Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 ✝ Gunnlaugur Jó-hannsson fæddist á Breiðabólstað á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 8. október 1924. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 28. desember 2010. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurðs- son bóndi, f. 7.12 1886, d. 14.2. 1935, og Jó- hanna Margrét Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 14.11. 1889, d. 27.12. 1975. Systkini Gunn- laugs: Ragnheiður, f. 7.5. 1916, d. 17.3. 1998, Helgi, f. 27.2. 1918, d. 12.5. 2002, Siggeir, f. 17.4. 1920, d. 24.2. 2005, Ingólfur, f. 12.5. 1923, Hjörtur, f. 12.11. 1925, d. 21.7. 1985, Gyðríður, f. 19.4. 1928, Ingigerður Svava, f. 2.1. 1930, d. 21.5. 1980, og Lárus, f. 17.8. 1931, d. 27.5. 1937. Gunnlaugur dvaldi fyrstu árin á Kirkjubæjarklaustri, en flutti þriggja ára gamall að Núpum í Ölf- usi með foreldrum sínum og systk- inum. Þegar faðir hans lést árið 1935 aðstoðuðu syskinin móður sína við búskapinn þar til Gunnlaugur og Siggeir tóku við búinu. Gunnlaugur bjó alla sína starfsævi á Núpum eða til ársins 1997 þegar hann flutti til Hveragerðis. Gunnlaugur kvænt- ist 28. mars 1959 Ágústu Þorgilsdóttur f. 8. nóvember 1936. Synir þeirra eru 1. Lárus, f. 8. september 1956, kvæntur Guð- rúnu Kristófersdóttur, synir þeirra eru Krist- ófer Rúnar, kvæntur Hólmfríði Lilju Jónsdóttur, þau eiga fimm börn, Gunnlaugur, maki In- diana Marquez, þau eiga tvö börn. Stefán, maki Helga Dögg Snorra- dóttir, þau eiga eina dóttur. 2. Hauk- ur, f. 19. september 1962, kvæntur Hrefnu Hreiðarsdóttur, börn hans úr fyrri sambúð eru Ingiríður og Ás- björn Halldór. 3. Jóhann f. 29. ágúst 1969, kvæntur Dagbjörtu Helgu Guðmundsdóttur, dætur þeirra eru Linda Björk og Margrét Ágústa. Útför Gunnlaugs fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 8. janúar 2011, og hefst athöfnin kl 14. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og ætla að skrifa nokkur orð um hann pabba. Minningarnar streyma fram í hugann og ég veit ekki hverjar ég á að velja því þær eru allar góðar. Góðar minningar og sögur sem ég á eftir að deila með dætrum mínum. Hann pabbi var þriggja ára þegar hann flutti með foreldrum sínum og systkinum frá Klaustri að Núpum í Ölfusi. Þetta var langt ferðalag og hann minntist oft á það þó að hann myndi ekki eftir því vegna þess hve ungur hann var. Klaustur átti alltaf sérstakan stað í hjarta hans. Ég og fjölskylda mín vorum svo lánsöm að fara með hon- um og mömmu austur á Síðu eins og hann orðaði það og var það skemmti- leg og jafnframt fróðleg ferð. Hann gat frætt okkur um staðhætti og sagt sögur af sínu fólki. Hann var ungur að árum þegar faðir hans dó en móðir hans hélt áfram búskap af miklum dugnaði og myndarbrag ásamt börnum sínum. Hann og Siggeir, bróðir hans tóku seinna við búinu og ráku það af myndarskap. Það bar aldrei skugga á þeirra samstarf og segir það mikið um hve geðprúðir þeir bræður voru. En ég minnist þess þó að þeim stóð nú ekki á sama þegar við krakkarnir vorum eitthvað glannaleg í fjallinu og þeim fannst við fara óþarflega ná- lægt brúninni að þá gat nú heyrst í þeim bræðrum. Því þeir vildu alltaf passa upp á okkur. Ég hugsa oft til samræðna þeirra bræðra sem snerust um það hvort væru nú gáfaðri kýr eða kindur. Pabbi hélt því fram að kindur væru mun greindari en nautgripir og ég tala nú ekki um hvað íslenski fjár- hundurinn var magnaður, en það var nú meira í gríni en alvöru. Það voru fáir sem gátu leyst þá bræður af við mjaltir og gegningar, að þeirra mati, þeir vildu