Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 20
Vit-fyrningarleið Ólínu Þar til fyrir stuttu voru of margir að veiða of fáa fiska. Saga sjávarútvegsins var saga gengisfell- inga, gjaldþrota og erfiðleika. Árið 1990 samþykktu þingmenn ný lög um kvótakerfið og frjálst framsal aflaheimilda. Fræknir þingmenn eins og Steingrímur J. Sigfús- son og Jóhanna Sigurðardóttir samþykktu þessi lög. Lögin ollu viðsnúningi í rekstri sjávarútvegs- ins. Skipum fækkaði og hagræðing og sérhæfing jókst. Útgerðarmenn mynduðu nú hagnað í stað taps. En við það getur Samfylkingin ekki unað og áformar að gera arð greinarinnar upptækan í anda kommúnískrar hugsjónar. Allt í nafni þjóðarinnar. Hver getur ver- ið á móti slíku? Arður greinarinnar síðustu tíu árin snýst um 8-9% af tekjum greinarinnar. Verði næstu tíu ár sambærileg við fyrri tíu ár þarf ekki nema 9% hækkun kostnaðar (eða lækkun tekna) til að arður greinarinnar breytist í tap með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir gengi krónunnar og lífskjör landans. Fyrningarleið Sam- fylkingarinnar, stimpluð af ofur- menntaða hag- fræðibloggaranum Jóni Steinssyni, er að- ferð til að gera arð greinarinnar upp- tækan. En arður þessi er ekki fasti. Í reik- nilíkönum hagfræð- inga bregður oft fyrir hugtakinu „að öllu öðru óbreyttu“ sem er varhugaverð forsenda. Félagarnir Hugo Chávez og Robert Mugabe gerðu eflaust ráð fyrir að allt ann- að yrði óbreytt þegar þeir þjóð- nýttu hverja eignina á fætur ann- arri. Fyrningarleiðin mun breyta nú- verandi langtímahugsun útgerð- armanna í skammtímahugsun með ýmsum óvæntum afleiðingum. Kostnaður mun hækka og tekjur munu lækka. Arðurinn mun hverfa í höndum Ólínu og gengi krón- unnar mun falla með tilheyrandi kjaraskerðingu. Landsbankinn, banki allra skatt- greiðenda, er stærsti lánveitandi til sjávarútvegsfyrirtækja. Núver- andi kvótakerfi aflar sjávarútveg- inum tekna til að greiða vexti og afborganir til Landsbankans. Fyrningarleið Ólínu mun valda greiðslufalli, skattgreiðendum og innistæðueigendum til tjóns. Landsbankinn mun þá ekki geta greitt af 275 milljarða skuldabréf- inu sem gamli Landsbankinn á. Og ef forseti vor staðfestir Icesave-(ó) lögin (auðvitað munu flestir stjórn- arliðar samþykkja allt sem hrekk- ur upp úr Steingrími og Jóhönnu), hvað verður þá um áætlaðar end- urheimtur upp í Icesave? Ræður Ólínu innihalda hugtaka- flóru forsvarsmanna kommúnista- flokksins á fjórða áratug síðustu aldar sem studdist við órökstuddar fullyrðingar enda með veikan mál- stað. Með múgæsingi reynir Ólína ásamt öðrum vinstrimönnum að fara þá vitfirrtu leið sem er þeim svo kær – eignaupptaka með til- heyrandi verðmætarýrnun í sjáv- arútvegi. Eftir Örvar Guðna Arnarson » Fyrningarleiðin mun breyta núverandi langtímahugsun útgerð- armanna í skammtíma- hugsun með ýmsum óvæntum afleiðingum. Örvar Guðni Arnarson Höfundur er viðskiptafræðingur. 