Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 38
Landkönnuður. Svo komst ég að því að það væri eiginlega búið að klára þann markað. Hvernig er best að slappa af? Með kaffibolla og góðri tónlist Með hvaða liði heldurðu í enska boltanum og af hverju? Manchester United. Bjarni Fel kynnti mig fyrir köppum á borð við Bryan Robson og Gordon Strachan. Mér fannst þeir töff. Hvernig segir maður ,,Ég er gríðarlega krúttlegur og lagviss stuðbolti“ á spænsku? Pregunta uno de sus periodistas. El lo sabrá. Nú ert þú afskaplega skýrmæltur, hverju má þakka skýrmælgi þína? Veit það ekki. Þegar ég var lítill fór ég oft með mömmu í vinnuna á dvalarheimili fyrir aldraða. Þar komst maður ekkert upp með að tala ofan í klofið á sér. Gæti verið hluti af skýringunni. Hvers viltu spyrja næsta að- alsmann? Hver af vinum þínum fer mest í taugarnar á þér? Hermir eftir fólki sem fáir kannast við Geturðu lýst þér í fimm orðum? Ákveðinn, skynsamur, þrjóskur, morgunhress, Bolvíkingur. Hvað er vandræðalegasta mómentið þitt? (spyr síð- asti aðalsmaður, Íris Mist Magnúsdóttir) Ég átti eftirminnilega innkomu í kvöldfréttatíma sjónvarpsins fyrir nokkrum árum. Í beinni útsend- ingu talaði ég oft og digurbarkalega um góða stemningu í Borgarleikhúsinu. Það hefði svo sem verið allt í lagi ef ég hefði ekki verið staddur í Þjóð- leikhúsinu. Ég útskýrði fyrir yfirmönnum mínum að ég væri utan af landi. Söngvakeppni Sjónvarpsins er eins og … Partí sem stendur yfir í meira en mánuð. Áttu þér leyndan hæfileika? Ég er ágætis eftirherma og sérhæfi mig í fólki sem fáir eða engir kannast við. Nú hefur heyrst að þú sért öflugur á dansgólfinu, hvernig myndir þú lýsa dansstíl þínum? Já! Mér þykir spurningahöfundur óvenjuvel upp- lýstur. Vinir mínir, sem vilja ekki særa mig, myndu sennilega segja að ég væri plássfrekur dansari. Ég er fyrir löngu búinn að gefast upp á hefðbundnum stílum og hef þróað minn eigin. Þetta er nokkurs konar bræðingur af latneskri mjaðmasveiflu og til- viljanakenndum handahreyfingum. Tilkomumikil sjón, skal ég segja þér. Hvað er best á morgnana? Það er allt best á morgnana. Morgnarnir eru minn tími. Ertu Evróvisjón-nörd? Ég er miklu frekar áhugamaður en nörd. Eruð þið Ragnhildur Steinunn fánaberar íslenskrar fatahönnunar? Það held ég varla. En ef svo er þá er ég kominn ansi langt frá upprunanum sem landsbyggðarlúði. Fáið þið að ráða því í hvaða fötum þið eruð í útsendingu? Við veljum þetta í samráði við stílista. Það er reyndar starfsheiti sem ég vissi ekki að væri til fyrr en fyrir nokkrum vikum. Í hvernig nærbuxum ertu? Rauðum jólanærbuxum. Má það ekki alveg? Er eitthvert Evróvisjónlag í uppáhaldi hjá þér? Lífið er lag. Ekki spurning. Eiríkur Hauks, hvítir samfestingar og axlapúðar. Maður fer ekki fram á meira. Hvað fær þig til að skella upp úr? Prumpugrín. Þeir sem segjast ekki hafa gaman af slíku eru að ljúga. Hvernig þarf lagið að vera og flytjendurnir þannig að Íslendingar fari með sigur af hólmi í Evróvisjón? Ef ég vissi það ætti ég sennilega lag í keppninni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Aðalsmaður vikunnar er sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Gunnarsson, kynnir í Söngvakeppni Sjónvarpsins Hress Guðmundur er ákveð- inn, skynsamur, þrjóskur, morgunhress og Bolvíkingur. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Enn bara janúar og plöturnar trítla þó út. Hafnfirðingarnir í We Made God riðu á vaðið hinn 7. og nú er það blúsrokksveitin Ferlegheit, sem stendur ein og sjálf að útgáfu á sinni fyrstu plötu. Ber hún heitið You can be as Bad as you can be Good. Mikill blús „Við tókum þátt í Músíktil- raunum árið 2006 en þá var raun- verulega um allt aðra sveit að ræða. Árið 2008 urðu mikil mannaskipti og þá varð til sú sveit sem er á plöt- unni,“ segir Viðar Engilbertsson gítarleikari. „Þetta var mikill blús í byrjun en svo þegar Magga (Margrét Guðrún- ardóttir, söngkona og píanóleikari) kom inn í þetta fórum við að vinna með fleiri stíla og breyta um áherslur. Við erum að reyna að sleppa undan pælingum um stefnu og stíla og reynum að láta hjartað ráða meira.