Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þessi samskipti geta oft verið mjög erfið og lýjandi, en líka brosleg á stundum. Við vorum til dæmis í sam- bandi við skipstjóra á litháísku skipi í síðustu viku og þegar við reyndum að segja honum hvernig hann ætti að snúa skipinu með tilliti til þyrlunnar og sigmannsins, fengum við allt í einu upplýsingar um hestaflafjölda aðalvélarinnar. Hann virtist vera sá eini um borð sem talaði einhverja ensku,“ segir Benóný Ásgrímsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Tungumálaerfiðleikar hafa hvað eftir annað skapað vandamál í sam- skiptum Landhelgisgæslunnar við skip sem þurft hafa á aðstoð að halda. Svo rammt hefur kveðið að þessu að kallað hefur verið eftir að- stoð túlks. Hann hefur þá verið til taks í stjórnstöð Gæslunnar og borið skilaboð á milli skips og þyrlu. Ben- óný nefnir sem dæmi að oft verði vandamál vegna lítillar málakunn- áttu um borð í rússneskum og spænskum skipum sem oft eru í tugatali að veiðum á Reykjanes- hryggnum. Ákvörðun byggist á samspili margra þátta Læknir þyrlusveitar Landhelg- isgæslunnar og flugstjóri þyrlunnar taka sameiginlega ákvörðun um það hvort farið er í björgunarleiðangur á haf út. Ástand sjúklings er þá metið, möguleikar á öðrum leiðum við að- stoð og aðstæður eins og veður og fjarlægðir. Margt spilar inn í þetta mat og oft hefur það gerst að mat á ástandi sjúklings byggt á greiningu skipstjóra reynist rangt. Takmörkuð þekking á læknisfræði vegur þar þungt og segir Benóný að sjómönn- um sé misjafnlega lagið að meta ástand manna. Einnig hafi marg- nefndir tungumálaerfiðleikar oft sett strik í reikninginn. Benóný var flugstjóri á TF-Gná í síðustu viku er sjómaður var sóttur um borð litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómíl- ur SV af Reykjanestá. Við greiningu skipstjóra var talið að maðurinn væri alvarlega axlarbrotinn, en síðar kom í ljós að hann hafði farið úr axl- arliði. Ekki tók langan tíma að gera að meiðslunum og gekk sjómaðurinn út af sjúkrahúsi aðeins nokkrum tímum eftir umfangsmikinn björgunarleið- angur við mjög erfiðar aðstæður. Meðan björgunin stóð yfir var öldu- hæð 6-8 metrar og vindur 20-25 metrar af austnorðaustri. „Almennt er ferlið þannig að beiðni um aðstoð berst til stjórn- stöðvar Landhelgisgæslunnar frá skipi en líka oft í gegnum björg- unarstöðvar í útlöndum,“ segir Ben- óný. „Í þessu tilviki barst beiðnin frá skipstjóranum. Stjórnstöð hafði samband við þyrlulækninn okkar sem aftur hafði samband við skipið og reyndi að afla eins greinargóðra upplýsingar og framast var kostur. Eftir þessi samskipti mat læknir- inn stöðuna þannig að maðurinn væri axlarbrotinn og þyrfti á að- hlynningu að halda. Það var svo hvasst að skipstjórinn átti mjög erf- itt með að snúa skipinu upp í vind, þannig að það var annaðhvort að fara að sækja hann eða láta hann vera axlarbrotinn um borð í skipinu, sem var á leiðinni til St. Johns á Ný- fundnalandi og átti eftir fimm til sjö sólarhringa siglingu þangað eftir því hvernig gengi í þessu veðri. Læknirinn sagði mér að maðurinn myndi lifa slíka siglingu af, en ef hann kæmist ekki undir læknis- hendur innan fjögurra daga væri óvíst hvort hægt yrði að gera við öxl- ina, auk þess sem líðan hans yrði mjög slæm þennan langa tíma. Auð- vitað hefði komið til greina að láta skipið sigla áfram áleiðis til St. John og velta vandanum hugsanlega yfir á