Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 22

Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 ✝ Dagbjört HrefnaStefánsdóttir fæddist í Bakkakoti, Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu, 11. febrúar 1933. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27. janúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jóhannesson, f. 27.12. 1895, d. 14.8. 1990, og Oddný Sig- urrós Sigurð- ardóttir, f. 30.9. 1890, d. 15.1. 1984. Dagbjört Hrefna var yngst sinna systkina. Alsystkini hennar sem upp komust eru Hjálmar A. Stefánsson, f. 27.8. 1926, og Aðalbjörg Sigrún Stef- ánsdóttir, f. 11.8. 1930. Hálfsystk- ini hennar sammæðra eru Sig- urður H. Hjálmarsson, f. 10.3. 1918, d. 9.4. 2001. Helga Hjálm- arsdóttir, f. 3.7. 1919, d. 27.2. 2007, og Jón R. Hjálmarsson, f. 28.3. 1922. Hrefna giftist Matthíasi Ólafs- syni frá Borgarnesi, f. 30.9. 1927, d. 16.10.1998. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Ólafur G. Matthías- f. 19.4. 1982. Seinni eiginmaður Lilju Helgu var Arnór Sigtryggs- son, f. 6.6. 1967. Þau skildu. Son- ur þeirra er Kristófer Steinberg Arnórsson, f. 6.7. 1994. Lilja Helga er nú í sambúð með Gunn- laugi Björnssyni, f. 22.12. 1961. Sambýlismaður Hrefnu í nokkur ár var Njáll Gunnarsson, f. 24. desember 1925, d. 19. mars 1989. Hrefna hafði gaman af söng og söng m.a. með Skagfirsku söng- sveitinni í áratugi og fór síðan í Drangey, kór eldri félaga. Hún hafði gaman af ferðalögum og útivist. Hrefna vann við ýmis störf til lands og sjávar. Hún starfaði hjá Háskóla Íslands, m.a við þrif og umsjá Kaffistofu Lög- bergs og á Hótel Garði í mörg sumur. Hún vann einnig hjá Heklu og Sjóvá þar sem hún sá um eldamennsku o.fl. Hrefna var þerna m.a. á Bakkafossi hjá Eim- skip og sigldi mikið til Ameríku þar sem hún kynntist Njáli Gunn- arssyni. Lengst af var hún mat- ráðskona á barnaheimilinu Grænuborg eða í nær 30 ár. Hún hætti þar vegna aldur 2004. Eftir að föstu starfi lauk dundaði hún sér mikið við prjónaskap sem hún reyndar gerði alla tíð. Hún naut þess að vera í sveitinni hjá dóttur sinni Hlíf og tengdasyni. Dagbjört Hrefna verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, 9. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. son, f. 2.11. 1954, giftur Bergljótu Hrönn Hreinsdóttur, f. 2.9. 1960. Börn þeirra eru Alexand- er Ólafsson, f. 2.5. 1989, og Hlíf Ólafs- dóttir, f. 29.7. 1996. 2) Dagbjört Oddný Matthíasdóttir, f. 15.10. 1956, giftist Stanislaw Jan Lipski, f. 9.2. 1953, þau skildu. Sonur þeirra er Adam Lipski, f. 25.7. 1978. 3) Hlíf Matthíasdóttir, f. 10.1. 1958, Barnsfaðir: Gunnar Eggert Júlíusson, f. 8.8. 1959, d. 8.10. 1989. Hlíf er gift Skúla Sig- urðsyni, f. 19.8. 1955. Börn þeirra eru Birta Ósk Gunnarsdóttir, f. 30.3. 1979, í sambúð með Marc Cespedes, f. 4.3. 1972, og Svein- björn Skúlason, f. 10.12. 1984. 4) Lilja Helga Steinberg Matthías- dóttir, f. 27.8. 1962. Hún giftist Ís- leifi Erlingssyni, f. 6.7. 1959. Þau skildu. Börn þeirra eru Róbert Ís- leifsson, f. 15.8. 1978, dóttir hans er Rakel Silja Róbertsdóttir, f. 18.12. 2004, og Eva Ísleifsdóttir, Elsku mamma mín, ég kveð þig með miklum söknuði í hinsta sinn. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir allt sem þú varst mér og gerðir fyr- ir mig og með mér. Þú varst alltaf vinur minn þó svo að oft værum við ekki sammála en við virtum skoð- anir hvor annarrar. Við nutum þess báðar að fara á tónleika, leikhús og út að dansa sem við gerðum oft saman. Útilegur í Þórsmörk voru mikið í uppáhaldi hjá þér. Við fórum þangað og nutum náttúrunnar. Sem lítil stelpa man ég svo vel eftir skemmtilegum sumrum á Ak- ureyri í góðu veðri hjá ömmu og afa, Helgu frænku, Pálu frænku og Sigga frænda og Guðrúnu. Það var farið í heimsóknir til þeirra allra. Ég hélt áfram að heimsækja þau öll þegar ég kom til Akureyrar eftir að ég eltist. Þau hafa öll tekið á móti þér núna og hafa vafalaust verið fagnaðarfundir. Þú varst alltaf ósérhlífin, sterk og dugleg að sjá um okkur systk- inin. Sem einstæð móðir með fjögur börn aðeins 30 ára gömul sýndir þú mikinn dugnað í að vinna fyrir heimilinu í nokkrum störfum sam- tímis oft á tímum og veittir okkur gott heimili eins og efni leyfðu. Þú saumaðir og oft upp úr gömlum flík- um á okkur krakkana og vildir hafa okkur vel tilhöfð. Prjónaðir líka á okkur fallegar flíkur fram á síðasta dag. Þú kenndir okkur ljóð, söng og trú á það góða og „faðirvorið“ átt- um við að fara með á hverju kvöldi svo við fengjum vernd og góðan svefn. Ennþá fer ég með faðirvorið á hverju kvöldi og trúi því að það verndi mig. Þegar barnabörnin komu þrjú í röð 1978-1979 réðstu þig á milli- landaskip og lést gamlan draum ræt- ast og sigldir um heiminn og naust þess að koma í hafnir og borgir er- lendis. Komst heim hlaðin gjöfum, allt var svo ódýrt í Ameríku. Á Bakkafossi hittir þú elskuna þína, Njál Gunnarsson. Yndislegan mann sem tók okkur öllum vel og þið nutuð góðra ára saman þar til Njáll veikt- ist. Njáll lá á sjúkrahúsi í mörg ár og þú fórst til hans á hverjum degi til að hlúa að honum þar til að hann lést 1989. Mikil sorg fyllti hjarta þitt og þú saknaðir hans alltaf. Nú eruð þið saman á ný og njótið samverunnar í paradís í Sumarlandinu eins og margir kalla þennan yndislega stað. Á Grænuborg, þar sem börn og starfsfólk nutu þess að fá góðan mat hjá þér, varstu á heimavelli í vinnu og bættir við þig endalaust þegar leikskólinn stækkaði. Þú hættir ekki þó svo að þú værir orðin löggiltur ellilífeyrisþegi heldur hélst áfram að vinna þar til 2004. Þetta ljóð kemur alltaf upp í huga minn þegar ég hugsa til þín: Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson.) Elsku mamma, ég bið Guð að geyma þig og varðveita og kveð þig að sinni. Adam saknar þín líka og kveður þig með miklum söknuði. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín dóttir, Dagbjört Oddný Matthíasdóttir. Tárin streyma í stríðum straumum Hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? Hvernig get ég lifað út daginn? Allt er svo tómlegt hér án þín! Stóllinn sem þú sast svo oft í Ég horfi á hann oft á dag bara ég gæti fengið þig til baka þá myndi allt komast aftur í lag en sú draumastund mun aldrei koma raunveruleikinn blasir mér við að kveðjustund okkar er komið og þú gengur í gegnum hið gullna hlið minningar um þig um huga minn reika margar góðar eru í skjóðunni þar við áttum svo marga góða tíma já mikið um gleði hjá okkur þá var ávallt gat ég til þín leitað aldrei hunsaðir þú mig reyndir alltaf mig að hugga ó, hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði Aldrei sé ég það á ný Ég vil bara ekki trúa Að þitt líf sé fyrir bí Ég vildi að við hefum haft Meiri tíma, þú og ég Við áttum svo mikið eftir að segja Ó hvað veröldin getur verið óútreiknanleg Ég þarf nú að taka stóra skrefið treysta á minn innri styrk takast á við lífið Svo framtíðin verði ei myrk Ég veit að þú munt yfir mér vaka verða mér alltaf nær Þú varst og ert alltaf mér best Elsku móðir mín kær (Katrín Ruth) líkamlegu verkina sem hrjáðu þig. Ég sakna þín. Þín dóttir, Hlíf. Ég sé þig dansa á grænu engi með blóm og fugla allt um kring, elsku móðir ég sakna þín. Ég sé þig heilsa öllum þar og margir þig þekkja og faðma þig að, elsku móðir ég sakna þín. Ég sé þig þar syngja í englakór þín fallegu ættjarðarljóð, elsku móðir blessuð sé minning þín. (L.H.S.) Hvíldu í friði, elsku mamma og amma. Lilja Helga Steinberg og Kristófer Steinberg. Þegar maður ætlar að setja niður á blað minningargrein um konu sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns síðustu 30 ár veit maður ekki hvar skal byrja og hvar enda. Hrefna tengdó var einhverveginn alltaf þar sem maður þurfti hana, traust, trú- föst og gerði það sem þurfti að gera þegar átti að gera það. Ef maður hugsar til baka hvað mikið var á hana lagt, einstæða móður með 4 börn í 2-3 vinnum til að láta enda ná saman, en þetta tókst með miklum ágætum. Svo þegar börnin fóru að eignast börn þá réð hún sig á millilandaskip, aðallega til að láta gamlan draum rætast og til að losna við barnapöss- un sagði hún í gríni. Þar kynntist hún Njáli sínum, yndislegum manni, og einhvern veginn sá maður þau eldast saman bálskotin í hvort öðru en hann veiktist illa eftir að þau hófu sambúð á Vesturgötunni og komst ekki frá spítalanum eftir það, en Hrefna tók strætó daglega í nokkur ár til að ann- ast hann. Hrefna var okkur hjónunum miklu meira en mamma og tengdamamma, hún var vinur og alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða ef eitthvað bjátaði á og eftir að við hjónin fluttum að Iðu var það regla að Hrefna var sótt í apríl og dvaldi hjá okkur fram í októ- ber og síðustu 2 árin var hún nánast alveg hjá okkur í annexíunni sinni og undi hag sínum vel. Það verður skrítið að koma heim og sjá ekki Hrefnu sitjandi í stólnum sínum, prjónandi sokka eða eitthvað annað til að stinga í afmælis- eða jólapakka handa fjölskyldunni. Hennar verður sárt saknað af okkur og ekki síst Krúsa litla sem elti hana hvert fótmál alla tíð og fékk stundum að stinga sér til fóta í annexíunni ef hann var þurr og hreinn. Blessuð sé minning hennar. Skúli. Amma Hrefna amma mín ein af mörgum ein besta stundin í alveg eins kjólum sveiflandi handleggjunum ég er barnabarnið þú ert amman alltaf með opinn glugga leiðindaljósið kl. 4 það er matur í pottinum grjónagrautur og lifrarpylsa kaffikannan og vatnsglasið með klaka risastór rotta sem bjó bak við þvotta- vélina það mátti bara reykja í eldhúsinu vá allt dótið í kassanum í skápnum vá allar myndirnar í konfektkössunum þarna er amma ung þarna er Hrefna stúlkan standandi á steini hangandi í tré sitjandi í túninu rétt eins og ég í Þórsmörk í fjölskylduútilegu heyrumst fljótt amma ég bjalla í þig gerviblómin úti í glugga kort frá Mallorka, Þýskalandi og eitthvað fleira ljósaserían hangandi í loftinu landslagsmálverkið sem þekur vegginn við hliðina á bókahillunni mig langar að safna í fléttu eins og gömul kona amma mér fannst hárið á þér sérstakt þú varst flott eins og þú varst í skörpum blússum gráblá augun undir gleraugunum ég ætlaði alltaf að mála portrett af þér ertu til í að sækja fyrir mig mjólk og einn rauðan Goldcoast ég er til í að sækja handa þér hest ef þig langar manstu hvíti klárinn sem þú sast á á einni myndinni hvar er þetta tekið? Vesturgatan okkur dreymdi saman þegar ég lá á sófanum og þú uppi í rúmi lítum út um kýraugað um borð að kokka spádómar og kaffibollar já þú átt eftir að hafa það rosalega fínt í Edinborg sagðir þú, takk amma það var líka rétt það var líka rosalega fínt að búa með þér (E.