Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Elsku amma mín.
Ég sakna þín svo sárt, ég man
þegar ég var yngri og við mamma
bjuggum hjá þér tímabundið þegar
afi dó. Þá skreið ég oft upp í til þín
þegar mamma var farin að vinna og
þú kenndir mér að hekla og prjóna.
Við lágum stundum uppi í rúminu
þínu til hádegis eða bara þangað til
það komu gestir. Svo þegar þú flutt-
Þórhildur
Sigurðardóttir
✝ Þórhildur Sigurð-ardóttir hár-
greiðslumeistari
fæddist á Litla-
Melstað í Reykjavík
10. júlí 1927. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 23. des-
ember 2010.
Útför Þórhildar fór
fram frá Safn-
aðarheimilinu í Sand-
gerði, 29. desember
2010.
ir í Miðhús kom ég oft
til þín með teikning-
arnar mínar því þú
hafðir svo gaman af að
skoða þær, við föndr-
uðum alltaf eitthvað
saman. Þú varst ein af
þeim fáu sem ég gat
talað við, og oft þegar
mér leið illa kom ég til
þín og þú vissir alltaf
hvað væri best að
gera.
Þú dáðist oft að því
hversu sterk ég var og
þegar pabbi dó þá
kom ég ekki eins oft til þín og ég var
vön, ég vildi ekki að þú sæir að ég
væri engan veginn eins sterk og þú
hélst að ég væri. Þú grést með mér
og vildir allt fyrir mig gera, innst
inni vissi ég að þú værir að fara frá
okkur, og ég var svo hrædd um að
ég yrði of vön því að koma til þín og
tala við þig þegar mér leið illa og ég
var svo hrædd við að missa þig, þá
hefði ég engan til að tala við, þar
sem pabbi væri farinn. Ég var svo
hrædd við að þurfa að ganga í gegn-
um þetta allt aftur, og í staðinn fyrir
að nota tímann sem ég hafði ennþá
með þér þá lokaði ég mig frá þér til
að þurfa ekki ganga í gegnum þetta
allt aftur. En í seinasta skiptið sem
ég sá þig sá ég svo eftir því að hafa
ekki komið oftar til þín, þú lást inni
á spítala og varst svo veik. Þá fyrst
gerði ég mér grein fyrir því að þú
værir að fara fyrir fullt og allt.
Ég settist hjá þér og horfði bara á
þig og trúði ekki að þú værir að fara
frá mér. Ég vildi ekki trúa því að ég
væri að fara að missa þig. Af hverju
þurftir þú að fara? Hvernig myndi
allt verða þegar þú værir farin?
Hvern myndi ég tala við þegar mér
liði illa? Þú gast alltaf gefið mér svör
við öllum mínum spurningum.
Á aðfangadag varstu alltaf hjá
okkur en þessi jól voru tómleg. Eng-
in amma við borðið og enginn pabbi
til að heimsækja eftir matinn. Elsku
amma mín, ég sakna þín svo innilega
mikið, vildi óska þess að þú værir
hjá okkur ennþá.
Þín ömmustelpa,
Dagný Lind.
Amma okkar er lát-
in og er sárt saknað.
Heimsóknir okkar til
Íslands frá heimalönd-
um okkar, Englandi og Danmörku,
verða aldrei samar, þegar hennar
nýtur ekki lengur við. Hjartagæska
hennar var einstök og gestrisnin
aðdáunarverð. Sýnin af henni opn-
Gyða Jónsdóttir
✝ Gyða Jónsdóttirfæddist á Sauð-
árkróki 4. ágúst 1924.
Hún lést á líknardeild
Landakotsspítala 17.
janúar 2011.
Útför Gyðu fór
fram frá Bústaða-
kirkju 27. janúar
2011.
andi dyrnar með
breiðu brosi á andlit-
inu og bjóðandi upp á
heita drykki og pönnu-
kökur líður okkur
aldrei úr minni. Alltaf
vorum við hjartanlega
velkomnir, enda hafði
hún sérstakt lag á að
láta okkur líða eins og
heima hjá okkur – og
þá gilti einu, hvort við
litum inn til hennar í
spjall og kaffisopa, eða
hvort heimsóknin átti
að standa vikum sam-
an.
