Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Sinfóníuhljómsveit Íslandstókst á við nokkra helstutónjöfra 20. aldarinnar átónleikum sínum sl. fimmtu-
dagskvöld undir yfirskriftinni Stríð
og friður. Áherslan var á austanverða
Evrópu og var riðið á vaðið með
Harmljóði Pendereckis.
Verkið er samið fyrir strengja-
hljóðfæri eingöngu en samt sem áður
er hljóðheimurinn mjög fjölbreyttur.
Hljóðfærunum er beitt sem slag-
verkshljóðfærum á stundum, mikið
um glissandó og þétta kvarttóna-
klasa. Verkið hlaut ekki núverandi
nafn sitt fyrr en eftir frumflutning
þess en eigi að síður var tengingin við
Hiroshima allt að því áþreifanleg.
Með hæfilegu ímyndunarafli mátti
heyra skerandi tóna loftvarnarflauta,
þungan flugvéladyn, ærandi spreng-
ingar, snark í eldi, brak í bognandi
málmi og kvein fórnarlambanna.
Þessari afdráttarlausu og sterku
mynd var vel komið til skila af Brönn-
iman og strengjasveitinni.
Fiðlukonsert Sjostakovitsj var
saminn um miðja síðustu öld þegar
staða nútímalista var hvað erfiðust
undir járnhæl stalínismans. Sjosta-
kovitsj hafði verið gerður brottrækur
frá kennslustörfum við háskólana í
Moskvu og Leníngrad og fjöldi verka
hans var á bannlista stjórnvalda.
Frumflutningur verksins varð því
ekki að veruleika fyrr er eftir dauða
Stalíns, árið 1955. Verkið er í fjórum
þáttum og tekur um 35 mínútur í
flutningi, einkar fjölskrúðug tónsmíð.
Hér skiptast á draumkennd nætur-
ljóð, afkáralegir dansar og hröð
scherzó, sem sveitin gerði skil í frá-
bærum leik. Einleikarinn, Ari Þór
Vilhjálmsson, kemur úr röðum hljóm-
sveitarinnar og var hann stjarna
kvöldsins að öðrum ólöstuðum. Fal-
leg ljóðræn túlkun í hægu köflunum,
geysikröftugur leikur í þeim hraðari
og kadensan var stórkostleg, teflt á
tæpasta vað í hraða og túlkun og allt
gekk upp. Enda risu tónleikagestir úr
sætum og hylltu Ara Þór með dynj-
andi lófataki. Stórglæsileg frammi-
staða!
Eftir hlé bættust loks trompetar
og básúnur í hópinn þegar tekist var
á við hljómsveitarkonsert Lutos-
lawskis. Í þessu tónlistarformi reynir
mjög á einstaka hljóðfæraleikara og
hljóðfærahópa þar sem allir fá að láta
ljós sitt skína í krefjandi einleiks- og
samleiksstrófum. Tónlistarform
þetta varð mjög vinsælt á tuttugustu
öldinni þegar gæði tónlistarflutnings
jukust stórum skrefum með stórauk-
inni tónlistarmenntun. Best þekkti
hljómsveitarkonsertinn kom úr
penna Bartóks og mátti heyra greini-
legan skyldleika við hann á köflum.
Það var ekki komið að tómum kof-
unum hjá hljóðfæraleikurum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands þetta kvöldið,
allir stóðu sig með mikilli prýði undir
glæsistjórn Baldurs Brönnimans og
kórónuðu þessa frábæru kvöldstund.
Stórglæsileg frammistaða!
Háskólabíó
Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbbm
Krzysztof Penderecki: Harmljóð fyrir
fórnarlömb Hiroshima, Dmitríj Sjos-
takovitsj: Konsert fyrir fiðlu og hljóm-
sveit op. 77/99, Witold Lutoslawski:
Konsert fyrir hljómsveit. Ari Þór Vil-
hjálmsson fiðla. Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Stjórnandi: Baldur Brönniman.
Fimmtudaginn 3. febrúar kl.19:30.
SNORRI VALSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ari Þór Vilhjálmsson „Falleg ljóðræn túlkun í hægu köflunum, geysikröft-
ugur leikur í þeim hraðari og kadensan var stórkostleg...“ segir í dómnum.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Aðgengi að mörgum helstu lista-
söfnum Bandaríkjanna og Evrópu
breyttist verulega í síðustu viku. Nú
þurfa áhugamenn um myndlist ekki
lengur að bíða í röð við inngang
safnanna eða vera stuggað á brott af
ábúðarmiklum öryggisverði ef menn
vilja reka nefið upp að málverkum
til að rýna í smáatriði. Menn þurfa í
rauninni ekki lengur að fljúga til
annarra landa til að rýna í meistara-
verkin. Þau eru komin á netið, með
öllum sínum smáatriðum í boði Go-
ogle (www.artproject.gom) og list-
unnendur geta legið yfir verkunum
eins lengi og þeir kjósa.
Undirbúningur þessarar vefgátt-
ar inn í þau 17 söfn, sem taka þátt í
þessum fyrsta áfanga, hefur staðið í
nokkur ár. Þetta eru mörg helstu
listasöfn heimsins, eins og Metropo-
litan og MoMA í New York, Uffizi í
Flórens, National Gallery og Tate í
London, Rijksmuseum og Van
Gogh-safnið í Amsterdam og
Hermitage í Pétursborg, en einnig
minni söfn á borð við Frick Collect-
ion í New York og Kampa-safnið í
Prag.
Önnur söfn og liststofnanir, þar á
meðal Louvre í París og Prado í
Madríd, munu bíða átekta og fylgj-
ast með hvernig tekst til hjá þessum
17, áður en þau opna dyr sínar í
gegnum Google.
Rýnt í smáatriði listaverkanna
Gestum á netinu er boðið að
ganga um sali safnanna, snúa sér
þar í hringi, bakka frá eða fara nær
– og að fræðast um safnakostinn.
Þótt áhorfandinn hafi salina fyrir
sig er ferðalagið vissulega ekki
hnökralaust og augljóst að vefurinn
er enn í þróun. Þá eru flest verkin
aðeins skoðanleg í lítilli upplausn.
Hins vegar opnast þarna margir
forvitnilegir heimar og einstakur
aðgangur að völdum lykilverkum í
hverju safni.
Söfnin hafa valið ákveðin mynd-
verk, tíu til fimmtíu verk hvert, sem
hægt er að skoða niður í minnstu
pensilför. Það gefur tækifæri til að
læra margt um tækni og nálgun
listamannanna, og bera jafnvel sam-
an vinnubrögð. Heillandi er þannig
að skoða smátriði eins og hvernig
Bosch hefur breytt fingrum manns-
ins lengst til vinstri í verkinu Krist-
ur hæddur sem er í National Mu-
seum í London, að rýna í notkun
Caravaggios á háljósum í augum og
húðtónum í Medúsu í Uffizi-safninu
eða að skoða alla hlutina og bréf-
snifsin sem er að finna í portretti
Hans Holbeins af kaupmanninum
Georg Gisze frá árinu 1532, en það
er að finna í Gemäldegalerie.
Áhersla á verk fyrri alda
Gestir sem stíga inn í söfnin á
netinu undrast margir hverjir hvaða
verkum er slegið upp en ástæðan
fyrir því snýst um höfundar- og
birtingarrétt. Í The New York Tim-
es er haft eftir yfirmanni hjá
MoMA, að þau 17 verk sem safnið
veitir fullkominn aðgang að, séu val-
in því þau veki engar slíkar spurn-
ignar um birtingarrétt, eins og
raunin er með mörg nýrri mynd-
verk. Því er áherslan oftast á verk
fyrri alda í þessum netsýningum
safnanna.
Gengið um stærstu
listasöfnin í tölvunni
Google býður net-
notendum að rýna í
listaverk 17 safna
Í nærmynd Málverk eftir Hieronymus Bosch, Kristur hæddur, í National
Gallery í London. Hér er rýnt í andlit Krists í verki sem var málað um 1500.
Óp-hópurinn heldur tónleika í Saln-
um í Kópavogi í dag, miðvikudag,
klukkan 18. Í hópnum eru sjö ungir
söngvarar sem hafa haslað sér völl
með nærri 20 tónleikum á einu og
hálfu ári. Á tónleikunum leitast fé-
lagar hópsins, auk Antoníu Hevesi
píanóleikara, við að færa tónleika-
formið eins nærri óperuforminu og
unnt er, með leikrænum flutningi
atriða úr óperum eftir Bellini, Biz-
et, Donizetti, Gershwin, Mozart og
Tsjaikovskí.
