Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Ég er orðlaus. Hvað
skrifar maður um fal-
lega, yndislega, glaða,
góða, skemmtilega og
hlýja bróður sinn sem fallinn er nú
frá okkur öllum sem elskuðum hann
svo heitt, í blóma lífsins. Ég gæti
skrifað heila bók um hann Sigurjón
minn, bara ekki núna þar sem ég skil
ekki hvernig lífið getur verið svona
sárt. Samt er eitt sem ég veit, og það
er að ég er svo yfir mig þakklát fyrir
að hafa fengið að taka þátt í lífi hans
frá því við vorum þriggja ára. Sig-
urjón var einstök manneskja í alla
staði. Hann lét alltaf öllum líða vel í
kringum sig. Með fallega brosinu
sínu, stríðni og glettni kveikti hann í
hjarta manns gleði og fögnuð á sinn
einstaka hátt. Allt sem hann tók sér
fyrir hendur gerði hann vel, og tón-
listin átti hug hans allan. Hann var
tónlistarmaður í húð og hár og fyrir
níu árum sneri hann sér alfarið að
tónlistinni með dyggum stuðningi frá
sinni heittelskuðu Þórunni. Hann var
bara rétt að byrja. Maðurinn sem
hafði svo mikið að gefa af sér með fal-
legri rödd sinni og hæfileikum.
Elsku stórkostlegi Sigurjón minn.
Ég þakka fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman og ég mun ylja
mér við minningarnar um ljúfan og
yndislegan bróður sem ég var svo
lánsöm að fá að eiga hlut í. Ég mun
sakna þín alla tíð, það er stórt tóm í
hjarta mínu sem verður ekki aftur
fyllt.
Ég mun vaka yfir börnum þínum.
Ég elska þig.
Þín systir,
Nína Dögg.
Það er laugardagskvöld í Breið-
holtinu. Eldri kona með hrokkið hár
tekur af sér gula gúmmíhanska og
skellir þeim í eldhúsvaskinn. Hún lít-
ur upp í átt að eldhúsklukku á veggn-
um. Tíminn líður hratt. Hún flýtir
sér að ísskápnum og tekur út disk
umvafinn plasti. Hellir sér vatni í
glas og rýkur út úr eldhúsinu og inn í
stofu. Hún kemur sér vel fyrir í nú-
tímalegum leðurklæddum ruggustól
með þægilegum fótstuðningi. Hún
teygir sig eftir sjónvarpsfjarstýringu
og beinir henni í átt að túbusjónvarp-
inu sínu sem vill ekki fara í gang.
Hún rís upp og bölvar þeim sem áttu
að vera löngu búnir að lagfæra þetta
fyrir hana. Hnappnum er þrýst inn,
kveikiþráðarhljóð heyrist og mynd
birtist fljótlega á skjánum. Konan
kemur sér aftur fyrir í ruggustólnum
og tekur upp plastvafða diskinn þar
sem hún er með nýlega smurt brauð.
Meðan hún gæðir sér á brauðinu
hefst upphafstef þáttarins Bingó
Lottó. Hún herpist öll saman, lítur í
átt að glerskápnum við hlið sér þar
sem fjölskyldumyndir og postulíns-
safnið geymist og krossleggur fing-
ur.
Ingvi Hrafn er mættur á skjáinn.
„Já, verið velkomin í þáttinn, í kvöld
Sigurjón Brink
✝ Sigurjón Brinkfæddist í Reykja-
vík 29. ágúst 1974.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu í Garðabæ 17.
janúar 2011.
Útför Sigurjóns fór
fram frá Grafarvogs-
kirkju 27. janúar
2011.
erum við með ótrúleg-
ustu vinninga í boði.“
Konan fylgist stjörf
með ferðum Ingva á
skjánum. „Nú er kom-
ið að því, við ætlum að
hringja í vinningshafa
lukkuleiksins. Það eru
ýmsir veglegir vinn-
ingar í boði og ég bið
ykkur sem sitjið heima
fyrir að vera tilbúin ef
síminn skyldi hringja.“
Fótstuðningurinn
leggst saman og síðan
inn í ruggustólinn.
