Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjármögnun á kaupum eins sjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, á meirihluta í tryggingafélaginu Sjóvá, er ekki lokið. Raunar er vik- ið að þessu atriði með óljósum hætti í tilkynningu sem Íslands- banki sendi frá sér í gær, en þar segir: „Kaupsamningurinn sem nú hefur verið undirritaður er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki Fjármáleftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins, upplýs- ingaöflun um tiltekna þætti í rekstri félagsins og endanlega samninga um fjármögnun kaup- anna.“ Flóki Halldórsson, forstöðu- maður Stefnis, gat ekki veitt upp- lýsingar um hversu langan tíma Stefnir hefði til að ljúka fjármögn- un fagfjárfestasjóðsins SF1 á Sjóvá. Vísaði hann á Sigþór Jóns- son, sjóðstjóra SF1, en ekki náðist í Sigþór í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Strangt hluthafasamkomulag Flóki gat heldur ekki veitt svör við því hvort SF1 þyrfti að und- irgangast hluthafasamkomulag Sjóvár, sem undirritað var við end- urreisn félagsins. Eins og fram hef- ur komið í Morgunblaðinu eru ákvæði um forkaupsrétti hluthafa Sjóvár fyrir hendi. Heimildir blaðs- ins herma að forkaupsréttur hlut- hafa miðist við eign þeirra í félag- inu. Heimir Haraldsson, sem situr í skilanefnd Glitnis, sagði í samtali við Morgunblaðið að skilanefndin hefði ekki tekið ákvörðun um hvernig brugðist yrði við sölunni til sjóðs Stefnis. Í hluthafasamkomu- laginu er einnig ákvæði þess efnis að allar meiriháttar ákvarðanir skuli hljóta samþykki tveggja af þremur hluthöfum. Við endurreisn Sjóvár voru hluthafarnir þrír – Glitnir (17%), Íslandsbanki (10%) og Seðlabankinn (73%). Því er ljóst að sé ætlun SF1 að ráðast í skrán- ingu á Sjóvá eða aðra meiriháttar ráðstöfun, mun félagið þurfa á lið- sinni annarra hluthafa að halda, þrátt fyrir að eiga 52,4% meirihluta í tryggingafélaginu. Hluthafar Sjó- vár verða hins vegar fjórir ef kaup SF1 ganga eftir, enda heldur Eignasafn Seðlabanka Íslands eftir ríflega 20% hlut í þessu gamal- gróna tryggingafélagi. SF1 var meðal aðila í þeim fjár- festahópi sem Heiðar Guðjónsson fór fyrir, en sagði sig frá söluferli Sjóvár í nóvember. Í því ferli var Íslandsbanki meðal seljenda, en bankinn er það ekki í kaupsamn- ingnum sem undirritaður var í gær. Hefur ekki gengið frá fjármögnun á kaupum  Fyrirvari um fjármögnun í kaupsamningi við Seðlabanka Sjóvá » Stefnir hefur ekki gengið frá fjármögnun á kaupum eins sjóða í sinni stýringu á trygg- ingafélaginu Sjóvá. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir tíma- frestir séu í þeim efnum. » Hluthafasamkomulag Sjóvár kveður á um að allar meirihátt- ar ákvarðanir innan félagsins, á borð við skráningu, þurfi samþykki aukins meirihluta hluthafa félagsins. Ef kaup sjóðs Stefnis ganga eftir verða hluthafar félagsins fjórir. Sjóvá Fagfjárfestasjóður á vegum Stefnis, dótturfélags Arion banka, hefur gert samning við Eignasafn Seðlabanka Ísland um kaup á 52,4% hlut. STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði um 0,2% í gær, í 10,7 milljarða króna veltu. Verðtryggð bréf hækkuðu um 0,3% í tæplega fjögurra milljarða króna viðskiptum og gengi óverð- tryggðra bréfa lækkaði um 0,2% í 6,7 milljarða króna viðskiptum. Frá áramót- um hefur vísitalan lækkað um 0,3%, en síðasta mánuðinn hefur hún hækkað um 0,36%. Lítil læti á