Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER MEÐ GÓÐAR FRÉTTIR, NÁGRANNI OKKAR FÉKK SÉR DÚFNAKOFA ROP! ERT ÞAÐ ÞÚ SEM ÁTT ÞENNAN KÖTT? FINNST ÞÉR ÉG EKKI SÆT? HA? ÞÚ SEGIR ALDREI VIÐ MIG AÐ ÉG SÉ SÆT MÉR FINNST ÞÚ EKKERT SÉRLEGA SÆT ÉG ÞOLI EKKI ÁSTÆÐUR! MÖMMU FINNST ÞÚ ALLTAF VERÐA LATARI OG LATARI Í HVERT SKIPTI SEM HÚN SÉR ÞIG ÉG VINN STANSLAUST AÐ MÍNUM MARKMIÐUM ÞAÐ ER EKKI SATT! OG MARKMIÐ MITT Í DAG ER AÐ VERÐA SVO FULLUR AÐ ÉG GLEYMI ÞVÍ AÐ MAMMA ÞÍN SÉ Í HEIMSÓKN ÉG FRÉTTI AÐ RUNÓLFUR VÆRI BÚINN AÐ JAFNA SIG Í FÆTINUM, ÞÁ GETUR HANN LOKSINS HÆTT AÐ DANSA KAN KAN NEI, HANN ÁKVAÐ AÐ HALDA ÞVÍ ÁFRAM AÐEINS LENGUR AF HVERJU? HANN ER SVO ÓTRÚLEGA KJÁNALEGUR Í ÞESSUM BÚNINGI VISSULEGA, EN DONALD TRUMP BAUÐ HONUM ÚT AÐ BORÐA ÞÚ ERT MEÐ MJÖG SÉRSTAKT ILMVATN ÞAKKA ÞÉR FYRIR, ÞETTA ER KLÓSETT- VATN HVAÐ SEGIRÐU, EIGUM VIÐ AÐ GRÍPA OKKUR BITA? MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT EN ÉG ER GIFT EF ÞÉR ÞYKIR SVONA LEITT AÐ VERA GIFT ÞÁ SÉ ÉG EKKI HVAÐ ER MÁLIÐ ÞAÐ VAR EKKI ÞAÐ SEM HÚN ÁTTI VIÐ ER ÞETTA HANN? ÞAÐ FER GREINILEGA EKKERT FRAM HJÁ ÞÉR KLUKKAN ER ORÐIN TÍU, AF HVERJU ERUÐ ÞIÐ ENN ÞÁ VAKANDI? VIÐ EIGUM ENN ÞÁ EFTIR AÐ BORÐA KVÖLDMAT HVAÐ SAGÐIRU? HVAR ER MAMMA? ÉG HELD AÐ HÚN SÉ UPPI, Í TÖLVUNNI ER ALLT Í LAGI ÁSTIN MÍN?!? TAKTU ÞETTA PRÓF TIL AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVORT ÞÚ SÉRT HÁÐ FACEBOOK Að gefnu tilefni Að gefnu tilefni vil ég undirritaður koma á framfæri athugasemd vegna greinar í blaðinu á bls. 19 fimmtudaginn 20. jan- úar. Þar sem þó nokkuð margir hafa spurt mig hvort ég hafi skrifað þessa grein þá vil ég koma því á framfæri að svo er ekki. Virðingarfyllst, Þórir H. Óskarsson, ljósmyndari. Sprengingar og hávaði Áramót eru hátíðleg tímamót, sem fjölmargir vilja fá að njóta í friði ein- ir eða með ástvinum. Nú er svo kom- ið að áramót eru ávallt undirlögð af sprengingum og ærandi hávaða, sem gerir slíkt ókleift. Við vitum öll að íslensku hjálp- arsveitirnar eru á heimsmælikvarða hvað snertir áræði, dug og tækni. Verðugt væri að starf þeirra yrði fjármagnað með öðrum hætti en sölu á misskaðlegu sprengi- efni sem mengandi há- vaði, óhöpp og slys hljótast gjarnan af á þessum hátíðlegu tímamótum. Þóra Jónsdóttir. Morgunblaðið fær hrósið Ég vil þakka Morg- unblaðinu fyrir Lesbókina á sunnu- dögum, hún er alger gullnáma. Agnes Bragadóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir eru frábærar líka, sjálfstæðismenn ættu að hlusta á hana Kolbrúnu. Eldri borgari. Ást er… … einhver umhyggju- samur og heillandi Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kristín Jónsdóttir fjallar um Völuspá ef þátttaka fæst. Skrán. í s. 891-8839 eða kristinj@mr.is. Skrán. líkaá Aflagranda, s. 411-2702. Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9. Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9, leikfimi kl. 13, þorrablót kl. 16.30. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13. Færeyingasaga – námskeið kl. 13. Dansleikur sunnudags- kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Boðinn | Pálmar spilar á nikkuna kl. 13.30. Þorrablót kl. 18.