Í.) Eva Ísleifsdóttir. Með sorg í hjarta kveðjum við in- dæla systur okkar, Hrefnu Stefáns- dóttur. Fráfall hennar bar brátt að og næsta óvænt er hún ekki lengur á meðal okkar. Við sem eftir stönd- um hérna megin grafar söknum hennar sárt, enda gaf hún okkur öll- um fagurt fordæmi með lífsgleði sinni, bjartsýni og æðruleysi. Og þótt líf hennar hafi ekki verið neinn samfelldur dans á rósum, þá lét hún baslið aldrei buga sig, heldur stóð jafnan sterk og traust og mætti erf- iðleikunum með brosi á vör. Hrefna var yngsta barn foreldra sinna og mikil mömmutelpa framan af ævi. En svo óx hún úr grasi og líf- ið kallaði á þessa ungu stúlku eins og gengur. Hún giftist og stofnaði fjölskyldu. Börnin hennar fjögur komu í heiminn hvert af öðru og lífs- baráttan var hörð. Þá höguðu örlög- in því svo að tiltölulega snemma stóð hún uppi sem einstæð móðir. En þótt móti blési þá tókst henni með einstökum dugnaði að halda hópnum sínum saman og sjá öllu farborða eins og best mátti verða. Hrefna hafði ekki aðeins seiglu og dugnað til að bera, heldur líka mikinn sálarstyrk og einstaklega vandaða og góða skaphöfn. Henni veittist því létt að bjóða erfiðleik- unum birginn og lifa með reisn á hverju sem gekk. Þá hafði hún líka til að bera ýmsa listræna eiginleika og meðal annars næmt eyra fyrir söng og hljómlist. Í því sambandi veitti það henni hamingju og lífsfyll- ingu að syngja með Skagfirsku söngsveitinni um árabil sem og fleiri kórum. Á síðustu árum átti Hrefna til- tölulega rólega daga sem hún naut í ríkum mæli og þá oft í samfélagi með börnum sínum. Hún hafði yndi af ferðalögum og hafði stundað þau talsvert um dagana. Meðal annars starfaði hún um skeið sem skips- þerna í siglingum á millilandaskip- um og tók þátt í söngferðalögum til útlanda með kórnum sínum. Þá var hún fyrir nokkrum vikum komin heim úr skemmtiferð til Ameríku, þar sem sonur hennar starfar um þessar mundir, nú þegar kallið kom og hún var boðuð í ferðina miklu sem okkar allra bíður. Að leiðarlokum kveðjum við Hrefnu systur okkar með trega, en jafnframt með innilegu þakklæti fyrir samfylgdina sem var okkur öll- um svo dýrmæt og mikils virði. Björt og brosmild minning hennar lifir áfram með okkur og lýsir okkur um ókomin æviár. Við sendum börnum hennar og barnabörnum sem og öðru vandafólki einlægar samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu hennar. Sigrún Stefánsdóttir, Hjálmar A. Stefánsson, Jón R. Hjálmarsson. Dagbjört Hrefna Stefánsdóttir Tveir mánuðir eru síðan þú kvaddir rósina þína fögru en nú ertu til hennar kominn elsku afi minn, enda gátuð þið ekki hvort án annars verið til lengri tíma. Þið voruð einstök hjón, samheldin í blíðu og stríðu. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, Ingimar Þorláksson ✝ Ingimar Hall-grímur Þorláks- son fæddist á Siglu- firði 23. júní 1924. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Fjalla- byggðar 13. janúar 2011. Útför Ingimars fór fram frá Siglufjarð- arkirkju 22. janúar 2011. faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Við ykkur átti ég einstakt og kær- leiksríkt samband og daglega heyri ég hljóm nafna ykkar beggja, sem ég hef borið frá fæðingu. Elsa Inga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.