Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
✝ Þorvaldur G.Blöndal húsa-
smíðameistari var
fæddur í Reykjavík
18. nóvember 1947.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu, Hraunbæ 14 í
Reykjavík 12. janúar
2011.
Foreldrar hans
voru Björn Auðunn
Blöndal versl-
unarmaður, fæddur í
Skógarnesi í Mikla-
holtshreppi á Snæ-
fellsnesi 26. júní 1918, dáinn 22. júlí
1994 og Guðbjörg Þ. Blöndal, hatta-
saumakona og húsmóðir, fædd á
Akureyri 28. janúar 1927. Systkini
Þorvaldar eru: 1) Guðrún Blöndal
(samfeðra), f. 8. ágúst 1945, gift
Gylfa Magnússyni, f. 15. janúar
1942. Börn þeirra eru: a) Málfríður,
í sambúð með Sigurjóni Jónssyni,
dætur hennar eru Guðrún Ylfa og
María Rún. b) Magnús, í sambúð
með Halldóru Sjöfn Róbertsdóttur,
dóttir þeirra er Dagný Dís. c) Arn-
björg, í sambúð með Frey Guð-
mundssyni, sonur hennar er Gylfi.
d) Guðbjörg, gift Steinþóri Jón-
assyni, börn þeirra eru Ugla og
Viktor. e) Iðunn Harpa, í sambúð
Lambastöðum Seltjarnarnesi, og
vann síðar hjá frænda sínum Sig-
urði Þorgeirssyni en lengst af hjá
Þórði Kristjánssyni húsasmíða-
meistara eða í 23 ár. Síðusu árin
vann Þorvaldur hjá Ístaki og Bygg.
Þorvaldur fluttist til Ólafsvíkur
1979 og kenndi þar í mörg ár smíði
og leikfimi við grunnskólann ásamt
því að þjálfa yngri flokka í körfu-
bolta. Hann undirbjó einnig marga
smiði á svæðinu undir meistara-
skólann í húsasmíði. Þorvaldur spil-
aði 199 leiki með meistaraflokki KR
í körfubolta 1965-1978 og varð Ís-
landsmeistari með þeim 1974. Hann
þjálfaði yngri flokka KR-inga í
körfu ásamt því að vera virkur í
starfi og félagsmálum KR. Hesta-
mennska var Þorvaldi alla tíð í blóð
borin og stundaði hann útreiðar,
keppni og ferðaðist með föður sín-
um Birni Blöndal á hestum um
landið ásamt vinum og vandamönn-
um. Þorvaldur átti margan góðan
gæðinginn og var eftir því tekið
hvað hann hafði gott lag á hestum.
Vélsleðasportið var Þorvaldi hug-
leikið og stundaði hann það frá
1985-2008 og ferðaðist mikið um
landið þvert og endilangt með Ólafi
bróður sínum og góðum vinum.
Útför Þorvaldar fer fram frá
Neskirkju við Hagatorg í dag, 21.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
11.
með Þórarni Thor-
arensen, sonur þeirra
er Gabríel. 2) Birna
Blöndal, f. 23. nóv-
ember 1950, gift
Gylfa Kristjánssyni, f.
18. ágúst 1948, d. 29.
október 2007. Börn
þeirra eru: a) Ólafur
Auðunn, giftur Öldu
Stefánsdóttur, synir
þeirra eru Björn Auð-
unn og Stefán Fann-
ar. b) Kristján Hilmir,
giftur Örnu Gunn-
arsdóttur, börn
þeirra eru Gylfi og Aðalheiður. c)
Berglind, börn hennar eru Benja-
mín Þorri og Birna Dísella. 3) Ing-
unn Ólafía Blöndal, f. 11. júlí 1957, í
sambúð með Erni Stefánssyni, f. 24.
mars 1959. 4) Ólafur Björn Blöndal,
f. 29. júlí 1962. Börn hans og fyrr-
verandi konu hans, Þórunnar Frið-
riksdóttur, eru Björn Örvar og
Alexandra. Sonur hans og fyrrver-
andi sambýliskonu, Jónínu Fjeld-
sted, er Þorvaldur. Seinni kona
Ólafs Björns er Jóna Bjarnadóttir.
