Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 6

Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Neysluviðmiðin eru aðeins grunn- ur til að byrja að byggja á. Þetta er ekki endanlegt mat á neysluþörf. Þá byggjast viðmiðin á miðgildi en ekki meðaltali og grunar mig að þau geti verið hærri. Viðmiðin sýna hvað kjör öryrkja eru fáránlega lág,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Ís- lands, spurður um neysluviðmið velferðarráðuneytisins. Vilja raunhæfar heildartölur „Þetta höfum við vitað. Undan- farin tvenn áramót hefði átt að hækka bætur í takt við vísitölu um 20 til 25%. Neysluviðmiðin munu því hafa bein áhrif á baráttu okkar. Við munum styðjast við viðmiðin og á næstunni greina hvað það er sem þau taka ekki með í reikning- inn. Við teljum að það sé ýmislegt sem vantar í viðmiðin til þess að þau endurspegli raunhæfar tölur. Staðan er mjög alvarleg. Við vit- um af mörgum sem þyrftu að sækja um mataraðstoð en gera það ekki stoltsins vegna. Þeim finnst það of niðurlægjandi.“ – Munu viðmiðin gagnast ykkur í kjaraviðræðum við stjórnvöld? „Já. Ég held að það sé alveg ljóst. Á næstu vikum og mánuðum munum við birta skýrslur um ástandið. Sú fyrsta er um fátækt og örorku á Íslandi og kemur út 25. febrúar. Það eru átakatímar fram- undan. Það er alveg klárt mál.“ Skortir fé til framfærslu Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Íslands, tekur undir að viðmiðin undirstriki að tekjulágir hópa eigi erfitt með að framfleyta sér. „Það gefur augaleið að staðan er grafalvarleg. Það hefur verið kristaltært í okkar huga að fólk hefur verið með alltof litla peninga til að framfleyta þér. Grunnviðmið fyrir einstakling á höfuðborgar- svæðinu í eigin húsnæði er 292.000 krónur, að teknu tilliti til bifreiða- og ferðakostnaðar. Það er langur vegur frá því að fólk sem kemur til okkar hafi haft svo miklar tekjur. Ég tel að þessi upphæð fari mjög nærri lagi til þess að fólk geti notið þeirra lífsgæða sem við teljum okk- ur öll þurfa á hverjum tíma. Það er algengt að fólk sé að borga á annað hundrað þúsund í húsaleigu. Það má ekkert út af bera, ef viðkomandi rekur bíl og svo framvegis, til að fólk eigi í erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi.“ Mismunun í samfélaginu Ásgerður Jóna telur að skort hafi á umræðu um þá gjá sem sé að myndast í lífskjörum almennings. „Það var mikið rætt um launa- og kynjajafnrétti á ráðstefnu vel- ferðarráðuneytisins um daginn. Eftir því sem ég kemst næst var ekki talað um þá miklu lífskjara- mismunun sem er á Íslandi. Þá á ég við að það var ekki tekið á þeim mikla mun sem er á lífsgæðum. Konur og karlar sem hafa sömu laun í lægstu launaþrepunum fara á mis við mörg sjálfsögð lífsgæði. Þau fara á mis við að geta vaknað á morgnana án þess að hafa áhyggj- ur, endalausar fjárhagsáhyggjur. Margt af þessu fólki er heilsulítið. Það býr við stöðuga örvæntingu. Við erum að horfa upp á atvinnu- laust fólk sem er búið að selja allt sem það getur verið án til þess að eiga fyrir nauðþurftum.“ Fundað um fátækt Ljóst er að umræðu um viðmiðin er ekki lokið og má nefna að Landssamband framsóknarkvenna stendur fyrir opnum pallborðsum- ræðum á Hressingarskálanum ann- að kvöld en þar verður hagsmuna- aðilum boðið að taka þátt í umræðum um grunnframfærslu og neysluviðmið. Morgunblaðið/Ernir Styrkur Mat er úthlutað fyrir jólin, m.a. hjá Mæðrastyrksnefnd. Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir tekjulága hópa eiga erfitt með að framleyta sér. „Átakatímar framundan“  Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir neysluviðmið vopn í baráttunni  Vill 20-25% hærri bótagreiðslur  Fólk selur húsbúnað til að eiga fyrir mat Mörg fljót hafa runnið til sjávar í ís- lenskum stjórnmálum síðan Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra tók hús á Fjölskylduhjálpinni miðvikudaginn 6. desember 2007 en hún var þá ráðherra félagsmála. Við það tilefni spurði blaðamaður Morgunblaðsins Jóhönnu út í að- gerðir stjórnvalda vegna aukinnar fátæktar í landinu og svaraði hún því þá til að vandamálið væri fjölþætt. Var jafnframt haft eftir henni að brýnt væri að ríkið og