Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 24
Hugmyndir um veg-
tolla á byrjunarreit
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Á
form um vegtolla sem
innheimtir yrðu í gjald-
hliðum eru fjarri því að
verða að veruleika.
Þetta segir Mörður
Árnason, þingmaður Samfylking-
arinnar, að megi álykta eftir fund
innanríkisráðherra, samgöngu-
nefndar Alþingis, þing- og sveit-
arstjórnarmanna ásamt vegamála-
stjóra um málið á fimmtudag.
Mörður segir að lýst hafi verið
miklum efasemdum af hálfu bæði
þingmanna og sveitarstjórnarmanna
um vegtolla og þótt engin atkvæði
hafi verið greidd megi ljóst vera að
stuðningur við þá hugmynd sé lítill.
Ljóst sé að byrja þurfi upp á nýtt að
skipuleggja þær stórframkvæmdir
sem áður átti að fá lífeyrissjóðina
með í að fjármagna auk veggjalda.
„Ég tel að þessi fundur hafi sýnt að
málið er komið á byrjunarreit aftur.“
Tollahliðin mýta
Róbert Marshall, þingmaður
Samfylkingar í Suðurkjördæmi sem
einnig sat fundinn, segir það vera
grundvallarmisskilning að reistir
verði „tollmúrar“ um höfuðborg-
arsvæðið. Hann bendir á að í vega-
lögum eru skilgreind annars vegar
veggjöld, sem greidd eru fyrir að
nota tiltekinn vegarkafla, s.s. Hval-
fjarðargöngin, en hins vegar notk-
unargjald sem greitt er fyrir notkun
vega eftir t.d. ekinni vegalengd.
Í fyllingu tímans sé stefnt að því
að koma á notendagjaldskerfi fyrir
allt landið þar sem greitt er í sam-
ræmi við það hvað hver bifreið notar
af þjóðvegakerfinu. „Menn búa til
þessu mýtu um tollahliðin og rífast
svo um hana, en það er bara enginn
að tala um hana,“ segir Róbert.
„Ég held að allir séu sammála
um að tala á móti veggjöldum og
enginn vilji sjá slíkt kerfi.“ Róbert
segir jafnframt að frumforsenda til
þess að innleiða nýtt kerfi sé að not-
endagjaldið leysi eldsneytisgjaldið
af hólmi, svo ekki verði um eiginlega
tvísköttun að ræða.
Hægt að framkvæma ódýrar
Ögmundur Jónasson, ráðherra
samgöngumála, sagði hins vegar í
Kastljósi á fimmtudag að horfast
verði í augu við að samgöngubætur
kosti peninga. Ef vilji sé til að flýta
framkvæmdum, s.s. við Suðurlands-
veg, á sama tíma og ríkissjóður sé
tómur þurfi að grípa til sértækra að-
gerða og þá sé horft til veggjalda.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar-
stjóri í Hveragerði, segir að ein-
hugur sé meðal sveitarstjórna á Suð-
urlandi gegn hugmyndum um veg-
tolla. Þá segist hún telja að komast
megi hjá sértækum aðgerðum með
því að endurskipuleggja fram-
kvæmdina að einhverju leyti.
„Ég tel að það verði að gera
þetta ódýrar, með því til dæmis að
sleppa mislægum gatnamótum fyrst
um sinn og setja tvöföld hringtorg í
staðinn, með því má spara milljarða.
Síðan má auðvitað áfangaskipta
þessu meira heldur en gert er ráð
fyrir núna, fara hægar í sakirnar og
þannig taka mið af stöðu ríkissjóðs.“
Hvalfjarðargöng allt annað
Aldís segir að ekki sé hægt að
bera saman Hvalfjarðargöng og
Suðurlandsveg í þessum efnum.
„Með Hvalfjarðargöngunum gátu
allir sparað sér þó nokkurn bensín-
kostnað og tíma en með tvöföldun
hér spara menn hvorugt.“
Umbætur á Suðurlandsvegi
varða fyrst og fremst umferðarör-
yggi að sögn Aldísar og óeðlilegt sé
að bakka með það vegna tímabund-
innar kreppu. „Það er eðlilegt að við
tökum tillit til þess, en við getum
ekki gefið endalausan afslátt á sjón-
armiðum um umferðaröryggi.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvalfjarðargöng Til framtíðar yrði ekki stefnt að tollahliðum eins og hér
sjást heldur almennu notendagjaldskerfi í vegakerfinu um allt land.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íjanúar í fyrrasendi forsæt-isráðuneytið
frá sér tilkynn-
ingu þar sem
greint var frá því
að vinna við sókn-
aráætlun ríkisstjórnarinnar,
„20/20 Sóknaráætlun“, gengi
samkvæmt áætlun. Lands-
mönnum var mjög létt og ekki
síður yfir því að sóknaráætl-
unin hefði fengið sérstakt vef-
svæði inni á vefnum www.isl-
and.is þar sem almenningur
gæti „fylgst með framvindu
sóknaráætlunarinnar“.
Í sömu tilkynningu var sagt
frá því að þingsályktunar-
tillaga um sóknaráætlunina
hefði verið lögð fyrir Alþingi
fyrir jól og að áhugasamir
gætu aflað nánari upplýsinga
hjá formanni stýrihóps 20/20
Sóknaráætlunar, Degi B. Egg-
ertssyni, varaformanni Sam-
fylkingarinnar.
Alþingi tók þingsályktun-
artillöguna frá Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra
til umræðu og vísaði henni til
nefndar í febrúar í fyrra og þar
situr hún enn föst og hefur
fengið sáralitla umfjöllun, enda
áhuginn greinilega lítill þrátt
fyrir að umbúðirnar væru mikl-
ar og orðin hátíðleg um mik-
ilvægi áætlunarinnar.
Skömmu eftir að þingsálykt-
unartillagan um sóknaráætl-
unina sofnaði í þinginu logn-
aðist vefur áætlunarinnar út af
á www.island.is. Allt talið um
mikilvæga stefnumörkun til
framtíðar og öll áformin um
„uppbyggingu atvinnulífs og
samfélags næstu 10 árin“
dugðu ekki til að klára málið á
Alþingi eða halda úti vef um
málið.
Nú bregður hins vegar svo
við að ríkisstjórnin, ekki síst
forsætisráðherra, er í vanda.
Stuðningurinn við stjórnina er
lítill, jafnt innan þings sem ut-
an, en óánægjan þeim mun
meiri. Forsætisráðherra og
spunameistarar
Samfylkingarinnar
komust þá að
þeirri niðurstöðu
að eitthvað þyrfti
að gera til að draga
athyglina frá vand-
ræðaganginum og þá var leit-
að til Dags B. Eggertssonar
um að hefja endurlífgunar-
tilraunir á hinni miklu 20/20
Sóknaráætlun. Ekki dugði að
bíða afgreiðslu þingsins, þar
væri áhugi greinilega ekki fyr-
ir hendi, heldur yrði að láta
Dag einan um málið. Koma
yrði málinu hratt til kynningar
og með sem mestu orðskrúði.
Ólíkt vinnunni sem sett var
af stað í fyrra heppnaðist
þetta fullkomlega og í gær
kynntu Jóhanna og Dagur
sóknaráætlun sína, sem nú ber
nafnið „Ísland 2020“, vænt-
anlega til samræmis við sókn-
aráætlun Evrópusambands-
ins, „Europe 2020“.
Fréttatilkynningu forsætis-
ráðuneytisins í gær lýkur á
þessum orðum: „Samhliða
vinnu við gerð fjárfest-
ingaáætlunar til langs tíma og
sóknaráætlanir landshluta er
lagt er til að unnar verði heild-
stæðar tillögur að breyttu
skipulagi og aðferðafræði við
stefnumótun og áætlanagerð
innan stjórnsýslunnar. Mark-
miðið er að bæta yfirsýn og
bæta vinnubrögð m.a. með því
að fækka lögbundnum
stefnum og áætlunum, tengja
stefnumótun og áætlanagerð
ráðuneyta betur við undirbún-
ing fjárlaga og tryggja að ár-
angursmat og eftirlit sé alltaf
fyrir hendi. Unnar hafa verið
fjölmargar mismunandi stefn-
ur sem ekki hafa tengst inn-
byrðis s.s. samgönguáætlun,
byggðaáætlun, skipulagsáætl-
un og ferðamálaáætlun sem nú
verða sameinaðar eða unnar
með samþættum hætti.“
Ekki er að undra að staðið
hafi í þinginu að afgreiða þetta
furðuverk.
Sóknaráætlunin
sem þingið settist á
hefur nú verið kynnt
með viðhöfn }
Sóknaráætlun í
mörgum orðum
Hvernig stend-ur á því að
Katrín Jakobs-
dóttir mennta-
málaráðherra lét
það viðgangast að
handboltinn yrði læstur inni í
sjónvarpi 365? Var ríkis-
stjórnin ekki búin að veita eig-
endum fyrirtækisins næga
þjónustu? Var ekki nóg að
banki ríkisins gerði eigend-
unum kleift að eiga fyrirtækið
áfram þrátt fyrir
að hafa sett það og
fleira í gjaldþrot?
Dugði ekki að rík-
isbankinn breytti
síðan lánaskil-
málum til að eigendurnir gætu
haldið fyrirtækinu? Var líka
nauðsynlegt að leyfa eigend-
unum að læsa þjóðaríþróttina
inni? Hversu langt ætlar rík-
isstjórnin að ganga í þessari
sérkennilegu þjónustu?
Ríkisstjórnin ákvað
að þjóðaríþróttin
yrði að víkja}
Hversu langt á að ganga?
G
óðir farþegar. Vegna ókyrrðar í lofti
verður ekki boðið upp á kaffi að
þessu sinni. Ég vona að ferðin
verði ykkur engu að síður ánægju-
leg, en minni á að kveikt verður á
sætisbeltaljósum alla leið og bið ykkur því að
hafa beltin vel spennt …
Það var ekki laust við að kveðja flugmannsins
í gærkvöldi yrði þess valdandi að yfir mig liði.
Hefðum við ekki verið komin í loftið frá Reykja-
víkurflugvelli hefði ég stokkið frá borði. Flug-
þjónninn nefndi áður að smávægileg ókyrrð yrði
mögulega, en ég minnist þess ekki að hafa fyrr
liðið kaffiskort af þeim sökum. Hef hins vegar
heyrt sögur af kaffi sem skaust upp úr bollanum
og í hausinn á næsta manni fyrir aftan eða jafn-
vel þar næsta.
Úr því ég gat ekki yfirgefið flugvélina var ekki
hægt að grípa til annars ráðs en fara með stutta bæn. Til að
fyrirbyggja misskilning bað ég ekki um að hægt yrði að
hella upp á.
Vélin haggaðist varla þar til hún lenti á Akureyri en ég
tók reyndar ekki eftir því fyrr en annar farþegi nefndi það.
Greip til þess, eftir bænina, að sökkva mér ofan í frábæra
bók og hefði hvort sem er ekki haft tíma til þess að þiggja
kaffisopa.
Það er eins og mig minni að um daginn hafi ég, lítillátur
auminginn, gerst svo djarfur í bæjarlífspistli á fimmtudegi
að fara þess á leit við þann sem öllu ræður að draga örlítið
úr snjókomunni við Eyjafjörð. Var orðinn þreyttur í bakinu
á því að horfa á konuna mína moka stéttina.
Ekki var ég bænheyrður þá frekar en ég gerði
ráð fyrir – fyrr en nokkrum dögum síðar. Þá
hvarf þessi fagra mjöll úr Akureyrarkaupstað,
nánast hver flygsa og svo fór að ég þurfti aftur –
á sama vettvangi – að biðja um aðstoð. Í það
skipti bað um örlitla snjókomu fyrir gamlárs-
kvöld svo ég gæti stungið rakettunni í skafl.
Ekki snjóaði þá en um leið og ég brá mér út fyr-
ir bæjarmörkin í fyrradag var ekki að sökum að
spyrja. Það byrjaði að snjóa og það blés.
Bærinn var óþekkjanlegur í gærkvöldi, ekki
síst gatan mín þar sem reyndist töluverð ókyrrð
þegar eiginkonan brunaði með mig í gegnum
skaflana. Ég heyrði af ævintýrum íbúa hússins í
gærmorgun, þessi festi bílinn og hópurinn
freistaði þess í sameiningu að losa hann. Raf-
magnið fór ekki af bænum en skólahald var allt
að því fellt niður því börnin voru send aftur heim vegna þess
að torfært var í skólann.
Ég viðurkenni að hafa beðið um snjó. En hann kom of
seint og helst til mikið, loksins þegar ég var bænheyrður.
Mun ég því héðan í frá ekki gera tilraun til þess að hafa
áhrif á æðri máttarvöld nema við hátíðleg tækifæri. Liver-
pool mætti þó rétta úr kútnum í enska boltanum … Svo
gæti ég þegið aðra bók eins og Hreinsun eftir Oksanen.
Lauk næstum við hana í vélinni. En ekki þarf lengur að gefa
drykk í vélinni mín vegna. Það rifjaðist upp þegar ég kom
heim í Vetrarhöllina mína, að kaffið þar er miklu betra. Og
engin ókyrrð. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Áhrif, til dæmis á almættið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
37.679
manns höfðu skrifað undir mót-
mælaskjal FÍB gegn vegtollum í gær.
16
milljarðar renna til vegamála árið
2011 í gegnum sérstakt bensíngjald,
olíugjald og þungaskatt.
Sex
milljarðar fara í nýframkvæmdir,
hitt í viðhald og snjómokstur.
30
milljarðar eru ætlaðir í kostnað við
vegaframkvæmdir á suðvestur-
horni árin 2010-2015.
‹ VEGAFRAMKVÆMDIR ›
»