Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 11
Fyrsta námskeiðið í vetur hjá Einari heitir „Áður en þú smellir af staf-
rænni mynd“ og er fyrir byrjendur sem og aðeins lengra komna. Um
námskeiðið segir:
„Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að verkferill við vinnslu
stafrænna mynda hefst áður en smellt er af. Ýmis atriði varðandi lýs-
ingu, gæði, stillingar myndavéla, skráasniða og fleira er upphafið að
því verkferli sem framundan er; – að gera góða mynd.
Í stærðfræði lærum við samlagningu og frádrátt áður en við lærum
margföldun og deilingu. Það sama á við um stafræna ljósmyndun, –
við þurfum í upphafi að læra og skilja grunnlögmál stafrænna ljós-
mynda áður en lengra er haldið.
Til dæmis velja rétt minniskort, formatera kort, myndvinnsla í
myndavélinni; hver er hún, hvenær og hvað skiptir máli í still-
ingum á myndavélum, hvað er Raw-
skráasnið, ISO-kjörstilling, white balance,
white balance-viðmið, skilja histo-
grams, lýsing fyrir stafrænar
myndir og hámark upplýsinga,
16 og 8 bit, fílterar, vinnuum-
hverfi og afrit.“
Næsta námskeið er kynning á
ADOBE LIGHTROOM þar sem
farið verður yfir grunnvirkni,
skipulag og stillingar.
Áður en þú smellir
af stafrænni mynd
NÁMSKEIÐIN
Litríkar Ljósmynd eftir Einar sem hann hefur unnið með. Hann kennir meðal annars svona myndvinnslu.
myndabóka og annað sem ég kann
að finna áhuga fyrir,“ segir Einar
en hann kennir hjá Cinema 2, fyrir
ofan Kaffi Haiti við Reykjavíkur-
höfn.
Einar sérhæfir sig einnig í við-
gerðum á gömlum ljósmyndum.
„Frá október fram í nóvember er
ég að gera við gamlar myndir og
hlusta á tónlist sem á við hverju
sinni. Oft er það blues, eða klassík
þegar ég þarf að vinna fín smáat-
riði. Þegar þeirri törn líkur fer ég
að tína til efni um nýjungar sem
hlaðist hafa upp hjá mér og end-
urmennta mig. Til þess að hafa
ákveðna svipu á þessari menntun
set ég mér upp þessi innlendu
námskeið en oft er besta leiðin til
að læra hluti að kenna þá.“
Allt um námskeiðin sem Einar
býður upp á má sjá undir „Vornám-
skeið 2011“ á vefsíðunni www.focusonnature.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
„Ég held að ég sé komin með uppáhaldið mitt, það er Lucy
McRae. Það eru í rauninni hún og lína sem hún hefur gert
sem heitir LucyAndBart sem eru hún og Bart Hess.
Hún kallar sig líkamsarkitekt og þetta er ekki tíska held-
ur listaverk og arkitektúr á líkamann. Þetta er nokkuð sem
mér finnst alveg nýtt; það er mikið pælt í smáatriðum, lit-
um og nýjum formum. Svo er notað mikið af efnum og
formum sem eru ekki vanalega sett á líkamann, t.d. froða,
nælur, viður og blöðrur. Hún semsagt stökkbreytir lík-
amanum í eitthvað nýtt, eins og hún búi til ævintýri eða
sögu á líkamann,“ segir Ninna Þórarinsdóttir hönnuður
beðin að segja frá uppáhaldshönnuðinum sínum.
„Ég og Lucy bjuggum á sama tíma í Amsterdam fyrir um tveimur árum og ég
uppgötvaði hana þá, við vorum í sama vinahópnum þar.
Lucy er ævintýraleg, hugmyndarík og leikglöð. Hún vinnur mikið fyrir mynd-
bönd og innsetningar og gerði síðast eitthvað fyrir tónlistarkonuna Robin,
Lucy er sístækkandi nafn.“
Uppáhaldshönnuður Ninnu Þórarinsdóttur
Hugmyndarík og leikglöð
Ninna
Þórarinsdóttir
Ninna heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum á fimmtudaginn, 10. febrúar,
kl. 12.05 í Skipholti 1, stofu 113. Ninna útskrifaðist með BA-gráðu í hönnun frá
Design Academy Eindhoven úr deildinni Man and Identity árið 2006. Fyrirlest-
urinn verður um námið og hvernig hún fékk að vaxa og vinna sem ein-
staklingur með áhuga á mörgum vinnuaðferðum hönnunar.
Froskur? Hönnun
eftir LucyAndBart
sem Ninna hrífst af.
Vorið Þetta módel átti Íris
Dögg Asare Helgadóttir sem
sigraði í fantasíu flokki nema.
Fallegt Negl-
urnar hjá Írisi
voru blómlegar.
Undirbúin Una
undirbýr módelið
sitt sem var hið
glæsilegasta.