Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
megi góður guð veita ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd júníhópsins
Elísa, Bylgja,
Málfríður og Bryndís.
Elsku Gunni.
Þú ert enn þá besti frændi minn
og munt verða það alltaf. Það var
svo gaman að hlaupa á eftir kanín-
unum í sumarbústaðnum með þér í
sumar. Það var líka svo gaman að
fara í hlaupakeppni við þig á leiðinni
í fjárhúsin.
Ég mun alltaf sakna þín. Þú varst
með mesta þolið og kenndir mér svo
margt, eins og á hestana og kenndir
mér að sækja lömbin og kenndir
mér á traktorana, kenndir mér á
skauta og það var alltaf gaman að
vera með þér á jólunum. Þú munt
alltaf verða engill fyrir ofan mig.
Þinn
Auðunn Árni.
Að þú sért farinn frá okkur, elsku
frændi, er svo óraunverulegt og
ósanngjarnt og söknuðurinn er svo
mikill og sár. Þú hefur tekið svo
mikinn þátt í lífi mínu og kennt mér
svo ótal margt, má þar nefna mann-
ganginn í skák, félagsvistina sem ég
fór svo oft með þér á, þú kenndir
mér að keyra, fyrst voru það trakt-
orarnir og svo loks þegar ég hafði
aldur til þá tókst þú mig í æfing-
arleyfið á bílnum þínum sem ég fékk
svo oft að láni hjá þér, svo ekki sé nú
minnst á ljósmóðurstörfin þegar að
sauðburðinum kom, þar kenndir þú
mér eitt og annað.
Þetta er aðeins brotabrot af öllu
því góða sem ég lærði af þér. Alltaf
varst þú boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd þegar á þurfti að halda
og alveg yndislegur við börnin mín
sem sakna þín svo mikið núna. Þú
hafðir svo einstakt lag á Auðuni, svo
ekki sé minnst á alla þá þolinmæði
sem þú sýndir honum. Alltaf gat
hann hringt í þig og beðið um að fá
að koma í sveitina, þú varst kominn
að ná í hann smástund seinna, sama
hve mikið var hjá þér að gera, það
væri alltaf gott að fá vinnumann,
sagðir þú við hann. Þau voru líka ófá
spilin sem þið Hekla spiluðuð og
bara eitt spil í viðbót gat alveg þýtt
fimm spil í viðbót, hún átti ekki í
vandræðum með að sannfæra þig
um það. Ellert Atli er ekki gamall
núna en varð svo fljótt hændur að
þér, það er svo sárt að þú getir ekki
kennt honum það sem þú hefur
kennt okkur. En við verðum dugleg
að segja honum sögur af þér sem
verða bara góðar og fallegar.
Ég er svo óendanlega þakklát fyr-
ir allt það sem þú hefur gert fyrir
mig og mína og gert með mér og
okkur og allar þær góðu minningar
sem þú skilur eftir í hjörtum okkar.
Að hafa verið hjá þér þegar lífið fjar-
aði út er mér svo dýrmætt, það var
svo friðsæl og yndislega falleg stund
um leið og hún var svo sár og erfið.
Þarna vorum við stórfjölskyldan
saman komin heima á Bjarnastöðum
og friðurinn sem færðist yfir þig
þegar þú kvaddir okkur var svo mik-
ill.
Ég kveð þig, elsku besti frændi,
með söknuði og trúi því að núna líði
þér vel og þú sért laus við meinið
þitt. Ég geri allt mitt besta til að
hlúa vel að börnunum mínum og
fólkinu okkar á þessum erfiðu tím-
um.
Guð blessi þína fallegu sál.
Vigdís Elva.
Elsku Gunni.
Ég er leið yfir því að þú sért dá-
inn. Það var svo gaman að spila við
þig og líka svo gaman þegar við vor-
um í útilegunni í sumar og í sum-
arbústaðnum. Það var líka svo gam-
an þegar við fórum á hestbak. Ég
sakna þín. Þú varst svo góður.