Hún er komin í viðbragðsstöðu.
Spegilmynd sjónvarpsins varpast í
gleraugunum. Ingvi Hrafn í hægum
skrefum og með sérkennilega djúpa
rödd. Allt virðist gerast löturhægt.
Sími hringir og konan þýtur í átt
að forstofuholi. Hún kastar sér að
símaskenknum og tekur upp símann í
hvelli. „Já, halló“. Konan reynir hvað
hún getur að leika sig rólega. „Já,
góða kvöldið, Kristín Aðalheiður
Óskarsdóttir. Ert það þú?“ „Já,“
svarar konan. „Komdu sæl og bless-
uð. Ingvi Hrafn heiti ég og hringi úr
sjónvarpsþættinum Bingó Lottó. Þú
hefur …“ Kristín grípur fljótlega inn
í „Guð minn góður vann ég, ég trúi
þessu ekki“. „Nei, en þú verður að
gera það því þú hefur unnið ferð fyrir
tvo til Benidorm.“ Kristín stekkur
hæð sína af gleði þrátt fyrir háan ald-
ur.
„Vann ég, vann ég í alvörunni, ég
trúi þessu ekki hvenær get ég farið,
hverjum á ég að bjóða með?“ „Amma,
amma“, kunnugleg rödd heyrist á
hinum enda línunnar, „Þetta er ég,
Sjonni.“
Núna eru þau saman. Hún hefur
tekið á móti honum með opnum örm-
um og mun hugsa um hann á þessum
nýja stað. Ætli þau liggi ekki á
ströndinni á Benidorm eftir að hafa
slædað sér niður Waterslide saman.
Sigurjón, bróðir minn, verður allt-
af hjá mér. Ég finn fyrir honum núna.
Ég veit að hann mun halda áfram að
vernda mig og passa eins og stóra
bróður einum er lagið. Ég mun ávallt
elska þig, elsku bróðir.
Árni Filippusson.
Við viljum minnast Sjonna vinar
okkar og skólabróður með örfáum
orðum. Sjonni var mikill gleðigjafi og
skemmst er að minnast endurfunda
7́4 árgangs Seljaskóla sl. september
þar sem við áttum góðar stundir sam-
an. Sjonni, þín verður sárt saknað.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Fjölskyldu Sjonna sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Skólasystur úr Seljaskóla,
Áslaug, Berglind, Elsa, Elín
Sjöfn, Erna María, Fríða
Dóra, Guðbjörg, Ingibjörg
Ásta, Ragnheiður Mjöll,
Soffía, Sólveig og Telma.
Rödd Sjonna Brink er skyndilega
þögnuð á öldum ljósvakans. Harm
okkar berum við í hljóði, orðlaus yfir
þessu sviplega og sorglega fráfalli.
Það var fyrir nokkrum árum síðan
sem söngvarinn, lagahöfundurinn og
skemmtikrafturinn Sigurjón Brink
bættist í hóp útvarpsmanna okkar.
Það er óhætt að segja að hann hafi
verið dáður af hlustendum sínum og
samstarfsfólki enda sjarmatröll með
einstaklega þægilega nærveru, hlýr
og góður drengur. Ætíð var Sjonni
boðinn og búinn að skemmta fólki og
sjálfum sér í leiðinni, þess nutum við
oft. Hann sem átti svo mikið eftir
kveður á sama tíma og vinsælasta
sönglag hans á ferlinum hljómar ótt
og títt dag hvern. „Tíminn æðir áfram
enn“ segir í laginu og þannig er það
víst, en fátækari erum við að fá ekki
meiri tíma með hæfileikamanninum
Sigurjóni Brink. Tónlist hans og
söngur mun fylgja okkur um ókomna
tíð og við samstarfsfólk hans erum
þakklát fyrir tímann sem við fengum
með honum. Fjölskyldu hans, börn-
um, ættingjum og vinahópnum stóra
færum við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
F.h. vinnufélaga hjá 365 miðlum,
Pálmi Guðmundsson.
Það var glaðlegur og brosmildur
jafnaldri okkar sem mætti til náms í
Seljaskóla þegar skóli var settur
haust eitt í lok níunda áratugarins.
