Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Starfsmenn embættis sérstaks sak- sóknara gerðu í gær húsleit á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu og fjórir voru handteknir í tengslum við þær. Tilefnið var rannsókn embætt- isins á millifærslum af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til MP Banka og Straums fjárfesting- arbanka af reikning og kaup Lands- bankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna. Þrír hinna handteknu eru þeir Jón Þorsteinn Oddleifsson, Stefán Héð- inn Stefánsson og Þórir Örn Ingólfs- son, en allir eru þeir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans. Ekki var vitað hver fjórði maðurinn er þegar blaðið fór í prentun. Var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum í gær. Hinn 6. október 2008 voru miklir fjármunir fluttir af reikningi Lands- bankans í Seðlabanka Íslands og á reikninga MP Banka og Straums fjárfestingarbanka. Starfsmenn sér- staks saksóknara gerðu húsleit hjá Straumi, sem nú heitir raunar ALMC, MP Banka og í Seðlabank- anum, þar sem gagna var aflað um téðar færslur. Sömuleiðis var leitað í húsakynnum Landsvaka. Enginn var handtekinn hjá ALMC, MP Banka eða Seðlabankanum, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Um mikla fjármuni að tefla Rannsóknin nú byggist á gruni um skilasvik, að því er segir í til- kynningu frá sérstökum saksókn- ara. Um sé að tefla „verulega fjár- hagslega hagsmuni.“ Starfsmönnum MP Banka og Straums hefur verið það ljóst daginn sem neyðarlögin voru sett að upp væri runnið síðasta tækifæri til að bjarga fjármunum frá Landsbankanum, og skýrir það að einhverju leyti hinar miklu pen- ingatilfærslur á milli reikninga bankanna hjá Seðlabankanum þann daginn. Upphæðirnar sem um ræðir hlaupa líkast til á milljörðum króna. Jón Þorsteinn Oddleifsson var forstöðumaður fjárstýringar Lands- bankans á þeim tíma sem meint brot voru framin. Hann hefur þannig haft umsjón með stórum peningatil- færslum til og frá bankanum. Við- mælendur blaðsins segja hann hafa verið náinn samstarfsmann Sigur- jóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, sem nú er í gæsluvarð- haldi. Síðustu mánuðina fyrir fall bankans hafi þeir verið allt að því óaðskiljanlegir. Í skýrslu sinni fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis segir Sigurjón um Jón að hann hafi verið sá sem einkum sinnti samskiptum við Alþjóða- og markaðssvið Seðla- bankans fyrir hönd Landsbankans. Stefán Héðinn Stefánsson, sem færður var til yfirheyrslu í gær, var stjórnarformaður Landsvaka, dótt- urfélags Landsbankans. Landsvaki rekur fjárfestingarsjóði á borð við peningamarkaðssjóði. Sérstakur saksóknari rannsakar nú kaup bank- ans á verðbréfum úr sjóðum Lands- vaka eftir að þeim hafði verið lokað. Þórir Örn Ingólfsson var einnig færður til yfirheyrslu í gær. Hann var áður yfirmaður áhættustýringar hjá Landsbankanum, en var fluttur til í starfi í kjölfar hrunsins. Skömmu síðar hætti hann hjá bankanum. 22. maí 2009 Húsleit gerð á tólf stöðum í tengslum við rannsókn á kaupum Q Iceland Finance, eignarhaldsfélags sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Katar, á um fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Leitað var í höf- uðstöðvum Kaupþings og á heimilum fyrrverandi stjórnenda bankans. Einnig á heimili Ólafs Ólafssonar, sumarhúsi hans og á skrifstofu Q Iceland Finance ehf., sem er til húsa hjá lögmannsstofunni Fulltingi á Suðurlandsbraut. Jafnframt var leitað á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrif- stofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs og víðar. 3. júní 2009 Húsleit gerð hjá lögfræðistofunni Logos, ann- ars vegar vegna rannsóknar ríkislögreglustjóra á félögum í eigu Hannesar Smárasonar og hins vegar vegna athugunar sérstaks saksóknara á Q Iceland Finance ehf. 7. júlí 2009 Húsleit var gerð á a.m.k. tíu stöðum vegna rannsóknar á málefnum Sjóvár. Leitað var hjá Milestone, Sjóvá, Öskum Capital, heimili Þórs Sigfússonar, fyrrv. for- stjóra Sjóvár, Guðmundar Ólasonar, forstjóra Milestone, og Karls Wernerssonar, stjórnarformanns Milestone, og hjá tveimur félögum sem tengjast Sjóvá og Milestone og hjá net- fyrirtæki sem hýsir tölvupóstþjóna þeirra. Að auki var farið inn á skrifstofur Samtaka atvinnulífsins, þar sem Þór Sigfús- son gegndi formennsku, og leitað í tölvu hans þar. 1. október 2009 Húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price-Waterhouse Coopers. 24. nóvember 2009 Húsleit hjá sparisjóðnum Byr og MP banka vegna Exeter-málsins. 