Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 23
ur og var í JC-hreyfingunni og síðar í Kiwanis. Hann varð formaður Kiw- anisklúbbsins Elliða og umdæmis- stjóri Kiwanis á Íslandi og í Færeyj- um. Steindór gekk í Frímúrararegluna 1993 og starfaði þar af miklum krafti og tók að sér ábyrgðarstörf fyrir regluna. Steindór átti oft við veikindi að stríða, en hann hafði tvívegis greinst með krabbamein, fyrst í hálsi fyrir 17 árum og svo síðar í lungum en hann komst yfir það og átti lengi góðan tíma. Mér er minnisstætt, að árið 2006 er við vorum saman í Strassburg fannst mér hann ekki hafa náð sér að fullu en svo síðar árið 2008 er við vor- um í Berlín fannst mér að nú væri Steindór búinn að endurheimta sinn fyrri styrk. Þegar Steindór varð sjö- tugur og ég sextugur hittumst við á Benidorm og áttum þar góðar stundir eins og alltaf er við hittumst eða vor- um saman. Nú í nóvember þurfti hann í meðferð vegna ígerðar og var lagður inn á sjúkrahús, ekki datt okk- ur annað í hug en hann kæmist heim fyrir hátíðina en svo varð ekki. Nú er komið að leiðarlokum. Við Gerða viljum þakka Steindóri sam- fylgdina í gegnum lífið. Við eigum margar góðar minningar tengdar þeim hjónum, Steindóri og Unni, hvort heldur var skemmtun hjá Frí- múrurum, ferðir til útlanda eða önnur góð samskipti. Við sendum Unni, Hirti Þór, börnum þeirra og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi hinn hæsti höfuðsmiður veita honum hvíld og blessun. Valur Jóhann Ólafsson. Það var höggvið stórt skarð í okkar litla vinahóp, eða Svitabræður og Perlur eins og við köllum okkur, þeg- ar við fréttum andlát vinar okkar og félaga Steindórs Hjörleifssonar en hann andaðist á Landspítalanum að- faranótt 6. janúar síðastliðins. Við sem erum í þessum vinahópi sem kall- ar sig Svitabræður erum allir kiwan- isfélagar og eiginkonur okkar mynda Perluhópinn. Þessi félagsskapur er búinn að starfa í um tuttugu ár. Steindór er búinn að vera félagi frá stofnun og reynst bæði traustur og ekki síður mjög skemmtilegur félagi. Þar sem þessi félagsskapur er ekki stór, aðeins átta félagar ásamt eigin- konum, er missir okkar mikill. Við minnumst margra skemmti- legra stunda með Steindóri á fundum okkar og einnig úr fjölmörgum menn- ingarferðum en svo nefnast ferðir okkar í leikhús, tónleika eða sumar- ferðir. Menningarferðirnar voru margar, svo sem á Vínartónleika eða í leikhús, og síðan var boðið heim til einhvers félagans þar sem snæddur var matur og skolað niður með guðaveigum. Þar naut Steindór sín í góðra vina hópi og reytti af sér brandara, en stundum versnaði í því þegar tryggingamál voru rædd, enda var Steindór um nokkurra ára skeið sölumaður á tryggingum hjá Sjóvá. Umræður gátu oft orðið nokkuð snarpar enda varði Steindór sitt félag og sagði oft í hita leiksins að Svitabræður hefðu ekkert vit á tryggingum. Svo var hann snöggur að breyta um umræðu- efni og fara yfir á léttari nótur og sagði: „Er búið að loka fyrir allar veit- ingar hér?“ Svona bjargaði hann oft málum sem voru að komast á eldfimt umræðustig. Margar skemmtiferðir út á land höfum við öll farið saman og verður vandfyllt það skarð sem Steindór skil- ur eftir sig því hann var alltaf til í að vera á léttu nótunum og grínast og gera að gamni sínu. Við vitum að Steindór verður með okkur í anda í okkar vinahópi og við vitum að einhverjir eiga eftir að segja á okkar fundum: „Ertu ekki sammála þessu Steindór minn?