Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
✝ Jón Laxdal Arn-alds var fæddur í
Reykjavík 28. janúar
1935. Hann andaðist á
heimili sínu 2. janúar
síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Jóns-
dóttir Laxdal, kaup-
kona í Reykjavík, f. 1.
mars 1914, d. 7. sept.
2006, og Sigurður
Arnalds, útgefandi og
stórkaupmaður, f. 15.
mars 1909, d. 10. júlí
1998.
Jón átti sex systkini: albróðir
Jóns er Ragnar Arnalds, rithöf-
undur og fyrrv. alþm. og ráðherra,
f. 8. júlí 1938. Hálfbræður Jóns,
samfeðra, eru Sigurður Stein-
grímur Arnalds, verkfræðingur í
Reykjavík, f. 9. mars 1947, Andrés
Arnalds, dr. í gróðurfræði og fag-
málastjóri Landgræðslu ríkisins, f.
4. desember 1948, Einar Arnalds,
rithöfundur og ritstjóri, f. 6. febr.
1950, d. 18. apríl 2004, Ólafur Gest-
ur Arnalds, dr. í jarðvegsfræði og
deildarforseti umhverfisdeildar
Háskólans á Hvanneyri, f. 5. janúar
1954. Hálfsystir Jóns, sammæðra,
er Elín Hanna Laxdal, æða-
skurðlæknir við Haukeland há-
rekur Hrafn Laxdal Arnalds, f. 13.
júlí 2009. Eyþór á fyrir Ara Elías
Arnalds, f. 20. jan. 2001 og Guð-
rúnu Sigríði Arnalds, f. 15.okt.
2003. Bergljót er rithöfundur og
leikkona, f. 15.okt. 1968. Eig-
inmaður hennar er Páll Ásgeir
Davíðsson lögfræðingur hjá Sam-
einuðu þjóðunum og er barn þeirra
Elindís Arnalds Pálsdóttir, f. 11.
okt. 2009. Bergljót á fyrir Matthías
Arnalds Stefánsson tónskáld f. 24.
febr. 1986.
Að loknu lögfræðiprófi stundaði
Jón framhaldsnám í hugverka- og
auðkennarétti í London en réðst til
starfa í stjórnarráðinu 1964 og
gegndi starfi ráðuneytisstjóra í
sjávarútvegsráðuneytinu frá stofn-
un þess árið 1970 til 1985. Hann var
því mjög viðriðinn undirbúning og
framkvæmd ákvarðana þegar Ís-
lendingar færðu út landhelgina úr
12 í 50 mílur og síðar í 200 mílur og
átti lengi sæti í sendinefnd Íslands á
hafréttarráðstefnum SÞ og á aðal-
fundum Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar og var for-
seti nefndarinnar í nokkur ár.
Jón varð síðar borgardómari.
Eftir hann liggja fræðirit og grein-
ar um einkaleyfa- og vörumerkja-
rétt. Hann var alllengi forseti Guð-
spekifélags Íslands.
Jón verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, laug-
ardaginn 8. janúar 2011, og hefst
athöfnin klukkan 14.
skólasjúkrahús og
prófessor við lækna-
deild háskólans í
Bergen, f. 4. desem-
ber 1953.
Jón kvæntist 15.
sept. 1995 Ellen Júl-
íusdóttur, fé-
lagsráðgjafa og
myndlistarkonu, f.
18. okt. 1935. For-
eldrar hennar voru
Estella Dagmar
Björnsson, f. Hansen,
húsmóðir, f. 26. júlí
1907, d. 2. jan. 1984
og Pétur Emil Júlíus Björnsson,
verkfræðingur og deildarstjóri, f.
25. júlí 1904, d. 26. nóv. 1991. Jón
var áður kvæntur Sigríði Eyþórs-
dóttur, kennara og leikstjóra, f. 21.
ág. 1940. Foreldrar hennar voru
Bergljót Guðmundsdóttir, kennari,
f. 18. febr. 1906, d. 19. júní 1980 og
Eyþór Þórðarson, bóndi, f. 20. mars
1898, d. 6. okt. 1988.
