Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir um- ræðu í þjóðfélaginu um stefnu í peningamálum og er það vel. Við eigum nú banka- fólk sem er reynslunni ríkara og hefur vonandi lært sína lexíu og Seðlabankans er því í bráð og lengd að tryggja það að íslenskt fjármálakerfi öðlist með árunum traust og tiltrú að nýju. Það verður ekki nema að það sé kristalklárt að meginhlutverk bankans umfram allt annað sé að tryggja öruggt fjár- málaumhverfi. Það má taka þann tíma sem það þarf en að því skal keppt, baráttan við verðbólguna get- ur haldist í hendur við það markmið en leiðir kunna einnig að skilja og þá verður bankinn að hugsa um traustið og eftirláta öðrum að taka slaginn við verðbólguna. Í peningamálastefnuvali er gjarn- an bent á þrjár leiðir sem val en að- eins er hægt að para tvær þeirra samtímis. Fyrsta parið af þremur er það ástand sem við búum við núna, leið þar sem gengið er ákvarðað af Seðlabankanum en ekki á markaði og Seðlabankinn ákvarðar vexti, en flæði fjármagns er heft, að mínu mati versta parið af öllum og það sem síst skal kjósa ætli þjóðin að forðast ein- angrun og vesöld. Annað parið er svo þar sem gengið er ákvarðað af Seðla- bankanum og flæði fjármagns er frjálst, þá verður erfitt að ráða vaxta- stiginu. Þessi kostur er ekki góður sem framtíðarval en góður kostur á yfirgangstíma. Síðasta parið og það sem okkur ber að stefna að er að hafa frjálst flæði fjár- magns til og frá landinu en ráða vöxtunum inn- anlands, þá stjórnast gengið fremur á mark- aði. Síðastnefndi kost- urinn er forsenda þess að við getum sem menntuð og dugandi þjóð keppt við aðrar þjóðir og veitt þegnum okkar þau bestu kjör sem bjóðast. Við erum nú þessa daga að semja við Evrópusambandið um aðild. Þeg- ar Evrópusambandslöndin ákváðu að hafa evru sem gjaldmiðil völdu þau í aðlögunarferlinu leið sem ég hef hér lýst sem pari númer tvö (yfirgangs- leið) þar sem Seðlabankinn hvers lands ákvarðar gengi krónunnar og flæði fjármagnsins er frjálst. Um er að ræða yfirgangsleið úr þeirri stöðu sem við búum við nú og til þeirrar leiðar sem mun leiða til mestrar vel- megunar. Yfirgangsleiðin sem hér er nefnd verður því aðeins farin að seðlabanki Evrópu ábyrgist að verja krónuna gegn spákaupmennsku og tímabundnum vanda vegna fjár- magnsflótta, um það þarf að semja sem fyrst. Val á þessari leið er góður kostur í dag þar eð krónan er veik og tryggir þannig vöxt atvinnuvega sem keppa á erlendum markaði við öflun gjald- eyris. Hins vegar er margt sem bend- ir til þess að nauðsynlegt sé að hafa endurskoðunarákvæði í samningnum um gengið þar sem við getum lagað það að evru (styrkt gengi krónunnar frá því sem nú er) og ætti því aðlög- unarferlið að vera nokkuð langt þann- ig að við tækjum ekki ákvörðun um að kasta krónunni fyrr en t.d. 2020. Efnahagskerfi okkar er það laskað og undirliggjandi eru leiðréttingar sem við þurfum að gera á næstu árum, því er afar mikilvægt að forðast það að ákvörðun um gengi á krónu við upp- töku evru verði tekin fyrr en við sjáum fram á traustara efnahagslíf. Það verður ekki á næstu árum og því hættulegt að hafa innbyggða óvissu sem við getum forðast ef við gefum okkur til þess tíma. Margir spá evru illum örlögum, peningalega kann að vera nokkur fótur fyrir því en evran hefur aðra hlið sem er pólitísk. Evran sameinar m.a. Grikki í suðaustri og Finna í norðvestri, gildi hennar er því annað og meira en bara peningalegt. Evrópusamstarfið