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Um sl. áramót kom til framkvæmda að greiða 2,3% verðbætur á vissan lífeyri aldr- aðra og öryrkja. Hér er miðað við áætlaða verðbólgu yfirstand- andi árs. En vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,1% frá ársbyrjun 2009 og lág- launafólk hefur fengið 16% kauphækkun á þessu tímabili. Á sama tíma hefur líf- eyrir aldraðra ekki hækkað um eina krónu. Það hefði því átt að hækka líf- eyri aldraðra og öryrkja um 6,1-16 %. En það var ekki gert heldur valin sú lægsta viðmiðunartala sem unnt var að finna. Ekki getur þetta talist stór- mannlegt hjá rík- isstjórninni. Lítill hópur eldri borgara fær hækkun Það má vissulega gagnrýna það að ekki eigi að hækka vissan líf- eyri um meira en 2,3%. En það er ekki síður gagnrýnisvert að það er aðeins lítill hópur eldri borgara sem fær um- ræddar verðbætur. Verðbæturnar koma að- eins að fullu á óskerta lágmarks- framfærslutryggingu TR. Þeir, sem búa einir og hafa engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum, eru með lágmarksframfærsluviðmið hið meira. Þeir fá 4000 kr. hækkun á mán- uði. En hinir sem búa með öðrum og hafa aðeins tekjur frá TR, eru með lágmarksframfærsluviðmið hið minna. Þeir fá 3500 kr. hækkun. Flestir aðrir eldri borgarar fá enga hækkun. Sumir fá hluta verðbóta. Alls munu 4100 elli- lífeyrisþegar fá einhverjar verðbætur en innan við 2000 eldri borgarar fá fullar verðbætur. Ellilífeyrisþegar eru 25000 talsins. Það eru því yfir 20000 eldri borgarar sem fá engar verðbætur á sinn lífeyri. Í hópi þessara eldri borgara eru mjög margir sem búa við erfið kjör og eiga erfitt með að framfleyta sér. Þeir, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru ekki betur settir en þeir sem hafa ekkert úr lífeyrissjóði. Þeir eiga því jafnmikinn rétt á fullum verðbótum og hinir sem ekkert fá úr lífeyrissjóði. Tökum dæmi af eldri borgara,sem hefur 50 þús. kr. úr lífeyrissjóði á mánuði. Hans lífeyrir frá almanna- tryggingum er skertur um nákvæm- lega sömu upphæð og hann fær frá lífeyrissjóði. Lífeyrir hans frá TR lækkar um 50 þús. kr. á mánuði og fer í 130 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Hann er í raun verr settur eftir út- greiðslu verðbóta en hinn sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð. Ég lít á það sem hreina eignaupptöku að skerða lífeyri umrædds manns frá TR um 50 þús. kr. á mánuði. Eign- arrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og sennilega er þetta stjórnarskrárbrot. Hvað var samþykkt á alþingi? Við afgreiðslu fjárlaga á alþingi var samþykkt að verja 150 millj. til (2,3%) verðbóta á grunn ellilífeyris og 200 millj. til greiðslu (2,3%) verðbóta á grunn örorkulífeyris. Ekki skil ég hvernig unnt er að túlka þetta þannig að einungis eigi að greiða verðbætur til lítils hluta eldri borgara með því að greiða fullar verðbætur einungis á óskerta lágmarksframfærslutrygg- ingu. Að vísu var einnig samþykkt við afgreiðslu laga um ráðstafanir í rík- isfjármálum að greiða verðbætur á lágmarksframfærslutryggingu en hvor lögin eru sterkari veit ég ekki. Fjárlögin hafa alltaf verið þung á metunum. Aðalatriðið er þó þetta: Það stenst ekki að greiða einungis litlum hluta 25 þúsund ellilífeyrisþega verðbætur.