Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
hefur þannig aukið straum ferða-
manna að vestan til landsins,“ segir
hann. Almar bætir við að vonandi
skili þetta sér áfram til afkomenda
unga fólksins og þannig verði
tengslunum stöðugt haldið við. „Í
tengslum við Snorraverkefnið sé ég
ýmis tækifæri og möguleika í sam-
skiptum milli Íslands og Kanada og
Bandaríkjanna á sviðum til dæmis
menningar og viðskipta. Áhrifin til
framtíðar eru því mikil. Þátttak-
endur hafa sýnt mikla ræktarsemi
við ættingja á Íslandi og líka inn-
byrðis. Í því sambandi má nefna að
með okkar hjálp stofnuðu þeir
nemendasamtök 2001 og þau eru
mjög virk enda allir tengdir á net-
inu og Fésbókinni. Ásta Sól Krist-
jánsdóttir verkefnisstjóri hefur
haldið vel utan um þessi tengsl og
allir þræðir liggja í gegnum hana.“
Hann bætir við að þó nokkrir hafi
komið aftur og sumir þeirra farið í
íslenskunám fyrir útlendinga við
Háskóla Íslands. Hins vegar valdi
það þeim gjarnan erfiðleikum að
þeir fá ekki svo auðveldlega at-
vinnuleyfi á Íslandi. Annað sem
þeir tali um sé að þeir vilji hafa að-
gang að Íslendingabók en hún sé
þeim lokuð þar sem þeir hafi ekki
íslenska kennitölu. „Ís-
lendingabók hefur
sýnt mikinn vilja til
að reyna að leysa
þetta en það eru alltaf
einhverjar hindr-
anir.“
Fræðsla og
ferðir
Þegar ÞFÍ
var end-
urreist þurfti
nánast að
byrja frá
grunni. Almar
segir að því
miður hafi glat-
ast mikið af gögnum frá fyrri tíð,
en markvisst hafi verið unnið að
því að skapa félaginu verkefni.
„Snorraverkefnið skapaði félaginu
ákveðna sérstöðu og með því var
byrjað að virkja unga fólkið fyrir
vestan. Samfara því unnum við að
því að auka samskiptin á öðrum
sviðum. Við fengum Jónas Þór
sagnfræðing til þess að halda nám-
skeið í nafni félagsins um vest-
urferðirnar og ferðir vestur í
tengslum við þau. Þegar ég tók við
formennskunni í ÞFÍ 2003 settum
við okkur þau markmið að auka
tengslin enn frekar, ekki aðeins við
byggðirnar í Manitoba í Kanada og
Norður-Dakóta í Bandaríkjunum
heldur í sem flestum byggðum Ís-
lendinga vestra frá strönd til
strandar. Í þeim tilgangi voru
skipulagðar ferðir til nýrra staða.
Við fórum til dæmis til Utah 2005
til þess að samfagna 150 ára af-
mæli landnáms Íslendinga þar og
lokuðum hringnum í Halifax 2009.
Okkur telst til að á níu árum hafi
um 1.500 manns farið í ferðir til
vesturheims, fyrst á okkar vegum
en síðar með Ferðaskrifstofunni
Vesturheimi sem við höfum unnið
með. Þessar ferðir hafa líka aukið
áhuga fólks á ÞFÍ og starfinu, en
við höldum Þjóðræknisþing árlega
og höfum lagt metnað í það að
vanda til dagskrár hverju sinni. Á
70 ára afmælishátíðinni 2009 nutum
við góðs af samstarfi við listafólk
sem kom fram og skemmti gestum,
en þar má nefna Svein Einarsson
og Arnar Jónsson sem fluttu leik-
þátt um Stephan G. Stephansson,
Álftagerðisbræður, Óperukórinn í
Hafnarfirði, Björn Thoroddsen og
Baggalút. Við endurreisnina voru
um 100 félagar en nú eru þeir yfir
400 og fer stöðugt fjölgandi. ÞFÍ
hefur líka verið í góðu samstarfi við
Vesturfarasetrið á Hofsósi og er
auk þess með samstarfssamning
við Þjóðmenningarhúsið. Því má
segja að með þessum tengslum höf-
um við náð ágætri fótfestu í ís-
lensku þjóðfélagi.“
Almar segir að hann hafi óttast
að bankahrunið hefði áhrif á starf-
semina en sá ótti hafi verið ástæðu-
laus. Að vísu hafi þurft að fella nið-
ur fyrirhugaða ferð á
Íslendingaslóðir í Brasilíu í nóv-
ember 2008, en ferðum til Norður-
Ameríku hafi fjölgað á nýliðnu ári.
Það sé ekki síst að þakka auknu
framboði í flugi til fleiri staða en
áður. „Með bættum samgöngum
aukast möguleikarnir,“ segir hann.
Mikill stuðningur í Winnipeg
Þjóðræknisfélagið starfar í skjóli
utanríkisráðuneytisins og segir
Almar að að öðrum ólöstuðum sé
Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í
Winnipeg, helsti samstarfsmaður
ÞFÍ. Allar ferðir séu skipulagðar í
samráði við hann sem og þátttaka
íslenskra listamanna eins og til
dæmis kóra. „Atli hefur unnið
þrekvirki við að stuðla að ýmsum
viðburðum vestra og við sendum
ekki hópa á ýmsa viðburði nema í
náinni samvinnu og samráði við
hann og eftir atvikum íslensku
sendiráðin í Ottawa og Washington
þegar það hefur átt við.“
Vesturheimur var sem hulinn
heimur hjá Almari þar til hann fór
að starfa fyrir Þjóðræknisfélagið.
Hann segir að margt hafi komið
sér á óvart og ekki síst hvað ís-
lensku byggðirnar eru dreifðar.
„Ég hafði til dæmis alltaf séð ís-
lensku bæina í Norður-Dakota
fyrir mér sem þétta byggð og
Mountain sem þorp uppi á fjalli,
en veruleikinn er allt annar á
sléttunni. Þrátt fyrir dreifðar
byggðir vinnur fólkið mjög vel
saman og svo virðist að eftir því
sem byggðirnar eru dreifðari því
öflugra sé þetta þjóðræknisstarf
með fullri virðingu fyrir starfinu í
stóru borgunum eins og Edmon-
ton, Calgary, Winnipeg, Toronto
og Vancouver. Allt þetta fólk er
mjög opið og auðvelt að kynnast
því.“
Almar hefur verið talsmaður
þess að Þjóðræknisfélagið í Norð-
ur-Ameríku og Þjóðræknisfélagið
vinni þéttar saman en verið hefur
og jafnvel sameinist. Í því sam-
bandi bendir hann á að í stjórn
ÞFÍ sé einn stjórnarmaður frá
Kanada og annar frá Bandaríkj-
unum. „Mér er alltaf minnisstætt
þegar fulltrúi sagði á þjóðrækn-
isþinginu í Minneapolis að það sem
sameinaði starfið í þessum þremur
ríkjum væri Ísland. Það er vert að
íhuga þetta og eins hvernig sam-
bandi við afkomendur Brasilíu-
faranna verður best við komið.“
Vesturheimur
» Næsta Þjóðræknisþing verð-
ur í Edmonton 28. apríl til 1.
maí.
» Að vanda verður afmælis
Jóns Sigurðssonar forseta
minnst í Winnipeg 17. júní. Þar,
í Markerville og í Mountain í
Norður-Dakóta verður leik-
þáttur Sveins Einarssonar um
Jón sýndur í kringum 200 ára
afmælisdaginn auk þess sem
íslenskir kórar syngja.
» Nýtt félagsheimili verður
formlega vígt á Íslandshátíð-
inni í Mountain um verslunar-
mannahelgina.
» Ferðaskrifstofan Vest-
urheimur sf. hefur skipulagt 10
ferðir til vesturheims í sumar
og 12 ferðir þaðan til Íslands.
Snorraverkefnið (www.snorri.is)
er um sex vikna samstarfsverk-
efni Norræna félagsins og Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga. Það
hófst sumarið 1999 og hefur 171
ungmenni tekið þátt í því.
Tilgangurinn með verkefninu
er fyrst og fremst að gefa 18 til
28 ára ungmennum af íslensk-
um ættum í Norður-Ameríku
tækifæri til þess að kynnast
uppruna sínum og hvetja þau til
að varðveita og rækta íslenskan
menningar- og þjóðararf sinn.
Sambærilegt verkefni, Snorri
vestur verkefnið, fyrir íslensk
ungmenni hefur verið í Mani-
toba í Kanada síðan 2001 og
hafa 60 krakkar tekið þátt í því
auk þess sem tvær stúlkur fóru
í sams konar verk-
efni í Ontario
sumarið 2007. Í
þriðja lagi hefur
verið boðið upp á
verkefni hér-
lendis fyrir
30 ára og
eldri í
Norður-
Ameríku,
Snorri
plús, frá
2003 og
hafa 88
manns tekið
þátt í því.
Jafnt fyrir
unga sem
aldna
SNORRAVERKEFNIÐ
Almar Grímsson og
Halldór Árnason
Hittu handboltahetjurnar
Styðjum strákana okkar á vináttuleiknum kl. 17 í dag.
Landsliðið afhendir árituð plaköt og handboltaspil eftir leikinn
í Laugardalshöllinni kl. 18:30 - 19:00.