Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
✝ Þórir Örn Jónssonfæddist í Reykja-
vík 11. ágúst 1983.
Hann lést 9. janúar
2011.
Foreldrar hans eru
Jón Magnús Sigurðs-
son verkstjóri, f. 29.
júlí 1951, og Erna
Harðardóttir sjúkra-
liði, f. 24. ágúst 1959.
Systkini Þóris Arnar
eru Hörður Ingi, f. 19.
desember 1988, og
María Björk, f. 26. júlí
1993. Foreldrar Jóns
eru Sigurður Magnússon, f. 26.
febrúar 1904, d. 17. desember 1984,
og Fjóla Jónsdóttir, f. 29. júlí 1921,
d. 27. janúar 2000. Foreldrar Ernu
eru Hörður Adolp-
hsson, f. 4. september
1933, og Halldóra
Pálsdóttir, f. 16. nóv-
ember 1935.
Unnusta Þóris er
Alisha Þorsteins-
dóttir, f. 11. mars
1983.
Þórir Örn ólst upp í
Grafarvoginum frá
eins árs aldri. Hann
lauk grunnskóla í
Foldaskóla og fór svo
í Iðnskólann að læra
rafvirkjun. Þórir Örn
vann við ýmis störf um ævina.
Útför Þóris Arnar fer fram í
Fossvogskirkju í dag, 21. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Sólargeislinn minn, hann Þórir
Örn, kom í heiminn stór og mynd-
arlegur hinn 11. ágúst 1983. Þú dafn-
aðir vel en einn hængur var á. Þú
greindist með sykursýki aðeins átta
ára gamall og við tók mikil vinna fyr-
ir okkur öll að meðhöndla hana. Það
voru ófáar ferðir farnar upp á
sjúkrahús, en Þórir minn var fljótur
að ná sér og sagði: „Mamma mín,
þetta lagast.“ Öllu var tekið með
jafnaðargeði enda óvenju geðgóður
drengur á ferð. Þú óxt úr grasi og
stóðst þig eins og hetja, enda var ég
stolt af stráknum mínum. Við áttum
margar stundir saman, en hugur
minn er svo tómur núna. Ég sit hér
og pára eitthvað á blað og tárin
streyma stöðugt niður kinnar mínar.
Handlaginn varstu og mikill
grúskari. Þú tókst allt í sundur sem
hægt var og raðaðir því svo saman
aftur, því þú þurftir alltaf að skilja
hvernig hlutirnir virkuðu. Hvað þú
gast dundað þér við að hnýta flugur
klukkustundum saman. Þú fórst á
námskeið í fluguhnýtingum, glerlist
og í golf. Þú fékkst golfsett í afmæl-
isgjöf þegar þú varst tvítugur. Golfið
var þér mikið áhugamál; þú gast
slegið kúlur klukkustundunum sam-
an.
Þú varst mikið náttúrubarn og
naust þess að vera eins mikið úti og
hægt var. Þú elskaðir alla tónlist
hvað sem hún hét og kunnir alla
texta. Tónlistin fylgdi þér hvert sem
þú fórst. Ég hringdi oft til þín og
spurði: „Hvað ertu að gera?“
„Hlusta á tónlist mamma mín“ var
svarið. Barngóður varstu, ekki málið
að setjast niður að lita, púsla, teikna
með litlu frænkunum þínum sem
dýrkuðu þig. Alltaf spurðu þær um
þig ef þú varst ekki frammi, en
hlupu og föðmuðu þig um leið og
þær sáu þig. Og göngutúrarnir sem
við fórum saman hringinn í kringum
Grafarvoginn, þar var talað um
heima og geima. Þórir Örn kynntist
unnustu sinni Alishu í mars á síðast-
liðnu ári og ánægjan skein úr augum
þeirra. Það eru erfið spor framund-
an að þurfa að kveðja þig í blóma
lífsins. Allar yndislegar minningar
sem við eigum um þig munum við
varðveita hver á sinn hátt. Guð
blessi þig og varðveiti þig yndislegi
sonur minn. Ég veit að englarnir
taka á móti þér og leiða þig áfram
inn í ljós heimsins.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Þín
mamma.