Þín
Hekla Guðrún.
Þegar fréttist að Gunnar á
Bjarnastöðum færi ekki í göngur
óttuðust margir að erfiður sjúkdóm-
ur herjaði á hann. Gunnar var einn
þeirra manna sem létu fátt aftra sér
þegar nauðsyn var á öflugum liðs-
styrk til líkamlegra átaka. Hann var
einn traustasti gangnamaðurinn og
mörgum bóndanum hefur hann
hjálpað þegar á hefur þurft að halda.
Fáir áttu þó von á að hann ætti svo
skammt eftir ólifað sem raun varð á.
Hvers vegna deyja sumir svo ungir?
Trúlega hefur verið þörf fyrir hans
krafta á öðru sviði.
Gunnar fór ungur að aðstoða okk-
ur á Sveinsstöðum og um árabil var
hann mín traustasta hjálparhella.
Ég þurfti oft að vera fjarverandi af
ýmsum ásæðum og það var mikið að
gera hjá Gunnari ef hann gat ekki
rétt hjálparhönd. Ævinlega var allt í
góðu lagi þegar ég kom heim og oft í
betra ástandi en þegar ég fór.
Einu sinni var ung tamningakona
starfandi hjá okkur þegar við hjónin
ætluðum til útlanda í nokkurra daga
ferð. Ég sagði henni að hún þyrfti
aðeins að hugsa um hrossin, Gunnar
sæi um kýrnar. Hún vildi fá að sjá
um þær líka, vildi ekki fá einhvern
kall, eins og hún orðaði það, í Sveins-
staði á meðan við værum í burtu. Ég
sagði að það kæmi ekki til mála að
breyta þessu. Gantaðist eitthvað að
þetta væri nú ungur bóndi og frábær
náungi, en hún fussaði og sveiaði.
Hann væri örugglega leiðinlegur og
talaði ekkert um nema kindur. Þeg-
ar við komum heim aftur var allt í
góðu lagi, en stúlkan talaði um það
hvað Gunnar væri frábær við skepn-
urnar og svo væri hann líka
skemmtilegur. Svona breytist álitið
á fólki við samstarf og kynni.
Í seinni göngum í fyrra haust var
Gunnar að reka kindur frá Krák
norður að Grettishæð, þar sem taka
átti þær á ökutæki. Ég var fljúgandi
yfir til að kanna hvar á öræfunum
kindur væru og höfðum við fundið
kindur vestast á Stórasandi. Í sím-
tali við Gunnar lét ég þessara kinda
getið. Hann spurði hvort einhver
gæti farið eftir þeim. Ég sagði að
vesturheiðarmenn væru allir mjög
norðarlega og yrðu ekki komir á
vettvang fyrr en seint í kvöld. Þá
spurði hann hvernig útlitið væri í
Kvíslum og á Sandi austanverðum,
hvar hans svæði var og hvort félagar
sínir réðu við kindur þar án hans
hjálpar. Ég taldi svo vera. Þá sagði
hann: „Segðu þeim vesturheiðar-
mönnum að ég fari og nái kindunum,
strax og ég er laus við þær sem ég er
með. En þú verður að koma þarna
yfir síðdegis og leiðbeina mér, ég hef
aldrei komið á þessar slóðir,“ bætti
hann við. Þarna fór Gunnar, upphaf-
lega sem austasti maður í Kvíslum
búinn að fara vestur fyrir Krák, það-
an að Grettishæð og fór síðan vestur
á heiðarmót við Víðidalstunguheiði
og sótti kindurnar. Þannig var
Gunnar, vandamál voru aðeins verk-
efni að leysa.
Það er mikill missir fyrir lítið
samfélag þegar svona menn falla frá
í blóma lífsins. Hann var ásamt
bróður sínum og fjölskyldu að
byggja upp stórt fjárbú á tveimur
jörðum. Það er því mikið skarð
höggvið í þessa samhentu fjöl-
skyldu. Við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar. Megi góður Guð styrkja
ykkur og efla á erfiðum stundum.
