Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 33
leiðinni. Einum man ég sérstaklega
eftir. Þú varst lagður inn á spítala og
varst læknunum hrein ráðgáta. Þú
gast hvorki talað, né tjáð þig, lást
bara rólegur í sex mánuði. Loks
gerðist eitthvað og það losnaði um
málbeinið. Hvað sagði þá Þórir?
Rosalega var gott að hafa ykkur hjá
mér og að þið töluðuð við mig. Mér
leið svo undarlega, það var eins og
ég væri með lím í munninum. Það
kom ekki styggðaryrði yfir því sem
hann var að ganga í gegnum. Alltaf
jákvæður, alltaf jákvæður.
Við náðum að fara í nokkrar veiði-
ferðir saman. Þar mætti Þórir Örn
galvaskur og mokaði upp fiskunum
meðan ég fékk engan. Ég spurði
hvort hann væri með einhvern úti í
sem festi fiskana á öngulinn hans.
Ég fékk bara bros, ekkert svar.
Er fjölskyldan mín flutti mætti
karlinn galvaskur og lét sitt sko ekki
eftir liggja. Það þurfti aldrei að biðja
þig tvisvar sinnum um neitt. Þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa.
Eins var góður tími sem við feng-
um saman er við tókum kjallarann í
gegn, þú fékkst að mölva vegginn
niður og hjálpa mér að gera íbúðina
þar íbúðarhæfa. Þurfti ég einu sinni
að stoppa þig og biðja þig um að
taka smákaffitíma til að passa upp á
sykurinn hjá þér. Þér fannst þetta
gaman og áttir erfitt með að hætta.
Enda er flott verk sem stendur eftir
þig í dag.
Spánarferðina sem við fórum í
2005 gerðir þú ógleymanlega. Gam-
ansemin þín og frasar, sem þú komst
með, lifa enn í dag.
Ljúfi, glaðværi og góði Þórir
frændi gersamlega eignaði sér
frændsystkini sín. Dætur mínar
dýrkuðu hann. Þegar við komum
einn morguninn í heimsókn til Ernu
systur spurðu dætur mínar strax um
hann. Var hann þá stundum sofandi,
en það stoppaði þær ekki neitt. Það
var bara rokið inn og hoppað uppi í
rúminu hans þar til hann fór á fætur.
Þórir gaf allt sitt þegar litlu fæturnir
mættu í Logafoldina. Það voru erfið
spor að segja dætrum mínum frá því
að frændi þeirra væri dáinn og far-
inn til Guðs. Fá þær grátköst við og
við af söknuði eftir þér, Þórir. Ham-
ast þær nú við að teikna fyrir þig
sínar fallegustu myndir til að gefa
þér. Þín minning verður vel geymd í
þeirra hjarta.
Þórir minn, ég er ekki enn búinn
að trúa því að þú sért farinn. Kallið
kom skyndilega, þú varst eiginlega
hrifsaður frá okkur. Slíkt er erfitt að
sætta sig við.
Votta ég systur minni og fjöl-
skyldu, Alishu, unnustu Þóris, ásamt
aðstandendum, mína dýpstu samúð
er ég kveð frænda minn með sökn-
uði og ást.
Hörður stóri.
Lífið er óútreiknanlegt. Sorg og
erfiðir tímar koma án nokkurs fyr-
irvara og maður spyr sig oft: „af
hverju“?
Ég man vel eftir því þegar þú,
elsku Þórir Örn frændi, varst
greindur með sykursýki. Aldrei átti
maður samt von á að þessi erfiði
sjúkdómur tæki þig frá okkur svona
snemma. Þú áttir þínar hetjur í
þessari baráttu; mamma þín og
pabbi, Hörður Ingi og María Björk
hafa alltaf haldið verndarhendi yfir
þér.
Minningarnar frá æskuárum okk-
ar eru margar og þegar litið er til
baka er ekki annað hægt en að
brosa því þú varst líflegur í okkar
hópi og skemmtilegur. Að lýsa þér
er í sjálfu sér auðvelt. Þú varst blíð-
ur í lund og brostir mikið, oft út í
annað. Þetta lúmska tillit þitt mun
aldrei gleymast okkur. Sjarminn
hefur alltaf fylgt þér og vel orðaðar
og fyndnar athugasemdir og ábend-
ingar lýsa þér vel.
Þegar við frændsystkinin komum
saman var alltaf gaman og mikið
hlegið. Þú varst ávallt til í leiki og
eltingarleikurinn úr þvottahúsinu
og yfir í sófann í stofunni með tölu-
verðum fyrirgangi er einna eftir-
minnilegastur. Eiginlega var þetta
bannað en samt leiðst okkur þetta
og hjá þér og fjölskyldu þinni leið
okkur ætíð vel. Þessar og margar
fleiri minningar varðveitum við og
þykir einkar vænt um.
Við kveðjum þig nú okkar kæri
frændi, Þórir Örn.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Erna, Jón, Hörður Ingi,
María Björk, Alisha og aðrir ætt-
ingjar og vinir, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi guð veita
ykkur styrk á þessum sorgartím-
um.
