Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 Hannes H. Gissurarson pró-fessor nefnir á síðu sinni að nýlega hafi hann birt æviágrip í Andvara um Björn Ólafsson, fyrr- verandi ráðherra. Síðan segir: „Björn fæddist við lítil efni, nánast ör- birgð, á Akranesi árið 1895, en þegar hann lést árið 1974, var hann áreiðanlega einn ríkasti Íslendingur sinnar tíðar. Hann var ekki aðeins kaupsýslu- maður og iðnrekandi, heldur líka ötull baráttumaður fyrir frjálsri verslun, ráðherra og alþingis- maður, auk þess sem hann tók þátt í mörgum fyrirtækjum og fé- lögum. Hann vitnaði eitt sinn í ráð, sem sér hefði verið gefið ungum: „Það er ekki hægt að taka þátt í pólitík nema vera sjálfstæður maður og þurfa ekki að spyrja neinn um leyfi til að gera það, sem maður telur rétt og nauðsyn- legt. Það er ekki hægt að vera allt sitt líf eins og hengdur upp á þráð vegna auraleysis.““    Nú er öldin önnur. Stjórn-málamönnum er gert að birta opinberlega skýrslur um eignir sínar. En ekki skuldir! Og best þykir fyrir stjórnmálamann- inn að skýrslurnar sýni að hann eigi því sem næst ekki neitt, jafn- vel þótt vel sé á ævina liðið.    Flokkarnir eru nánast alfariðkomnir á framfærslu hins op- inbera og jafnvel sveitarfélög eru síðustu árin farin að greiða fé til þeirra. Frjáls framlög ein- staklinga til flokka minnka sífellt enda tortryggð. Eru menn alveg vissir um að þetta sé góð þróun?    Varla hefði Birni Ólafssyni þóttþað. Björn Ólafsson Sjálfstæði í stjórnmálum STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 alskýjað Bolungarvík -5 snjókoma Akureyri -2 snjókoma Egilsstaðir 0 snjókoma Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn -3 snjókoma Ósló -12 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 10 skýjað Brussel 10 skýjað Dublin 3 skýjað Glasgow -3 léttskýjað London 11 léttskýjað París 11 léttskýjað Amsterdam 6 þoka Hamborg 2 skýjað Berlín 3 skýjað Vín 2 skýjað Moskva -7 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 skýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -16 skafrenningur Montreal -5 snjókoma New York 0 snjókoma Chicago -7 skýjað Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:10 15:59 ÍSAFJÖRÐUR 11:47 15:32 SIGLUFJÖRÐUR 11:32 15:14 DJÚPIVOGUR 10:47 15:21 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Ítarleg umfjöllun dagblaðsins DV um fjárhagsmálefni Eiðs Smára Guð- johnsen, leikmanns enska knatt- spyrnuliðsins Stoke City, í desember árið 2009 er fordæmalaus, að mati lögmanns Eiðs Smára. Verjandi rit- stjóra DV sagði umfjöllunina af sama toga og tíðkast hefur frá hruni efna- hagslífsins og fréttir af viðskipta- gjörningum og lántökum Eiðs Smára eigi erindi við almenning. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun og er dóms að vænta á næstu vikum. Eiður Smári höfðaði mál á hendur Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni DV, og þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, ritstjórum DV, vegna umfjöllunarinnar. Taldi hann blaðið hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins, nánar tiltekið 229. grein almennra hegningarlaga. Í henni seg- ir: „Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.“ Eiður fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur. Byggt á stolnum gögnum Lögmaður Eiðs Smára, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sagði að fjár- hagsmálefni Eiðs væru hans per- sónulegu málefni sem ekkert erindi ættu til almennings. Um hefði verið að ræða upplýsingar innan úr banka- kerfinu, upplýsingar sem venjulega færu leynt. Einnig sagðist hún telja að umfjöllunin byggðist á stolnum upplýsingum sem blaðið hefði undir höndum. Gat blaðamanni því ekki dulist að um einkamálefni væri að ræða. Þá hefði Eiður um leið og umfjöll- unin birtist sent ritstjórum DV bréf og tilkynnt að hann teldi að verið væri að brjóta á sér. Sú tilkynning hefði verið virt að vettugi og eftir að Eiður höfðaði mál hefði borið á eineltistil- burðum í garð Eiðs Smára á síðum blaðsins. Líkt og gefur að skilja voru verj- endur ritstjóra DV og blaðamanns á öndverðum meiði. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Inga Freys, sagði Eið Smára opinbera persónu sem notað hefði frægð sína til fjár- hagslegs ávinnings og fjármál hans ítrekað verið í fjölmiðlum, þ.e. þegar um hefði verið að ræða velmegun hans og verðmæti. Hann hefði ekki amast við þeirri umfjöllun. Eiður yrði því einnig að sætta sig við umfjöllun þegar halla færi undan fæti og skuldir Eiðs fréttaefnið. Líkti Vil- hjálmur því við að alveg eins og fjallað var um velgengni Eiðs Smára hjá Barcelona þyrfti hann að sætta sig við fréttir af því að hann kæmist ekki í liðið hjá Stoke. Vilhjálmur benti á að DV hefði fjallað um óeðlilegar lántökur Eiðs Smára, fjár- festingaverkefni og tap af þeim. Eiður hefði m.a. verið í fjárfestingaverkefnum með Karli og Steingrími Wer- nerssonum. Lánveitingarnar hefðu verið viðskiptalegs eðlis og mun rýmri mörk væru um fréttaflutning af slíku en þegar um persónulegar fjárfest- ingar ræddi. Lánin hefðu verið upp á annan milljarð króna og ekki hægt að halda því fram að það hefði verið til einkaneyslu. Umfjöllunin ekki röng Gunnar Ingi Jóhannsson, verjandi Reynis og Jóns Trausta, benti á að ef ekki mætti fjalla um fjárfestingaverk- efni Eiðs Smára og dómur félli á þann veg væri ljóst að allir helstu útrásar- víkingar ættu inni dágóða summu hjá fjölmiðlum landsins. Hann sagði að sú umfjöllun sem birtist í DV hefði ein- göngu lotið að fjármálum og fjárhags- legum málum. Ekkert hefði verið snert á persónulegum málefnum, fjöl- skyldu hans eða einhvers annars sem gæti fallið undir 229. gr. alm. hegning- arlaga. Gunnar sagði að meginástæða um- fjöllunarinnar hefði verið sú lánafyr- irgreiðsla sem Eiður Smári fékk hjá íslenskum bönkum, Glitni banka og Kaupþingi í Lúxemborg. Eiður hefði verið í viðskiptasambandi við Karl W. sem var stór hluthafi í Glitni sem aftur lánaði Eiði stórar fjárhæðir. Og ekki nóg með það, heldur hefði góðvinur Eiðs, Birkir Kristinsson, haft milli- göngu um lánin hjá Glitni. Raunar benti Vilhjálmur áður á að Lárus Sig- urðsson, gamall félagi Eiðs Smára hjá Val, hefði séð um mál hans hjá Kaup- þingi í Lúxemborg. Að mati Gunnars er kjarninn sá að almenningur eigi rétt á slíkum upplýs- ingum, upplýsingum um lánveitingar íslenskra banka til óábyrgra fjárfest- inga; enda hafi fjárfestingaverkefnin endað með tapi. Ef umfjöllun DV hafi á nokkurn hátt haft snertifleti við per- sónuleg málefni Eiðs Smára hafi ekki verið gengið lengra en nauðsynlegt er. Einnig bentu báðir verjendurnir á að Eiður Smári hefði ekki gert efnis- legar athugasemdir við umfjöllunina, þ.e. ekki sagt að hún væri röng. Sú staðreynd að fréttirnar voru réttar hlyti að styrkja málatilbúnað DV- manna. Verður að þola umfjöllun  Tekist var á um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs Eiðs Smára Guðjohnsen með fréttum af fjárhagsmálefnum hans Morgunblaðið/Ernir Lögmenn Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, og Gunnar Ingi Jóhannsson, verjandi ritstjóra DV á leið í dómsal í gær. Fréttir DV um fjárhagsmál Eiðs Smára Guðjohnsen voru birtar í byrjun desember árið 2009. Meðal þess sem þar kemur fram er að Eiður skuldi um 1,2 millj- arða króna til Banque Havilland í Lúxemborg, áður Kaupþings í Lúxemborg, og Íslandsbanka, áður Glitnis. Hann hafi skuld- sett sig mikið vegna fjárfest- ingaverkefna en fjárfestingar- nar ekki skilað gróða. Einnig að hann hafi átt að fá um þrjátíu milljónir króna í mánaðarlaun hjá franska knattspyrnuliðinu Mónakó. Fyrirsagnirnar voru meðal annars á þá leið, að Eiður Smári væri í kröggum, skuldaði meira en milljarð og „Tapaði í Hong Kong, Mónakó og Reykja- nesbæ“. Eiður sagður í kröggum FRÉTTAFLUTNINGUR DV Eiður Smári Guðjohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.