sveitarfélögin ynnu saman að málinu. Framfærslu- kostnaður væri of mikill miðað við tekjur lægstu launahópa og það yrði að leysa í kjarasamningum. Tillögurnar settar í forgang Síðan sagði Jóhanna orðrétt: „Nefndir hafa verið starfandi við að skoða heildarlausnir á málefnum fátækra, m.a. á vegum ASÍ, og það liggja fyrir tillögur í ráðuneytinu um hvernig beri að taka á málinu. Fljótlega verður sett á fót nefnd, sem fer yfir tillögurnar og leggur til hvernig best er að forgangsraða og bæta stöðu þessara hópa. Neyðin er því miður alltof mikil í okkar velferð- arsamfélagi og það verður að taka á henni með ýmsum hætti,“ sagði hún. Sem fyrr segir hefur margt breyst í þjóðfélaginu síðan í árslok 2007 og má nefna að í desember það ár mældist atvinnuleysi 0,8%, miðað við um 8% nú. Þá hafa þúsundir flust af landi eftir að harðna fór á dalnum. Nefnd átti að leysa vandann Jóhanna vildi taka á framfærslukostnaði Fjölskylduhjálpin Jóhanna ræðir málin við Ásgerði Jónu árið 2007. Morgunblaðið/Sverrir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil óvissa er um hvaða stefnu kjara- viðræðurnar munu taka. Þrátt fyrir einstaka fundi eru eiginlegar viðræður um endurnýjun kjarasamninga hvergi komnar á skrið. Flestir bíða eftir að hreyfing komist á almenna vinnu- markaðinn. „Það er þung undiralda,“ sagði einn af forystumönnum í viðræð- unum í gær. Fátt bendir til annars en að verkfall hefjist í fiskimjölsverksmiðjum á þriðjudaginn og aðgerðarhópur samn- inganefndar Starfsgreinasambands- ins fundaði í gær um aðgerðir til að knýja á um gerð samninga. Samtök atvinnulífsins hafa átt fundi með fulltrúum einstakra landssam- banda, að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA. „Við erum að reyna að leita að hugmyndum um hvernig við getum haldið áfram,“ segir hann. Samtökin bíða eftir hvað ríkis- stjórnin ætlar að gera varðandi stjórn- kerfi fiskveiða en viðræður um sam- ræmda launastefnu sigldu í strand í seinasta mánuði vegna þess máls. Vil- hjálmur segir að beðið sé eftir því hvort ríkisstjórnin ætli að draga þenn- an tappa úr með einhverjum hætti. Sjávarútvegsráðherra boðaði á dögun- um frumvarp um stjórnkerfi fiskveiða en enn bólar ekkert á því. „Við höfum talið að það þurfi að koma þessu sem allra fyrst í umferð svo hægt verði að fara að ræða efnislega um þetta mál,“ segir Vilhjálmur. SA og samninganefndir iðnaðar- mannafélaganna hafa hist nokkrum sinnum og þar eru skoðaðir mögu- leikar á gerð skammtímasamninga, þótt SA leggi enn allt kapp á samninga til þriggja ára. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að menn séu að þreifa á mögu- leikum á gerð skammtímasamninga. Vikan verði nýtt í að skoða ýmsar út- færslur. Ekki eftir miklu að slægjast Gunnar Björnsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, segir viðræður við starfsmenn hjá ríkinu fara rólega af stað. Ríkið þarf að semja við mikinn fjölda félaga því lausir kjarasamning- ar á þeim vettvangi eru 56 talsins. Ekki er eftir miklum kauphækkunum að slægjast hjá ríkinu við núverandi aðstæður. Þá gagnast skammtíma- samningar lítið frá sjónarhóli ríkisins, að sögn hans. SA bíða eftir að ríkis- stjórnin losi tappann  Hægagangur, óvissa og þung undiralda á vinnumarkaði „Þetta mun aðeins efla okkur. Viðmiðin sýna að ef við hefðum tekjur í takt við þau, þá neydd- umst við ekki til að skera niður læknaþjónustu, lyfjakostnað og aðrar nauðsynjar. Fólk getur ekki veitt sér neitt. Mér sýnist stjórn- völd stefna að því að senda 30% þjóðarinnar í biðröð eftir mat,“ segir Guðmundur Ingi Kristins- son, talsmaður Bótar, spurður um nýju neysluviðmiðin. „Fólk er að hringja í mig hálfgrátandi og spyrja hvort við getum hjálpað því. Það er neyðarástand. Fólk kemur til mín skelfingu lostið vegna þess að það á ekki fyrir mat þegar það er búið að gera upp húsaleig- una. Það fer beint í raðir eftir ókeypis mat. Þeir sem úthluta mat eru á margan hátt að bjarga stjórninni. Því er ótrúlegt að heyra stjórnina og borgina gagnrýna aðstoðina.“ „Geta ekki veitt sér neitt“ TALSMAÐUR BÓTAR SEGIR FÓLK GRÁTANDI AF ÖRVINGLAN Guðmundur Ingi Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.