Þetta var Sigurjón Brink, eða Sjonni
eins og við kölluðum hann öll.
Það sem alla tíð hefur einkennt
1974-árganginn í Seljaskóla sem út-
skrifaðist þaðan árið 1990 er gríðar-
leg samstaða, samkennd og órjúfan-
leg vináttubönd sem halda enn í dag
og eru órjúfanlegur þáttur æskunnar,
þar sem margir eignast sína lífstíð-
arvini. Fráfall Sjonna er okkur öllum
þungbær og mikill harmur því ekki
eru nema nokkrir mánuðir síðan
þessi sami árgangur hittist allur á ný
eftir tvo áratugi frá útskrift og gerði
sér glaðan dag og treysti vinaböndin
enn frekar.
Sjonni var einn af þeim einstak-
lingum sem eiga afar auðvelt með að
eignast nýja vini, opinn, hress og sí-
brosandi. Við sem þekktum Sjonna
sáum snemma og fljótt í hvaða átt
hugur hans stefndi; á svið lista, tón-
listar og sköpunar, enda voru fáir
með jafngott viðbragð á að munda
gítarinn og hefja upp raust ef á annað
borð var rætt um söng og gítarspil í
sömu setningunni. Það sást mjög
glöggt þegar árgangurinn hittist nú í
vor. Ekki var gítarinn langt undan og
kyrjaðir voru nokkrir slagarar úr for-
tíðinni af stórum kór undir forsöng
Sjonna svo glumdi í salnum.
Sjonni var alla tíð mjög virkur þátt-
takandi í miklu og blómlegu félagslífi
skólans, hvort sem var á sviði tónlist-
ar eða annarra starfa.
Það átti svo síðar eftir að vinda upp
á sig er grunnskóla lauk og stofnuð
var hljómsveitin In Bloom sem öll var
skipuð einstaklingum og æskuvinum
úr Seljaskóla og átti sér marga og
dygga aðdáendur úr röðum nemenda
sem annarra. Við skólabræður og
-systur Sjonna fylgdumst öll stolt
með honum þegar hann var kominn
til starfa á opinberum vettvangi,
hvort sem var á tónlistar- eða leik-
sviðinu. Um feril Sjonna þarf ekki að
fjölyrða, Sjonni var búinn að koma
sér í fremstu röð söngvara hérlendis
og starfaði meðal þeirra bestu og fær-
ustu á því sviði.
Með þessum fáu orðum viljum við
minnast vinar okkar Sigurjóns Brink.
Stórt skarð hefur verið höggvið í okk-
ar raðir, skarð sem aldrei verður fyllt.
Við vottum eiginkonu, börnum,
fjölskyldu, vinum og aðstandendum
Sjonna okkar dýpstu samúð.
Minningin um góðan og traustan
vin lifir áfram í hug okkar allra og
hjarta um alla eilífð.
F.h. stjórnar endurfunda nem-
enda Seljaskóla árgangs 1974,
Ólafur Guðlaugsson.
Elsku Sjonni
Mér finnst þetta svo ósanngjarnt,
þú ert farinn, fyrirvaralaust.
Ég sá þig síðast á sviðinu í Aust-
urbæ og þú hvíslaðir að mér að þú
ætlaðir að læða þér út því þú værir
með gigg. Ég kvaddi þig og blikkaði
en vissi ekki þá að ég myndi aldrei
njóta þess að vera með þér aftur. Þú
varst svo kátur og fullur af lífi, með
lag í úrslitum Söngvakeppninnar og
allt í lukkunnar standi. En svo var
þér kippt burt frá yndislegri fjöl-
skyldu og vinum.
Þú varst gleðigjafi, það hrifust all-
ir af þér, þú varst góður sögumaður
með húmorinn í lagi og svo gífurleg-
ur hæfileikamaður í tónlist.
Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér
og fengið að eiga tíma með þér.
Ég mun sakna þín, elsku vinur.
Minning þín lifir í brjósti mér, takk
fyrir allar góðu stundirnar.
Elsku Þórunn og fjölskylda, ég
sendi ykkur öllum innilegar samúð-
arkveðjur.