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30 og 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Þorrablót FEBK og Gjábakka 22. janúar hefst með borðhaldi kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13.30. Bóndakaffi kl. 15. Þorrablót 28. janúar. Miðapantanir í síma 564-5260, tekið við greiðsluk.. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.15 og 9.15, félagsvist kl. 13, miðasala á þorrablót í Jónshúsi 29. jan., seldir í dag kl. 13, ekki tekið greiðslukort. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband. Prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30, spilasalur opinn, kóræfing kl. 15.30. Leikhúsferð 3. feb. á ,,Afinn", skráning hafin. Furugerði 1, félagsstarf | Messa í Furugerði 1 kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Furugerðiskórinn. Veitingar kl. 15. Háteigskirkja | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12,30, billjardstofa og pílukast í kjallara kl. 9. Hraunsel | Lokað í dag vegna undirbún- ings þorrablóts 22. janúar. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnust. kl. 9. Námskeið í myndlist kl. 13. Bíó kl. 13.30, kaffisala. Hæðargarður 31 | Leiðbeint á tölvur alla mánud. kl. 13.15. Tölvur á staðnum. Leiðb. Sigríður Kristjánsdóttir. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30. Tölvu- kennsla kl. 13.30. Sungið v/flygilinn kl. 14.30. Dansað í aðalsal. Föstud. 4. febr- úar kl. 17 verður þorrahlaðborð. Uppl. og skráning í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó fellur niður vegna þorrablóts. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30, kaffi. Ég rakst á karlinn á Laugaveg-inum og hann var stórstígur, þegar hann stikaði upp Frakkastíg- inn: Heldur vænkast hagur minn, hýrnar geð og kætist maginn ef kerling býður karli inn í kofann sinn á bóndadaginn. Bóndadagur er fyrsti dagur í þorra, – „á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíð- arbrigði enn þorrablót“ segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson seg- ir, að Skagfirðingurinn Pétur Guð- mundsson staðfesti heitið þorrablót í bréfi sem hann skrifaði Sigurði málara bróður sínum 2. febrúar 1852. Fyrsta dag þorra hafði Pétur misst sauð úr pest og yrkir um sauðinn og innyfli hans skopvísu sem byrjar á þessa leið: Þegar stofnast þorrablót þykir vinstur lakans bót. Sauðar blóð, er felldi fót, fjandskap goða hnekki. Árni rifjar m.a. upp vísur um Kallinn Þorra frá 1744 eftir síra Benedikt Jónsson í Bjarnarnesi. Þar hvetur hann hverja snót til að taka með blíðuhótum á móti Þorra: Konur allar kveð ég þess, kasti á palla og búi sess. So má falla, ef syngið vess, sjálfur kallinn verði hress. Í Stúlku, ljóðmælum Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum, eru þessar vísur um þorra: Snjóar hylja grjót og grund, grimm er kylja nú um stund, ísa þiljur þekja sund, þorra byljir ýfa lund. Núna sjaldan inndæl er æfin falda línum; þorri kaldan koss frá sér kinnum valdi mínum. Jón Thoroddsen orti 1857: Þræll var Þorri að öllu, þeyta réð hríð og bleytu, kafalda báru af kulda köld nef röskir höldar. Grálegt teljum vér Góu grey, en forða heyja óðum fer um að sneyðast, errinn ef reynist verri. Rósberg G. Snædal kallar þessa hringhendu Á góðum þorra 1964: Þorri hló í þetta sinn, þýddi mó og grundir. Skyldi góugróðurinn grafast snjóum undir? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á bóndadaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.