Magnús frá Sveinsstöðum
og fjölskylda.
Drungi í desember, dagskíman föl
og skelfing lítil er … er lína úr söng-
texta sem mér datt í hug er ég sett-
ist niður til að skrifa nokkur orð um
góðan dreng sem nú er fallinn frá.
Á Þorláksmessukvöldi, þegar
dagskíman er föl og skelfing lítil,
fengum við þær sorgarfréttir að
Gunnar á Bjarnastöðum væri fallinn
frá eftir erfið veikindi. Það hvelfdist
yfir okkur drungi og sorg. Tíminn
sem honum var gefinn var alltof
stuttur og er nánast óskiljanlegt að
hann skyldi ekki fá lengri tíma.
Gunnar Ellertsson var einn af
þessum ljúfu mönnum sem lítið fór
fyrir en skipti þó alla svo miklu máli.
Hann var fæddur og uppalinn í ná-
grenninu en við kynntumst honum
fyrst er við fluttum norður að Akri
fyrir rúmlega 13 árum. Sigurbjörn
Pálmi, eða Sibbi, systursonur Gunn-
ars og Pálmi okkar urðu strax miklir
mátar og áttum við nokkrar ferðir
að Bjarnastöðum til að sækja
Pálma. Þá var jafnan sest yfir kaffi-
bolla á meðan drengirnir lásu í sund-
ur dótið sitt. Vítt var farið og margt
tekið fyrir í því spjalli. Var einkar
ánægjulegt að kynnast fólkinu á
Bjarnastöðum. Heiðarleiki og góð-
mennska er heimilisfólkinu á
Bjarnastöðum eðlislæg. Ekki var
verið að hnýta í nokkurn mann en
ljúfar frásagnir sagðar og oftast
fundin skondin hlið á þeim málum
sem reifuð voru.
Gunnar var einstaklega barngóð-
ur og ég sé barnsaugu Sibba horfa á
mig og segja „Gunni hjálpar mér“
eða „ Gunni gerir þetta fyrir mig“.
Óbilandi trú hans á frænda sínum
kom til af góðu. Hann vissi sem var
að á Gunna væri hægt að treysta.
Síðar sá Gunnar um allan rúning
hér á bænum og kynntumst við hon-
um þá nánar. Þar fór harðduglegur
maður, natinn við skepnur og alltaf
með sömu ljúfmennskuna. Aldrei
bar hann sögur á milli bæja þó að
víða færi, en átti til yndisleg tilsvör
og skemmtilegar sögur sem lýstu
hans ljúfa húmor. Mér finnst sem ég
heyri hláturinn hans hljóma í eyrum
mér.
Gunnar var einn af þessum mönn-
um í samfélaginu sem allir treystu á.
Hvort sem það voru smala-
mennskur, rúningur, heyskapur eða
hvaða verk sem þurfti að vinna var
hann kletturinn sem allir treystu.
Er við heyrðum um veikindi hans
í sumar settist að okkur mikil sorg.
Öðru hvoru er lífið svo ósanngjarnt
og óskiljanlegt. Sjúkkómurinn gaf
engin grið en þrátt fyrir mikil veik-
indi var hann sami kletturinn sem
áður. Þau verk sem hann gat unnið
voru unnin markvisst og án mikilla
bollalegginga. Var svo nánast fram á
síðasta dag. Er minnisstætt að sjá til
hans grípa í horn í Undirfellsrétt í
haust þá strax farinn að bera merki
sjúkdómsins. Um leið var eitthvað af
hans fólki komið og tók við. Sást þar
eins og hefur alltaf verið að fjöl-
skyldan á Bjarnastöðum stendur
alltaf saman á sama hverju sem
gengur.
Við fjölskyldan á Akri viljum
þakka Gunnari samfylgdina í gegn-
um árin. Þar bar aldrei skugga á.