björgunarsveitir þar í landi, en við ákváðum að gera það ekki. Aðstæður á mörkunum en aðgerðin framkvæmanleg Við skulum ekki gleyma því að þyrlulæknirinn er hluti af áhöfn þyrlunnar og þekkir þessar erfiðu aðstæður. Ef skilyrði eru slæm er metið hvort aðgerðin sé réttlæt- anleg. Miðað við vont axlarbrot í þessu tilviki voru aðstæður við þau mörk, en aðgerðin var metin fram- kvæmanleg. Þá var annaðhvort að fara strax og reyna að bjarga mann- inum meðan bjart var og skipið þó ekki lengra frá landinu. Ákvörðun um að báðar þyrlurnar færu í verkefnið byggðist á því að auka öryggi í leiðangrinum. Einnig var hægt að breyta æfingu sem var að hefjast hjá áhöfn TF-Líf og fara í staðinn í raunverulegt verkefni,“ segir Benóný Ásgrímsson. Samskiptin bæði lýjandi og brosleg Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugstjóri Benóný Ásgrímsson hefur starfað á þyrlum Landhelgisgæsl- unnar í yfir 30 ár og hefur mikla reynslu af björgun við erfiðar aðstæður.  Dæmi um að túlkur hafi þurft að bera skilaboð á milli skips og björgunarþyrlu  Sjómönnum misvel lagið að meta læknisfræðilegt ástand sjúklings  Flugstjóri og læknir taka ákvörðun sameiginlega Áætluð siglingaleið Skalva GRÆNLAND ÍSLAND NÝFUNDNALAND (KANADA) St. John’s Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt ársreikningi sem Sam- fylkingin hefur skilað til Ríkisend- urskoðunar varð tap á rekstri flokks- ins árið 2009 upp á rúmar 27 milljónir króna. Árið þar áður var hagnaður upp á 58,5 milljónir króna. Áður hefur verið greint frá af- komu Sjálfstæðisflokksins, VG og Hreyfingarinnar en Framsóknar- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa ekki skilað Ríkisendurskoðun ársreikningum. Flokkarnir áttu að hafa skilað árs- reikningum um síðustu áramót en þar sem um reikninga fyrir árið 2009 er að ræða ná ný lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem tóku gildi 1. október sl., ekki yfir þau skil. Sam- kvæmt þeim lögum er heimilt að beita flokkana viðurlögum ef þeir skila ekki á réttum tíma og gæti komið til þess eftir næstu áramót vegna reikningsskila fyrir árið 2010. Þá hefur hámarksframlag hvers lög- aðila til flokkanna verið lækkað úr 300 í 200 þúsund krónur. Tekjur Samfylkingarinnar árið 2009 námu um 170 milljónum króna, þar af voru framlög um 165 milljónir. Rekstrargjöld jukust verulega, eða úr 99 milljónum árið 2008 í 190 millj- ónir 2009. Sigrún Jónsdóttir, fram- kvæmdastýra Samfylkingarinnar, segir skýringu á auknum útgjöldum fyrst og fremst vera vegna þingkosn- inga og landsfundar þetta árið. Skuldir flokksins námu í lok árs 2009 um 106,9 milljónum og höfðu aukist um 34,54 milljónir frá árinu á undan. Sigrún segir skuldaaukn- inguna m.a. til komna vegna fast- eignakaupa sumra aðildarfélaga, en reikningarnir ná til allra félaga flokksins. Rekstrartekjur minnkuðu nokkuð milli ára, eða úr 14 í 5 millj- ónir króna, einkum vegna minni aug- lýsingatekna. Tap hjá Samfylk- ingunni árið 2009  Alþingiskosningar juku kostnaðinn Afkoma Samfylkingarinnar Heimild: Ríkisendurskoðun í milljónum kr. 2009 2008 Framlög 164,9 157,2 Aðrar tekjur 5,1 14,2 Rekstrargjöld 190,4 99,6 Afkoma ársins -27,3 58,5 Eigið fé 29,9 26,2 Skuldir 106,9 72,4 Benóný Ásgrímsson hefur í rúm 30 ár starfað á þyrlum Gæsl- unnar og farið í margan fræki- legan björgunarleiðangurinn. Hann segir að auk samskipta geti verið erfitt að fá nákvæma og rétta greiningu og