Þín frændsystkini,
Halldór, Guðrún Björg
og Arna Sigríður.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja þriðjudaginn 25. janúar 2011, kl. 10:00
á skrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem
hér segir á eftirfarandi eignum:
Hafnarbraut 5 (213-3884), Hvammstanga, þingl. eig. Fasteignafélagið
Meleyri ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Brekkugata 4a (213-3796), Hvammstanga, þingl. eig. Fasteignafélagið
Meleyri ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Húnabraut 4 (213-6936), Blönduósi, þingl. eig. Búrfjöll ehf., gerðar-
beiðandi Blönduósbær.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
20. janúar 2011.
Bjarni Stefánsson, sýslumaður.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Kaplaskjólsvegur 64, 202-4613, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Hulda
Steingrímsdóttir, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., þriðjudaginn
25. janúar 2011 kl. 13:30.
Skipasund 76, 202-0407, Reykjavík, þingl. eig. Ragnheiður Linda
Skúladóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Lánasjóður íslenskra
námsmanna, þriðjudaginn 25. janúar 2011 kl. 10:30.
Úthlíð 5, 201-2932, 75% ehl., Reykjavík , þingl. eig. Hallur Dan
Johansen, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., þriðjudaginn 25. janúar 2011
kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. janúar 2011.
Félagslíf
I.O.O.F. 12 1911217½ Þb. Samkoma sunnudag kl. 14
Ræðumaður: Rannvá Olsen.
Sunnudagsskóli í kjallarastofu.
Heimilasamband mánu-
dagur kl.15 Konur koma
saman til að eiga ánægjulega
stund með Guði.
Söngstund og morgunbæn -
alla daga kl. 10.30.
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opin alla virka daga kl. 13-18.
Kaffi Amen, föstudagur
kl. 21 Lifandi tónlist. Allir
velkomnir.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s. 897- 5300.
Húsnæði óskast
Óska eftir 3-4 herbergja íbúð
frá 1. mars næstkomandi,
langtímaleiga. Reglusemi og hef
meðmæli sé þess óskað. Öruggum
greiðslum heitið. Sími 777-4489.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu
95 fm iðnaðarhúsnæði við Viðarhöfða
2. Innkeyrsludyr og kaffistofa.
Upplýsingar í síma 697 6595.
Sumarhús
www.sigurhus.is
Falleg sumarhús og heilsárshús til
sölu. Einnig er hægt að sjá þetta
fræga myndband sem hefur gert
þessi hús vinsæl. Sími 899 9627
eða 899 9667.
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Hestar
Fullþurrkað gæðarúlluhey til
sölu. Heimakstur á höfuðborgar-
svæðinu. Verð 7000 pr. rúllu heim-
komið. Uppl. í síma 892-4811.
HELLUSKEIFUR - HELLUSKEIFUR
- HELLUSKEIFUR
Verð á vetrarskeifum, ópottaður
gangur 1680 kr., pottaður 1850 kr.
skaflar 65 kr. st. ÍSLENSK FRAM-
LEIÐSLA. Sendum um allt land, Hellu-
skeifur Stykkishólmi s: 893 7050
Verslun
Trúlofunar- og giftingarhringar í
úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a.
titanium og tungstenpör á fínu verði.
Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar-
þjónusta.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhaldsstofan ehf. Reykja-
víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi,
launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl,
stofnun fyrirtækja. Magnús Waage,
viðurkenndur bókari, s. 863 2275,
www.bokhaldsstofan.is.
Ýmislegt
Ódýr gæðablekhylki og tonerar
í prentarann þinn. Öll blekhylki
framleidd af ORINK.
Blekhylki.is
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði
Sólarlandafarar
Stuttbuxur, kvartbuxur, vesti
Meyjarnar, Austurveri
sími 553 3305
Sundfatnaður - Tilboðsdagar
Sundbolir frá 3.900 kr. og bikiní
frá 2.000 kr. St. 36-52.
Meyjarnar, Austurveri,
sími 553 3305.
Útsala
á slæðun og klútum
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Minimizer nýkominn aftur
Smoothing 4500 4570 Nude
Teg. 4500 - í D,DD,E,F,FF,G skálum á
kr. 6.990,- Hann fæst í hvítu, húðlitu
og svörtu.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugardaga 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
vertu vinur
Náttföt - Sloppar
Náttkjólar - Undirkjólar
Sundföt - Nærföt
Vönduð vara - Gott verð
Vélar & tæki
Bílalyftur - 2 pósta - 4 pósta -
dekkjalyftur
Allar gerðir af bílalyftum og fl.
tækjum, nokkrar til á lager. Góð
reynsla - gott verð. Kortalán.
www.holt1.is
S. 435 6662 & 895 6662.
Bílar
M. BENZ SPRINTER 412
Árg. ´97, ek. 321 þús. með lyftu. Verð
700 þús + vsk. Uppl. í s. 895-3211.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
4 ónotuð Michelin heilsársdekk
til sölu
Stærð 265/60/18. Gott verð.
Upplýsingar í síma 894 7077.
Byssur
SJÓFUGLASKOT ISLANDIA
34 gr, 36 gr og 42 gr sjófuglaskotin
komin. Topp gæði - botn verð. Send-
um um allt land. Sportvörugerðin,
sími 660-8383 www sportveidi is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur