Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 14

Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 ● Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar, sem birtar voru í gær, var útflutningur 43,5 milljarðar króna og innflutningur 35 milljarðar króna í síð- asta mánuði. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hag- stæð um tæpa 8,5 milljarða króna sam- kvæmt bráðabirgðatölum. Afgangur hefur nú verið á vöruskiptum samfellt frá því í janúar 2009. Í janúar í fyrra var afgangurinn 5,8 milljarðar króna og var því 2,7 milljörðum meiri nú. Vöruskipti hagstæð um 8,5 milljarða í janúar Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þegar kemur að því að meta greiðslugetu íslenska þjóðarbúsins á erlendum skuldum, þar á meðal vegna Icesave-reikninganna, að því gefnu að samningar við Hollend- inga og Breta verði samþykktir, skiptir flæði fjármagns inn og út úr landinu miklu máli. Er það vegna þess að erlendar skuldir eru, eðli málsins samkvæmt, í erlendum gjaldeyri og þarf því slíka mynt til að greiða skuldirnar. Erlendur gjaldeyrir kemur inn í landið við útflutning á vörum og þjónustu og fer út úr því við inn- flutning. Munurinn á innflutningi og útflutningi kallast vöruskipta- jöfnuður og er útlit fyrir að hann verði jákvæður svo miklu muni á næstu árum. Gjaldeyrir flæðir hins vegar einnig inn og út úr landinu í formi svokallaðra þáttatekna, en undir þann lið falla til dæmis vaxtagreiðslur af skuldum og arð- greiðslur til eigenda fyrirtækja. Af þessum sökum skiptir miklu að vita hve háar hreinar skuldir ís- lenska þjóðarbúsins eru við útlönd, en þær tölur hafa verið mjög á reiki. Til dæmis segir í tölum Seðlabankans að hrein staða við út- lönd sé neikvæð um tæpa 370 millj- arða króna, en fyrir ári sagði í minnisblaði Seðlabankans að hrein staða þjóðarbúsins væri neikvæð um 1.450 milljarða að viðbættum Icesave-skuldum og öðrum þáttum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hreinan vöruskipta-, þjónustu- og þáttatekjujöfnuð í fyrra og árið 2009. Vegna þess að ekki eru komnar tölur fyrir fjórða ársfjórð- ung 2010 eru tölur fyrir þrjá fyrstu fjórðunga ársins 2009 teknar með til samanburðar. Hafa ber í huga að ekki hefur verið neitt greitt til Hollendinga og Breta og ef samningurinn við þjóð- irnar tvær verður samþykktur eykst mjög flæði gjaldeyris úr landinu og niðurstaðan verður verri í framtíðinni en hún hefur verið hingað til. Athuga ber að þrátt fyrir að greiðslur vegna Ice- save hafi ekki enn byrjað var nið- urstaðan neikvæð um tæpa 20 milljarða fyrstu þrjá ársfjórðunga 2010. Gengisáhættan af Icesave-samn- ingnum er mjög mikil, einkum vegna þess að kröfur Trygginga- sjóðs innstæðueigenda í þrotabú gamla Landsbankans eru í krón- um, en skuldbindingar við trygg- ingasjóði Breta og Hollendinga eru í erlendri mynt. Veiking krónunnar myndi því auka nettóskuldir ís- lenska sjóðsins við þá erlendu. Vegna þessa skiptir það sköpum fyrir íslenska ríkið, sem mun bera ábyrgð á skuldbindingum íslenska sjóðsins, að gengi krónunnar hald- ist stöðugt. Erfiðara að aflétta höftum Af þessum sökum telur Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, að Icesave-samn- ingurinn myndi gera afléttingu gjaldeyrishafta mun erfiðari en ella. „Krónan myndi sennilega veikj- ast við afléttingu hafta, enda er henni haldið of sterkri í skjóli þeirra. Íslenska ríkið má hins veg- ar ekki við slíkri veikingu ef Ice- save-samningarnir eru samþykktir. Því er aflétting hafta við þær að- stæður að fyrirliggjandi Icesave- samningur hafi verið samþykktur talsvert erfiðari en áður.“ Sumir hafa bent á mikinn afgang á vöruskiptum sem rök fyrir því að Íslendingar geti auðveldlega aflað sér gjaldeyris til að greiða Bretum og Hollendingum, en allt stefnir í að afgangur á vöru- og þjónustu- viðskiptum í fyrra hafi verið í kringum hundrað milljarðar króna. Ragnar segir hins vegar að þeir, sem svona tali, horfi bara á aðra hlið dæmisins. „Á hinni hliðinni eru þáttatekjur gagnvart útlöndum, eða greiðslur milli Íslands og útlanda í formi vaxta, arðs og annarra svipaðra þátta. Útlit er fyrir að þessar greiðslur verði neikvæðar um upp- hæð í námunda við hundrað millj- arða króna árlega á næstu árum, vegna vaxtagreiðslna á erlendum lánum, arðgreiðslna til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja og svo framvegis. Þegar þáttatekjurnar eru teknar með í reikninginn sést að það stendur ekki mikið eftir af vöruskiptajöfnuðinum.“ Ragnar segir að á tímum, þar sem halli var á vöruskiptum, hafi Íslendingar þó að minnsta kosti fengið eitthvað fyrir peninginn, innfluttar vörur og þjónustu. „Í nánustu framtíð mun andvirði út- flutningsins hins vegar að stórum hluta verða flutt út í formi vaxta- greiðslna.“ Ragnar hefur áður fjallað um afleiðingar langvarandi gjaldeyr- ishafta á íslenskt efnahagslíf. „Gjaldeyrishöft, einkum ef þau vara lengur en hingað til hefur verið gefið til kynna, munu enn frekar draga þrótt úr íslenskum fyrirtækjum og minnka möguleika þeirra til vaxtar og þróunar. Á það ekki síst við um útflutningsfyr- irtæki, en við þurfum sárlega á þeim að halda til að geta staðið undir erlendum skuldbindingum þjóðarbúsins á næstu árum og bæta lífskjörin er til lengri tíma er litið.“ Icesave festir höft í sessi Flæði gjaldeyris inn og út úr landinu Í milljónum króna Jan.-sept. 2009 Allt árið 2009 Jan.-sept. 2010 Vöruskipti Tekjur 377.257 514.446 415.696 Gjöld -305.160 -414.954 -327.121 Nettó vöruskiptajöfnuður 72.097 m.kr. 99.492 m.kr. 88.575 m.kr. Þjónustujöfnuður Tekjur 220.224 287.288 232.898 Gjöld -176.655 -239.884 -183.584 Nettó þjónustujöfnuður 43.569 m.kr. 47.404 m.kr. 49.314 m.kr. Þáttatekjur og framlög Tekjur -35.509 -33.214 6.709 Gjöld -215.965 -264.692 -158.127 Framlög -6.748 -8.873 -6.345 Nettó þáttatekjur -258.222 m.kr. -306.779 m.kr. -157.763 m.kr. Samtals -142.556 m.kr. -159.883 m.kr. -19.874 m.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands  Meira flæðir út úr landinu af gjaldeyri en kemur inn í það  Við samþykkt Icesave-samninganna mun þessi staða versna  Prófessor segir að vegna gengisáhættu yrði mjög erfitt að losa um höft Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Félag á vegum Stefnis, dótturfélags Arion banka, er talið líklegast til að kaupa kjölfestuhlut í matvörurisan- um Högum. Heimildir Morgun- blaðsins herma að starfsmenn Stefnis leiti þessa dagana að fjár- festum til að koma inn í einkahluta- félag sem er ætlað að fjárfesta í Högum. Hafi Stefnismenn meðal annars rætt við lífeyrissjóði og ýmsa fjárfestingasjóði. Félagið er sagt munu eiga að heita SF2. En sem kunnugt er skrifaði annað félag á vegum Stefnis, SF1, undir viljayfir- lýsingu við Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. um kaup á ríflega helm- ingshlut í tryggingafélaginu Sjóvá. Sá munur er þó á að SF1 og SF2 að síðarnefnda félaginu er ætlað að hafa trygga fjármögnun þegar og ef gengið verður frá samningum við Arion banka. Ekki öll nótt úti hjá Yucaipa Þrátt fyrir að söluferli Haga sé nú á lokastigum og líklegast að Stefnir hreppi hnossið er ekki útilokað að aðrir tilboðsgjafar komi að fyrirtæk- inu. Heimildir Morgunblaðsins herma að tveir fjárfestahópar komi til greina hjá Arion banka um þess- ar mundir. Annars vegar Stefnir og hins vegar bandaríski fjárfestinga- sjóðurinn Yucaipa, sem á þriðjungs- hlut í Eimskip. Bandaríkjamennirn- ir eru sagðir hafa boðið 9-10 milljarða króna fyrir stóran hluta fé- lagsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að vilji Arion banka standi enn til þess að skrá félagið, en áður en það gerist sé ætlunin að selja kjölfestuhlut. Sá hlutur sem nú er rætt um að selja SF2 yrði líklegast ekki stærri en fjórðungur hlutafjár. Lengi í eigu bankans Arion banki leysti Haga til sín á árinu 2009 eftir að móðurfélag þess, 1998 ehf., gat ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Skuldir 1998 nema á fimmta tug milljarða króna. Félag- ið hefur nú verið í bókum bankans í að verða tvö ár. Lengi stefndi í að fyrrverandi eigendur þess, Jón Ás- geir Jóhannesson og fjölskylda, næðu að semja við Arion banka um endurskipulagningu skulda félags- ins. Það gekk ekki eftir, svo að til- kynnt var að félagið yrði skráð á markað, en Jóhannes Jónsson og stjórnendateymi áttu að fá for- kaupsrétt á stórum hluta félagsins. Sú ákvörðun bankans vakti ekki hrifningu allra og var horfið frá henni nokkrum mánuðum síðar, eft- ir að Jóhannes hafði hætt störfum hjá félaginu í ágúst síðastliðnum. Í október síðastliðnum boðaði Arion banki síðan söluferli á kjölfestuhlut í fyrirtækinu, sem nú er á lokastig- um. Sjóður Stefnis sagður lík- legur til að hreppa Haga Morgunblaðið/Ómar Arion banki Línur eru farnar að skýrast í söluferli bankans á kjölfestuhlut í Högum. Sjóður á vegum dótturfélags bankans hefur forystu í söluferlinu.  Dótturfélag Arion banka safnar fjárfestum vegna tilboðs ● Frekar rólegt var yfir skuldabréfamarkaðnum í gær en alls námu viðskiptin 8,8 milljörðum króna. Skuldabréfavísitala Gamma fyrir verðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,5 milljarða viðskiptum á meðan vísitalan fyrir óverðtryggt lækkaði um 0,1% í ríf- lega 5 milljarða viðskiptum. Heildarvísitala Gamma, fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð bréf, hækkaði um 0,1% í viðskiptum gærdagsins. Heildarvísitalan hef- ur nú lækkað um 0,17% frá áramótum en vísitalan fyrir óverðtryggð hefur á sama tíma lækkað um 2,5%. Óverðtryggt heldur áfram að lækka ● Kínverski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína í 6,06% úr 5,81%. Vextir á skammtímainnistæðum í seðlabanka landsins voru ennfremur hækk- aðir um 25 punkta og vextir á 12 mánaða innistæðum um 45 punkta. Er þetta þriðja vaxtahækkunin í Kína frá því í október en peningamálayfirvöldum í land- inu hefur reynst erfitt að koma böndum á verðbólguna undanfarin misseri. Bú- ist er við frekari vaxtahækkunum í framhaldinu og að bindiskylda banka verði hækkuð enn á ný. Kínverski seðlabankinn hækkar vexti enn á ný ● Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær FI fjárfestingar, sem voru í eigu Hannesar Smárasonar, til að greiða Glitni 4,7 milljarða króna. Í málinu var jafnframt gerð krafa um að Hann- es yrði dæmdur til að greiða 400 milljónir króna, sem hann var í sjálf- skuldarábyrgð fyrir. Hannes var sýkn- aður af þeirri kröfu, „að svo stöddu“. Segir í dómnum að Glitnir sé bundinn af yfirlýsingu, sem hann gaf um að setja ekki fram kröfur á hendur Hannesi, nema að uppfylltum til- greindum skilyrðum. FI greiði 4,7 milljarða STUTTAR FRÉTTIR                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-+/ ++1-/+ 2+-++3 24-4./ +/-3,5 +24-0/ +-.412 +04-.2 +,/-.1 ++,-/, +01-12 ++/-4, 2+-+0+ 24-+41 +0-441 +2+-2+ +-.+45 +04-31 +,/-3 2+5-1//+ ++1-45 +0/-4/ ++/-53 2+-2.5 24-+1, +0-4,3 +2+-,, +-.+.. +0+-, +,0-5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.