Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
✝ Sigurbjörg Páls-dóttir fæddist 22.
júlí 1920 á Böðv-
arshólum í Húnavatns-
sýslu. Hún lést á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi 1. janúar
2011.
Sigurbjörg var dótt-
ir Páls Guðmunds-
sonar (1885-1979) frá
Böðvarshólum í Húna-
vatnssýslu og Önnu
Halldórsdóttur(1886-
1987) frá Reykjadals-
koti í Hrunamanna-
hreppi. Hún var í miðjum hópi 8
systkina. Elstur var Björn Jónas
(1917-1921), þá Ingibjörg Soffía
(1918-1999), Guðmundur (1919-2007),
Elínborg Sædís (1923), Snæbjörn
(1924), Kolfinna Gerður (1924) og
loks Halla Valgerður (1929-2004).
Þann 3. október 1942 giftist Sig-
urbjörg eiginmanni sínum Aðalsteini
Símonarsyni (1917-1993) frá Vatns-
koti í Þingvallasveit. Hann var sonur
þeirra Símonar Daníels Péturssonar
(1881-1966) og Jónínu Guðrúnar
Sveinsdóttur (1885-1958).
sem barn og unglingur. Hún var mik-
il útivistarmanneskja og gekk gjarn-
an á fjöll með bræðrum sínum. Sig-
urbjörg starfaði bæði við
Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölf-
usi og Gróðrarstöðina Fagrahvamm í
Hveragerði. Þar kynntist hún manni
sínum. Veturinn 1941-1942 stundaði
hún nám í Húsmæðraskólanum á Ísa-
firði og hélt svo aftur í Hveragerði.
Sigurbjörg og Aðalsteinn hófu bú-
skap sinn að Skrúð í Reykholtsdal í
Borgarfirði í ársbyrjun 1943 þar sem
Aðalsteinn byggði upp gróðrarstöð
ásamt öðrum og stunduðu ræktun,
einkum á tómötum og gúrkum. Árið
1945 stofnuðu þau nýbýli í landi Brú-
arreykja í Stafholtstungum og
byggðu þar frá grunni sína eigin
gróðrarstöð sem þau nefndu Lauf-
skála. Þar bjuggu þau og störfuðu
alla sína starfsævi og ræktuðu
margskonar grænmeti og ávexti,
trjáplöntur og blóm að ógleymdum
kaktusunum. Árið 1997 flutti Sig-
urbjörg frá Laufskálum og bjó í 10 ár
í Borgarnesi hjá Símoni, elsta syni
sínum. Eftir það fluttist hún á Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi þar
sem hún bjó til hinstu stundar.
Sigurbjörg verður jarðsungin frá
Reykholtskirkju í Borgarfirði í dag,
laugardaginn 8. janúar 2011, og hefst
athöfnin kl 14.
Sigurbjörg og Að-
alsteinn eignuðust 3
syni. Þeirra elstur er
Símon Páll (1942),
kvæntur Þuríði Jó-
hannsdóttur (1946) og
eiga þau 4 börn;
Hanna (1966), Að-
alsteinn (1968), Sig-
urbjörg Anna (1970)
og Sunna Björk (1977).
Næstur er Erlingur
(1945), áður kvæntur
Herdísi Her-
mannsdóttur (1950),
börn þeirra eru; Ása
(1970), Erla (1972), Ágústa (1980) og
Jökull (1984). Yngstur er Kári (1960),
kona hans er Eydís Sigvaldadóttir
(1965) og eiga þau 3 börn; Sigvaldi
(1994), Ingunn (1998) og Daníel
(2002). Barnabarnabörnin eru orðin
13.
Sigurbjörg ólst upp í Húnavatns-
sýslunni þar sem foreldrar hennar
stunduðu búskap. Níu ára flutti hún
ásamt fjölskyldunni að Vonarlandi
við Sogaveg í Reykjavík. Sigurbjörg
gekk í Austurbæjarskóla í Reykjavík
og stundaði fimleika hjá Ármanni
„Nú árið er liðið í aldanna skaut og
aldrei það kemur til baka.“
Elsku besta Bagga mín, það er
eins með þig, nú ert þú liðin og kem-
ur ekki til baka til okkar.
Það var yndisleg stund síðasta að-
fangadagskvöld hérna heima í
Kveldúlfsgötunni. Við þrjú saman,
þú varst óvanalega hress og þér leið
vel. Því miður endaði það kvöld ekki
eins vel, en nú líður þér vel.
Það verður mikið tómlegt að geta
ekki hitt þig oftar eftir tæplega 50
ára kynni, en á þau ár bar aldrei
skugga. Að sjálfsögðu var ég dálítið
kvíðin að heimsækja ykkur Steina að
Laufskálum í fyrsta sinn, enda aldur
minn ekki hár þá. Eftirá sá ég að það
var alveg óþarfi, þvílíkt sem þið tók-
uð mér vel og voruð mér alltaf góð.
Ég gleymi aldrei orðum þínum frá
sumrinu 1965, þú varst að tala við
gesti ykkar inni í stofu sem sögðu
„þið eignuðust ekki dóttur“ svar þitt
var „nei, en ég hef eignast hana
núna“. Er hægt að heyra fallegra frá
verðandi tengdamóður?
