Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 10
Hoppað Blaðamaður telur í sig kjark til að hoppa á milli grindanna.
Morgunblaðið/Ernir
Kollhnís Andri sýnir blaðamanni hvernig á að fara í kollhnís yfir öxlina þegar dottið er.
PRUFUTÍMINN
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Heilsuakademían hóf aðbjóða upp á tíma íParkour eftir áramótog er eina líkamsrækt-
arstöðin á landinu sem býður upp
á slíkt námskeið. Kennari er
Andri Már Birgisson og tók hann
mér fagnandi þrátt fyrir að ég liti
ekki út fyrir að geta nokkurn
skapaðan hlut í því sem hann var
að fara að kenna mér. Hann sagði
það ekki skipta máli, eins og með
aðrar íþróttir væri farið eftir getu
og byrjað á grunnatriðunum.
„Það sem ég er að kenna hér
er Parkour, ég er minna að kenna
Free-running. Það er munur á
þessu tvennu; Parkour snýst um
það að komast frá A til B á sem
skemmstum tíma án þess að þurfa
að fara fram hjá hindrunum.
Parkour er bæði list og jaðar-
íþrótt. Free-running er meira að
fara í heljarstökk með skrúfu og
búa til atriði á staðnum, ekki að
komast eitthvað ákveðið heldur að
búa til list,“ sagði Andri. Hann hóf
að æfa þetta með vinum sínum út
frá myndböndum á netinu, þeir
sóttu líka fimleikaæfingar til að fá
góða aðstöðu til æfinga.
Tímarnir í Heiluakademíunni
eru opnir öllum og er kennt í
Bootcamp-sal stöðvarinnar. Aðeins
einn tími var búinn þegar ég
mætti og að sögn Andra voru um
þrjátíu strákar á aldrinum tólf til
tuttugu ára á fyrstu æfingunni.
En hvernig fer kennslan fram?
„Ég reyni að miðla öllum, frá
byrjendum upp í lengri komna.
Þeir sem eru lengra komnir þurfa
minni einkakennslu, meiri leið-
beiningar. Byrjendum kennir mað-
ur grunninn fyrst og útskýrir
hvað þetta gengur út á.“
Kollhnís og kraftur
Þegar ég hitti Andra var
Tómas Þórhallur Gunnarsson fé-
lagi hans með honum, enda veitti
Hopp en lítið hí í
stökklistartíma
Þau voru þung skrefin sem ég tók inn í Heilsuakademíuna í Egilshöll einn kaldan
morgun nú í vikunni. Jólakonfektið dinglaði á mjöðmunum, smákökurnar létu
fara vel um sig á lærunum og kvíðahnúturinn stækkaði í maganum og ekki að
ástæðulausu. Ég var að fara að prófa Parkour sem er íþrótt sem er mjög vinsæl
hjá ungum drengjum í góðu formi og snýst um allskonar hopp og snúninga.
Nei ég get ekki! Drumburinn virtist óyfirstíganlegur en svo var nú ekki.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4
Sími 551 3360 og 892 9603
fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is
Fjölskylduhjálp Íslands
er fyrir fólkið í landinu,
og rækir skyldur sínar eins og reglur samtakanna segja til um.
Bókhald samtakanna hefur frá stofnun verið opið öllum.
Þeir sem þunga og kaunum eru hlaðnir eru
velkomnir til okkar.
Við störfum meðan fólkið hefur þörf fyrir okkur
Mörg heimili á Íslandi
eru skipuð IKEA hús-
gögnum, áhöldum og
myndum í miklu magni.
Sumir hafa ekki efni á
öðru þótt þeir vildu
gjarnan eitthvað sér-
stakara og verða því að
sætta sig við að eiga
húsgögn sem eru eins
og margir aðrir eiga.
Fyrir það fólk ætti vef-
síðan Ikeahackers.net
að vera himnasending.
En þar eru birtar inn-
sendar reynslusögur
fólks sem tekur ódýr
húsgögn úr IKEA og
breytir þeim í eitthvað
annað. Sumir hlutir fá
alveg nýjan tilgang en
öðrum er breytt lítil-
lega svo þeir fá sitt
séreinkenni, verða ein-
stakir.
Það er mjög gaman
að skoða þessa síðu og
sjá hvað sumum dettur
í hug að gera með af-
skaplega hversdagslega IKEA-hluti. Vefsíðan var stofnuð í maí 2006 og var
draumur síðuhaldara að safna saman á einn stað öllu því sniðuga sem fólk
gerir við IKEA-húsgögn. Þarna má sjá hillu notaða sem ljósakrónu, matarstól
fyrir börn notaðan sem baðstól, náttborð í hlutverki skóhillu og servíettu
breytt í hálsmen. Sumt er ótrúlega flott og hugmyndirnar sniðugar en ann-
að er óttarlega undarlegt, allt á þetta þó sameiginlegt að vera gaman að
skoða.
Vefsíðan www.ikeahackers.net
Sniðugt Salatskál úr IKEA notuð sem vaskur.
Húsgögn fá ný hlutverk
Leikfélag Ölfuss frumsýndi Stútunga-
sögu fyrir áramót og sýndi í nóvember.
Nú hefur leikfélagið ákveðið að sýna
verkið þrisvar í janúar. Fyrsta sýningin
er í kvöld kl. 20 í Versölum, Ráðhúsi
Ölfuss í Þorlákshöfn. Næsta sýningin
er föstudaginn 14. janúar og sú þriðja
laugardaginn 15. janúar. Miðasala er í
síma 898-4368 (Gróa) og 845-7795
(Hulda) og einnig í apótekinu í Þor-
lákshöfn. Aðeins eru þessar þrjár sýn-
ingar nú eftir áramót. Leikstjóri er Ár-
mann Guðmundsson.
Stútungasaga er eftir Ármann Guð-
mundsson, Hjördísi Hjartardóttur,
Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir
Tryggvason og er paródía á Sturl-
ungaöldina.
Endilega …
… sjáið Stútungasögu
Stútungasaga Frá uppsetningu
Leikfélags Ölfuss sem sýnd er í kvöld.
Þessa krúttlegu hvítu ljónshvolpa má
sjá í dýragarði í Buenos Aires. Þeir
voru þriggja mánaða þegar myndin
var tekin af þeim í vikunni.
Dýr
Reuters
Hvítir ljónshvolpar