skulda- bréfamarkaði í gær ● Gulleggið, frum- kvöðlakeppni Inn- ovit, hefur hafið göngu sína í fjórða sinn. Í gær höfðu yfir 100 umsóknir borist inn í keppn- ina, en frestur til að senda inn við- skiptahugmynd rann út á miðnætti. Eftir að þátttak- endur hafa sent inn viðskiptahugmynd fá þeir rýni á hugmyndina og ábend- ingar um hvernig hægt sé að móta full- mótaða viðskiptaáætlun út úr innsendri viðskiptahugmynd. Þá verða einnig haldin námskeið frá lokum janúar og út febrúar sem miða að því að aðstoða þátttakendur að búa til ný fyrirtæki. Andri Heiðar Kristinsson er fram- kvæmdastjóri Innovit. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið farin af stað Andri Heiðar Kristinsson ● Gunnar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri PrimaCare, segir er- lenda fjárfesta, sem séu að skoða fjár- festingarmöguleika á Íslandi, hafa miklar áhyggjur af pólitískri áhættu hér á landi. Hún leiði til þess að fjárfestar haldi að sér höndum. Í samtali við mbl.is í gær benti Gunn- ar á að undanfarna mánuði hefði aðili unnið náið með fyrirtækinu við að kynna hugmyndina. „Það sem hann hefur sagt við okkur, eftir að hafa feng- ið fyrstu viðbrögð, er að mörgum er- lendum fjárfestum lítist vel á þessa hugmynd. En þegar þeir heyra að hún eigi að vera framkvæmd á Íslandi þá vilja þeir ekki koma nálægt þessu verk- efni,“ segir Gunnar Ármannsson. jonpetur@mbl.is Erlendir fjárfestar ótt- ast pólitíska áhættu ● Talsverðar hækkanir hafa átt sér stað á inn- lendum hlutabréfa- markaði það sem af er ári. Í Morgun- pósti IFS Grein- ingar segir að hlutabréf Ice- landair hafi hækk- að um þriðjung á rétt rúmlega viku. Hækkunin er síðan ennþá meiri sé mið- að við sölugengi bréfa félagsins í út- boði sem haldið var fyrir skömmu, en þá voru bréf félagsins seld á 2,5 krónur á hlut. Dagslokagengi Icelandair í gær var 4,11 krónur. Bréf í Marel hafa síðan hækkað um 12,5% frá áramótum og um 80% síðastliðið ár. thg@mbl.is Hækkanir á hlutabréfa- markaði í upphafi árs Kauphöllin Hluta- bréfin hækka á ný. Ívar Páll Jónsson Örn Arnarson Alls er lýst kröfum fyrir rúma 36 milljarða króna í þrotabú Sparisjóðs- ins í Keflavík, en slitastjórn hélt fund með kröfuhöfum í gær. Á fundinum kom fram að þeir fjármunir sem bráðabirgðastjórn bankans fékk til ráðstöfunar væru uppurnir og þar af leiðandi ætti slitastjórnin erfitt um vik að höfða riftunarmál og rannsaka upp á eigin spýtur fjármálagjörninga sem gætu verið grundvöllur slíkra mála. Það er að segja ef ekki kemur til aðstoð frá kröfuhöfum eða frá rík- inu. Þegar Fjármálaeftirlitið skipaði slitastjórn yfir þrotabúi Sparisjóðsins hinn 22. apríl í fyrra fékk hún 100 milljónir til ráðstöfunar vegna þeirra eigna sem voru fluttar út þrotabúinu yfir í endurreistan sparisjóð. Kostn- aður vegna slitastjórnarinnar fram til dagsins í dag nemur 45 milljónum en stærsti hluti þessarar upphæðar hef- ur runnið í opinber gjöld, auk greiðslna vegna vinnu slita- stjórnarinnar. Af þeim 55 milljónum sem eftir standa er slitastjórninni gert af FME að greiða endurskoð- unarfyrirtækinu PWC fyrir rannsókn á starfsemi Sparisjóðsins en reiknað er með að kostnaðurinn við hana nemi um 30 milljónum. Slitastjórnin þarf einnig að greiða FME svokallað eftirlitsgjald á árinu sem nemur tæp- um 17 milljónum króna. Slitastjórnin metur stöðuna þannig að erfitt verði að ljúka skiptum nema til komi frek- ari greiðsla frá ríkinu vegna þeirra eigna sem voru fluttar yfir í nýjan sparisjóð. Ennfremur telur slita- stjórnin að öllu óbreyttu að erfitt verði að rannsaka fjármálgjörninga og viðskipti Sparisjóðs Keflavíkur sem kunni að orka tvímælis og vera grundvöllur riftunarmála. Kröfum upp á 36 milljarða lýst í þrotabúið Af samtals kröfum upp á 36 milljarða í þrotabúið hefur skilanefnd sam- þykkt kröfur fyrir tæplega níu millj- arða. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er líklegt að endurheimtur þrotabúsins upp í kröfur verði nærri því engar. Kröfur eru tæplega 900 talsins og helgast þessi fjöldi af fjölda stofnfjár- eigenda, sem gera kröfu á sjóðinn vegna tapaðs stofnfjár. Stærstu kröfuhafar eru Spari- sjóðabankinn og Arion banki, auk er- lendra banka. Á fundinum í gær var lögð fram skýrsla slitastjórnar um framgang mála og kröfuskrá, auk þess sem skriflegum fyrirspurnum kröfuhafa var svarað. Við stofnun nýja sparisjóðsins voru eignirnar sem teknar voru yfir 3,7 milljörðum lægri en skuldirnar og 100 milljónir voru skildar eftir í þrotabúinu, meðal annars til að standa undir kostnaði vegna slita þess. Fé slitastjórnarinnar uppurið  Litlar líkur á endurheimtum kröfu- hafa í þrotabú Sparisjóðs Keflavíkur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljósanótt Stofnfjáreigendur og aðrir kröfuhafar í þrotabú Sparisjóðs Keflavíkur munu væntanlega ekki fá neitt upp í kröfur sínar.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/0-1, ++0-+2 3+-+02 31-112 +0-,3+ +33-,+ +-234 +/+-// +50-/+ ++0-30 +/0-5+ ++0-2/ 3+-34, 31-1,4 +0-,04 +33-.5 +-2303 +/3-23 +5/-35 3+2-+,4, ++0-55 +/0-., ++0-/3 3+-3./ 31-+33 +0-035 +34-3. +-24+2 +/3-., +5/-,. Arion banki hafði ekki frumkvæði að því að Vífilfell yrði selt til spænska drykkjarvöruframleiðand- ans Cobega að sögn Iðu Brár Bene- diktsdóttur, forstöðumanns samskiptasviðs Arion banka. Hins vegar hafi salan verið háð samþykki bankans. Salan á Vífilfelli til Cobega er hluti af skuldauppgjöri Þorsteins M. Jónssonar, aðaleiganda Vífilfells, við Arion. Samkvæmt upplýsingum frá Arion þá er grundvöllur sam- komulagsins sala eignarhaldsfélaga í eigu Þorsteins á öllu hlutafé í Vífil- felli. Samkomulagið gerir ráð fyrir fullum endurheimtum bankans á skuldum Þorsteins. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Arion banka að fyrir fjárhags- lega endurskipulagningu voru heild- arskuldir eignarhaldsfélaga við Ar- ion banka um 6,4 milljarðar króna og heildarskuldir Vífilfells við bank- ann voru um 4,5 milljarðar króna. Bankinn segir, að samkomulagið nú feli í sér fullnaðaruppgjör á skuldum eignarhaldsfélaganna við Arion banka og að heildarskuldir Vífilfells verði um 2 milljarðar króna og þar af 1,4 milljarðar við Arion banka. Þorsteinn á einnig hlut í fjárfest- ingarfélaginu Materia Invest og er í persónulegri ábyrgð fyrir 240 millj- ónum af skuldum félagsins við Ar- ion banka. Hluti af samkomulaginu nú er uppgjör þessara persónulegu ábyrgða. Bankinn segir að kaupverð sé trúnaðarmál en greiðslan komi að öllu leyti til lækkunar á skuldum eignarhaldsfélaga Þorsteins við Ar- ion banka. Búið er að skrifa undir kaupsamning en eftir stendur að ganga frá ákveðnum fyrirvörum. Reiknað er með að því verði lokið í febrúar. ornarnar@mbl.is Hluti af skulda- uppgjöri  Arion hafði ekki frum- kvæði að sölu Vífilfells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.