Alltaf var hún viðræðugóð. Hún
var ekki bara góð til að hlusta, opin
og áhugasöm um hagi okkar og fram-
tíðaráform, heldur var hún líka sjálf
gædd góðri frásagnargáfu. Bæði í
hverdagslegu spjalli um hvað á daga
okkar hafði drifið síðan síðast, og
einnig sagði hún okkur fúslega af
sjálfri sér og löngu lífi sínu. Sérstak-
lega heillandi voru frásagnir af ferða-
lögum hennar og bernsku. Hún hafði
lifað gífurlegar breytingar og búið
við aðstæður gjörólíkar uppvexti
okkar, sem erfitt getur verið okkar
kynslóð að gera sér í hugarlund,
þannig að uppfræðandi var hún líka.
Amma var sterk kona, sem lifað
hafði og sigrast á margri raun. Að
lokum þurru kraftarnir, en styrkur
hennar mun lifa í minningum okkar
allra, sem þekktum hana og elskuð-
um.
Amma, við munum alltaf minnast
þín. Við munum hugsa til þín með að-
dáun og minningin um þig mun veita
okkur gleði og huggun um ókomna
tíð.
Kaare Ó. Stark,
Kjartan Þór Óttarsson,
Samuel Hjalti Bringsberg.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú
mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Fagra, dýra móðir mín
minnar vöggu griðastaður
nú er lífsins dagur dvín,
dýra, kæra fóstra mín,
búðu um mig við brjóstin þín.
Bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður.
(Sigurður Jónsson.)
Þinn sonur,
Magnús.
Fallegan vetrardag í Reykjavík
kvaddi amma mín þennan heim.
Elsa amma var einstök kona sem
ólst upp í Vatnsdal á bænum Flögu,
tók þar seinna við búi foreldra sinna
en ákvað að flytja til borgarinnar
Elsa Lyng
Magnúsdóttir
✝ Elsa Lyng Magn-úsdóttir frá Flögu
í Vatnsdal fæddist 15.
desember 1917. Hún
lést á Droplaug-
arstöðum 11. janúar
2011.
Elsa var jarðsungin
frá Fossvogskapellu í
Reykjavík 25. janúar
2011.
þegar hún var um
miðjan aldur. Þegar
til Reykjavíkur kom
einkenndist líf hennar
af ferðalögum og
áhuga á handverki.
Var hún því sveita-
kona og heimskona í
senn.
Minning mín um
ömmu er minning um
konu sem var mikill
fagurkeri og náttúru-
unnandi. Hún helgaði
skógrækt í Vatnsdal
mörgum sumrum, en
þar átti hún fallegan reit sem kall-
aður er Vinaminni. Þar gekk hún
um landið og skoðaði blómin og
trén. Þegar rigndi var spilað, lagðir
kaplar og gripið til handavinnu. Eft-
ir ömmu liggur handverk sem er
ómetanlegt.
Á milli þess að vera í sveitinni og
Reykjavík ferðaðist hún mikið.
Fékk ég að upplifa eina af ferðum
hennar þegar ég var á fermingar-
aldri. Sú ferð er mér dýrmæt og
lærdómsrík. Að fá að ferðast með
ömmu sinni og skoða fallega náttúru
og handverk reyndi dálítið á þol-
inmæðina hjá unglingi en amma
hafði lag á því að leysa hlutina frið-
samlega. Amma var ávallt hlédræg
kona en heimssýn hennar og skoð-
anir voru sterkar og maður bar
mikla virðingu fyrir þeim. En húm-
oristi var hún mikill sem kom sterkt
í ljós þegar hún var að fá upphring-
ingar frá ungum piltum sem ætluðu
að hringja í nöfnu hennar. Nefndi
hún við mig að hinn kurteisasti pilt-
ur hefði hringt í sig og spurt eftir
Elsu Lyng og svaraði hún að sú
væri en væri helst til gömul fyrir
hann! Þakkaði hún honum bara fyrir
hringinguna og sagðist hafa haft
gaman af. Einnig bárust bréf til
ömmu sem áttu að sjálfsögðu að
berast til nöfnu hennar en fannst
henni þetta allt saman bara mjög
skemmtilegt. Hef ég ávallt borið
stolt nafn ömmu minnar.