helst sjá um þetta sjálfir. Það var ekki fyrr en við bræður vor- um orðnir stálpaðir að við fórum að leysa pabba af. Ég mjólkaði oft fyrir pabba þegar hann og mamma fóru að ferðast. Hann hafði gaman af utan- landsferðum og má segja að þau hafi fengið bakteríuna eftir að hann vann utanlandsferð í bingói. Þau fóru í bændaferðir og sólarlandaferðir sem þau höfðu svo gaman af. En í seinni tíð þegar heilsunni fór að hraka gat hann ekki ferðast utanlands en það voru ófáir sunnudagsbíltúrarnir sem ég og fjölskylda mín fórum með þeim. Keyrðum bara eitthvað og fengum okkur kaffi. Ég minnist pabba með þakklæti fyrir allt sem hann hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Elsku mamma, megi Guð veita þér styrk því missir þinn er mikill. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn Jóhann. Á barnsaldri eyddi ég mörgum stundum í sveitinni á Núpum hjá ykkur ömmu og á ég þar margar af mínum fyrstu og bestu minningum þar sem ég var ávallt velkominn og sótti í að vera hjá ykkur. Ég rifja það oft upp í huganum hvernig dagarnir liðu þegar ég dvaldi hjá ykkur. Ég vaknaði oftast á eftir þér og elti þig í fjósið þegar byrjað var að mjólka. Þið réttuð mér mjaltakoll sem ég setti á fóðurganginn á milli ykkar bræðra, þín og Siggeirs og sat á hon- um þar. Þar fylgdist ég með og tók þátt í oft hressilegum umræðum ykkar um skepnurnar og það sem efst var á baugi í fréttum. Þegar þið voruð búnir að mjólka var farið inn í kaffi, síðan fórum við og gegndum nautunum í bragganum. Þá var kom- inn hádegismatur og eftir hann lögð- um við okkur saman þar sem ég lá á dívan, sem þú hafðir smíðað, við end- ann á rúminu ykkar ömmu. Ég minn- ist þess ætíð hve gott var að vakna við smá kitl á vanga frá skeggrót þinni og hlýtt faðmlag. Minningar frá þessum tíma eru mér ómetanlegar. Afi, ég man þig ætíð sem bjartsýn- an, glaðlyndan og einstaklega góð- hjartaðan mann sem mun alltaf lifa í mínu minni. Hvíldu í friði, elsku afi. Þinn Stefán. Okkur systurnar langar að minn- ast afa með örfáum orðum. Hann var góður, þolinmóður og honum þótti vænt um menn og dýr. Ég man þegar ég lakkaði á honum neglurnar. Okk- ur afa fannst það rosalega fyndið. En svo var hann fluttur á sjúkrahús með lakkaðar neglur. Við minntumst oft á þetta og hlógum. Það voru líka ófá tíkóin sem við systur settum í hans fallega hár. Og hann sagði aldrei neitt, las bara blaðið eða horfði á fréttirnar. Það var gott að koma til ykkar ömmu og við fengum oft að gista. Það voru líka ófáir sunnudagsbíltúrarnir sem við fjölskyldan fórum með ykkur ömmu og úr þeim eigum við margar góðar minningar. Elsku afi, við lofum að passa upp á hana ömmu fyrir þig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þínar afastelpur Linda Björk og Margrét Ágústa. Nú þegar við kveðjum Gunnlaug Jóhannsson vil ég með nokkrum orð- um minnast hans og um leið Siggeirs bróður hans, sem kvaddi fyrir nokkr- um árum. Ekki er hægt að nefna annan þeirra án þess að nefna hinn um leið. Þeir voru alltaf kallaðir strákarnir á Núpum. Voru ekki háir í loftinu, þeg- ar faðir þeirra féll frá og þeir tóku við búinu. Ég átti því láni að fagna að vera í sveit á Núpum í 5 sumur. Náði í end- ann á búskaparháttum, sem dóu út við traktoravæðinguna. Fyrsti trak- torinn kom annað sumarið mitt á Núpum. Gulli var rétt innan við þrítugt. Mér fannst hann miklu yngri og lað- aðist að honum, eins og allir krakkar. Hann gaf sér tíma til að tala við okk- ur og brá oft á leik. Stökk yfir girð- inguna á leið í fjósið í stað þess að fara í gegnum hliðið. Það fannst mér mikið afrek. Oft þegar við gengum túnið reyndum við að bregða hvor öðrum. Ég lá oft og var mikið stoltur, er mér tókst loks að fella Gulla, sem hann eflaust leyfði mér. Siggeir var eldri og alvörugefnari. Hann var svona meir eins og húsbóndinn en alltaf jákvæður og sá það spaugilega. Saman gengu þeir bræður jafnt í öll verk og skiptust á að keyra mjólkina til kælingar út í læk og í Hveragerði til sölu í Reykjafossi. Ég fór oft með þeim sem keyrði mjólkina eftir kvöldmjaltir út í læk. Siggeir leyfði mér þá stundum að keyra jeppann, en fyrst varð ég að lofa að segja eng- um frá því. Um sláttinn var oft mikið fjör, þegar systkinin Gyða og Ingólf- ur komu úr Reykjavík og Hjörtur íþróttakennari í Hveragerði. Hjörtur átti þá til að sýna ýmis stökk. Há- punkturinn var flikkflakk. Etir að ég hætti að fara í sveit og skellinöðrutíminn tók við hjá mér kom ég oft í heimsókn. Fékk þá jafn- an að heyra: Þangað sækir klárinn, sem hann er mest kvalinn. Seinna tók skyttiríistíminn við og fór ég þá jafnan í fjósið eftir morgun- eða kvöldflug. Í fjósinu ræddum við um landsins gagn og nauðsynjar. Ég fékk þá heyra, hvað hefði ræst úr snúningastrákum, sem hefðu verið hjá þeim í sveit og þeir komið til manns. Frá Núpum á ég óteljandi góðar minningar. Sjaldan hefur mér liðið eins vel og þar innan um menn og málleysingja. Aldrei heyrði ég þar talað illa um nokkurn mann og aldrei hefi ég heyrt neinn tala öðruvísi en vel um Núpafólkið. Um leið og ég kveð Gulla, sem nú hefur fengið hvíldina, vil ég þakka fyrir að hafa fengið að vera hjá og kynnst svona góðu fólki. Ágústu, börnum og öllum aðstandendum votta ég samúð mína. Sigurður Oddsson. Gunnlaugur Jóhannsson Jón Gunnar var menntaður sagn- fræðingur frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og starfaði sem fréttamaður hjá RÚV frá 1996 og þar til hann lést. Minningin um ástríkan eigin- mann og föður lifir. Anna, Andri, Sandra og Tinna. Jón Gunnar Grjetarsson ✝ Jón Gunnar Grjetarsson, frétta-maður og sagnfræðingur, fædd- ist í Reykjavík 9. janúar árið 1961. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 8. desember árið 2007. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON, Gvendur Eyja, Hamraborg 26, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudag- inn 10. janúar kl. 13.00. Björgvin Valur Guðmundsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Erna Valborg Björgvinsdóttir, Haukur Árni Björgvinsson, Axel Þór Björgvinsson, Jesse Myree McGoldrick. ✝ Ástkær eiginmaður minn, STEINDÓR HJÖRLEIFSSON, Breiðuvík 18, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Unnur Hjartardóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og sambýliskona, GYÐA STEINGRÍMSDÓTTIR, Fróðengi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.00. Kristjana Óladóttir, Þráinn Garðar Þorbjörnsson, Þórarinn Ólason, Eydís Unnur Tórshamar, Bjarni Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar, ÁSLAUG STEFÁNSDÓTTIR frá Minniborg í Grímsnesi, fyrrum varðstjóri Landssíma Íslands, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 6. janúar. Systkinin frá Minniborg. ✝ Ástkær faðir okkar, JÓN SIGURÐSSON frá Krossalandi í Lóni, Básenda 3, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00. Ásdís María Jónsdóttir, Þórey Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og bróðir, VALUR EMILSSON, lést á heimili sínu í Reykjanesbæ þriðjudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Emil Valsson, Guðmundur Valsson, Aron Ingi Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.