Við sendum fjölskylduninni á
Bjarnastöðum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur á þessum erfiðu tímum.
Jóhanna, Gunnar
og fjölskylda, Akri.
Ekki eru nema 4 mánuðir síðan
þau skelfilegu tíðindi bárust fjöl-
skyldunni að Gunnar væri með ill-
vígan sjúkdóm sem læknavísindin
væru ekki búin að finna lækningu
við og þetta yrði mjög erfið barátta.
Enda kom það á daginn að þessi
hrausti og glaðlyndi maður var bor-
inn ofurliði á fáum vikum þrátt fyrir
tilraunir lækna til að hægja á.
Hugur manns umhverfðist og öll
hugsun hvort sem var í vöku eða
draumi snerist um þessi skelfilegu
tíðindi. Öll önnur hugsun hvarf og
ekkert annað komst að því þetta var
eins ótrúlegt og óréttlátt og hægt
var að hugsa sér, að maður sem lifði
eins heilbrigðu líferni, gæti fengið
þennan illvíga sjúkdóm.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Gunnari þegar hann var
aðeins 12 ára gamall, um leið og ég
náði mér í konuefni á Bjarnastöðum,
og verða honum síðan samferða á
lífsleiðinni til dánardags, bæði sem
mágur og vinur.
Gunnar var mikill bóndi í sér að
eðlisfari og naut þess að stunda bú-
skapinn, enda tóku þeir bræður
snemma við búinu af foreldrum sín-
um, og í gríni sagðist hann aðeins
hafa verið 6 ára þegar hann tók við
stjórninni.
Byrjuðu þeir bræður snemma að
rækta féð og lögðu mikla alúð við
búskapinn, varð það því mikið áfall
fyrir þá þegar upp kom riða á búinu
seinni hluta vetrar 1994 og farga
varð öllu fénu. Höfðu þeir byrjað
með nautgriparækt sem aukabú-
grein nokkrum árum fyrr og af sinni
alkunnu eljusemi var engin uppgjöf,
heldur fylltu þeir fjárhúsin af naut-
gripum og framleiddu nautakjöt.
Ekki held ég að þeim hafi þótt þessi
búskaparháttur neitt sérlega
skemmtilegur. Þeir máttu svo taka
fé aftur haustið 1995 og smám sam-
an fylltu þeir fjárhúsin aftur af fé.
Síðan eru þeir bræður búnir að
vera að byggja markvisst upp öfl-
ugan fjárstofn og til að hafa næg tún
til heyja og fleiri fjárhús, fjárfestu
þeir í jörðunum Hnausum og Más-
stöðum fyrir ört stækkandi bústofn-
inn og hafa þeir síðan nytjað allar
þrjár jarðirnar.
Gunnar var einstaklega barngóð-
ur og elskaður af öllum börnum sem
komu nálægt honum. Þolinmæði
hans gagnvart þeim var óendanleg
og alltaf áttu þau víst skjól ef eitt-
hvað bjátaði á. Söknuður þeirra og
missir verður ekki minni en okkar
fullorðinna.
Hjartahlýja Gunnars kom fram í
mörgum myndum og hugsaði hann
ávallt um aðra á undan sér eins og
oft kom fram í hans veikindum.Vildi
hann yfirleitt gera lítið úr því sem
að honum sneri en var mjög umhug-
að um heilsu og fyrirhöfn annarra.
Þegar mátturinn fór dvínandi og
hann þurfti á hjálpartækjum að
halda til að létta sér hlutina, var það
fyrsta hugsun hjá honum hvort
þetta væri ekki gott fyrir móður
hans þar sem hún er að berjast við
þennan sama hræðilega sjúkdóm.
Ávallt var Gunnar tilbúinn að
rétta hjálparhönd ef einhvers staðar
þurfti aðstoðar við og nutu margir
þess. Eins var það honum mikils
virði að geta glatt sína nánustu á
einhvern máta.
