Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 6
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Háskóli Íslands fagnar á þessu ári hundrað ára afmæli sínu en hann var stofnaður á Alþingi 17. júní 1911. Í gærmorgun var haldinn fundur þar sem Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskólans, kynnti nýja stefnu skólans til næstu fimm ára og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, opnaði sérstakan aldaraf- mælisvef. Í tilefni af afmælinu býður Há- skólinn upp á glæsilega afmælis- dagskrá sem felur m.a. í sér fundi og fyrirlestra, fróðlegar göngu- og vettvangsferðir og verður sérstök áhersla lögð á að kynna Háskólann börnum og unglingum en yfirskrift afmælisins er einmitt Fjársjóður framtíðar og er þar vísað til hinna tilvonandi nemenda. Hin fimm fræðasvið skólans; félagsvísinda- svið, heilbrigðisvísindasvið, hugvís- indasvið, menntasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið, munu síðan hvert um sig bjóða upp á sérstaka dagskrá einn mánuð á árinu. Margir heimsþekktir vísinda- menn munu heimsækja Háskólann og halda erindi, þ. á m. sjónvarps- maðurinn og náttúruverndarsinninn David Suzuki, nóbelsverðlaunahaf- arnir Elizabeth Blackburn og Fran- coise Barré-Sinoussi, stjórnmála- fræðingurinn Robert David Putnam, Linda Darling-Hammond og síðast en ekki síst málvísindamaðurinn Noam Chomsky sem heldur fyrir- lestur í stóra sal Háskólabíós í sept- ember. Hátíðarmálþing í október Af öðrum afmælisviðburðum má nefna samstarfsverkefni Háskólans, Norræna hússins og Reykjavíkur- borgar um endurbætur á friðlandi í Vatnsmýri. Verkefninu verður hrint úr vör á afmælisárinu en mun standa yfir næstu ár. Aldarsaga skólans verð- ur einnig gefin út og sér- stakt hátíðarmálþing hald- ið í október þar sem umræðuefnið verður helstu áskoranir 21. aldar- innar. Afmælissíðuna er að finna á slóðinni www.hi.is/ afmaeli. Fjársjóður framtíðar í Háskóla Íslands  Heimsþekktir vísindamenn heimsækja skólann á afmælisári Morgunblaðið/Kristinn Opnun Katrín Jakobsdóttir klippir á borða í höndum æsku landsins og opnar aldarafmælisvef Háskóla Íslands. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þýska fyrirtækið UFA-Sports seldi sýningarréttinn á HM í handbolta til 365 miðla í ágúst sl. en upphæðir í þeim samningi fást ekki uppgefn- ar. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir UFA-Sports hafa verið búið að „hnoðast“ í þeim í nokkra mán- uði um að kaupa þetta efni en því hafi ekki verið gefinn gaumur fyrr en á lokasprettinum, þegar ákveðið var að bjóða í formlega. Að sögn Páls Magnússonar út- varpsstjóra hafði UFA-Sports fyrst samband við RÚV í byrjun síðasta árs og tilkynnti að fyrirtækið væri komið með sýningarrétt frá keppn- inni og ætlaði að selja áfram Ís- landsréttinn. Páll segir málið hafa gengið í nokkra mánuði með sam- tölum, send hafi verið inn óformleg og formleg tilboð og RÚV hækkað sig í tvígang eftir að hafa verið til- kynnt að tilboðin væru of lág. Hinn 13. júlí hafi RÚV svo sent síðasta endurskoðaða tilboðið. „Við töldum það tilboð geta tryggt okkur réttinn og vorum ró- legir með þetta. Síðan fengum við tilkynningu frá fyrirtækinu hinn 3. ágúst um að það væri búið að semja við 365,“ segir Páll sem er ósáttur við vinnubrögð UFA-Sports. RÚV hafi ekki verið gefinn kostur á að koma með