síðan lýs- ingu á ástandi sjúklings. „Við höfum því miður lent í því að fara fýluferðir, ef svo má segja, vegna þess að sjúkdómslýsingar sem læknarnir okkar hafa fengið hafa ekki reynst eiga við nein rök að styðjast,“ segir Benóný. „Við höfum lent í því að menn hafa labbað inn á bráðadeild og strax út hinum megin eftir erfiða þyrlubjörgun. Slíkt er mjög slæmt því viss áhætta fylgir æv- inlega svona aðgerðum þó svo að öryggið sé alltaf í fyrirrúmi hjá okkur. Svo má ekki heldur gleyma því að við erum ekki til taks fyrir aðra á meðan. Hins vegar kemur það á móti að við þurfum að vera í stöðugri þjálfun og raunverulegar aðgerð- ir eru besta þjálfunin, en 200 flugtímar eru áætlaðir fyrir hverja áhöfn árlega í aðgerðir og þjálfun. Kostnaðurinn fellur hins vegar alltaf á björgunaraðila, en ekki skip eða tryggingafélag. Þetta á við um björgun sjómanna um allan heim, það er hvergi rukkað fyrir björgun sjómanna svo ég viti,“ segir Benóný. Björgunar- aðili borgar FÝLUFERÐIR, ÞVÍ MIÐUR Landspítalinn var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010 að því er kemur fram í bráða- birgðauppgjöri spítalans sem nú liggur fyrir. Heildarvelta Landspítala í fyrra var 40,1 milljarður króna og þar af nam rekstrarframlag ríkissjóðs 33,1 milljarði. Ekki var um að ræða við- bótarfjárframlag til spítalans í fjár- aukalögum fyrir árið 2010, að því er fram kemur í tilkynningu frá spít- alanum. Tekjuafgangur upp á 52 milljónir er ríflega 0,1% af heildarveltu. Stærsti einstaki útgjaldaliður árs- ins var launagjöld upp á 25,5 millj- arða sem er 1,2 milljörðum lægri en árið 2009. Starfmönnum fækkaði um 200 ár- ið 2010. Þeim hefur fækkað um sam- tals 670 frá ársbyrjun 2009. Lyfjakostnaður lækkaði um 12% árið 2010 eða 170 milljónir króna. Rannsóknum (myndgreining, blóðrannsóknir og ræktanir) fækk- aði um 17% frá árinu 2009. Fæðingum fækkaði um 2% og voru 3.420, samanborið við 3.500 árið 2009. „Á árinu 2010 var LSH gert að lækka kostnað sinn um 3.400 millj- ónir króna. Það tókst með mikilli vinnu, eljusemi og fagmennsku starfsmanna. Þjónusta spítalans hef- ur breyst nokkuð á þessu ári en við höfum á sama tíma náð að standa vörð um öryggi sjúklinga. Þessi mikli árangur hefði aldrei náðst nema með framúrskarandi dugnaði og samheldni starfsfólks,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, í tilkynningu. 52 milljóna tekjuafgangur Morgunblaðið/Júlíus Landspítalinn Í fyrra var LSH gert að lækka kostnað um 3,4 milljarða.  Launagjöld Landspítala lækkuðu um 1,2 milljarða Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þór- arinssyni, 21 árs, en ekkert hefur spurst til hans í all- langan tíma. Talið er líklegt að Matthías, sem er um 180 cm á hæð og ljósskolhærður, haldi til einhvers staðar á Suðurlandi en sjálfur bjó hann lengi á Stokks- eyri. Er mikill einfari Að sögn lögreglunnar þykir Matthías, sem flutti á höfuðborg- arsvæðið síðastliðið sumar, nokkuð sérstakur í háttum og er hann mikill einfari. Hann ferðaðist um landið á gömlum rússajeppa en gæti nú mögulega haft annað öku- tæki til umráða. Fólk er beðið að hafa það hugfast og eins að svip- ast vel um í vinnuskúrum, geymslum og útihúsum ef það á leið um slíka staði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Matthíasar eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Lögregla lýsir enn eft- ir Matthíasi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.