Gunnar fékk ósk sína uppfyllta að
vera heima í faðmi fjölskyldunnar
þar til yfir lauk og var það mjög erf-
ið stund að kveðja þennan góða
dreng, en minningin mun lifa að ei-
lífu.
Guð blessi hann.
Bjarni Kristinsson.
Hvers vegna er hlynurinn höggvin frá
rótum
þá hæst hann ber móti sól.
Hann sem vildi á verði standa
og veita svo mörgum skjól.
Þannig orti Tómas R. Jónsson
minningu um Hermann Þórarins-
son á Blönduósi árið 1965. Enn er
spurt. Á hásumri heyanna þegar
heyfengur er meiri og betri en áður
á því góða nýliðna sumri þegar fé
ræktunarbúsins á Bjarnastöðum er
fleira og betra að allri gerð og væn-
leik og göngurnar eru framundan
þá er barið að dyrum í ranni bónd-
ans á Bjarnastöðum. Gesturinn er
óboðinn og illvígur. Ekki tjáir þó
annað en takast á við hann. Hann
kom án mikils fyrirvara og þó,
Gunnar var ekki kvartsár maður.
Rétt fyrir leitirnar í haust töluðum
við saman ég og góður granni og
vinur Gunnars, Einar á Hjallalandi.
Hann sagði mér að Gunnar gæti
ekki farið í göngurnar núna, hann
væri veikur. Einhvern veginn
skynjaði ég alvöru málsins.
Gunnar fór að fara í göngur um
fermingu. Hans gangnaferðir voru
því um 30 ára tímabil. Oftar en ekki
var hann sendur austur fyrir Krák
sem kallað er, yfir Krákshalann suð-
ur á milli Hundavatna og Kráks á
Stórasandi á því svæði sem Pálmi
Hannesson kallaði Ömrur. Svo leist
honum þetta svæði á ferð sinni um
hálendi Íslands.
Fyrir nokkrum árum minnist ég
þess að hafa komið um miðnætti í
Öldumóðuskála ásamt fleiri gangna-
mönnum eftir strangan dag. Þá beið
eftir okkur við hliðið, liðtækur og
ljúfur maður vel til forystu fallinn á
sviði gangna og fjallskilamála í
framtíðinni.
Þegar göngur stóðu yfir á sl.
hausti var Gunnar í Reykjavík í
læknismeðferð vegna krabbameins.
Hann kom norður og heim daginn
sem við komum úr göngunum og
mætti við hliðið við Grímstungu að
taka á móti fólki og fénaði. Gunnar
sá um að opna hliðið fyrir safninu og
beina því með góðum hætti á Álku-
brúna.
Gangnafélagar Gunnars til
margra ára gerðu sér grein fyrir al-
vöru lífsins á þessari stundu og
slepptu hestum sínum þetta kvöld
með eitthvað svo viðkvæmt geðið.
Gunnar vann árum saman við að
rýja sauðfé að vetrarlagi og varð í
fremstu röð rúningsmanna á land-
inu fyrir lipurð í verki og góða með-
ferð ásamt afköstum. Gunnar var
allnokkur ár í hreppsnefnd Sveins-
staðahrepps og lagði ávallt gott til
mála en gat verið fastur fyrir jafn-
vel svo að okkur hinum eldri þótti
nóg um svona einstaka sinnum.
Hann tók ekki þátt í fávísi þeirra
sem vilja skóinn af öðrum, varðaði
frekar veginn sem hann taldi að
verða mætti öðrum til góðs. Gunnar
mat fjölskyldu sína mjög mikils og
var sómi hennar og skjöldur. Jóni og
Zophaníasi í Hnausum var Gunnar
tengdur sterkum vina- og tryggða-
böndum. Þeir reyndust honum alltaf
vel og var það gagnkvæmt.