Þau skildu.
Þorvaldur lærði húsamíði við
Iðnskólann og tók síðan meistara-
próf frá Tækniskólanum. Hann
nam hjá Helga Kristjánssyni,
Elsku besti stóri bróðir minn. Það
er ólýsanlega þungbært að þurfa að
skrifa þessar línur. Ég er búinn að
hugsa til þín allan daginn, alla daga
frá því þú kvaddir og er ekki enn bú-
inn að átta mig á því að þú sért ekki
með mér lengur.
Þú hefur alltaf, alla tíð verið mín
fyrirmynd, þú þessi sterkmyndar-
legi (enda varstu alltaf mikill
kvennaljómi og ófáar skvísurnar
sem komu á Melabrautina í gamla
daga) og heilsuhrausti íþróttamaður
með þá mestu réttlætiskennd sem
ég hef kynnst hjá nokkrum manni.
Alltaf varstu tilbúinn að leyfa öll-
um að njóta vafans, hallaðir aldrei
orði á nokkurn mann, fróður um allt
milli himins og jarðar og vel inni í
því sem máli skiptir í daglegu lífi.
Gaman var að hlusta á þig segja
sögur í góðum hópi og alltaf fékkstu
orðið ef þú opnaðir munninn. Ég var
alltaf mjög stoltur af þér, stóra
bróður mínum, og hafði gaman af
því að monta mig við vini mína hvað
þú værir sterkur, enda lagðir þú mig
alltaf í sjómanni og tókst mig og alla
sem reyndu við þig í krók. Alltaf
varst þú góður við mig, litla bróður
þinn, passaðir mig, kenndir mér að
umgangast og þekkja dýrin, leið-
beindir mér í hestamennskunni og
sagðir mér sögur af sjónum þegar
þú kitlaðir hvalina á maganum í sigl-
ingum þínum um heimsins höf. Það
var alltaf mikil eftirvænting þegar
þú komst úr siglingu því alltaf færð-
ir þú mér eitthvað fallegt, tókst mig
á hnéð og spjallaðir við mig.
Það var gaman að vera með þér
úti í náttúrunni og hlusta á þig tala
um fuglana, þú vissir nöfnin á þeim
öllum, hvað þeir verptu mörgum
eggjum, og sýndir mér hreiðrin
þeirra. Það var alveg sama hvernig
þú reyndir að kenna mér að teikna,
ekki gekk það, en það var unun að
horfa á þig teikna hestamyndir,
fuglamyndir, mannamyndir en það
eina sem ég kom á blað var Óli prik.
Ómetanlegur tími í mínu lífi var
samvera okkar í vélsleðamennsk-
unni á árunum 8́5-́07. Lengri og
styttri ferðir okkar og vina okkar
Samúels og Magga Guðjóns voru
þér og mér dýrmætar, en þær voru
ófáar og margar skrautlegar. Það
var óborganlegt að fylgjast með þér
þegar þú fannst einhvers staðar
heita uppsprettu, því þá var hægt að
raka sig og snyrta.
Alltaf varstu snyrtimenni við allar
aðstæður, sama hvort um var að
ræða smíðavinnu eða mætingu í
mannfagnað. Þú kenndir mér að
bursta skó þannig að hægt væri að
spegla sig í þeim og þannig að þeir
entust svo um munaði.
Þú hefur alltaf verið svo góður við
börnin mín Alexöndru, Björn og
Þorvald nafna þinn, enda dýrka þau
Lolla frænda sem kom alltaf fær-
andi hendi með skemmtilegar sögur
og bláan Opal. Mikið mun ég sakna
þín austur á Þingvöllum í bústaðn-
um okkar þar sem þú fannst þinn
griðastað og elskaðir að vera við
hvíld, smíðar eða veiðar, en þar
eyddum við mörgum stundum sam-
an sem eru mér ómetanlegar. Elsku
besti stóri bróðir minn, nú ertu
kominn til pabba okkar sem hefur
tekið á móti þér opnum faðmi.
Guð geymi þig.
Þinn bróðir,
Ólafur Björn.