Það er gróf mismunun. Það er einnig mjög ranglátt, þar eð margir afskiptir ellilífeyrisþegar eru ekkert betur settir en þeir sem eiga að fá verðbæturnar. Eftir Björgvin Guðmundsson » Það hefði átt að hækka lífeyri aldraðra um 6,1-16% Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Lítill hópur ellilífeyrisþega fær verðlagsuppbót Í vikunni verða opnuð tilboð í sjó- flutninga fyrir Rio Tinto Alcan á Ís- landi. Mikið er í húfi fyrir íslenska sjómenn, 32 dýr- mæt störf. Félag skipstjórn- armanna og Sjó- mannafélag Ís- lands krefjast þess að íslenskir sjómannasamn- ingar gildi um borð í skipum frá Straumsvík. Við munum fylgja þessum kröfum eftir af fullri hörku og mæta í Straumsvík ef þess gerist þörf. Við höfum skorað á álverið að standa með íslenskum sjó- mönnum en engin viðbrögð fengið. Við munum ekki taka þögn Rio Tinto þegjandi. Sjómenn eru þess fullvissir að starfsfólk álversins sætti sig ekki við rússneska kjarasamninga í Straumsvík. Íslenskt verkafólk myndi setja hnefann í borðið. Það er ekkert öðruvísi með sjómenn. Við sættum okkur ekki við að rússneskir sjómannasamningar gildi um borð í skipum sem leggja upp frá Straums- vík. Sjómenn munu setja hnefann í borðið. Það eru á annað hundrað störf í húfi fyrir íslenska sjómenn á höf- uðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Austurlandi. Íslenska samninga í gildi frá Grundartanga og Reyðarfirði Sjómenn munu ekki láta staðar num- ið í Straumsvík. Að sjálfsögðu mun jafnt yfir álverin ganga. Við munum krefjast þess að íslenskir sjómanna- samningar gildi um borð í skipum sem flytja ál frá Grundartanga og Reyðarfirði. Við munum fylgja kröf- um okkar af fyllstu einurð og mikilli festu. Málaferli gegn Rio Tinto? Fyrir tæpum þremur árum samdi Rio Tinto Alcan við norska skipafélagið Wilson Euro Carriers sem hefur haft Rússa í áhöfn á smánarlaunum. Fulltrúi Rio Tinto Alcan fékk að sjá smánarkjör Rússanna á skrifstofu Sjómannafélags Íslands. Þrátt fyrir það hefur álverið ekki leiðrétt rang- færslur á heimasíðu álversins þar sem Sjómannafélagið er sakað um að fara með rangt mál um samanburð á kjör- um íslenskra og rússneskra sjó- manna. Það er auðvitað alvarlegt mál. Sjómannafélagið íhugar að höfða mál gegn Rio Tinto Alcan verði rangfærsl- urnar ekki leiðréttar. JÓNAS GARÐARSSON. Íslenska sjómanna- samninga um borð í skip frá Straumsvík Frá Jónasi Garðarssyni Jónas Garðarsson Bréf til blaðsins Mig hefur lengi langað til að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum við lestur veð- urfregna í útvarpi. Þær at- hugasemdir snerta fyrst og fremst veðurfregnir sem lesnar eru eftir kl. 10 að morgni. Á árum áður var föst venja að þessar veð- urfregnir væru lesnar klukkan tíu mínútur yfir tíu. Síðan var þessu breytt, og eru veðurfregnir nú lesnar strax á eftir fréttum. Þetta hefur þann ókost að veðurfregn- irnar eru ekki lengur á föstum tíma því að fréttatíminn er mis- jafnlega langur. Þess vegna er eiginlega nauðsynlegt að hlusta á fréttirnar til ná veðurfregnunum. Það nægir þó ekki alltaf. Ef svo óheppilega vill til að útvarpið er stillt á Rás 2 fylgja veðurfregnir ekki á eftir fréttunum. Þá þarf að finna réttu rásina, og ef það tekst ekki snarlega er eins víst að mað- ur missi af spá næsta dags. Spáin er líka breytt frá því sem áður var. Löng hefð var fyrir því að lýsa fyrst lágþrýsti- og há- þrýstisvæðum. Nú virðist sú skoðun uppi að sjómenn séu þeir einu sem hafi áhuga á þessum fyr- irbærum. Upplýsingar um þau fylgja því einungis sjóveðurspá. Ekki er því að undra þótt almenn- ingur kunni ekki lengur skil á þessum hugtökum eins og fram hefur komið í fréttum og sumir voru að hneykslast á. Önnur breyting sem orðið hef- ur er sú að spáð er fyrir allt landið í einu í stað þess að spáð sé fyrir hvern landshluta eins og áður