lokatilboð, líkt og tíðkist jafnan í útboðum á íþróttaefni þar sem reynt sé að hámarka söluvirðið og gefa öllum færi á lokatilboði. Þess vegna neitar Páll því alfarið að RÚV hafi sofnað á verðinum í mál- inu. Hann segir það sína skoðun að íslensk landslið í alþjóðlegri keppni eigi að vera í opinni dagskrá, hvort sem 365 eða RÚV hafi sýningar- réttinn, og vísar m.a. til reglna í Noregi um útsendingar á leikjum norskra landsliða. Var lokatilraun RÚV Sem kunnugt er gerði RÚV 365 miðlum tilboð um að kaupa sýning- arréttinn á sama verði og 365 keypti hann á, auk 20% álags. Ari Edwald segir af og frá að því tilboði verði tekið. Mikill gangur sé í sölu áskrifta fyrir keppnina í Svíþjóð og bæta hafi þurft við sölu- og þjón- ustufólki til að anna eftirspurninni. Ari segir það hafa legið lengi fyrir að mótið yrði að mestum hluta í læstri dagskrá. Spurður af hverju RÚV eigi til fjármagn núna til að jafna tilboð 365 og bæta um betur bendir Páll á að staða stofnunarinnar sé góð, RÚV hafi skilað ríflega 200 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og eig- infjárstaðan sé sterk. Tilboðið til 365 hafi verið lokatilraun eftir að ljóst varð í vikunni að menntamála- ráðuneytið taldi sig ekki geta tryggt það með reglugerð að sýna þyrfti frá þessu sem öðrum stór- mótum í opinni dagskrá. RÚV hækkaði tilboð sitt í HM tvisvar sinnum  „Hnoðast“ var í 365 að gera tilboð Páll Magnússon Ari Edwald Í ræðu sinni fjallaði Kristín Ingólfsdóttir rektor um þau markmið sem sett voru árið 2006 um að koma Háskóla Ís- lands í hóp eitt hundrað bestu háskóla í heimi. Hún sagði vel hafa miðað í þeirri vinnu en til þess að koma skólanum í fremstu röð þyrfti hann meiri fjármuni en hann fær í dag. „Ef við lítum 100 ár aftur í tímann sjáum við hvað fram- tíðarsýn, stórhugur og einbeittur vilji gátu kall- að fram við miklu þrengri aðstæður en samfélagið býr við í dag. Við heitum á þá sem leiða íslenskt samfélag í dag að sýna sama vilja og sama hug.“ Betur má ef duga skal STEFNUMÓTUN Kristín Ingólfsdóttir Ýmsar leiðir eru til þess að fylgjast með HM í handbolta séu menn ekki með áskrift að Stöð 2 Sport. Ein leið er að fylgjast með beinni textalýs- ingu á mbl.is. Einnig má freista gæfunnar og reyna vefsvæði þar sem sýnt er frá mótinu, m.a. á myp2p.eu, en það vefsvæði er mikið notað af íslenskum íþróttaáhugamönnum. Þar er komin upp dagskrá HM. Ekkert gjald er tekið fyrir en gæðin eru töluvert minni en gengur og gerist á sjónvarpsskjá. Útsendingar Stöðvar 2 Sport nást til 97% heimila lands- ins gegnum dreifikerfi Símans og Vodafone, en þær nást ekki á haf út. Einnig má sjá HM á netinu STÖÐ 2 SPORT NÆR TIL 97% HEIMILA LANDSINS Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég held yfirleitt öllum pappírum til haga og gat því flett þessu upp. Niðurstaðan er sú að 13. janúar 2009 kostaði ljósrit af staðfestu skatt- framtali hjá því sem þá hét Ríkis- skattstjórinn í Reykjanesumdæmi 200 krónur. Ég hef einnig ljósrit af afriti skattskýrslunnar árið 2010, alls sjö blaðsíður í svörtu og hvítu, líkt og árið áður. Í fyrra kostuðu þær 250 kr. á sama stað á Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Nú kostar þetta 1.500 krónur þannig að hækkunin er sexföld. Manni ofbýður slík hækkun á einu ári,“ segir Leifur Erling Karlsson ellilífeyrisþegi um hækkun gjaldskrár