Börn Jóns eru Eyþór og Bergljót
Arnalds. Eyþór er framkvæmda-
stjóri og formaður bæjarráðs Ár-
borgar, f. 24. nóv. 1964. Eiginkona
hans er Dagmar Una Ólafsdóttir,
jógakennari, f. 1. júní 1981, og eru
börn þeirra: Jón Starkaður Laxdal
Arnalds, f. 26. des. 2007 og Þjóð-
Jón, elsti bróðir minn, er látinn.
Hann var 18 árum eldri en ég, gekk
mér á margan hátt í föður stað og
var mér ómetanleg fyrirmynd.
Á námsárum sínum vann Nonni
ýmis sumarstörf, m.a. sem vörubíl-
stjóri og fékk ég þá oftar en ekki að
fljóta með og sitja hjá honum í
framsætinu. Þegar hann vann sem
veiðieftirlitsmaður við Ölfusá og ég
var í sveit í Flóanum, ók hann lang-
ar leiðir á Willys-jeppanum til þess
að viðhalda andlegum þroskaferli
mínum með vikulegri sendingu af
Andrésblöðum.
Ógleymanlegar eru stundirnar
heima, eftir langan vinnudag, þegar
Nonni settist við píanóið og lék
valsa Chopins af mikilli list eða
kenndi mér að tefla. Það var mikið
teflt á heimilinu á þessum árum og
félagar og vinir Jóns og Ragnars,
bróður okkar, voru heimagangar
sem héldu uppi lífi og fjöri á staðn-
um. Það var rætt um pólitík og skák
og menn voru langt frá því að vera
sammála, og voru í raun helst ekki
sammála um nokkurn skapaðan
hlut. Úr þeim frjósama andans jarð-
vegi spruttu einstaklingar sem urðu
allflestir áberandi í íslensku sam-
félagi og um þá flesta, ef ekki alla,
má segja að þeir hafi aldrei hætt að
hugsa. Ekki heldur Jón.
Að loknu embættisprófi í lög-
fræði og framhaldsnámi í einkaleyf-
isrétti lagði hann í ógleymanlegt
ferðalag til Egyptalands og kom
þaðan heim heillaður af leyndar-
dómum pýramídanna og Ramses
konungs. Í farteskinu var hann líka
með nokkrar straufríar nælon-
skyrtur, sem voru bæði opinberun
og frelsun mömmu, sem ávallt gerði
sitt besta til þess að drengirnir
væru sómasamlega til fara. Það má
segja að pýramídarnir og Ramses
væru fyrstu skref Nonna í leit að
svari við djúpstæðustu tilvistar-
spurningum mannskepnunnar. Sú
leit varð að lífslöngu ferðalagi með
viðkomu í viskubrunni spekinga á
borð við Freud, Jung, Adlers og
ekki síst Karen Horney á sálfræði-
tímabilinu, – Kants, Sókratesar og
Schopenhauers á heimspekitíma-
bilinu, – og fræðum búddista af öll-
um toga – svo eitthvað sé nefnt,
hann kom víða við og verður varla
allt upp talið. Nonni var með
greindari mönnum okkar samtíma.
Hann var orðfár maður, grandvar,
réttsýnn og heiðarlegur. Áhuga-
maður mikill um klassíska tónlist og
áhuginn smitaði börn og barnabörn.
Undir hógværu yfirborði faldi
Nonni kímnigáfu og innsæi í hið
absúrda í tilverunni, sem kannski er
lýst best með tilvitnun í eitt af
uppáhaldsskáldum hans, Stein
Steinar:
Í draumi sérhvers manns er fall hans
falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur
alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti
yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst hvað milli ber.
Þrátt fyrir heilsusamlegt líferni
þá varð ævi Nonna allt of stutt. Við
sem eftir lifum erum þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta þeirra sam-
verustunda með honum sem eril-
samt og metnaðarfullt líf hans
leyfði. Hans verður sárt saknað.
Elín Hanna Laxdal.
Ég kynntist Jóni Arnalds fyrst í
ársbyrjun 1974 er ég hóf störf í
sjávarútvegsráðuneytinu sem sett
hafði verið á laggirnar fjórum árum
áður. Það ár og þau sem eftir fylgdu
voru tímar mikilla breytinga og
framkvæmda í sjávarútvegi. Íslend-
ingar voru á þessum árum að ná
fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum
við landið og verkefni hins unga
ráðuneytis sem Jón Arnalds fór
röggsamlega fyrir mótuðust mjög
af því. Flest ákvæði laga og reglna
sem lutu að nýtingu fiskveiðiauð-
lindarinnar voru endurskoðuð í ljósi
breyttra aðstæðna. Þá voru einnig
miklar breytingar gerðar á ýmsum
lögum sem tengdust rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Jón var kraftmikill maður sem
ekki gekk að verkefnum sínum af
neinni hálfvelgju. Þegar leysa
þurfti eitthvert mál tók það hug
hans allan og var þá ekki gefið eftir
fyrr en fullnægjandi lausn fékkst.
Hann var fjölmenntaður maður,
einstaklega skarpur lögfræðingur
og kunni einkar vel að koma skýr-
um hugsunum sínum á framfæri,
bæði í tali og rituðu máli. Þá var
skopskyn hans það ríkt að samvistir
við hann voru ætíð fjörlegar og
skemmtilegar þótt efnið í sjálfu sér
byði ekki alltaf upp á slíkt.
Mér eru minningarnar um Jón
bæði í starfi og leik á þessum árum
einkar kærar. Eftir að hann lét af
störfum í ráðuneytinu lágu leiðir
okkar lítið saman eins og títt vill
gerast. Síðast liðin tvö ár höfum við
aftur á móti hist og rætt saman
nokkrum sinnum og var hann enn
samur og jafn fullur af áhuga og
lífsgleði sem fyrr. Ljóst var af öllu
fasi hans og útliti að honum leið vel
og var sáttur við lífið. Það var mikið
áfall í haust sem leið að fá fréttir um
þau alvarlegu veikindi sem hann
átti við að glíma.
Ég kveð nafna minn, þakka kynn-
in og sendi fjölskyldu hans mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jón B. Jónasson.
Jón L. Arnalds átti að baki far-
sælan og fjölbreyttan starfsferil er
hann settist í helgan stein fyrir
fáum árum. Snemma var honum
treyst fyrir vandasömum störfum í
stjórnsýslu ríkisins, sem aðrir
munu rekja betur. Þó svo mörg
stærstu verkefnin sem hann kom að
hafi verið á sviði sjávarútvegs- og
hafréttarmála var eitt svið lögfræð-
innar sem snemma vakti áhuga
hans og hann hélt tryggð við, en það
var hugverka- og auðkennaréttur.
Jón stundaði framhaldsnám á þessu
sviði og var einn helsti brautryðj-
andi þess hér á landi og á undan
sinni samtíð, en hugverkaréttur
hefur síðan orðið æ mikilvægari eft-
ir því sem nýsköpun og hugverk
skipa stærri sess í atvinnulífi.
Ásamt öðrum störfum sínum rak
Jón einkaleyfastofuna Faktor frá
1969 til 2006, sem þjónaði ekki síst
erlendum fyrirtækjum við að skrá
og vernda hugverk hér á landi en
líka íslenskum hugvitsmönnum og
nýsköpunarfyrirtækjum. Jón sat
um árabil í stjórn Félags umboðs-
manna vörumerkja og einkaleyfa
(FUVE) og var kosinn heiðursfélagi
er hann lét af störfum. Hann átti
beinan þátt í þróun og lagasetningu
á sviðinu og sat meðal annars í
starfshópum er unnu frumvörp til
núverandi laga um einkaleyfi og
laga um hönnunarvernd.
Jón var ávallt ráðagóður, enda
lögfróður og með mikla og fjöl-
breytta reynslu úr gangverki
stjórnsýslunnar. Þá skrifaði Jón
kennslubækur og greinar á þessu
fræðasviði og var dósent, stunda-
kennari og prófdómari í Háskóla Ís-
lands. Þannig var hann leiðbeinandi
og lærifaðir margra þeirra sem nú
starfa í þessum geira, og sem enn
leita í bækur hans, sem eru und-
irstöðurit á íslensku á lagasviðinu.
Fyrir hönd FUVE vil ég þakka
Jóni fyrir einstakt framlag hans,
framsýni og uppbyggingarstarf.
Aðstandendum sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur.
Einar Karl Friðriksson.
Hann Jón hefur lokið göngu sinni
meðal okkar, farinn til æðri staðar
þar sem enginn veit hvað bíður.
Eftir farsælt ævistarf finnst manni
fólk eiga skilið að eiga góða daga á
efri árum, Jón tilheyrði þessum
hópi. Kynni mín af Jóni eru ekki
löng en skilja eftir sig mikið þakk-
læti fyrir að hafa fengið tækifæri til
að kynnast honum eilítið, fengið
innsýn í líf hans og starf.
Jón var einn af fastagestum
sundlaugarinnar í Laugaskarði þar
sem ég starfa, einn af „húnunum“,
mætti fullsnemma að sumra mati
sérstaklega á þeim árum sem hann
sótti vinnu til Reykjavíkur. Ekki
margmáll í morgunsárið en mýktist
með árunum. Jón hugsaði mikið um
heilsuna og heilbrigt líferni, var
þess fullviss að hann yrði langlífur
eins og forfeðurnir. En sl. vor brá
svo við að Jón fann fyrir einkennum
sem trufluðu hans daglegu störf,
var þá leitað til Ellu systur, fór
hann í ótal rannsóknir með þeirri
útkomu nú á haustmánuðum að
þetta væri MND-sjúkdómur. Heila-
taugahrörnun. MND er óvæginn og
ljótur sjúkdómur sem skerðir lífs-
gæði fólks mjög fljótt, það átti svo
sannarlega við í Jóns tilfelli. Ég
kynntist þessum sjúkdómi fyrir
fáum árum í minni fjölskyldu,
þekkti vel einnkennin hjá Jóni.
Þetta er reynsla sem maður óskar
ekki neinum að ganga í gengum en
skilur eftir sig þekkingu sem leiðir
til þess að maður hefur skilning á
aðstæðum MND-sjúkra.
Jón hafði byggt sér hús efst í
bænum við Hamarinn í gróðurreit
Skógræktarfélags Hveragerðis. Í
skógræktinni átti hann ómældar
stundir í daglegum gönguferðum
sínum, þar hitti ég hann oft í mínum
heilsubótargöngum. Stundum lá
leið okkar saman, farið „hringinn“,
það kallaði ég ávallt fróðleiksferð,
hann var skemmtilega vanafastur,
settist alltaf á sama steininn og
sömu þúfuna í hverri ferð, síðustu
ferðina fór ég með honum 22. sept
sl.
Jón var víðlesinn maður og haf-
sjór af fróðleik, það var sama hvar
umræðan hófst, á andlegum mál-
efnum, búddisma, þjóðfélaginu,
stjórnmálum, lögfræði, tónlist, skák
eða sálfræði, af öllu gat hann miðl-
að, tónlist og sálfræði voru hans
uppáhald, hafði ferðast víða bæði
innanlands og erlendis. Jón var
hógvær og orðvar maður, sagði held
ég aldrei neitt óhugsað. Velferð
fjölskyldunnar, barna og barna-
barna átti hug hans allan. Jón ætl-
aði ekki að hætta að synda þótt
veikur væri, mætti síðast í laugar
18. okt. sl. og fór sína 500 metra.
Kæri Jón.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Nú er komið að leiðarlokum,
hafðu þökk fyrir góð kynni.
Kæra fjölskylda, Ellen, Eyþór,
Bergljót, afabörn, systkini svo og
aðrir aðstandendur, innilega sam-
úð.
Ólöf Jónsdóttir.
Í dag fer fram útför góðs vinar og
félaga, Jóns Laxdals Arnalds, sem
lést 2. janúar sl. á 76. aldursári.
Kynni okkar Jóns teygja sig alla
leið aftur til æskuáranna þegar ég
fluttist á milli skóla í Laugarnes-
skólann. Þá var ég 10 ára gamall og
var svo heppinn að vera settur í
bekk hjá þeim nafntogaða kennara,
Skeggja Ásbjarnarsyni. Þarna bar
fundum okkar Jóns saman í fyrsta
skipti. Okkur varð strax vel til vina
og við áttum eftir að fylgjast að
næstu árin alla leið í háskólann.
Sagt hefur verið að engin vináttu-
bönd séu sterkari en þau sem til
stofnast á æskuárunum og víst er
að vinátta okkar félaganna úr
Laugarnesskólanum hélst söm alla
tíð og rofnaði aldrei.
Svo þegar lífið fór að komast í
fastari skorður efldust samskiptin á
nýjan leik þegar við gerðumst fé-
lagar í skákklúbbi sem samstúdent-
ar okkar í MR 1955 höfðu stofnað á
7. áratugnum. Auk Jóns var þar fyr-
ir Páll Ólafsson, bekkjarfélagi okk-
ar úr Laugarnesskólanum, og enn-
fremur þeir Kristmann Eiðsson,
Gunnar Jónsson, Einar Sigurðsson,
Ólafur Pálmason, Kristinn Guð-
mundsson og Sigurður Tómasson,
allir samstúdentar úr MR- árgang-
inum 1955.
Hjá klúbbnum hafa ferðlög líka
verið á dagskrá og þær eru orðnar
býsna margar ferðirnar sem við fé-
lagarnir og makar okkar höfum far-
ið í saman í áranna rás, innanlands
og utan, jafnt á láði sem legi.
Í þessum klúbbi hefur myndast
mikil samhygð og vináttuböndin
eflst. Í áranna rás hefur myndast sú
hefð að sækja heim þau Jón og Ell-
en í Hveragerði á hverju hausti og
þar höfum við notið mikillar gest-
risni á hlýlegu og fallegu heimili
þeirra. Fyrir þetta kunnum við
þeim miklar þakkir.
Þegar ég læt hugann reika aftur
til æskuáranna og rifja upp kynni
mín af Jóni koma mér fyrst í hug
hin margvíslegu og víðfeðmu
áhugamál hans, sem virtust eiga sér
lítil takmörk. Hugur hans hneigðist
snemma til húmanískra fræða og
man ég eftir mörgum fyrirlestrin-
um um þessi efni á gönguferðum
okkar í eða úr skóla á þessum árum.
Þar var ég viðtakandinn og Jón
miðlarinn.
Eitt var það svið þar sem Jón
naut sín til fulls og það var tónlistin.
Hann var með afbrigðum músík-
alskur og ég man alltaf eftir glamp-
anum sem kom í augu hans, þegar
tónlistina bar á góma. Það var aldr-
ei komið að tómum kofunum hjá
honum í þeim efnum.
Það var Jón sem tendraði hjá mér
áhuga á klassískri tónlist og ég man
eftir mörgum „sessíonum“ á æsku-
heimili hans við Sundlaugaveginn.
Þar var mest hlustað á þá Beetho-
ven og Brahms, sem þá voru í uppá-
haldi hjá Jóni.
Jón var mikill fílósóf og í þeim
efnum vorum við félagarnir í
klúbbnum eins og lærisveinar
meistarans. Mér er það minnisstætt
á mörgum ferðum okkar hér innan-
lands, þegar safnast var saman að
loknum kvöldverði á einhverjum
gististaðnum, og Jón tók að útlista
fyrir okkur dýpstu rök tilverunnar.
Allir hlýddu á hann í andakt. Þetta
voru skemmtilegir dagar sem munu
lýsa upp og varðveita minninguna
um þennan góða vin og félaga.
Við sendum Ellen og ástvinum
öllum innilegustu samúðarkveðjur
okkar.
Friðrik Ólafsson.
Jón Laxdal Arnalds
Okkur langar til að minnast hans
Gulla með kvæðinu „Langt af fjöll-
um“ eftir Snorra Hjartarsson.
Langt af fjöllum hríslast lækirnir
og laða þig margir til fylgdar.
En vegurinn er einn, vegurinn velur
þig,
hvert spor þitt er stigið.
Og frá upphafi allra vega
fór enginn þá leið nema þú.
Við sendum Dagmar og Siggu
samúðarkveðjur.
Góðar minningar lifa.
Filip og Dóra.
Guðlaugur
Pálsson
✝ Guðlaugur Pálsson var fæddur í Reykjavík, 8. apríl
1965. Hann lést 7. desember 2010
og hefur útför hans farið fram.