var gert. Þetta tel ég mikla afturför. Það er takmarkað gagn í upplýs- ingum eins og þeim að frost á landinu verði á bilinu 0 til 15 stig svo að dæmi sé tekið. Fróðlegt væri að heyra hvaða skoðun aðrir lesendur hafa á þeim atriðum sem ég hef nefnt hér. Þorsteinn Sæmundsson Lestur veðurfregna í útvarpi Höfundur er stjörnufræðingur. Við þurfum öll að takast á við mótlæti í lífinu, hvort sem er í starfi, ástarsam- böndum eða fjölskyldu- lífi. Mótlæti getur dreg- ið okkur niður og haft í för með sér neikvæðar tilfinningar eins og kvíða og ótta. Hins veg- ar neyðir það okkur oft líka til að taka áhættu, læra og þroskast. Þegar við erum að ná okkur eftir áföll eins og t.d. starfs- missi, skilnað eða andlát ástvinar get- um við þurft að takast á við ýmsar erfiðar tilfinningar eins og reiði, lágt sjálfsmat og sjálfsefasemdir. Þessar tilfinningar eru hluti af bataferlinu og því ekki gott að flýta sér of mikið. Með tímanum koma síðan aðrar til- finningar sem gefa meiri von og bjartsýni. Mikilvægt er að hafa í huga að þeir sem hafa náð miklum árangri, hvort heldur er í viðskiptum, námi, íþrótt- um eða á öðrum sviðum lífsins, hafa undantekningalaust þurft að takast á við mótlæti. Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð til að auka seigluna og sigrast á lífsins vonbrigðum: Viðurkenndu það sem gerðist. Átt- aðu þig á því að enginn kemst hjá því að takast á við mótlæti í lífinu og að þú munir kannski aldrei skilja fyllilega hvað gerðist og hvers vegna. Horfstu í augu við ótta þinn. Það er eðli- legt að vera óörugg(ur) en styrkurinn felst ein- mitt í því að gera hluti þrátt fyrir óttann sem kraumar innra með okkur. Sýndu þolinmæði. Íhugaðu hvað þú ætlar að gera, en farðu þér hægt þar sem það mun aðeins gera illt verra að flýta sér um of. Það er mikilvægt að vinna sig í gegnum óþægilegu tilfinn- ingarnar þar sem þær eru mikilvægt skref í að öðlast styrk á nýjan leik. Farðu út fyrir þægindahringinn. Taktu áhættu og ögraðu sjálfum/ sjálfri þér. Leggðu þig t.d. eftir starfi sem þú heldur að þú ráðir ekki við. Finndu hetjuna þína. Hugsaðu um fólk sem lætur ekki deigan síga þrátt fyrir áföll og erfið veikindi, eins og t.d. Eddu Heiðrúnu Backmann. Not- aðu slíka einstaklinga sem fyrirmynd. Vittu hvað þú vilt. Þegar maður er með skýra mynd í huganum af því hvert mann langar er auðveldara að gera áætlanir og láta svo verkin tala. Hugsaðu í lausnum frekar en að einblína á vandamálin. Sýndu frum- kvæði og einblíndu á það sem þú get- ur gert. Taktu eitt skref í einu. Umfang verkefnis, eins og t.d. að finna nýtt starf eftir uppsögn, getur stundum virst óviðráðanlegt. Brjóttu það niður í smærri skref til að það verði yf- irstíganlegt. Leitaðu stuðnings. Talaðu við vin, fjölskyldumeðlim eða sérfræðing um hvernig þér líði eða skrifaðu það nið- ur. Einnig getur verið hjálplegt að ræða við fólk sem hefur lent í svipaðri reynslu. Ástundaðu heilbrigt líferni. Von- brigði eru uppspretta streitu og því er mikilvægt að huga að heilsunni, hvílast vel, stunda reglulega hreyf- ingu og borða hollan mat. Að sigrast á lífsins vonbrigðum Eftir Ingrid Kuhlman » Þeir sem hafa náð miklum árangri, hvort heldur er í við- skiptum, íþróttum eða á öðrum sviðum lífsins, hafa þurft að takast á við mótlæti. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.