitarfélaga.
Niðurstaða, væntanlega munu flest
sveitarfélög sleppa því að hækka
framfærslu vegna fjárhagsstöðu
sinnar, einhver sveitarfélög munu
hækka, sum hækka aðeins, önnur
hækka meira. Mun þá fólk þurfa að
flytjast milli sveitarfélaga til þess að
geta fengið bætur sem slaga upp í
framfærslu? Munu sveitarfélög sjá
sér hag í því að halda bótum eins lág-
um og hægt er til þess að takmarka
með „óbeinum hætti“ fjölda bótaþega
í sveitarfélaginu?
Málefni fatlaðs fólks hafa nú verið
flutt frá ríki (þar sem allir höfðu jafn-
an rétt) yfir í velferð tilmælanna, þ.e.
til sveitarfélaga (þar sem réttur er/
verður mismunandi). Næst skal svo
flytja málefni aldraðra yfir í velferð
tilmælanna.
Í þeirri velferð sem var, þá var ein-
faldlega framfærsla hækkuð ef um
það var tekin ákvörðun og þá fór sú
hækkun til allra.
Hin nýja velferð, þ.e. „velferð til-
mælanna“; þar ríkir samhugur og
farið er með fögur orð. Á eftir koma
svo tilmæli til 76 sveitarfélaga sem
gera ýmist ekkert eða eitthvað við til-
mæli ráðherra. Eftir stendur sá sem
á að njóta þjónustunnar/fá bæturnar
með tilmælabréfið sem er það eina
sem er fast í hendi.
GUÐMUNDUR ÁRMANN
PÉTURSSON,
sveitarstjórnarmaður.
Velferð tilmælanna
Frá Guðmundi Ármanni
Péturssyni
Guðmundur Ár-
mann Pétursson
Mikið hefur verið fjallað um fjármál
Menntaskólans Hraðbrautar í fjöl-
miðlum undanfarið. Þeir sem hafa
kynnt sér málið sjá fljótt að þetta
snýst um pólitík. Þessi umfjöllun
hefur komið slæmu orði á skólann.
Hraðbraut er frábær og nauðsyn-
legur valkostur fyrir nemendur og
er mjög góður undirbúningur fyrir
háskólanám. Námsmenn sem fara í
Hraðbraut geta lokið stúdentsprófi
á tveimur árum.
Fyrir þá sem ekki vita eru þessi
tvö ár 15 lotur, hver lota er 6 vikur
að lengd, loturnar skiptast í 4 vikna
kennslu, þá er ein vika 3 kennslu-
dagar og 2 heimavinnudagar. Í
fimmtu vikunni taka við próf úr
þeim þremur áföngum sem voru
kenndir yfir lotuna. Sjötta vikan er
frí fyrir þá sem ná prófunum en
aðrir eiga kost á endurtekning-
arprófi. Það sem er frábrugðið við
Hraðbraut frá öðrum skólum er
hversu persónulegur hann er, t.d.
gefst nemendum kostur á að fá af-
henta lykla að skólanum, ólíkt öðr-
um skólum þar sem oftast er hús-
vörður sem sér um að opna og loka
skólanum. Þetta gerir námsmönn-
unum kleift að nýta sér góða að-
stöðu skólans til þess að læra fram-
eftir alla daga, bæði skólaárin.
Þetta kennir nemendum að axla
ábyrgð og sýnir traust milli náms-
manna og skólastjóra. Hraðbraut
gegnir sama tilgangi og aðrir
menntaskólar, að undirbúa mann
undir háskólanám og lífið sjálft, en
einnig byggir Hraðbraut upp ein-
stakan metnað og aga í náms-
mönnum. Kennararnir hafa síðan
einnig hrikalegan metnað með
námsmönnum og vegna þess hve
lítill og persónulegur skóli þetta er
ná nemendur betri tengslum við
kennarana sem gerir þeim kleift að
fá meiri og betri aðstoð við námið.
Kennarar eru alltaf til staðar ef
nemendur þurfa hjálp, jafnvel um
helgar. Nemendur hvetja hver ann-
an áfram í þessu strembna námi og
við vitum ekki um neinn sem sér
eftir þeirri ákvörðun að taka
menntaskólaárin sín á tveimur ár-
um. Við skulum ekki gleyma því að
þessi skóli er ekki einungis fyrir
nýgræðinga (busa) beint úr grunn-
skóla, heldur er hann líka fyrir fólk
sem hefur af einhverjum ástæðum
þurft að hætta námi, það getur þá
hafið aftur nám og klárað á stuttum
tíma. Tæknileg aðstaða skólans er
frábær, nemendur hafa aðgang að
skjávörpum í öllum stofum skólans,
góðri nettengingu, hátalarakerfi í
stofunum til þess að heyra í kenn-
aranum. Í öllum kennslustofum eru
einnig frábærir skrifstofustólar og í
miðrými skólans er fyrirmyndar
eldhúsaðstaða sem nemendur sjá
um sjálfir.
Í nýlegri könnun sem gerð var á
meðal grunnnema Háskóla Íslands
kom fram að yfir 80% nemenda
sem komu úr Hraðbraut, voru mjög
ánægðir með undirbúning sinn til
háskólanáms. Aðeins voru nem-
endur hjá fjórum öðrum framhalds-
skólum jafn ánægðir og Hraðbraut-
areinstaklingar.
Við undirrituð tökum undir nið-
urstöður þessarar könnunar og get-
um verið stolt að því að vera með
stúdentspróf frá Menntaskólanum
Hraðbraut.
NADÍA LIND ATLADÓTTIR,
STEFÁN BJÖRNSSON OG SÍM-
ON ORRI SÆVARSSON.
Menntaskólinn
Hraðbraut er nauð-
synlegur valkostur
Frá Nadíu Lind Atladóttur,
Stefáni Björnssyni og Símoni
Orra Sævarssyni
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur