Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
✝ Gunnar B Stef-ánsson fæddist í
Vestmannaeyjum 16.
desember 1922.
Hann andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 27.
desember 2010.
Foreldrar hans
voru Stefán S. Guð-
laugsson, útvegs-
bóndi frá Gerði f.
6.12. 1888, d. 13.2.
1965, og Sigurfinna
Þórðardóttir frá
Mýrdal, f. 21.7. 1883,
d. 13.11. 1968. Systkini Gunnars
eru: Guðlaugur M. Stefánsson, f.
22.2. 1910, d. 13.2. 1911, Óskar
Stefánsson, f. 31.5. 1912, d. 14.11.
1916, Guðlaugur Ó. Stefánsson, f.
12.8. 1916, d. 22.7. 1989, Þórhildur
Stefánsdóttir, f. 19.3. 1921, Stefán
S. Stefánsson, f. 19.9. 1930, og
Ragna Vilhjálmsdóttir, uppeld-
issystir, f. 3.2. 1916, d. 3.12 1979.
Gunnar kvæntist árið 1947 Elínu
Árnadóttur, f. 18.9. 1927, d. 7.10.
2003. Synir þeirra, búsettir í Eyj-
um, eru: 1) Leifur, kvæntur Ingu
heim til Eyja. Gunnar lærði húsa-
smíði hjá Guðmundi Böðvarssyni
og varð meistari árið 1954. Gunnar
lærði einnig til vélstjórnarprófs
1968. Gunnar varð meðeigandi að
útgerð Halkion VE ásamt föður
sínum og bræðrum árið 1960 þang-
að til þeirri útgerð var hætt árið
1975. Eftir það rak Gunnar, ásamt
Stefáni bróður sínum, heildsölu eða
þar til 1991 að hann flutti aftur
heim til Eyja. Gunnar var góður
íþróttamaður á yngri árum og
vann til fjölda Vestmannaeyjatitla í
greinum frjálsra íþrótta, auk þess
varð hann Íslandsmeistari í tug-
þraut 1945 og 1946. Eftir að Gunn-
ar hætti í útgerð átti golfíþróttin
hug hans allan og stundaði hann þá
íþrótt allt til 86 ára aldurs. Gunnar
keppti fyrir Íslands hönd í landsliði
eldri kylfinga í USA og Evrópu.
Gunnar var félagi í Akóges frá
árinu 1953.
Gunnari hlotnaðsist margs konar
heiður fyrir sitt ævistarf: Gull-
merki GSÍ, gullkross ÍBV, hann var
heiðursfélagi í Bjargveiðimanna-
félagi Vestmannaeyja og heið-
ursfélagi í Akóges.
Útför Gunnars fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, 8. janúar 2011, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Birnu Sigursteins-
dóttur. Synir þeirra
eru: a) Gunnar Guðni,
kvæntur Ástu Krist-
jánsdóttur og eiga þau
2 dætur; og b) Sig-
ursteinn Bjarni,
kvæntur Helgu B.
Ólafsdóttur og eiga
þau 3 börn. 2) Árni
Gunnar, kvæntur
Ernu Ingólfsdóttur.
Börn þeirra eru: a)
Ingólfur Guðni,
kvæntur Önnu Krist-
ínu Sigurðardóttur og
eiga 3 börn; b) Davíð, kvæntur Sig-
ríði Helgu Hjálmarsdóttur og eiga
þau 2 börn; c) Elín, í sambúð með
Arnari Ingólfssyni. 3) Stefán Geir,
synir hans eru a) Sveinn Guðmar, í
sambúð með Bergþóru Bjarnadótt-
ur, Sveinn á einn son; b) Gunnar
Geir.
Elín og Gunnar stofnuðu heimili
í Eyjum og bjuggu þar allt þar til
hamfarirnar 1973 dundu yfir, en í
þeim misstu þau mestallt sitt. Þau
bjuggu síðan á Reykjarvíkursvæð-
inu til 1991 en þá fluttu þau aftur
Afi minn var flottur karl. Frá síð-
asta vori hafði heilsunni hrakað og
það átti ekki vel við hann. Alla tíð svo
sprækur og spilaði golf með félögum
sínum og vinum og skipti árstíminn
þá engu máli. Janúar eða júní; ef völl-
urinn í Eyjum var auður og veðrið
þokkalegt var spilað golf.
Afi hefur alla tíð gert mikið fyrir
mig og mína fjölskyldu og Ásta og
stelpurnar mínar eiga margar góðar
minningar um Gunnar afa. Eftir gos-
ið 1973 bjuggu amma og afi í Kópa-
voginum og það var gott að eiga þau
að þegar ég flutti frá Eyjum og hóf
nám í Háskólanum. Reglulega var
hringt og boðið í mat og oft var vin-
um mínum úr Eyjum boðið með líka.
Og eftir að þau fluttu aftur til Eyja
var alltaf gott að kíkja til þeirra. Afi
hringdi þegar hann vissi að við vor-
um á leiðinni til Eyja og vildi fá okk-
ur í kaffi, hann væri búinn að baka og
ekki var verra ef það var leikur í
enska boltanum í sjónvarpinu. Og
alltaf reyndum við taka saman einn
golfhring okkur báðum til mikillar
ánægju.
Ég mun sakna afa en minningin
lifir.
Hvíl í friði, elsku afi.
Gunnar Guðni Leifsson.
Það þekktu allir afa sem Gunnar í
Gerði enda var hann uppalinn á
Gerðistúninu í Vestmannaeyjum á
sínum uppvaxtarárum og bjó þar
þangað til Heimaeyjargosið 1973
neyddi hann og Ellu ömmu til að
flytjast á brott.
Þær voru margar sögurnar sem
hann sagði mér frá þeim tíma er
hann var að alast upp austur á ey og
þótti honum sérstaklega skemmti-
legt að rifja allt upp frá því að hann
var ungur enda var minni hans um þá
tíma með ólíkindum. Var gaman að
hlusta og reyna að setja sig í þau spor
sem hann var í enda hafði afi frá svo
miklu að segja að ég varð stundum
orðlaus af öllu því sem hann hafði
brallað.
Gunnar afi var mikill íþróttamaður
sem ungur maður og voru það frjáls-
ar íþróttir sem áttu hug hans allan
þá. Var hann fremstur meðal jafn-
ingja í hlaupagreinum og átti mörg
Vestmannaeyjametin sem stóðu í
fjölda ára. Þegar afi fór að keppa
uppi á landi sagði hann mér að hann
hefði alltaf verið kallaður Svíinn af
andstæðingum þar sem hann var svo
ljós yfirlitum og snaggaralegur í
framkomu og áræði hans svo mikið.
Afi náði þeim frábæra árangri að
verða Íslandsmeistari í tugþraut árin
1945-1946 og setti nýtt Íslandsmet í
þeirri grein 1946 er hann náði 5.552
stigum. Hann stundaði líka glímu og
þótti besti glímumaður á sínum tíma
enda varð hann glímukóngur Vest-
mannaeyja. Þegar frjálsum íþróttum
lauk sneri afi sér að golfinu og það
var sko íþótt sem átti vel við hann.
Væri næstum hægt að segja að afi
hefði ekki misst úr dag í að spila golf
svo mikill var áhuginn enda spilaði
hann fram á þann dag að heilsan
leyfði ekki meir þótt hugurinn vildi
það svo sannarlega.
Afi var einn af þeim sem stunduðu
lundaveiði og þar sem ég geri það
líka fékk ég að heyra margar veiði-
sögur þegar hann var við veiðar,
fyrst í Álsey og síðar í Suðurey en
Suðureyingur var hann alla tíð enda
var hann einn af þeim sem smíðuðu
fyrsta veiðikofann þar. Afi var á
Lundaballi árið 2009 sæmdur viður-
kenningu Bjargveiðimannafélags
Vestmannaeyja fyrir frábær störf og
var hann vel að þeirri viðurkenningu
kominn.
Afi var menntaður húsasmíða-
meistari og stundaði einnig sjó-
mennsku til margra ára ásamt Stef-
áni bróður sínum á Halkion VE 205
og þóttu þeir bræður miklir afla-
menn er þeir stunduðu útgerð. Það
er svo margs að minnast þegar rifj-
aðar eru upp stundirnar með Gunn-
ari afa, og þar var Ella amma alltaf
við hlið hans, eins og t.d. heimsókn-
irnar í Birkigrundina í Kópavogi og
laxveiðiferðirnar í Haukadalsá sem
munu lifa í minningunni um ókomna
tíð.
Ég veit að afi er kominn á góðan
stað þar sem golf er stundað á besta
golfvelli sem til er og þar mun hann
ásamt ömmu mæta á teig á hverjum
degi um ókomna tíð til að spila á pari.
Elsku afi, kallið kom miklu fyrr en
ég bjóst við og því er söknuðurinn
erfiðari en orð fá lýst.
Pabbi, mamma, Árni og fjölskylda,
Stefán og fjölskylda og allir aðstand-
endur, megi Guð styrkja okkur í
minningunni um Gunnar í Gerði.
Sigursteinn Leifsson
(Diddi Leifs).
Elsku tengdapabbi er fallinn frá,
ekki að það hafi komið manni á óvart
enda orðinn frekar lasburða og ný-
orðinn 88 ára, en samt er maður aldr-
ei tilbúinn að kveðja.
Við fjölskyldan áttum jóladags-
kvöld saman með honum og var hann
bara líkur sjálfum sér, örlítið þreytt-
ur eins og hann sagði en annars allt
eins og vanalega.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna og
kynntist tengdapabba þá sá maður
strax hvaða mann hann hafði að
geyma, hann var hreinn og beinn í
eðli sínu en mjög dagfarsprúður, en
þegar honum varð heitt í hamsi þá
meinti hann það sem hann sagði og
sagði það sem hann meinti. En bak-
við festuna var líka þessi glettni,
hann leyndi nefnilega á sér, hann
tengdapabbi, og það var ákaflega létt
að þykja vænt um hann, þannig var
hann gerður.
Gunnar var mikill íþróttamaður á
yngri árum og golfari með meiru
seinni hluta ævi sinnar og stundaði
það af mikilli ástríðu, en eftir að ellik-
arl leyfði ekki meira og kylfurnar
fóru í hvíld, þá yfirleitt enduðu okkar
bíltúrar úti við golfvöll, þar var hug-
urinn og hann sagði alltaf „ætli ég
eigi nú eftir að spila oftar golf‘“ en
síðan eftir dálitla umhugsun bætti
hann iðulega við, hver veit, og það
var alltaf gott að heyra, það gaf alltaf
fyrirheit, Gunnar var ekki fyrir það
að gefast upp og hætta.
Eftir að gosi lauk í Eyjum fluttum
við fjölskyldan aftur til baka en
Gunnar og Ella urðu eftir og keyptu
sér raðhús í Fossvoginum og þar var
þeirra heimili þar til þau fluttu aftur
til Eyja 9́1. Á þessum árum spiluðu
strákarnir okkar fótbolta og voru
margar ferðir farnar á Reykjavíkur-
svæðið, og alltaf var afi og amma í
Birkigrundinni tilbúin að sækja og
keyra þreytta fótboltastráka og oftar
en ekki fylgdi matur og gisting. Ekki
skemmdi það heldur að fyrirtækið
sem Gunnar starfaði við og átti
ásamt bróður sínum verslaði með
leikföng og fyrir strákana var þetta
auðvitað einn ævintýraheimur, oft er
rætt um þennan tíma og þá kemur
ljómi í augun og þeir segja „manstu“.
Gunnar var vélstjóri og húsasmið-
ur að mennt og var hann hagleiks-
smiður og mjög vinnufús og oftar en
ekki kom hann til Eyja þegar við
stóðum í okkar húsbyggingu og voru
mörg handtökin þar sem hann skildi
eftir, og allt uppá sentimetra, ekkert
fúsk, heyri ég hann segja.
Ekki er hægt að minnast Gunnars
án þess að nefna eljuna sem hann
sýndi eftir að Ella varð veik þá tók
hann við húshaldinu og þar þurfti
hann ekki mikla aðstoð, bakaði og
eldaði, lærði þetta á sjónum, sagði
hann, og ekki meira um það.
Að eiga trú um að eitthvað taki við
annarstaðar að lokinni þessari jarð-
vist er bæði huggandi og gefandi til-
finning, og þar sé ég fyrir mér
tengdapabba að para einhverja
dásamlega golfholu eða jafnvel þar
betra, og auðvitað er Ellan hans þar
við hlið, þau voru samstiga í golf-
áhuganum. Á grænum grundum þar
sem sólin skín og grínin eru alltaf
græn og velslegin er einmitt tilvalið
að slá nokkra bolta, það er góð hugs-
un.
Við stórfjölskyldan eigum kærar
minningar sem lifa með okkur og
þökkum innilega langa samfylgd.
Erna Ingólfsdóttir.
Nú er hann elsku Gunnar afi minn
farinn og langar mig að minnast hans
með nokkrum orðum. Ég á margar
góðar minningar með honum og
ömmu Ellu frá barnæsku og margt af
því er mér mjög minnisstætt.
Ég er síðasta barnabarn ömmu og
afa og eina stelpan í öllum stráka-
hópnum. Ég var skírð eftir henni
ömmu Ellu og er alnafna hennar og
veit ég að ömmu og afa þótti mjög
vænt um það.
Amma og afi voru mjög dugleg að
gefa mér leikföng og minnist ég
þeirra stunda er ég var yngri að ein
jólin gáfu þau mér til dæmis stóra
dúkku og seinna barnavagn sem ég
lék mér að í mörg ár og á enn og
geymi.
Hann afi ætlaði að gera mig að
golfara, hann keypti handa mér lítið
golfsett og borgaði árgjaldið fyrir
mig í nokkur ár í golfskólanum. Mér
fannst gaman í golfi, mér gekk vel og
ég man hvað afi varð stoltur og
ánægður með mig. Afi fór einnig oft
með mig í púttsalinn í Ísfélagshúsinu
og þar púttuðum við saman og auð-
vitað vorum við í keppni. En tíminn
leið og ég missti áhugann á golfinu og
sé ég eftir því í dag að hafa hætt en
ég minnist þessa stunda sem við átt-
um saman með gleði.
Þegar mamma fór í skóla fór ég oft
í pössun til ömmu og afa, en þá var
amma Ella orðin veik og lá mikið í
rúminu. Ég fékk alltaf að sofa uppí
hjá henni og afi færði sig inn í sjón-
varpsherbergi. Ég á margar góðar
minningar úr því sjónvarpsherbergi,
þar lék ég mér tímunum saman og
þess á milli sat ég í Lazyboy stólnum
hennar ömmu og horfði á teikni-
myndir á Cartoon Network og var
Tommi og Jenni í uppáhaldi. Afi eld-
aði svo alltaf handa mér tómatsúpu
með makkarónum og eggi og gerði
handa mér heitt Swiss Miss kakó
með sykurpúðum, þetta var í miklu
uppáhaldi hjá mér. Já það má segja
að ég hafi verið litla „dekurdósin“ hjá
ömmu og afa.
Þegar amma var á lífi talaði hún
alltaf um að ég þyrfti að útskrifast
sem stúdent því það gæfi manni svo
marga möguleika og afi hélt áfram að
tala um það eftir að amma lést. Þegar
afi fór á spítalann vissi ég að þetta
færi að styttast hjá honum en ég von-
aði alltaf að hann gæti séð mig út-
skrifast. Ég útskrifast nú í vor en
bæði amma og afi sjá það frá öðru
sjónarhorni og veit ég að þau bæði
eru mjög stolt.
Ég þakka fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman og minn-
ingarnar geymi ég hjá mér. Guð
geymi hann Gunnar afa.
Elín Árnadóttir
Kveðja frá Golfklúbbi
Vestmannaeyja
Fyrir hönd Golfklúbbs Vest-
mannaeyja (GV) vil ég með fáum orð-
um kveðja okkar góða félaga, Gunn-
ar Stefánsson eða Gunnar frá Gerði
sem lést þann 27. desember síðastlið-
inn. Gunnar gekk í klúbbinn á aðal-
fundi árið 1946 og var félagi til síð-
asta dags með hléum er hann bjó á
höfuðborgarsvæðinu og var þá félagi
í Nesklúbbnum þó eflaust hafi hjart-
að alltaf verið í Eyjum. GV var stofn-
að árið 1938 og þegar Gunnar gekk í
klúbbinn var spilað golf á upphaflega
6 holu vellinum í Herjólfsdalnum og
því má segja að saga hans og GV sé-
samofin, Gunnar hafi lifað sögu
klúbbsins nánast frá byrjun til dags-
ins í dag. Gunnar var ötull í golfinu
og hitti félaga sína í „Svarta geng-
inu“ daglega allt fram á síðustu vik-
ur. Jafnframt því að vera fastagestur
í golfinu með félögum sínum vann
hann ýmis störf fyrir klúbbinn og
gegndi trúnaðarstörfum. Gunnar
hlaut gullmerki GV, gullmerki GSÍ
og gullkross ÍBV fyrir störf sín fyrir
golfhreyfinguna. Gunnar keppti m.a.
fyrir Íslands hönd á World Seniors í
Bandaríkjunum árið 1982.
Gunnar var ljúfmenni og þægileg-
ur í umgengni auk þess að vera góður
kylfingur. Eigum við félagar í
klúbbnum eftir að sakna hans á golf-
vellinum og í skálanum.
Ég vil fyrir hönd félaga í GV senda
fjölskyldu Gunnars samúðarkveðjur.
Minningin um góðan félaga lifir.
F.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja,
Helgi Bragason, formaður.
Fallinn er frá góður félagi eftir
langt og farsælt æviskeið. Sannur
Eyjapeyi, alinn til manns á stóru
heimili útvegsbónda. Lærir húsa-
smíði, stundar sjómennsku, útgerð
og heildverslun ásamt bræðrum sín-
um. Gunnar var mikill félagsmála-
maður og afreksmaður í íþróttum,
mikill lunda- og fjallamaður og spil-
aði golf eins mikið og hann gat alveg
þangað til veikindin stoppuðu hann.
Hann var í svokölluðu „svarta gengi“
í golfinu og þeir spiluðu 9 holur alla
daga sem hægt var að stunda golf, og
suma daga líka þar sem aðrir töldu
að ekki væri hægt að spila golf.
Hvergi annars staðar á landinu voru
eins margir golfdagar og hjá svarta
genginu.
Gunnar var heiðursfélagi í félag-
inu Akóges í Vestmannaeyjum.
Hann gekk í félagið 5. október 1953
og hafði því verið virkur félagi í 57 ár,
með viðkomu í Akógesfélaginu í
Reykjavík meðan hann bjó þar.
Gunnar var traustur félagi, mætti vel
á fundi og Akóges var nr. 1 hjá hon-
um. Það má sjá á því að þótt Gunnar
væri mikill Arsenal-maður eins og
synir hans, þá valdi hann það frekar
að mæta á Akóegsfundi í stað þess að
horfa á Arsenal spila í beinni. Heið-
ursfélagar hafa gegnt sérstöku hlut-
verki á aðalfundum Akóges, og nú er
skarð fyrir skildi að Gunnar í Gerði
skuli ekki vera í þeim hópi á næsta
aðalfundi félagsins.
Félagar í Akógesfélögunum í Eyj-
um og Reykjavík þakka Gunnari fyr-
ir góðar stundir í leik og starfi félag-
anna. Hafi hann þökk fyrir allt og
allt.
Blessuð sé minning heiðursmanns-
ins Gunnars í Gerði.
F.h. Akógesfélaga,
Guðjón Hjörleifsson
formaður.
Gunnar B. Stefánsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
likkistur.is
Íslenskar kistur og krossar.
Hagstæð verð. Sími 892 4605
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott aðgengi.
Grand erfidrykkjur
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is
grand.is