Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  17. tölublað  99. árgangur  HRESSANDI Í SVARTASTA SKAMMDEGINU BROS- LEG OG ERFIÐ PASTELLITAÐIR AUGNSKUGGAR OG BLEIKAR VARIR SAMSKIPTI LHG OG SKIPA 12 2011 LITRÍKT ÁR Í FÖRÐUN 10BURLESQUE 40 Grunur leikur á að brotið hafi verið gegn auðgunarbrotakafla hegningar- laganna með millifærslum af reikn- ingi Landsbankans hjá Seðlabanka Íslands þann 6. október 2008, sama dag og svokölluð neyðarlög tóku gildi. Degi síðar var slitastjórn skipuð yfir bankanum. Háar fjárhæðir voru flutt- ar af reikningi Landsbankans og á reikninga MP Banka og Straums fjárfestingarbanka. Fjórir voru handteknir vegna rann- sóknar málsins í gær, en starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu húsleit á fimm stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Þrír hinna handteknu eru fyrrverandi starfsmenn Landsbank- ans, en ekki var vitað hver hinn fjórði er þegar blaðið fór í prentun. Yfirheyrt í löngum lotum Þeim sem handteknir voru var sleppt eftir yfirheyrslur í gærkvöldi þar sem rannsóknarhagsmunir hafi ekki staðið til þess að óskað væri eftir gæsluvarðhaldi yfir þeim. Þá stóðu áframhaldandi yfirheyrslur yfir Sig- urjóni Þ. Árnasyni, sem verður í gæsluvarðhaldi fram á þriðjudag, yfir frá tæplega 11:00 í gærmorgun til tæplega 22:00. Munu yfirheyrslur yfir honum halda áfram í dag. Gagna var meðal annars aflað í Seðlabankanum, hjá ALMC, sem áður hét Straumur, og í MP Banka. Enginn starfsmanna þessara fyrirtækja var þó handtek- inn. Jafnframt var leitað í húsakynn- um Landsvaka, en sérstakur sak- sóknari rannsakar kaup Landsbankans á verðbréfum af Landsvaka eftir að sjóðum fyrirtæk- isins hafði verið lokað. Landsvaki rek- ur verðbréfasjóði og var áður dótt- urfélag Landsbankans, en er nú dótturfélag NBI. einarorn@mbl.is » 4 Yfirheyrðir vegna gruns um auðgunarbrot  Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í gær Morgunblaðið/Ernir Sérstakur saksóknari Hinum handteknu var sleppt í gærkvöldi. Eftir glæsilegan sigur á Norðmönnum, 29:22, hefja Ólafur Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í handknattleik milliriðilinn á HM í Svíþjóð í efsta sætinu. Íslenska liðið er með fjögur stig, einu meira en Frakkar og Spánverjar, og mætir Þýskalandi á morgun. » Íþróttir Ísland byrjar í toppsætinu Ljósmynd/Hilmar Þór  Þeir fjár- munir sem slitastjórn þrotabús Spari- sjóðsins í Kefla- vík fékk til ráð- stöfunar við færslu eigna og skulda í nýjan sparisjóð eru nánast upp- urnir. Slitastjórnin á því erfitt um vik að höfða riftunarmál og rann- saka upp á eigin spýtur viðskipti gamla bankans sem gæti verið grundvöllur slíkra mála. Slitastjórnin hélt fund með kröfu- höfum í gær. Þar kom fram að alls var lýst kröfum fyrir 36 milljarða í þrotabúið og samþykkti slitastjórnin kröfur fyrir tæplega níu milljarða. Litlar líkur eru taldar á að eitthvað fáist upp í kröfurnar. »16 Rekstrarfé slita- stjórnar uppurið  Stefnir, dótturfélag Arion banka, hefur ekki lokið fjármögnun á kaupum eins sjóða sinna á trygg- ingafélaginu Sjóvá. Greint var frá kaupum sjóðsins SF1 á trygginga- félaginu í fyrradag. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem annaðist söluferlið, að kaupsamn- ingur SF1 sé háður fyrirvörum um endanlega fjármögnun. Heimildir Morgunblaðins herma að hluthafa- samkomulag Sjóvár, sem undir- ritað var við endurreisn félagsins árið 2009, kveði á um að allar meiriháttar ákvarðanir þurfi sam- þykki tveggja af þremur hluthöfum félagsins, sem þá voru Seðlabank- inn, Glitnir og Íslandsbanki. »16 Hafa ekki lokið fjár- mögnun kaupanna Sjóvá Fjármögnun enn ólokið. Að sögn Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, voru Julian Assange og aðrir fulltrúar Wikileaks gestir í byggingunni þar sem tölvan fannst í des- ember, janúar og febrúar. Þar fóru fram fundir um þings- ályktunartillögu um að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og fjölmiðlafrelsis. „Þeir voru bara þarna sem gestir á fundum. Það var verið að vinna IMMA-þingsályktun- artillöguna og þetta voru ekki bara Julian og Wiki- leaks sem voru þarna heldur líka bandarískur lög- fræðingur, hollenskur lögfræðingur, fréttamað- ur frá BBC og alls konar sérfræðingar í upplýs- ingamálum. Þetta var flókið mál og legið lengi yfir því hvernig væri hægt að gera þetta.“ „Voru bara þarna sem gestir“ FULLTRÚAR WIKILEAKS Í SKRIFSTOFUBYGGINGU ALÞINGIS Þór Saari Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Lögreglan í Reykjavík hefur hvorki stuðst við myndbandsupptökur né vitnisburði þingmanna við rannsókn á fartölvunni sem grunur leikur á að hafi átt að nota til njósna á Alþingi. Eftirlitsmyndavélar í grennd við skrifstofuna þar sem tölvan fannst voru bilaðar og náðu því ekki mynd af þeim sem kom tölvunni fyrir. Tölvan fannst fyrir tæpu ári og hefur enn engin niðurstaða fengist í rannsókn málsins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að þing- menn hafi ekki verið spurðir út í mannaferðir á svæðinu, þrátt fyrir skort á upplýsingum vegna bilana eft- irlitsmyndavélanna. Hann segir að lögreglan hafi einfaldlega ekki haft neitt í höndunum um það hver hefði komið tölvunni fyrir. Því hafi lögregl- an ekki getað kallað neinn þingmann til yfirheyrslu. Rannsókn lögreglu stendur enn yf- ir að sögn Stefáns. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði á Alþingi í gær, að rannsókn lögreglunnar hefði staðið yfir í um viku og að skrifstofustjóra Alþingis hefði að lokum verið tilkynnt að rann- sókninni hefði lokið án árangurs. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á því hvers vegna ekki var talað við þing- menn. „Hvers vegna var ekki rætt við þá sem starfa í næsta nágrenni við þennan stað þar sem þessi grunsam- lega tölva fannst og þeir til dæmis spurðir út í mannaferðir í aðdraganda þess að tölvan fannst.“ Lögreglustjóri fundar með forsætisnefnd í dag. Styðjast ekki við upptökur eða vitni  Lögreglustjóra og forseta Alþingis ber ekki saman um hvort rannsókn hafi verið lokið MVissu ekki af tölvunni »2 og 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.