Það er margs að minnast eftir öll
þessi ár, mörg ferðalög innan lands
og utan og svo allar góðu stundirnar
á heimilum okkar. Allar þessar góðu
minningar geymi ég í hjarta mínu og
bið góðan Guð að vera með þér.
Nú til þín, faðir, flý ég,
á föðurhjartað kný ég,
um aðstoð eg bið þig.
Æ, vert með mér í verki,
ég veit þinn armur sterki
í stríði lífsins styður mig.
Ég veit, að við þitt hjarta
er vonarlindin bjarta,
sem svalar særðri önd,
sem trúin himnesk heitir,
sem huggun sanna veitir.
Ó, rétt mér, Jesús, hjálparhönd.
En verði, Guð, þinn vilji,
þó veg þinn ei ég skilji,
ég fús hann fara vil.
Þó böl og stríð mig beygi,
hann brugðist getur eigi,
hann leiðir sælulandsins til.
(Guðmundur Guðmundsson)
Vona að þið Steini njótið þess að
ganga nú saman um grænar grundir
í ykkar sælulandi.
Mig langar að enda þessi fátæk-
legu orð með vísu sem móðir þín orti
eitt hundrað ára gömul.
Nú upp er runnið árið nýja
það enginn veit hvað færa kann.
Því biðjum Guð um blessun hlýja,
að böli og hættum forði hann
frá oss, en veiti líkn og lið
í lífi og dauða, sannan frið.
(AH)
Hafðu heila þökk fyrir allt og allt,
elsku besta Bagga mín.
Þín tengdadóttir
Þuríður.
Elsku amma mín, það er komið að
kveðjustund hér á jörð.
Mig langar að þakka þér fyrir allt,
það eru svo margar minningar sem
upp koma í hugann á þessum tíma-
mótum. Og þó að ég sé sorgmædd þá
eru það fyrst og fremst allar góðu og
dýrmætu minningarnar um þig sem
fylla huga minn og veita mér gleði.
Þær mun ég alltaf eiga og fyrir þær
vil ég þakka þér.
Sigurbjörg.
Sigurbjörg Pálsdóttir
✝ Soffía Guðmunds-dóttir fæddist á
Landamóti á Hánefs-
staðaeyrum í Seyð-
isfirði 3. júlí 1913. Hún
lést á Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar 31. desember
2010. Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Stefán Bjarnason,
fæddur í Tjarn-
arhúsum á Seltjarn-
arnesi 9.7. 1889, og d.
7.8. 1959, og Ingibjörg
Jónína Ólafsdóttir,
fædd í Landamóti í
Seyðisfjarðarhr. 18.5. 1891, og d.
2.11. 1979. Systkini Soffíu voru Hulda
Rebekka Guðmundsdóttir, f. 6.5.
1911, d. 18.10. 1987, Hildir Maríus
Guðmundson, f. 9.9. 1924, d. 12.11.
2001, og Haukur Guðmundsson, f.
24.6. 1930, d. 3.6. 1974.
Soffía giftist Júlíusi Jóni Brynjólfs-
syni vörubifreiðarstjóra, f. í Prests-
húsum á Þórarinstaðaeyrum í Seyð-
isfirði 27.2. 1909, d. 14.8. 1989.
Foreldrar Júlíusar voru Brynjólfur
Arnbjörnsson f. 20.9. 1857, d. 4.1.
1941 og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir,
f. 3.6. 1865, d. 1.8. 1963. Soffía og Júl-
íus áttu fjögur börn: Reynir Trúmann
Júlíusson, f. 20.6. 1937, d. 19.5. 1939.
Reynir Trúmann Júlíusson f. 14.3.
1940, kvæntur Að-
alsteinunni Báru
Björnsdóttur, f. 28.6.
1942, og eiga þau þrjú
börn: Soffía Reyn-
isdóttir, f. 1966, gift
Magnúsi Þór Ingv-
arsyni, f. 1966, og eiga
þau þrjú börn. Jón
Ágúst Reynisson, f.
1968, kvæntur Herdísi
Dittu Styrkársdóttur,
f. 1970, og eiga þau
fjögur börn. Björn
Hildir Reynisson, f.
1976, í sambúð með
Regínu Ólafsdóttur, f. 1980. Jóhann
Brynjar Júlíusson, f. 25.1. 1948,
kvæntur Maríu Aðalsteinsdóttur, f.
13.12. 1948, og eiga þau fjögur börn:
Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir, f.
1969, fyrrum eiginmaður Daníel Ove
Vest, f. 1972, og eiga þau þrjú börn.
Smári Brynjarsson, f. 1972, giftur
Vigdísi Hrönn Viggósdóttur, f. 1973,
og eiga þau þrjú börn. Júlíus Brynj-
arsson, f. 1976, í sambúð með Krist-
ínu Rut Eyjólfsdóttur, f. 1980, og eiga
þau tvö börn. Hanna Guðrún Brynj-
arsdóttir, f. 1982. Smári Júlíusson, f.
29.6. 1951, d. 6.7. 1957.
Útför Soffíu fer fram frá Seyð-
isfjarðarkirkju í dag, 8. janúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 14.
Það var alltaf svo gott og notalegt
að heimsækja ömmu, fá kökur og
ískalda mjólk úr gamla góða ís-
skápnum sem ekki hafði bilað síðan
hann var keyptur um 1960. Í minn-
ingunni var það eins og ævintýri að
fá að gista hjá ömmu, mér leiddist
aldrei og amma hugsaði um mig eins
og ég væri nafli alheimsins. Sem lítill
polli gekk ég oft til ömmu til þess að
fá mér síðdegiskaffi og hlusta á
sögu- eða tónlistarplötur í einum
flottasta plötuspilara sem ég hafði
séð. Ég eyddi mörgum tímum í að
skoða stóra myndasafnið hans Júlla
afa og amma sagði mér frá fólkinu og
stöðunum sem á myndunum voru.
En það sem ég mun sakna einna
mest er raunsætt viðhorf ömmu til
lífsins og sögur hennar frá fyrri tíð.
Sögur ömmu voru eftirminnilegar og
áhugaverðar og vöktu mig gjarnan
til umhugsunar. Hún sagði mér með-
al annars frá því þegar hún var
vinnukona á Þórarinsstöðum. Þar
voru vinnudagarnir ansi langir en að
hennar sögn var vinnan alltaf jafn
skemmtileg. Einu sinni hvíslaði hún
að mér að hún hefði nokkrum sinn-
um stolist á hestbak á kvöldin þegar
hún var kaupakona á Egilsstöðum
um 1930. Þá laumaðist hún út, fann
sér hest og reið út í nóttina. Amma
og Júlli afi giftu sig 21. desember ár-
ið 1935. Þá reru þau yfir fjörðinn frá
Eyrum á Dvergastein og eftir at-
höfnina var róið til baka. Engin var
veislan en þau fluttu inn á nýja heim-
ilið sitt í húsinu Hermes daginn eftir.
Þar bjuggu þau til ársins 1957 en
fluttu þá á Hafnargötu 12, Seyðis-
firði þar sem amma bjó fram á haust-
ið 2010. Amma sagði mér einnig frá
því þegar hún lét pabba, þá þriggja
til fjögurra ára, standa við útidyrnar
á Hermes og syngja fyrir hermenn
sem dvöldu á Seyðisfirði í seinni
heimsstyrjöldinni og þegar Júlli afi
gekk með nikkuna á bakinu frá Eyr-
um að Vestdalseyri til þess að spila á
dansleik og gekk svo til baka. En
amma átti einnig sorgarsögur sem
hún deildi með mér og kenndi mér
þannig margt um lífið og tilveruna.
Góðar minningar um ömmu munu
fylgja mér alla tíð. Ég er þakklátur
fyrir þær samverustundir sem ég
átti með henni og fyrir að hafa átt
hana sem ömmu.
Björn Hildir Reynisson.
Soffía Guðmundsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÁLL GÍSLASON
læknir,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
1. janúar.
Jarðarför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn
10. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Blindrafélag Íslands eða önnur líknarfélög.
Soffía Stefánsdóttir,
Rannveig Pálsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir,
Svana Pálsdóttir, Sigurður Geirsson,
Gísli Pálsson, Dagný Björk Pjetursdóttir,
Soffía Pálsdóttir, Halldór Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ALÍSA HANSEN
bóndi,
Elliðahvammi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi mánudaginn 27. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þorsteinn Sigmundsson,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Eiríkur Bragi Jensson,
Berglind Þorsteinsdóttir, Bjartmar Freyr Jóhannesson,
Sigmundur Þorsteinsson, Vigdís Hulda Sigurðardóttir,
Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir, Davíð Gestsson,
ömmubörn og langömmubarn.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
UNNUR PÁLSDÓTTIR,
er látin.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Fjölskyldan þakkar hlýhug og samúðarkveðjur.
Rúna Bína Sigtryggsdóttir, Brynjúlfur Thorvaldsson,
Anna Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Jón Ingvarsson,
Unnur Sigtryggsdóttir, Hilmar T. Björnsson,
Jakobína Sigtryggsdóttir, Hjörtur J. Hjartar,
Jóhanna Sigtryggsdóttir, Guðjón Steingrímsson,
Sigríður Sigtryggsdóttir, Bjarni Þjóðleifsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG MARTEINSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 37,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring-
braut fimmtudaginn 23. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum samúðarkveðjur og starfsfólki á deild 11E
fyrir góða umönnun og hlýhug.
Erla Sverrisdóttir, Hilmar Helgason,
Marteinn Sverrisson, Kristín H. Gunnarsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN JÓNASSON,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
2. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
12. janúar kl. 15.00.
Valdís Kristjánsdóttir, Hafliði Nielsen Skúlason,
Guðrún Björk Kristjánsdóttir, Jón Proppé,
Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, Ólafur G. Guðmundsson,
Ásdís Rósa og Mímir Hafliðabörn.