26. janúar 2010 Húsleit gerði í höfuðstöðvum Exista. Á sama tíma var gerð húsleit á sjö öðrum stöðum á Íslandi og fjórum stöðum á Englandi. Leitað var í sumarhúsi Lýðs Guð- mundssonar, á heimili hans og í geymsluskemmu sem hann og Ágúst bróðir hans eiga. Auk þess var leitað í höf- uðstöðvum Exista, hjá eignaleigufélaginu Lýsingu, lög- mannsstofunni Logos og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte. Ennfremur var gerð húsleit í höfuðstöðvum Exista í London og á skrifstofu Bakkavarar í Lincoln og á tveimur öðrum stöðum í Bretlandi. 12. febrúar 2010 Húsleit á vegum sérstaks saksóknara í húsakynnum Banque Havilland sem tók yfir starfsemi Kaup- þings í Lúxemborg og einu heimahúsi í Lúxemborg. Emb- ættið á von á að fá gögnin í febrúar nk. 6. maí 2010 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland, handteknir og í kjölfarið úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri bankans á Íslandi var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var þá í London og kom ekki fyrr en alllöngu síðar eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol. 28. júní 2010 Sérstakur saksóknari ákærir þrjá menn í Ex- eter-málinu; Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórn- arformann Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, og Styrmi Þór Bragason, fyrrverandi for- stjóra MP-banka. 16. nóvember 2010 Húsleitir á tíu stöðum og fjöldi manns tekinn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á lánveitingum Glitnis, m.a. á skrifstofum 101 Hótels, fyrirtækis í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Einnig á skrifstofu Pálma Haralds- sonar, á heimili Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis og hjá Sögu fjárfestingarbanka. Fjölmargir starfs- menn Glitnis, FL Group og Sögu Fjárfestingarbanka yf- irheyrðir. 13. janúar 2011 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi yf- irmaður eigin viðskipta, handteknir og síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Margir fyrrverandi yfirmenn og starfsmenn Landsbankans yfirheyrðir sama dag og í kjölfarið, þ. á m. Halldór J. Kristjánsson, sem einnig var bankastjóri. Halldór var síðan úrskurðaður í farbann. Húsleitir gerðar á þremur stöðum, m.a. á heimili Sigurjóns Árnasonar, skv. fregnum fjölmiðla. 20. janúar 2011 Húsleitir á fimm stöðum, þ. á m. í Seðla- banka Íslands, og fjórir færðir til skýrslutöku. Húsleitir og handtökur sérstaks saksóknara Fjórir hand- teknir vegna skilasvika  Sérstakur saksóknari gerði húsleit á fimm stöðum í umfangsmiklum aðgerðum Burður Miklu magni gagna var safnað við húsleitir í gær og þau flutt í húsakynni sérstaks saksóknara til úrvinnslu.Skilasvik » Grunur leikur á að brotið hafi verið gegn auðgunar- brotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstöfun fjár- muna Landsbankans. » Málunum sem nú eru til rannsóknar var vísað til emb- ættis sérstaks saksóknara með tilkynningu frá skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Ís- lands í lok síðasta árs. Þau hafa verið til meðferðar hjá embættinu síðan. Yfirheyrður Stefáni Héðni Stefánssyni var fylgt út í lögreglubíl í kjölfar yfirheyrslu sérstaks saksóknara. Hann sést hér setjast inn í bílinn. Morgunblaðið/Ómar Fluttur burt Þórir Örn sést hér yfirgefa húsakynni sérstaks saksóknara. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Már Guðmundsson seðlabankastjóri gerir ekki athugasemdir við að sér- stakur saksóknari hafi fengið úrskurð til húsleitar til að afla gagna í Seðla- bankanum í gær. Már sagði í samtali við Morg- unblaðið að starfsmenn Seðla- bankans væru boðnir og búnir til að aðstoða sér- stakan saksókn- ara og hefði vænt- anlega dugað að fá beiðni um að afhenda gögnin. „Ef þeir hefðu beðið um þessi gögn hefðum við auðvitað reynt að verða við því, það er augljóst mál,“ sagði Már. Fara yfir málið Már bætti við að á hinn bóginn yrði að líta til þess að Seðlabankinn væri bundinn trúnaði um ýmis gögn í hans vörslu og því væri hugsanlegt að lög- fræðingar bankans hefðu talið að bankanum væri óheimilt að afhenda sérstökum saksóknara gögnin, nema gegn úrskurði dómara. Farið yrði yfir málið með lögfræðingum bankans á næstu dögum, þ.e. hvort hægt hefði verið að afhenda sérstökum saksókn- ara gögn sem þessi án dóms- úrskurðar. Húsleit sérstaks saksóknara varð- ar rannsókn á tilteknum millifærslum af reikningi Landsbankans í Seðla- bankanum. Fulltrúar sérstaks sak- sóknara komu í Seðlabankann í gær- morgun og framvísuðu húsleitarúrskurðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum báðu starfsmenn sérstaks saksókn- ara eingöngu um gögn um færslur á reikningi Landsbankans 6. október 2008. runarp@mbl.is Seðlabank- inn aðstoðar eftir megni  Bundinn trúnaði um ýmis gögn Morgunblaðið/Ernir Millifærslur Sérstakur saksóknari fékk heimild til húsleitar í Seðlabankanum. Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.