“ Ákveðið var svo að ráðast í plötu- gerð til að halda boltanum á lofti, halda sveitinni gangandi og með eitthvert markmið. „Manni finnst eins og maður hafi áorkað einhverju þegar platan er komin í hendurnar. Þetta gefur líka visst „kredit“.“ Platan var tekin upp í Borg- arnesi, í hljóðverinu Gott hljóð og voru upptökur frekar „beinar“, það er lögum/grunnum var rúllað inn á band í einni, tveimur tökum en svo var hinu og þessu dútleríi bætt við eftir á. Það er líka merkilegt að heyra hversu þétt sveitin er þrátt fyrir lítinn árafjölda meðlima, líkt og þeir hafi lifað með blúsnum í 30 ár. Viðar hlær við þeg- ar honum er tjáð þetta. „Við æfum mikið, sannarlega, og það er gott að heyra þetta. Við reynum svo að spila eins og við get- um á tónleikum. Höfum líka spilað á Blúshátíðinni, en forsvarsmenn þar hafa verið duglegir að styðja við bakið á okkur.“ Eigin leiðir Lögin eru samin á þann hátt að einhver kastar inn grunni og svo leggja allir í púkkið við lagasmíðina. „Við höfum fjarlægst blúsinn nokkuð á síðustu misserum en það er ekki til komið af einhverjum leið- indum. Þetta þróaðist dálítið af sjálfu sér. Við elskum blúsinn en með tíð og tíma fór okkur að langa til að fara eigin leiðir. Annars var þessi plata tekin upp fyrir ári og nýsmíðarnar hafa verið að hlaðast upp hjá okkur. Næsta plata verður því efalaust nokkuð örðuvísi en þessi.“ Ljósmynd/Edit Ómarsdóttir Ferlegt! Meðlimir Ferlegheita slakir á kantinum í æfingahúsnæði sínu. Fyrsta plata þeirra er komin út og efni í aðra að safnast upp. Blúsinn dugar ekki lengur til  Hljómsveitin Ferlegheit gefur út plötu  Skipuð kornungum en þétt spilandi liðsmönnum Byggt á blús en heimabruggaður tónn farinn að læðast inn  Í tilefni af komu Egils-þorra- bjórs mun Ölgerðin standa fyrir vali á „Þorra landsmanna“ í dag, bóndadag, en allir karlmenn sem bera nafnið Þorri (má vera milli- nafn) geta heimsótt Ölgerðina í dag, á Grjóthálsi 7 -11, og þegið kippu af bjórnum og skráð sig í keppni. Dómnefnd mun svo velja einn Þorra og sæma titlinum „Þorri landsmanna“. Hinn útvaldi hlýtur þorraveislu fyrir fjóra á Múlakaffi og kassa af Egils-þorrabjór. Egill „Gillz“ Einarsson, rithöf- undur og einkaþjálfari, mun leiða dómnefndina og er tekið fram í til- kynningu að engir Þorrar verði meiddir eða misnotaðir á nokkurn hátt við valið. „Dómnefnd styðst einungis við ljósmyndir en leitað er að Þorra sem er umfram allt þjóð- legur, vaskur á velli, gamansamur og snareygur, kurteis en harðger, réttnefjaður og vænn að yfirliti“ segir í tilkynningunni. Þorrar verða að hafa náð tvítugsaldri til að geta verið með. Þorrum ber að framvísa skilríkjum. Leit að „Þorra landsmanna“  Keflavíkurflugvöllur stendur fyrir leik tengdum HM í handbolta þessa dagana og mun vinningshaf- inn komast til Svíþjóðar á mótið ásamt vini, hinn 28. janúar. Tveir þátttakendur í leiknum verða dregnir út 27. janúar og þurfa þeir að mæta á flugvöllinn kl. 5 að morgni næsta dags, með ferðatösku og vegabréf tilbúið. Þátttakend- urnir tveir þurfa þá að taka þátt í þraut á brottfararsvæðinu um það hvor komist í ferðina á úrslitaleiki HM í Svíþjóð. Sá sem sigrar kemst út en hinn þarf að fara aftur heim. Einn kemst út, hinn fer heimEinn meðlimaFerlegheita er hinn19 ára gamli Þorleifur Gaukur Davíðsson. Blúsgeggjarar hér- lendis tala um mesta hæfileika- mann sem þeir hafa lengi heyrt í. Þorleifur flutti með fjölskyldu sinni til Stafangurs í Noregi stuttu fyrir jólin 2008. Þar hugð- ist hann sækja sér frekari menntun í gítarleik en sú um- sókn endaði með því að hann var ráðinn sem kennari við skól- ann! „Ég tók smá blúsdjamm með kennaranum og hann lýsti því yfir að ég væri eiginlega of góður,“ sagði Þorleifur á sínum tíma í spjalli við Morgunblaðið. Munnhörpu- snillingur ÞORLEIFUR GAUKUR Flottur Þorleifur með hljóðfærið góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.