fyrir afrit af framtölum. Máli sínu til stuðnings lét Leifur blaðamann hafa afrit af reikningi frá útibúi Ríkisskattstjóra í Hafnarfirði en þar kemur fram að þóknun fyrir ljósrit sé 1.500 kr. Í kjölfarið fékkst staðfest hjá starfsmanni útibúsins að verð- ið fyrir afrit af staðfestu eintaki skattframtals sé 1.500 krónur fyrir hjón eða sam- býlisfólk en 1.000 kr. fyrir ein- staklinga. Fékkst einnig staðfest að verðið var 250 kr. í fyrra, hvort sem sam- býlisfólk eða einstaklingar og hjón áttu í hlut. Árið áður, 2009, var verð- ið 200 kr., en það hafði þá haldist óbreytt í áratug eða svo. Breytingin tók gildi í fyrra Aðspurður um breytingar á gjald- töku vísaði Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri á breytingar á lögum um gjaldtöku fyrir ljósrit eða afrit, hvort heldur á pappír eða með rafrænum hætti, samkvæmt 17. grein laga númer 88/1991 um auka- tekjur ríkissjóðs, sem tekið hafi gildi á nýársdag 2010. Inntur eftir ástæðum svo skarpr- ar hækkunar á milli ára vísar Skúli Eggert til umræddrar heimildar og formsins sem viðhaft sé við gjald- skrárhækkanir. Gjaldið samkvæmt lögum „Öll gjaldtaka á vegum hins opin- bera byggist á einhvers konar lögum eða reglugerðum. Við höfum engin sjónarmið um það. Þetta er gjald sem er ákveðið samkvæmt lögum. Ríkisskattstjóri áréttaði það við all- ar starfsstöðvar embættisins síðasta vor að þessi gjaldskrá ætti að gilda. Allir vita að það er ekki afritunin sjálf sem er grundvöllur gjaldtök- unnar. Hér ber einnig að horfa til alls umstangsins í kringum hana,“ segir Skúli Eggert til skýringar. Hann vísar jafnframt í gjaldskrá Ríkisskattstjóra sem byggist á sömu lögum en þar kemur fram að gjald- taka fyrir ljósrit/endurrit á skatt- framtali einstaklings sé 1.000 krónur fyrir fjórar blaðsíður en 1.500 krón- ur fyrir sex blaðsíður fyrir hjón eða sambýlisfólk. Komast ekki hjá greiðslu Leifur gagnrýnir hækkunina harðlega og bendir á að umrædd af- rit séu t.d. nauðsynleg þegar sótt er um húsaleigubætur hjá ríkinu. „Bæturnar fást ekki öðruvísi. Þegar ég sótti afritin sá ég að margir voru reiðir. Það var fussað og sveiað.“ Til samanburðar kostar ljósritun á einni blaðsíðu í A4-stærð hjá versl- uninni Office 1 nú 49 krónur, eða fimmfalt minna en viðskiptavinir skattsins þurfa framvegis að greiða. Skattaafrit hafa sexfaldast í verði  Hjón borguðu 250 krónur í fyrra fyrir eitt afrit af staðfestu skattframtali  Verðið er nú 1.500 kr.  Einstaklingar greiddu áður 200 kr. en nú 1.000 kr. Skúli Eggert Þórðarson Mál hestamanns sem flutti notuð reiðtygi til landsins í nóvember á síðasta ári hefur verið kært til lög- reglu, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Hestamaðurinn hefur keppt fyrir Íslands hönd er- lendis. Þegar bíll hans kom hingað til lands, eftir keppnisferð erlendis, fundu tollyfirvöld meðal annars í honum notuð reiðtygi og óhreinan fatnað. Málið er litið afar alvarlegum aug- um, þar sem innflutningurinn getur haft í för með sér smitsjúkdóma sem leggjast á íslenska hestinn. Að sögn Haralds Þórarinssonar, formanns Landssambands hestamannafélaga, átti hestamanninum að vera áhætt- an sem verknaðinum fylgdi full- komlega ljós. einarorn@mbl.is Ákæra gef- in út vegna reiðtygja Flutti inn notuð reið- tygi gegn betri vitund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.