Þungt og létt í bland
Tilgangurinn með starfsemi Óp-
hópsins er að auka samvinnu söngv-
aranna og gera þeim kleift að flytja
samsöngsatriði úr óperum. Tón-
leikagestir geta búist við leiknum
atriðum úr óperum auk þess sem
flytjendur segjast ýja að búningum
og sviðsetningu eins og hægt er.
Að þessu sinni samanstendur efn-
isskráin af atriðum úr mjög vel
þekktum óperum sem og öðrum
minna þekktum. Meðal annars má
nefna atriði úr Carmen eftir Bizet,
Normu eftir Bellini, La Favorita
eftir Donizetti og svo er farið nær
nútímanum í Porgy og Bess eftir
Gershwin. Lofað er þungu og léttu
efni í bland, einhverju fyrir alla.
Óp-hópurinn með leik-
ræna tónleika í dag
Óp-hópurinn Söngvararnir sjö og
Antonía Hevesi píanóleikari.
Verk eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1905 var
slegið kaupanda á tæplega 5,2 milljónir
króna, með gjöldum, á fyrri hluta listmuna-
uppboðs Gallerís Foldar í fyrrakvöld. Seinni
hluti uppboðsins var í gærkvöldi.
Fjöldi fólks sótti uppboðið og fékkst hæsta
verðið fyrir fyrrnefnt verk sem Ásgrímur
málaði í Vestmannaeyjum. Var þetta tölu-
vert yfir matsverði, sem var 3,5 milljónir. Þá
seldist verk eftir Kristínu Jónsdóttur fyrir
1,2 milljónir króna, sem var matsverð, og
verk eftir Jóhannes S. Kjarval á 2,2, millj-
ónir, sem var rétt yfir matsverði. Mörg önnur verk seldust yfir matsverði.
Ásgrímsverk selt fyrir
rúmar fimm milljónir
Seldist Verk Ásgríms Jóns-
sonar af Eyjafjallajökli frá
Vestmannaeyjum.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Þri 22/2 kl. 20:00 forsýn Mið 2/3 kl. 20:00 Sun 6/3 kl. 20:00
Mið 23/2 kl. 20:00 forsýn Fös 4/3 kl. 19:00 Mið 9/3 kl. 20:00
Fim 24/2 kl. 20:00 forsýn Fös 4/3 kl. 22:00 Fös 11/3 kl. 19:00
Fös 25/2 kl. 20:00 frumsýn Lau 5/3 kl. 19:00 Fös 11/3 kl. 22:00
Lau 26/2 kl. 19:00 Lau 5/3 kl. 22:00 Mið 16/3 kl. 20:00
Forsalan hefst í dag kl 10!
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Sun 20/2 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00
Fim 17/2 kl. 20:00 7.k Fim 3/3 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Fös 11/2 kl. 19:00 aukasýn Lau 12/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn
Lau 19/2 kl. 19:00 aukasýn Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn
Sun 27/2 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn
Aukasýningar í mars vegna mikillar eftirspurnar
Faust (Stóra svið)
Lau 12/2 kl. 20:00 aukasýn Sun 13/2 kl. 20:00 aukasýn Fös 18/2 kl. 20:00 lokasýn
Síðustu sýningar!
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Mið 9/2 kl. 20:00 Mið 16/2 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00 lokasýn
Fim 10/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00
Sýningum lýkur í febrúar!
Afinn (Litla sviðið)
Fös 11/2 kl. 19:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00
Lau 12/2 kl. 19:00 Fös 18/2 kl. 19:00 Sun 27/2 kl. 20:00
Sun 13/2 kl. 20:00 Lau 19/2 kl. 19:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 9/2 kl. 20:00 frumsýn Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00
Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k
Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 12/2 kl. 14:00 Lau 19/2 kl. 14:00 Lau 26/2 kl. 14:00
Sun 13/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
Nýdönsk í nánd – frumsýnt í kvöld!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
551 1200 / leikhusid.is