Ég veit að ykkar harmur er þung-
ur á þessum erfiðu tímum nú í
skammdeginu. Megi góðar minning-
ar veita ykkur yl í sál þegar aftur fer
að birta.
Þegar jólakveðjurnar voru lesnar
í útvarpinu að venju á Þorláksmessu
var þessi trausta og góða stórfjöl-
skylda saman komin á Bjarnastöð-
um á heimili Gunnars þar sem hann
var að kveðja þennan heim á Þor-
láksmessukvöldi. Megi almættið
veita ykkur styrk í þungri raun.
Far vel, elsku kallinn.
Magnús Pétursson, Miðhúsum.
Nýlátinn er Gunnar Ellertsson,
bóndi á Bjarnastöðum í Vatnsdal,
langt um aldur fram. Þegar slíkur
bústólpi sem Gunnar á Bjarnastöð-
um fellur frá í blóma lífsins hriktir í
undirstöðum hins fámenna sam-
félags í sveitum landsins.
Árið 1999 keyptu þeir Gunnar og
Pálmi bróðir hans höfuðbólið
Hnausa I í Þingi og hafa búið þar
síðan með þeim myndarskap og
dugnaði að eftirtekt hefur vakið. Áð-
ur en þeir keyptu Hnausa bjuggu
þeir með foreldrum sínum á jörð
ættarinnar, Bjarnastöðum, en hafa
síðan búið á báðum jörðunum og
reyndar haft nytjar af þriðju jörð-
inni, Másstöðum. Eins og af fram-
anrituðu má ráða hefur verið rúmt
um bústofn þeirra í högum, enda
hafa þeir rekið eitt með stærri og
best reknu fjárbúum í Húnavatns-
sýslu með mikilli ræktun bústofns
og jarðar.
Gunnar Ellertsson var hlédrægur
maður, samt valdist hann til forystu
á vettvangi sveitarinnar. Olli þar
ábyrg afstaða hans og jákvæðni til
manna og málefna. Hann hafði
hvers manns traust til sanngirni og
hófsemdar í hverju máli. Gilti það
jafnt hvort sem um var að ræða
sveitarstjórnarmál í byggðum niðri
eða gangnastjórn á afréttum þar
sem hann tók jafnan sjálfur erfið-
ustu göngurnar. Það út af fyrir sig
var dæmigert fyrir ósérhlífni hans
og vaskleika í hverju sem hann tók
sér fyrir hendur. Það er mikið áfall
fyrir alla nákomna og nær að meira
eða minna leyti til samfélagsins í
héraðinu, þegar maður sem Gunnar
á Bjarnastöðum fellur frá á besta
aldri. Ef einhverju máli skiptir ferill
okkar hér „ofar fjörs á línu“ eiga
slíkir sem Gunnar Ellertsson góða
heimvon.
Við hjónin vottum öllum aðstand-
endum dýpstu samúð og óskum að
framtíðin verði þeim mild og góð.
Haukur Magnússon.
Það eru margar minningar sem
fljúga um hugann þegar við hugsum
til þín.
Þar á meðal veiðimótin, réttirnar
og sauðburðurinn. Alls þessa feng-
um við að njóta í návist þinni. Þú
varst einstaklega góður við krakk-
ana og sýndir þeim mikla athygli
með hestana á veiðimótunum. Þú
varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
alla. Við erum mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að koma til ykkar á
Bjarnastaði að hjálpa til í sauðburði
og réttunum, okkur var alltaf vel-
komið að koma og alltaf var pláss til
að bæta í ykkar stóru og frábæru
fjölskyldu.
Við kveðjum þig, Gunni, með
miklum söknuði og á hugur okkar
eftir að leita til þín á vissum tímum.
Dósý, Elli og fjölskylda, megi Guð
styrkja ykkur og vera með ykkur
öllum á þessum erfiðu tímum.
Kveðja,
Baldvin Þór, Brynja Lind,
Berglind Elma og Kristrún Ýr.
Fleiri minningargreinar um Gunn-
ar Ellertsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.