“ og þannig munum við minnast hans. Við viljum votta eiginkonu Stein- dórs Unni Hjartardóttur og fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Far í friði kæri vinur. Kveðja, Aðalsteinn og Elísabet, Ástbjörn og Elín, Árni og Sigrún, Bragi Finnbogi og Gunnhild, Ævar og Ásta, Sæmundur og Stella. Vinur okkar og samstarfsmaður, Steindór Hjörleifsson, er nú látinn eftir að hafa átt við veikindi að stríða. Vonir okkar samstarfsmanna hans stóðu til þess að hann myndi sigrast á veikindum sínum. Andlátið kom okk- ur því öllum á óvart og við sem áttum mest samskipti við hann söknum hans nú sárt. Steindór hóf störf sem vaktmaður við öryggisgæslu hjá forsætisráðu- neytinu í Stjórnarráðshúsinu árið 2005. Steindór hafði áður átt við veik- indi að stríða um hríð og enginn var þá ósnortinn yfir vilja hans og þreki til að sigrast á því erfiða viðfangsefni. Forsætisráðuneytið er að mörgu leyti sérstakur vinnustaður. Þar vinn- ur fólk oft langan vinnudag og ráðu- neytið verður jafnvel nánast eins og heimili starfsmanna í löngum vinnu- törnum. Þá skiptir miklu hvernig samstarfsfólkið er. Steindór vann með okkur síðdegis og um helgar og það var gott að njóta starfskrafta hans, samveru og nærveru. Steindór var traustur og vandvirk- ur starfsmaður. Hann var áhugasam- ur um verkefni sín og sinnti þeim af kostgæfni og fagmennsku. Hann naut ríkrar virðingar á vinnustaðnum. Öll hans framkoma var yfirveguð og hlý og nærvera hans var einstaklega góð. Það var gott að spjalla við hann um daginn og veginn þegar stund gafst á milli stríða. Hann talaði gjarnan um ýmislegt sem á daga hans hafði drifið og sam- ferðafólk sitt. Þá dásamaði hann oft útsýnið frá heimili sínu og rósirnar á svölunum. Síðastliðið sumar voru þær einstaklega fallegar, að hans sögn, þær fegurstu sem hann hafði augum litið. Steindór var vandaður í alla staði, hógvær, nærgætinn og yfirveg- aður og bar með sér einhverja sér- staka næmni sem gerði hann að ein- staklega góðum samstarfsmanni. Þá var Steindór mjög áhugasamur þegar kom að félagsstarfi, uppákom- um, ferðalögum og samverustundum á vegum ráðuneytisins og starfmanna þess. Margra slíkra ánægjustunda minnast samstarfsmenn hans á þess- ari stundu. Við kveðjum Steindór með söknuði, en um leið þakklæti fyrir góð og upp- byggileg kynni. Fyrir hönd starfs- manna forsætisráðuneytisins færi ég eftirlifandi eiginkonu Steindórs og að- standendum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Ragnhildur Arnljótsdóttir. Þegar við félagar Steindórs í Kiw- anishreyfingunni fréttum af veikind- um hans snemma í desember áttum við von á því að hann kæmist fljótt yfir þau, og allt útlit var fyrir að hann kæmist heim fyrir jólin. Eftir heim- sókn til hans á spítalann var ég reynd- ar sannfærður um það. En svo fór að hann var burt kallaður 6. janúar. Það eru bráðum 35 ár frá því að við kynntumst. Hann hafði gengið til liðs við kiwanisklúbbinn Elliða 1973 og þremur árum síðar gerðist ég félagi í öðrum klúbbi. Til að byrja með hittumst við á sam- eiginlegum fundum kiwanisfélaga og þingum, en seinna kom að því að við unnum saman á vettvangi umdæmis- stjórnar. Steindór lét strax muna um sig í hreyfingunni og tók til hendinni í sínum klúbbi og gegndi þar öllum helstu nefndar- og stjórnarstörfum. Hann var vasklegur í framgöngu og fjörmikill, vildi drífa í hlutunum og víl- aði ekkert fyrir sér að takast á um málefni. Hann var hreinskilinn og sagði gjarna það sem honum fannst. En það var ánægjulegt að vinna með honum og vera samvistum við hann. Í slíkum félagsskap gefast sem bet- ur fer mörg tækifæri til notalegra samfunda og skemmtana og Steindór og Unnur kona hans lögðu sannarlega sitt fram um að gera slíkar stundir ánægjulegar. Fyrir þær allar eru færðar þakkir. Steindór var kallaður til starfa á vettvangi umdæmisstjórnar sem svæðisstjóri Þórssvæðis fyrir starfs- árið 1986-87 og aftur 1988-89 sem um- dæmisritari. Fyrir starfsárið 1991-92 völdu kiwanisfélagar Steindór um- dæmisstjóra fyrir kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar. Öllum þessum störfum sinnti Steindór af kostgæfni og alúð og átti gott samband við kiw- anisfélaga alls staðar á landinu. Í þessu sem öðru stóð Unnur með hon- um og voru þau hjón glæsilegir fulltrúar okkar á erlendum þingum sem þau sóttu. Íslenska kiwanisfjölskyldan þakk- ar Steindóri Hjörleifssyni þau störf sem hann innti af hendi og þann tíma sem hann gaf okkur. Fyrrverandi umdæmisstjórar og eiginkonur þeirra þakka samfundi og vináttu og senda Unni, börnum þeirra og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd fyrrv. umdæmisstjóra Kiwanis, Ástbjörn Egilsson. Fimmtudaginn 6. janúar síðastlið- inn bárust okkur félögum í Kiwanis- klúbbnum Elliða þær harmafréttir að vinur okkar og félagi Steindór Hjör- leifsson væri látinn. Steindór gekk til liðs við klúbbinn 15. janúar 1973. Steindór var ákaflega skemmtileg- ur og kátur félagi sem alltaf var hægt að leita til og taldi aldrei eftir sér að fara í þau verkefni sem þurfti og að- stoða félaga sína sem til hans leituðu. Reynslan varð líka sú að honum var trúað fyrir ábyrgðarstörfum strax á fyrstu árum klúbbsins og fljótlega var hann orðinn stjórnarmaður í klúbbn- um og gegndi flestum störfum innan stjórnarinnar auk þess að vera í for- mennsku fjölda nefnda. Hann varð síðar eða 1983-1984 forseti klúbbsins. Forsetastarfið eins og önnur verk- efni leysti hann af hendi með miklum sóma og vann sér æ meira traust fé- laganna í klúbbnum og einnig varð hann þekktur í öðrum klúbbum hreyfingarinnar og þeir sem sátu í stjórn Kiwanishreyfingarinnar fengu augastað á Steindóri til frekari starfa. Steindór varð svæðisstjóri yfir Þórs- svæði 1986-1987 hann var umdæmis- ritari 1988-1989 og varð síðan æðsti maður hreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum eða umdæmisstjóri 1991- 1992. Við félagar í Elliða eigum margar góðar minningar með Steindóri, bæði af fundum og einnig úr okkar fé- lagsstarfi svo sem ýmsum skemmt- unum og ekki síður sumarferðum sem voru fastur liður hjá Elliðafélögum. Í sumarferðunum var Steindór hrókur alls fagnaðar enda söngmaður góður og ekki spillti fyrir ef við höfð- um fengið okkur svolítið söngvatn, þá var oft mikið stuð á okkur félögunum og eru þessar ferðir okkur ógleyman- legar og verður hans sárt saknað í okkar vinahópi. Margt mætti tína til því að sá sem skrifar þessa grein átti mikið sam- starf við Steindór í starfi hans sem umdæmisstjóra og ferðuðumst við mikið saman bæði innanlands og er- lendis og voru allar þessar ferðir ógleymanlegar enda ferðafélaginn Steindór frábær í alla staði. Við félagar Steindórs í Kiwanis- klúbbnum Elliða þökkum honum fyr- ir samfylgdina öll þessi ár og munum ætíð minnast hans sem frábærs vinar og félaga. Við vottum Unni Hjartardóttur eiginkonu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Ell- iða, Sæmundur H. Sæmundsson. Hinsta Kiwaniskveðja Í dag kveðja Kiwanisfélagar í Um- dæminu Ísland-Færeyjar Steindór Hjörleifsson, góðan félaga og leið- toga. Við minnumst Steindórs með virðingu og þökkum honum gifturík störf í þágu hreyfingarinnar. Steindór var Kiwanisfélagi í hart- nær 40 ár, en það var árið 1973 sem hann gekk til liðs við Kiwanisklúbb- inn Elliða í Reykjavík. Steindór gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir klúbb og hreyfingu. Hann var svæð- isstjóri Þórssvæðis 1986-1987 og um- dæmisritari 1988-1989. Steindór veitti umdæminu forystu sem um- dæmisstjóri starfsárið 1991-1992. Ástvinum og fjölskyldu Steindórs sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur. Óskar Guðjónsson, umdæmisstjóri 2010-2011. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 ✝ Hörður Björns-son fæddist í Sól- heimum á Borg- arfirði eystra 18. desember 1931. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 10. janúar 2011. Foreldrar hans voru Björn Jónsson söðlasmiður, f. 8. mars 1890, d. 19. jan- úar 1941, og Þórína Þórðardóttir ljós- móðir, f. 28. janúar 1897, d. 26. maí 1964. Systkini Harðar eru Ingi- björg, Jakobína (látin), Aðalbjörg (látin), Dagur (látinn), Þórdís og Jón. 16 ára gamall fór hann til Reykjavíkur í húsasmíðanám hjá Böðvari Bjarnasyni og var þar næstu fjögur árin. Árið 1952 kom Hörð- ur aftur heim og hóf vinnu við húsbygg- ingar á Borgarfirði og víðar. Einnig smíðaði Hörður smá- báta meðfram ann- arri smíðavinnu. Árið 1977 flutti Hörður til Reykjavík- ur og starfaði þar við byggingarvinnu og fleira. Hörður byggði sér hús í Garðabæ og hóf sambúð með Soffíu Ragnarsdóttur. Þau slitu samvistir. Síðustu æviárin bjó Hörður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hörður verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystra í dag, 21. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Með sorg í hjarta kveð ég þig í bili elsku frændi. Minningarnar eru margar og fallegar sem ylja um hjartaræturnar. Það sem var alltaf gott að koma til þín; þegar ég kom inn um dyrnar þá varst þú far- inn með það sama að kaupa slátur og lifrarpylsu handa mér meðan Soffía eldaði mjólkurgrautinn. Eftir að þú varst kominn upp á Hrafnistu var alltaf líka tekið vel á móti okkur og á ég fallegar myndir frá mörgum þeim heimsóknum. Ég hitti þig síðast í desember og þegar ég hugsa um þá heimsókn leka tár- in og sérstaklega þegar ég hugsa um okkar síðustu orð, þú sagðir við mig: „Ég vildi að allir væru eins og þú, svo góð og hlý“ og mín síðustu orð voru: „Hættu þessari hræsni frændi“ og þú hlóst, svo faðmlögin á eftir og þú hélst svo fast í hönd- ina á mér. Þessi síðustu orð þín til mín mun ég bera með stolti og lifa með þeim. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Jæja elsku frændi, nú finnur þú hinn eilífa frið og svífur um í faðmi hins almáttuga og fallinna ætt- ingja, vina og vandamanna. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem ég átti með þér og veit ég að þér líður vel núna, það verðum við að hugsa um, við sem kveðjum þig hér með stórt sár í hjartanu. Ég bið guð að geyma þig og vil biðja þig að gleyma því aldrei að mér þykir svo vænt um þig. Elsku ættingjar og vinir Harðar, ég og mín fjölskylda vottum ykkur dýpstu samúð. Sjáumst seinna frændi og þá fáum við okkur mjólkurgraut og slátur saman. Þín Ragnhildur Sveina (Ragga Sveina). Nú þegar Hörður Björnsson er allur er tilefni til að líta rúma hálfa öld aftur í tímann þegar Hörður kom aftur heim til Borgarfjarðar eftir nám í húsasmíði syðra. Á Borgarfirði voru þá smiðir góðir og byggingamenn en fag- lærðir voru menn ekki svo það kom sér vel þegar Hörður kom til skjal- anna með sína verkþekkingu. Fljótlega eftir heimkomuna byggði Hörður íbúðarhúsið Sætún ásamt bræðrum sínum. Sætún er enn eitt reisulegasta íbúðarhúsið í Bakkagerðiskauptúni. Næstu tvo til þrjá áratugina stóð Hörður fyrir flestum stærri bygg- ingaframkvæmdum á Borgarfirði, þar á meðal byggingu félagsheim- ilisins, sem var og er stórhýsi á borgfirskan mælikvarða. Fjárreið- ur og reikningshald vegna þeirrar byggingar hafði hann á hendi um árabil og mun ekki hafa reiknað sér laun fyrir þá vinnu frekar en ýmsa aðra umsjón með bygging- unni. Bátar höfðu verið smíðaðir um langan aldur á Borgarfirði en þil- farsbátar voru þá fyrst byggðir þar þegar Hörður sneri sér að báta- smíðum. Hann smíðaði yfir tuttugu báta á stærðarbilinu 2-11 tonn og hafði þá tvo til sex menn í vinnu. Það var mikið vinarbragð þegar Hörður kom mér af stað með báta- smíðar svo ég varð að mestu sjálf- bjarga við þær. Í sveitarstjórn átti Hörður sæti um árabil og minnist ég góðs sam- starfs við hann á þeim vettvangi. Á unglingsárum var ég heima- gangur hjá þeim Sætúnssystkinum og Þórínu móður þeirra. Þá kynnt- ist ég Herði vel og hélst sá kunn- ingsskapur þótt hann væri búsett- ur fyrir sunnan síðustu þrjátíu árin. Hörður Björnsson var dagfars- prúður og jafnlyndur með afbrigð- um og vissi ég ekki til þess að hann skipti skapi. Hann naut trausts allra sem kynntust honum. Slíkra manna er gott að minnast. Magnús í Höfn. Hörður Björnsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HRAFNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudag- inn 28. janúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk Hrafnistu Hafnar- firði sem kom að umönnun hennar í gegnum árin, þið eruð yndisleg. Þórður G. Lárusson, Unnur K. Sigurðardóttir, Halldór R. Lárusson, Guðlaug Jónasdóttir, Lárus H. Lárusson, Rósa Hallgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.