Elsku drengurinn minn Þórir
Örn. Þú varst einstakur, prúður,
hugulsamur og hjálplegur. Það voru
þín einkunnarorð gegnum lífið. Þú
varst alltaf tilbúinn og réttir fram
hjálparhönd fyrir aðra en kvartaðir
aldrei. „Mér líður vel, get ég gert
eitthvað fyrir þig?“ voru svörin þín.
Þú varst ekki nema sex ára þegar
við fórum saman að veiða niðri á
bryggju. Ákafur og spenntur varstu
svo ég hélt í beltið á buxunum þínum
svo þú færir ekki í sjóinn. Fiskum
var landað og nú varðst þú að sjá í
magann á fiskunum. „Pabbi, maður
verður að vita hvað fiskarnir éta til
að vita hvaða beitu á að nota.“
Við bjuggum í sveit í borginni
þegar Grafarvogur var að byggjast
1986. Þú varst náttúrubarn og ófáar
ferðir með nesti voru farnar í skóg-
inn og lækinn sem rann frá Laxa-
lóni. Þar var krækt í nokkra flótta-
silunga sem komust í lækinn. Stoltur
komstu heim með góðan feng. Fing-
ur þínir voru næmir til handverks,
fluguhnýtinga og járnsmíði. Þig
langaði í gullsmíði en erfitt var að
komast að svo þú fórst í rafvirkjun.
Alltaf komst þú í bílskúrinn og
spurðir hvort þú gætir ekki hjálpað.
Stoltur faðir hafði ánægju af að hafa
þig með.
Bensinn var draumur þinn og þú
dekraðir við hann. Það var gott að
leita til pabba þegar bíllinn bilaði.
Komstu þá til mín og sagðir: „Getum
við ekki reddað þessu bara?“ Þú
vildir alltaf fá að gera allt sjálfur og
ég stóð til hliðar og leiðbeindi. Unn-
usta þín, Alisha, vinnur við umönn-
un. Þú varst mikið þar hjá henni og
áttir góðar stundir. Hjálpsemi þinni
var með opnum örmum tekið við að
tengja og lagfæra fyrir alla.
Skólafélagi þinn kom til okkar eft-
ir andlát þitt og sagði: „Þórir Örn
var höfðingi og hann var vinur vina
sinna.“ Hér er honum rétt lýst. Öll
börn heilluðust af Þóri Erni. Í heim-
sóknum spurðu börnin: „Hvar er
Þórir?“ Hann spilaði og lék við börn-
in og kenndi þeim tölvuleiki. Við höf-
um staðið þétt saman á lífsleiðinni;
þótt margar hindranir hafi verið á
leiðinni höfum við tekist á við þær.
Minningu þína og allar góðu
stundirnar geymi ég í hjarta mínu.
Ég vil þakka öllum sem hafa verið
okkur á lífsleiðinni til halds og
trausts, veitt okkur stuðning og
styrk, sem er og hefur verið okkur
ómetanlegur.
Kveðja,
pabbi.
Yndislegi drengurinn okkar allra,
hann Þórir Örn, er látinn. Hann var
lengi búinn að þjást af sykursýki
sem hann fékk aðeins átta ára gam-
all. Margar voru ferðirnar með
sjúkrabíl á sjúkrahús og alltaf stóðu
foreldrar hans og systkini með hon-
um með ástúð og styrk. Hann fædd-
ist 11. ágúst 1983. Hann var listfeng-
ur og átti mikla sköpunargleði, var
ljúfur og skapgóður. Þórir Örn var
sannarlega sumarbarn. Þóri Örn
langaði mikið til að læra gullsmíði,
en það var erfitt að komast í nám. Ói
var gælunafn sem María Björk syst-
ir hans gaf honum þegar hún var lítil
og erfitt var að segja hörðu stafina.
Þetta mátti kalla hann einstaka
sinnum. Gælunafnið var svo einlægt
og ljúft alveg eins og hann sjálfur.
Systkinin voru sérstaklega sam-
rýnd, þau María Björk og Hörður
Ingi. Unnusta Þóris Arnar er Alisha
sem unni honum mjög. Elsku Erna,
Jón, María Björk, Hörður Ingi, Al-
isha og aðrir ættingjar og vinir. Guð
styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Líf-
ið og kærleikurinn umvefji ykkur öll.
Megi lífsins friðarljós,
lýsa þér bjartan veginn.
Verndi þig drottinn og englar með rós,
í kærleika, hinum megin.
(H.P.)
Þín amma og afi,
Halldóra og Hörður.
Þórir, svo fallegur og góður. Ég er
enn að bíða eftir því að þú komir til
mín og það er bara þú sem ég vil fá.
Ég vil fá meiri tíma með þér. Þegar
við sögðum „ég elska þig“ vissum við
að það var beint frá hjartanu. Eng-
inn kemst í hálfkvisti við þig. Hugur
minn leitar ávallt til þín, elsku Þórir
minn. Ég man þegar ég sagði við
þig: „Þórir, þú ert fullkominn“ og
það fékk þig til að brosa. Ég vildi að
ég hefði sagt þér fyrir löngu að ég
hugsaði ekki um neinn annan. Ég er
hamingjusöm að hafa átt með þér
morgnana, kvöldin og næturnar, en
ég græt því þú fórst svo skyndilega
og ég á ekki möguleika á að faðma
þig aftur. Ég vil hafa þig hjá mér.
Dauði þinn er ekki sanngjarn og ég
vildi að þetta væri ekki satt. Hvað er
það sem læknar hjartasorg? Ég mun
halda í hverja minningu um þig Þór-
ir minn til að hugga mig í minni
sorg. Ég elskaði þig þegar þú varst
þögull, ég elskaði þig þegar þú tal-
aðir, ég elskaði þig þegar þú söngst,
ég elskaði þig þegar þú dansaðir. Þú
fékkst mig til að trúa að þér liði vel
með mér, ég var svo hamingjusöm
að þú vildir vera með mér. Ég vona
að þú hafir það gott á þeim stað sem
þú fórst á, þú átt það svo sannarlega
skilið. Allir sem þig hafa hitt geta
staðfest það að þú varst frábær
strákur.
Kveðja,
Alisha.
Elsku Þórir, bróðir og besti vinur
minn. Ég sit hérna alveg í rusli og
trúi þessu ekki. Þú varst mér svo
kær og stóðst alltaf með mér í gegn-
um súrt og sætt. Við vorum búnir að
upplifa svo mikið saman og áttum
eftir að gera svo margt. Þú varst svo
góður við alla sem stóðu þér næst og
hafðir svo hlýja og góða nærveru.
Alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla
og baðst aldrei um neitt í staðinn.
Það þurfti nú ekki mikið til að gleðja
þig – tónlist og pepsi max og þú
varst sáttur!
Og þú veist ekki hvað mig langar
að taka upp símann og heyra í þér
aftur, sársaukinn er óbærilegur og
ég veit ekki hvernig ég kemst í
gegnum þetta. Ég gat alltaf leitað
styrks hjá þér og nú ertu farinn.
Þú varst alltaf svo mikill grúskari,
varðst alltaf að vita hvernig hlutirnir
virkuðu og hafa allar reglur á
hreinu.
Ég minnist þess þegar ég fékk bíl-
prófið 17 ára og þú varst 14 ára, þá
héldum við bræður út í eyjuna í
Gufunesi og þú tókst við stýrinu. Þá
var bara sett góð tónlist á og brunað
fram og til baka þar til tankurinn
var tómur.
Það eru þessir litlu hlutir sem eru
mér ofarlega í huga, hvort sem við
vorum að spila tölvuleiki eða taka
bíómaraþon langt fram á nætur.
Ég kveð þig með þessum orðum,
eins og mamma sagði alltaf við okk-
ur þegar við vorum litlir: Guð geymi
þig elsku bróðir minn, þín verður
sárt saknað.
Kveðja,
Hörður Ingi.
Elsku Þórir Örn, bróðir minn, eða
Ói eins og ég fékk alltaf að kalla þig
þegar ég var lítil. Það er sárt að
þurfa að kveðja þig og það svona
snemma en ég held í allar þær góðu
minningar sem ég á um okkur sam-
an. Mér fannst alltaf gaman að vera
með þér og við áttum margar góðar
stundir saman. Ég man þegar ég var
lítil og var alltaf að kalla þig tóta
tölvukall sem þú þoldir ekki svo að
þú gafst mér uppáhaldskörfubolta-
spjaldið þitt og 500 kr. svo ég myndi
hætta að kalla þig tóta tölvukall.
Við gerðum margt yndislegt sam-
an eins og þegar við fórum til Mall-
orca öll fjölskyldan og seinna fórum
við til Danmerkur í Legoland sem
hafði lengi verið draumurinn þinn.
Ég á margar góðar minningar um
þig en ég held mest upp á þegar þú
stakkst upp á því að fara með mér í
Bláa lónið, bara við tvö, til að fá smá
næði og slökun. Við smurðum sam-
lokur til að borða á leiðinni og þegar
við vorum búin að slaka vel á fórum
við heim á leið og þú splæstir í pulsu
og svala.
Við systkinin vorum öll góðir vinir
og gerðum margt saman og ég fékk
oft að vera með þótt ég væri lítil.
Mér þótti alltaf rosa vænt um þegar
þú kallaðir mig litla snillinginn þinn
og ég á eftir að sakna þín sárt. Þú
varst alltaf svo hjartahlýr og góður
og passaðir vel upp á mig eins og
sannur stór bróðir gerir. Hvíldu í
friði elsku bróðir minn, minning þín
lifir í ljósi mínu og ég kveiki á kert-
um fyrir þig.
Þín litla systir,
María Björk.
Vegir lífsins eru órannsakanlegir.
Í dag kveðjum við einstaklega
ljúfan og góðan dreng, systurson
minn hann Þóri Örn.
Minningarnar streyma fram í
hugann. Minningar frá bernsku
hans, allt frá fyrsta ári, er hann lá á
stofugólfinu hjá okkur, hjalaði og
brosti sínu sérstaka fallega brosi
sem einkenndi hann allt lífið.
Minningar frá sumarfríum sem
við eyddum með foreldrum hans og
systkinum. Þá var oft kátt á hjalla
og frændsystkinin skemmtu sér
konunglega saman.
Þórir Örn var rólegur, hlýr og
geðgóður strákur. Hann kippti sér
ekki upp að óþörfu, var lúmskt fynd-
inn og gat ég oft hlegið dögum sam-
an að hnyttnum athugasemdum
hans. Hann vildi öllum vel og var
einstaklega barngóður. Óþrjótandi
þolinmæði hafði hann fyrir litlu
frændsystkini sín, sem sneru honum
um hvern sinn fingur. Nú er hann
horfinn og þau of ung til að skilja
lífsins ráðgátur.
Systkinin þrjú voru afar samrýnd
og er missir þeirra Harðar Inga og
Maríu Bjarkar mikill og sár.
Sama má segja um unnustu hans
Alishu, sem misst hefur þennan ljúfa
mann. Enginn getur fyllt í skarðið
hans, sem alltaf var tilbúinn með út-
rétta hjálparhönd.
Erna og Jón. Engin orð geta lýst
dugnaði ykkar og þrautseigju í bar-
áttunni við sjúkdóminn sem Þórir
fékk aðeins átta ára gamall. Það vit-
um við fjölskyldan sem höfum orðið
vitni að því. Þið studduð son ykkar
af lífi og sál.
Elsku systir mín, mágur, Hörður
Ingi, María Björk, Alisha og aðrir
aðstandendur. Megi Drottinn um-
vefja ykkur og gefa ykkur huggun
og styrk í sorginni.
Blessuð veri minning Þóris Arnar.
Sigríður frænka.
Elsku Þórir. Erfitt var að fá frétt-
ir af andláti frænda okkar Þóris
Jónssonar. Við trúðum varla að
þetta gæti verið satt, ungur dreng-
ur, rétt að hefja lífið með kærustu
sinni, en Þórir hafði flutt að heiman
fyrir átta mánuðum og var að hefja
sambúð.
Sykursýkin hafði fylgt Þóri
frænda frá unga aldri en sjúkdóm-
urinn ekki tekinn eins alvarlega og
ætla mætti. Þórir var alltaf elskuleg-
ur og stutt í brosið hjá honum, einn-
ig var hann alltaf tilbúinn að rétta
hjálparhönd ef beðið var um aðstoð
af einhverju tagi. Við munum eftir
þegar Þórir keypti sér Benz af
stærri gerðinni, hann hafði lagt fyrir
til að geta keypt bíl og leið eins og
greifa við að keyra um götur bæj-
arins, stoltur með sína fyrstu eign.
Sviplegt er að sjá á eftir ungum
dreng og er enn ekki hægt að trúa
því að þetta hafi gerst með engum
fyrirvara.
Við vottum fjölskyldu Þóris fyllstu
samúð og sendum þeim allan þann
styrk sem mannlegt er að senda frá
sér og biðjum æðri máttarvöld að
aðstoða Ernu og Jón foreldra, Hörð
Inga og Maríu systkini hans ásamt
kærustu í þeirra miklu sorg.
Ívar Harðarson.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Kveðja frá ljósunni þinni.
Guðrún.
Það er erfitt að hugsa til þess að
þú sért farinn elsku vinur. En þegar
við hugsum um allar stundirnar sem
við áttum saman kemur ekkert
nema gleði í huga. Hvað það var allt-
af stutt í húmorinn og hvernig þú
gast alltaf glatt alla í kringum þig.
Einnig hvað þú varst einstaklega
hjartahlýr og vildir alltaf öllum vel.
Þegar við lítum til baka koma ótal
skemmtilegar minningar fram. Það
sem stendur upp úr þeim flestum
var þinn yndislegi hlátur og hvernig
þú gast fengið alla til að hlæja með
þér.
Við vottum Jóni, Ernu, Herði og
Maríu samúð okkar. Hugur okkar er
hjá ykkur.
Þökkum allar góðu stundirnar.
Þínir vinir,
Magnús, Ragnar,
Axel og Andri Fr.
Elsku fallegi frændi minn er far-
inn og það allt of fljótt.
Yndislegi Þórir, kallið þitt kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eft-
ir símtal frá bróður mínum sat ég
dofin með kökk í hálsi og tárin í aug-
unum í öðru landi. Hugsanir mínar
heim voru sterkar. Er ég leiði hug-
ann til þín, þá varstu alltaf svo yfir-
vegaður og góður í alla staði. Stelp-
urnar mínar elskuðu þig og sérstak-
lega hún Thelma Rut mín, sem alltaf
rauk beint inn í herbergið þitt til að
spila við þig. Þú varst alltaf svo
barngóður, elsku Þórir, og um-
hyggjusamur. Kærleikurinn umvefji
þig elsku frændi minn. Við töluðum
oft um að spila golf saman og gerð-
um það einu sinni. Þakklát er ég fyr-
ir þá stund. Kveð ég þig með miklum
söknuði en fæ að halda utan um allar
góðu minningarnar um þig. Sykur-
sýkina fékkstu aðeins átta ára gam-
all og reyndist hún þér oft erfið. Ófá
skiptin sem ég borðaði með fjöl-
skyldunni þinni horfði ég á þig
sprauta þig fyrir matinn.
Guð blessi fjölskyldu þína,
mömmu, pabba, systkini þín og unn-
ustu.
Guð geymi þig, elsku Þórir.
Sólin er ljósið,
og ljósið ert þú.
Láttu það skína,
á veginn þinn nú.
Stundin er komin,
og kallið til þín.
Bið ég þig Jesú,
blessunar til þín.
Verndi þig englar,
himninum á.
Því fallegri sál,
þeir varla munu fá.
(Höf. Svava Björg)
Þín frænka,
Svava Björg.
Einn sunnudagsmorgun var
hringt til mín. Var það systir mín í
öngum sínum. Enn og aftur þurfti
hún að taka á stóra sínum, kyngja
sorginni, treganum, tárunum og ör-
væntingunni. Eftir nokkrar sekúnd-
ur sagði hún mér, Þórir minn er dá-
inn, hann er dáinn. Ég trúði ekki
mínum eigin eyrum og get það varla
enn. Þvílík sorg sem berst um í
hjarta okkar. Grátkirtlarnir hafa
haft nóg að gera við að reyna að
koma út sorginni sem gagntekur
huga okkar. Af hverju? Af hverju
núna eftir alla þessa baráttu? Ég
býst enn við að þú komir, brosir þínu
glaðværa brosi og segir, ég er mætt-
ur. Því marga sigra vannst þú á lífs-
Þórir Örn Jónsson