Elsku Þorvaldur bróðir minn er
fallinn frá. Þegar ég minnist hans
kemur upp í huga mér hve ævinlega
þakklát ég er fyrir að hafa átt hann
að. Þrjú ár voru milli okkar í aldri
og alla tíð vorum við mjög náin og
góðir vinir. Þorvaldur hafði mikið að
gefa og nutu börn mín alla tíð góðs
af því og síðar þeirra börn. Lolla
frænda kölluðu þau hann og hann
skipaði sérstakan sess hjá þeim
enda var hann þeim einstaklega
góður.
Eftir að við Gylfi heitinn fórum að
búa var Þorvaldur tíður gestur á
heimili okkar enda voru hann og
Gylfi góðir félagar með körfubolt-
ann að sameiginlegu áhugamáli.
Þorvaldur var hjálpsamur að eðlis-
fari og til að mynda smíðaði hann
handa okkur Gylfa fyrsta sófasettið
sem við eignuðumst. Eftir að við
fluttumst norður vorum við dugleg
að halda sambandi gegnum síma og
síðustu ár má segja að systkina-
böndin hafi styrkst enn frekar eftir
því sem samtölin um lífið og til-
veruna urðu tíðari og dýpri. Þá rifj-
uðum við gjarnan upp gamlar minn-
ingar frá því þegar við vorum að
alast upp í Laugarneshverfinu og
síðar á Seltjarnarnesi, minningar
um jólin hjá afa á Hringbrautinni og
hestamennskuna með pabba.
Þorvaldur var mjög minnugur og
ég naut þess að rifja upp gamla tíma
með honum. Oftar en ekki kom fyrir
að við fórum að ræða um matseld
enda hugðarefni okkar beggja og þá
sérstaklega sú matseld sem við ól-
umst upp við hjá mömmu.
Í seinni tíð rifjuðum við gjarnan
upp gamlar uppskriftir frá henni og
var Þorvaldur áhugasamur um að
prófa sig áfram við að endurvekja
réttina sem við ólumst upp við. Ég
mun sannarlega sakna samtalanna
okkar en ég mun alltaf eiga minn-
ingarnar um elskulegan bróður.
Takk fyrir allt, elsku Þorvaldur
minn. Hvíl í friði.
Birna.
Elsku frændi Þorvaldur Blöndal.
Þorvaldur var alltaf góður frændi
og vinur sem alltaf hélt mikið upp á
bróðurbörn sín. Þorvaldur eignaðist
aldrei börn sjálfur, en það stoppaði
hann aldrei við að sýna okkur
krökkunum ástúð og áhuga við
hvert tækifæri, veitti okkur leið-
sögn, sagði okkur sögur og undan-
tekningarlaust sýndi okkur hlýju og
væntumþykju. Þorvaldur var mikið
náttúrubarn sem hafði óendanlegan
áhuga á sögu lands og þjóðar jafnt
og náttúrunni og dýralífi, og leið
honum best á Þingvöllum innan um
dýrin og náttúruna.
Allar mínar minningar um Lola
eru góðar og bjartar og hefur hann
alltaf verið mér góður og mun ég
alltaf vera þakklátur fyrir nærveru
hans í gegnum tíðina, og vonandi
munum við hittast á hinum end-
anum.
Björn Örvar Blöndal.
Elsku Lolli, mikið sakna ég þín.
Að þú sért farinn er ennþá svo
óraunverulegt fyrir mér. Alltaf
varst þú besti og uppáhaldsfrændi
minn, sá besti sem hægt er að eign-
ast. Þú varst alltaf svo góður við
okkur systkinin, svo hlýr við okkur
og skemmtilegur.
Það sem ég man einna helst eftir í
æsku er það hvað þú varst duglegur
að gefa okkur nammi og gotterí, þú
varst alltaf tilbúinn með það í vas-
anum handa okkur; Blátt ópal eða
Rolló. Þetta er eitt af því sem mér
þykir minnisstætt.
Þú varst alltaf góður við alla sem
þér þótti vænt um, stóðst alltaf á
þínu og hafðir þínar skoðanir varð-
andi hluti og oft ólíkar. Það sem ég
tengi mest við þig og það sem mér
hefur lærst af því að umgangast þig
í gegnum lífið er hvað þú varst mik-
ill þjóðernissinni og náttúruunnandi
þar sem fuglar voru þitt uppáhald.
Einnig varstu alltaf svo fínpússaður
og flottur við öll tækifæri. Alltaf leit
ég upp til þín. Þykir vænt um þig,
elsku frændi, og ég mun minnast
þín.
Hvíl í friði.
Þín frænka,
Alexandra Blöndal.
Í dag kveðjum við ástkæran móð-
urbróður okkar í hinsta sinn.
Lolla frænda kölluðum við systk-
inin hann sem börn og gerðum
áfram þó svo málþroskinn leyfði
okkur að bera fram nafn hans án
vandkvæða. Þorvaldur. Hár og fal-
legur, dökkur á brún og brá. Hann
var bæði myndarlegur og góður.
Uppáhaldsfrændi. Lolli átti engin
börn sjálfur og þess í stað jós hann
ást og athygli sinni yfir börn systk-
ina sinna, af nógu var að taka. Síðar
meir þegar okkar eigin börn komu í
heiminn tók hann ástfóstri við þau.
Öll eigum við sömu minninguna,
Lolli frændi kemur inn um dyrnar,
krýpur á kné og bankar létt á
brjóstvasann. Þá máttu litlar hend-
ur leita í vasann og finna þar tyggi-
gúmmí eða jafnvel ópalpakka. Hlýtt
faðmlag fyldi gjarnan með í kaup-
unum og koss á kinn. Hann var
smekkmaður, alltaf fallega tilhafður
og vellyktandi. Vel máli farinn og
fróður um allt milli himins og jarðar,
unnandi náttúru og útivistar, iðinn
og samviskusamur handverksmað-
ur. Lolli var glaðlyndur og naut
samræðna í góðum félagsskap en
kunni einnig að meta einveru í kyrrð
og ró. Allar fallegu minningarnar
um góðan mann er okkur ljúft og
skylt að varðveita og við þær mun
fjölskyldan hugga sig nú. Þar er
fjársjóð að finna.
Ólafur Auðunn, Kristján,
Berglind og fjölskyldur.
Fallinn er frá kær vinur, Þorvald-
ur Blöndal. Ég á aðeins góðar minn-
ingar um þennan heiðursmann.
Hann var glæsilegur og ávallt tekið
eftir honum hvar sem hann fór.
Ungur stundaði hann íþróttir með
góðum árangri. Hann spilaði körfu-
bolta með KR á miklum velgengn-
istíma þeirra og átti frá þeim tíma
trausta vini.
Þorvaldur var ráðinn íþróttakenn-
ari við Grunnskólann í Ólafsvík upp
úr 1980. Þar var hann frum-
kvöðullinn að körfubolta. Ungir Óls-
arar fóru að stunda körfubolta af
miklu kappi og varð hann strax vin-
margur bæði hjá yngri sem eldri.
Margir ungir og efnilegir piltar uxu
upp á þessum árum í Ólafsvík og
fengu sína fyrstu þjálfun og áhuga
sem entist þeim lengi og vel.
Ég og fjölskylda mín höfum átt
margar frábærar stundir með Þor-
valdi og viljum við að leiðarlokum
þakka af heilum hug tryggð og vin-
áttu alla tíð.
Ég sendi móður og systkinum
samúðarkveðju.
Gylfi Magnússon.
Með Þorvaldi frænda mínum er
genginn guðfaðir körfuboltans í
Ólafsvík. Þorvaldur, sem var lærður
húsasmíðameistari, spilaði og þjálf-
aði í mörg ár í sigursælum liðum KR
í körfubolta, kom til Ólafsvíkur
haustið 1981 og hóf að kenna íþrótt-
ir og smíðar í Grunnskólanum í
Ólafsvík það var þá sem ég kynntist
Þorvaldi frænda mínum fyrst. Fyrir
mig að fá frænda minn, glæsilega
körfuboltahetju úr KR, sem var ný-
hættur að spila körfubolta, að kenna
í Ólafsvík var alveg frábært, ég eins
og allflestir strákar á mínum aldri
fórum að æfa körfubolta af miklu
kappi og við Þorvaldur eyddum
mjög miklum tíma saman í þessi ár
sem hann var að kenna og urðum við
mjög góðir vinir. Það var frábært að
fá kennara og þjálfara sem var
svona geðgóður, góðhjartaður og
velviljaður um að öllum vegnaði vel.