snýst fyrst og síðast um að komast hjá sundrungu meðal þjóða og efla hag þeirra með aukinni efnahagslegri samvinnu það kann að auka líflíkur evrunnar. Okkur liggur ekki á að taka ákvörðun um að kasta krónunni, við þurfum hins vegar góðan tíma til aðlögunar svo við getum þegar og ef þar að kemur metið kosti þess að fórna krónunni fyrir evru. Kallað eftir stefnu í peningamálum Eftir Bjarna Pétur Magnússon » Í samningaviðræð- unum eigum við að semja um að krónan komist í var. Tökum okkur hins vegar góðan tíma í að ákvarða hvort við skiptum henni út fyrir evru. Bjarni Pétur Magnússon Höfundur er hagfræðingur. Sevilla Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Monte Carmelo *** í 4 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 22.680. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. 28. mars í 4 nætur frá kr. 99.900 Heimsferðir bjóða spennandi ferð til Sevilla í vor. Á þessum árstíma er veðrið mjög þægilegt, enda vorið komið á þessum slóðum. Flogið verður með Icelandair í morgunflugi til Sevilla 28. mars og til baka um kvöldið þann 4. apríl. Fjölbreytt gisting í boði á mjög góðum hótelum í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menningu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu næturlífi og endalausu úrvali veitingastaða og verslana. Morgunflugmeð Icelandair Að svara Stak- steinahöfundi Morg- unblaðsins er að vísu svolítið eins og að reyna að ræða við veð- urbarða og sam- anfrosna steinvölu í fjöruborðinu hér úti á Granda en ég má þó eigi að síður til með að nefna þá atlögu sem sneidd er að mér í blaðinu á fimmtudag. Staksteinahöfundur hefur það eink- um að athuga við stjórnmálafræði- lega greiningu mína á ástandinu í VG, sem ég ræddi á Rás 2 í vikunni, að ég sé fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Engin tilraun er hins vegar gerð til að ræða efnislega það sem ég hafði að segja. Tilgang- urinn með svona stimplunum er að gera menn ótrúverðuga. Á íþrótta- máli heitir þetta að fara í manninn í stað þess að gera einu sinni tilraun til að ná af honum boltanum. Maður er auðvitað orðinn vanur svona skæðadrífum og ætti ekki að kippa sér upp við þær. En þó finnst mér rétt að taka það fram hér og nú, að þegar ég sneri mér að fræðistörf- um fyrir allmörgum árum þá hætti ég um leið afskiptum af stjórn- málum. Ég skal reyna að segja þetta eins skýrt og mér frekast er unnt: Ég er ekki í neinum stjórn- málaflokki. Hvorki Samfylkingunni né öðrum. Og ég geng ekki erinda Samfylk- ingarinnar fremur en annarra stjórnmálaafla. Eins og öllum sem nenna að skoða það sem ég hef sagt ætti að vera bersýnilegt. Og fyrst ég er farinn að ræða þessa hluti hér þá get ég svo sem líka látið fylgja að ég er ekki á launum hjá Evrópu- sambandinu eins og svo oft er haldið fram af skítadreifurum á netinu. Bara svo það sé á hreinu þá á ég í fjárhags- legu sambandi við Háskólann á Bif- röst, útgáfufélagið Veröld, The Gu- ardian, DV og núna um stundarsakir við ríkisstjórn Noregs vegna rann- sóknaverkefnis um Evrópumál. Og svo eftir rúman mánuð við þjóðina vegna Stjórnlagaþings. Þrátt fyrir þessi fjárhagslegu tengsl – og hvað svo sem Staksteinar Morgunblaðsins kunna að hafa um þau að segja – þá á ég mig nú samt sem áður sjálfur. Fyrrverandi vara Eftir Eirík Bergmann Eiríkur Bergmann Einarsson »Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Hvorki Samfylkingunni né öðrum. Höfundur er doktor í stjórn- málafræði. Mér