Jóhann G. Jóhanns-
son og fjölskylda.
Elsku Þórunn, Aron, Kristín
María, Haukur Örn og Róbert
Hrafn.
Til minningar um elsku Sjonna.
Í dimmum skugga af löngu liðnum
vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á haf-
ið
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum
betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brost-
ið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi
lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast
ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar
nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki –
(Tómas Guðmundsson.)
Megi Sigurjón Brink hvíla í friði.
Ykkar vinir,
Vilborg Edda, Valgeir Matthías,
Stefanía Sól og Brynhildur Dís.
Sjonni Brink.
Nafnið þitt vekur minningar um
bjarta brosið þitt og lífsgleðina sem
þú heillaðir alla með.
Við erum þakklátir fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og starfa með
þér, einstökum höfðingja, fagmanni,
félaga og gleðigjafa.
Við strákarnir í hljómsveitinni
Von munum alla tíð minnast stund-
anna sem við áttum með þér enda
frábær félagi með gott lífsviðhorf.
Sjonni, þú gafst okkur svo mikið
og gafst okkur hlut í metnaði þínum.
Þú varst fyrirmyndargaur, hraust-
legur, snyrtilegur með endalausa út-
geislun sem hreif alla með. Þú sýndir
öllum virðingu og skilning, hversu
langt sem aðdáendur þínir gengu þá
hafðir þú alltaf skilning og þolin-
mæði. Gott dæmi um það er þegar
við spiluðum á Húsavík fyrir fullu
húsi í miklum troðningi. Í látunum
færðu alla mannþvöguna á þig, dett-
ur aftur fyrir þig og liggur flatur á
sviðinu með gítarinn í fanginu en
stendur bara upp og brosir, aftur
skömmu seinna færðu ölduna á þig
og míkrófóninn í andlitið, en þú gafst
ekki upp, nei þetta var bara ekkert
mál, svolítið vont en bara eðlilegt að
taka því með breitt bros á vör. Því-
líkur karakter og ljúfmenni. Sjonni,
kannski framkvæmum við þína hug-
mynd fyrir Von, sem þú laumaðir að
mér. Hver veit, þótt hún hafi reyndar
átt að vera fyrir okkur alla.
Fjölskylda Sjonna var honum
greinilega alltaf efst í huga og sam-
vera með Þórunni hans og börnunum
verðmæt. Megi bjartar minningar
lifa með ykkur og styrkja í ykkar
mikla missi, hugur okkar er hjá ykk-
ur. Þín verður sárt saknað á svo
mörgum stöðum og ekki síst á
Króknum þar sem þú varst dáður.
Þín orð um að þið strákarnir þyrftuð
bara að kaupa ykkur íbúð á Krókn-
um, þið kæmuð svo oft að heimsækja
okkur á Kaffi Krók og Mælifell,
renna í gegnum hugann. Þú og vinir
þínir hafið verið svo duglegir að
sinna okkur og aðdáendum ykkar á
Króknum.
Megir þú hvíla í friði, elsku Sjonni.
Sigurpáll (Siggi Doddi)
og Kristín Elfa.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Labrador Retriever svartir
Erum orðnir 6 mánaða og húsvanir.
Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir.
Örmerktir. Nótt á kr. 190 þús. og
Mökkur og Nóri á kr. 160 þús.
Uppl. í síma 695 9597 og 482 4010.
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Óska eftir að kaupa gamla mynt eða
seðla. Stór og smá myntsöfn. Kaupi
einnig gullmynt og minnispeninga frá
Seðlabankanum. Hafið samband í
síma 825 1016.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
BílaþjónustaHúsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar,
gler og gluggaskipti.
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem veittu
okkur stuðning, vináttu og samúð við andlát og
útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
ÓLA G. JÓHANNSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu-
deildar Landspítalans fyrir þeirra kærleiksríka starf.
Lilja Sigurðardóttir,
Örn Ólason, Christina Nielsen,
Sigurður Ólason, Áshildur Hlín Valtýsdóttir,
Hjördís Óladóttir, Björn L. Þórisson,
Hrefna Óladóttir, Sverrir Gestsson
og barnabörn.