Og veit ég að allir þeir strákar sem
ég hef umgengist og voru í Ólafsvík
á þessum tíma eru sammála mér.
Ólafsvík er kannski ekki þekktust
fyrir körfubolta en á þessum árum
sem hann var leikfimikennari í
Ólafsvík urðu til margir snjallir
körfuboltamenn. Við eignuðumst
unglingalandsliðsmenn og við byrj-
uðum að vinna skólamót á móti
miklu stærri skólum á landinu, en
það sem meira var að við byrjuðum
að vinna Snæfell í Stykkishólmi
nokkuð reglulega á þessum tíma og
hélst það ansi lengi, en eins og menn
vita þá var Stykkishólmur, og er
auðvitað enn í dag, mikill körfu-
boltabær. Þetta skipti miklu máli á
þessum árum þegar enn var mikill
rígur á milli bæjarfélaga á Nesinu.
Margir strákar byrjuðu að spila með
sterkum liðum um allt land þegar
þeir fóru í framhaldsskóla og
spiluðu allnokkrir í úrvalsdeild. Ég
sjálfur fór í KR eins og frændi hafði
gert og spilaði í nokkur ár með ung-
lingaflokkum KR í körfubolta og á
fullt af vinum og góðum minningum
frá þeim tíma. Þegar ég byrjaði að
spila með KR á þessum tíma var ég
mjög stoltur af því að geta sýnt
strákunum sem ég var að æfa með
mynd af Þorvaldi frænda mínum
sem hékk uppi á vegg í KR-heim-
ilinu, en hann var í fyrsta KR-liðinu
sem varð Íslandsmeistari í körfu-
bolta og er hann enn með leikja-
hæstu leikmönnum í sögu KR með
199 leiki.
Ég þjálfaði meira að segja einn
vetur í körfuknattleiksdeild KR en
það atvikaðist þannig að Þorvaldur
sem var þá að þjálfa einn flokk í KR
kom til mín og sagðist þurfa að fara
að vinna úti á landi og spurði hvort
ég gæti ekki tekið við og klárað vet-
urinn fyrir hann, sem ég og gerði,
en þarna voru margar af þeim
stjörnum sem síðar urðu bæði aðal-
leikmenn og þjálfarar í KR síðar
meir. Þannig að Þorvaldur var
áhrifavaldur varðandi það sem ég
lagði fyrir mig síðar meir, að verða
þjálfari.
Það er því góð minning um þenn-
an góða dreng að hafa átt með hon-
um glaðan dag í sumar í útskrift
dóttur minnar. Kveð ég þá frænda
minn og góðan vin.
Magnús Gylfason.
Þorvaldur G. Blöndal
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og dóttur,
ÞÓREYJAR ÞORKELSDÓTTUR,
Hörðukór 1,
Kópavogi.
Einnig færum við læknum hennar, þeim Friðbirni
Sigurðssyni og Sigurði Böðvarssyni sem og Sonju
S. Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi á deild 11-B á Landspítalanum við
Hringbraut, okkar innilegustu þakkir, en þau reyndust henni einstaklega
vel í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Ögmundur H. Runólfsson,
Sigurður Þorkell Ögmundsson, Erna Gunnarsdóttir,
Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir, Hafþór Hannesson,
Þorkell Sigurðsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
ÖNNU BALDVINSDÓTTUR
frá Stóru-Hámundarstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir
kærleiksríka umönnun.
Davíð Hjálmar Haraldsson, Sigrún Lárusdóttir,
Baldvin Haraldsson, Elín Lárusdóttir,
Hjördís Guðrún Haraldsdóttir, Þorlákur Aðalsteinsson,
barnabörn og fjölskyldur.