áskotnaðist nokkur bunki af Morg- unblaðinu á dögunum og rakst þar á viðtal við Pál Hersteinsson í Mbl. 15. des. sl. þar sem hann barmar sér ögn undan forsvars- mönnum Bjarmalands félags refaveiðimanna eins og hann kýs að nefna félagið og jafnt og þessir forsvarsmenn nefnir hann ekki nöfn frekar en þeir. Páll kvartar undan því að téðir forsvarsmenn haldi því fram að allt hafi farið á verri veg þegar hann tók við starfi veiðistjóra og telur það sögufölsun hina verstu, (þó hef- ur hann sjálfur sagt að refastofninn hafi tífaldast síðan 1980.) Þetta er ekki alveg réttur skilningur hjá Páli. Rétt er hins vegar að forsvars- menn telja að um það leyti hafi farið að halla á verri veg þó að einhver smá fjölgun hafi orðið fyrr, en fyrsta alvöru feilsporið var að setja í lög að veiðistjóri skuli vera líffræð- ingur en því kom Páll inn lögin sem sett voru í maí 1994. Það er alveg morgunljóst að þarna telur alla vega stjórn Bjarmalands félags at- vinnuveiðimanna á ref og mink að gerð hafi verið grundvallarmistök og telur rétt að lífræðingar sjái um rannsóknir og vöktun stofna, þeirra menntun snýr að því. Á sama hátt eru reyndir veiðimenn hæfastir til að stjórna og sjá um fækkun í dýra- stofnum sem ákveðið er að þurfi að grisja. Það vita flestir að refastofninn fór að ná sér eftir að vera í lágmarki 1975 en 1985 og enn síðar fer fjölg- unin að verða hraðari og um 2000 tekur alveg steininn úr og fjölgunin kemst á flug. Páll talar um stækk- andi fýla- og gæsastofna og að heið- lóustofninn hafi fjórfaldast í vetr- artalningu þarna sé skýringin á fjölgun refa. Grágæs hefur samt verið á válista vegna fækkunar en rétt er að fýl hefur fjölgað. Lítið mun vera af heiðlóu alla vega á Vestfjörðum í vetrartalningu en lak- ast er að þar á lóan eins og annar mófugl víða erfitt með ungauppeldi á sumrin. Páll nefnir ekki stöðu rjúpnastofnsins á tímabilinu sem refa- stofninn tífaldast, en miðað við þann fjölda sem menn þekktu fyrir 1970 er hann einfald- lega hruninn og það vita þeir sem ákváðu réttilega veiðibann á rjúpu sem síðan var af- létt að litlu leyti þegar einhverjar rjúpur fóru að sjást aftur. Páll bendir líka réttilega á að hætt hafi verið að greiða sér- staklega fyrir grenjaleit 1997 og verðlaun fyrir hlaupadýr og gren- dýr hækkuð. Hann nefnir ekki að líffræðingarnir í starfi veiðistjóra hafa ekki talið ástæðu til að hækka laun veiðimanna í þrettán ár, þessar greiðslur hafa staðið óbreyttar síð- an 1997. Hvað skyldu laun veiði- stjóra hafa hækkað mikið á sama tíma? Páll nefnir líka sem líklega ástæðu fjölgunar refa að svo hafi menn farið að bera út í stórum stíl og refurinn hafi verið í veislu allan veturinn þegar mestu máli skiptir fyrir hann upp á frjósemi. Svo að- eins síðar í greininni að í ár hafi meðal legörafjöldinn aðeins verið að 5 sem er það minnsta sem mælst hefur. Jahá, svona eru nú vísindin eða hafa menn ekki munað eftir að fóðra refinn? Í lokin er ég svo alveg sammála Páli um að það er ótækt að verið sé að fóðra varginn hverju nafni sem hann nefnist. Menn eigi alls ekki að bera út nema að ætla sér að sinna veiðinni. Refurinn ráðsnjalli Eftir Guðbrand Sverrisson » Á sama hátt eru reyndir veiðimenn hæfastir til að stjórna og sjá um fækkun í dýrastofnum sem ákveðið er að þurfi að grisja. Guðbrandur Sverrisson Höfundur er bóndi og í stjórn Bjarmalands, félags atvinnuveiði- manna á ref og mink.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.