Amma var alltaf vel til fara og
með fallegan varalit. Heimili hennar
var hlýlegt með miklu handverki
sem maður dáðist að. Hjá ömmu
voru alltaf rólegheit og spjallað und-
ir góðu kaffi. Þegar amma varð 90
ára flutti hún á Droplaugarstaði.
Þakka ég þeim sem þar vinna fyrir
að hafa hugsað vel um ömmu mína.
Þegar við héldum upp á 93 ára af-
mælið hennar í desember var mikið
spjallað og naut amma þess að vera
með langömmubörnunum sínum.
Heyrn hennar var byrjuð að dala
mikið en það var nóg að leggja lítinn
lófa í hönd hennar og sá maður hvað
það kom í stað allra heimsins orða.
Einnig er notalegt að hugsa til þess
að amma náði að njóta jólanna með
okkur í faðmi ástvina.
Ég kveð ömmu mína með mikilli
ást, virðingu og lærdóm á lífinu og
veit í hjarta mínu hvað hún var sátt
að kveðja þetta líf. Ég trúi því að nú
sé amma umvafin ástvinum sem
fallnir eru frá og fremst í þeim hópi
er systir mín hún Margrét. Hún og
amma voru alltaf miklar vinkonur
og það var sárt fyrir ömmu þegar
hún féll frá. Hugsa ég nú til endur-
funda þeirra þar sem amma getur
leitt ljúfa hendi systur minnar og
gengið saman sælar og sáttar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Elsa Lyng Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞORFINNUR VALDIMARSSON,
Löngumýri 21,
Selfossi,
lést á heimili sínu að morgni miðvikudagsins
2. febrúar.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
12. febrúar kl. 11.00.
Margrét Lúðvígsdóttir,
Þór Þorfinnsson, Hrefna Egilsdóttir,
Ástríður Þorfinnsdóttir,
Lúðvíg Lúther Þorfinnsson, Silja S. Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðursystir okkar og mágkona,
ÞORBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 44,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
31. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13.00.
Andrés Svavarsson,
Kristín Svava Svavarsdóttir,
Guðni Birgir Svavarsson,
Rannveig Beiter,
Svavar Guðnason
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, afi og
langafi okkar,
EYSTEINN ÓSKAR EINARSSON
bókbindari,
Furugrund 70,
sem lést þriðjudaginn 1. febrúar á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð, verður jarðsunginn frá Neskirkju
föstudaginn 11. febrúar kl. 15.00.
Sigríður Sörensdóttir,
Úlfar Eysteinsson,
Björn Eysteinsson,
Bryndís Eysteinsdóttir,
Hildur Eysteinsdóttir,
Ólöf Edda Eysteinsdóttir,
Hulda Mary Breiðfjörð,
Heiðar Pétur Breiðfjörð,
Pálmar Breiðfjörð
og fjölskyldur.
✝
Við þökkum sýnda samúð og hlýju við andlát
elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
HJÁLMARS ÞORLEIFSSONAR,
Áshamri 31,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
laugardaginn 22. janúar.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Heilbrigðisstofn-
unar Vestmannaeyja fyrir góða umönnun.
Kristín Björnsdóttir,
Inga Hjálmarsdóttir, Júlíus V. Óskarsson,
Ólafur Hjálmarsson, Sigríður Anna Einarsdóttir,
Þorleifur Hjálmarsson, Sigurdís Harpa Arnarsdóttir,
Soffía Birna Hjálmarsdóttir, Þorvaldur Ásgeirsson
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HERBERT GRÄNZ
málarameistari,
Mánavegi 4,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn
11. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30.
Erla Jakobsdóttir,
Rúnar Jakob Gränz,
Eygló Lilja Gränz, Viðar Bjarnason,
Emilía Björk Gränz, Gísli Árni Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.