Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
AF SJÓNVARPI
Davíð Roach Gunnarsson
drg@hi.is
Sjónvarpsþættirnir BoardwalkEmpire sem Stöð 2 munfrumsýna 20. febrúar eru eitt
skýrasta dæmið um hvernig sjón-
varpsþættir hafa undanfarin tíu ár
verið að færast nær og nær bestu
kvikmyndum, bæði í fram-
leiðslugæðum og listrænum metn-
aði. Martin Scorsese, einn merkasti
leikstjóri síðari hluta 20. aldarinnar,
er einn af framleiðendum þáttanna
og leikstýrir upphafsþættinum.
Hann kostaði 18 milljónir dollara í
framleiðslu og ber útlit hans þess
glöggt vitni, glæsileg leikmynd og
búningar, herskari af statistum og
kvikmyndataka í hæsta gæðaflokki.
Serían hefst árið 1920 í AtlanticCity, kvöldið áður en allsherjar
áfengisbann verður sett á í landinu.
Aðalpersóna þáttanna, Nucky
Thomson, sem leikinn er af hinum
sjarmerandi ófríða Steve Buscemi,
er bæði vinsæll stjórnmálamaður og
mafíósi sem tekur sinn toll af öllu
því vændi og fjárhættuspili sem
stundað er í bænum. Á þessu kvöldi
heldur hann hjartnæma ræðu í bind-
indishreyfingu kvenna og fer síðan
strax á eftir á fund með öðrum
glæpaforingjum til að leggja á ráðin
um smygl og framleiðslu á nú ólög-
legu áfengi.
Einn af meginpunktum þátt-anna er hvernig bannárin í
Bandaríkjunum skutu rótum undir
skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að
áfengi var bannað fór verðið úr 25
sentum fyrir einn drykk upp í þrjá
dollara, en þá jókst einnig harkan í
undirheimunum. Eins og bílstjóri
Nucky Thomson segir við hann:
„You can’t be half a gangster any-
more.“ Sögufrægum persónum úr
glæpasögunni bregður fyrir eins og
Arnold Rothstein, Lucky Luciano og
ungum Al Capone. Handrit og kar-
aktersköpun þáttanna er með því
allra besta sem greinarhöfundur
hefur séð í sjónvarpi og persóna
Nucky í meðförum Buscemi er álíka
flókin og margþætt og Rubick-
teningur. Hann er hvort tveggja í
senn fyrirmyndarborgari (alltént í
augum annarra) og glæpaforingi og
þessar andstæður tvinnar hann, eins
undarlega og það kann að hljóma,
saman í öllum ákvörðunum sem
hann tekur.
Handbragð Scorsese á upp-hafsþættinum er greinilegt og
sumar barsenur minna óneitanlega
á Goodfellas eða Casino. Þeim sem
leikstýra seinni þáttum fer síðan vel
úr hendi að ná sama tón og settur
var í upphafi. Boardwalk Empire er
gríðarlega metnaðarfull framleiðsla
hjá HBO-kapalstöðinni en upphaf
þeirrar sjónvarpsbyltingar sem nú
er í gangi má rekja til Sopranos-
þátta HBO. Terrence Winter, skap-
ari þáttanna, á einmitt rætur sínar
að rekja til Sopranos en hann starf-
aði sem handritshöfundur við ser-
íuna líkt og skapari þáttanna Mad
Men sem einnig eru á toppi sjón-
varpsfjallsins um þessar mundir.
Buscemi glímir við bannárin
»Handbragð Scor-sese á upphafsþætt-
inum er greinilegt og
sumar barsenur minna
óneitanlega á Goodfellas
eða Casino.
Metnaðarfullt Steve Buscemi í einum þátta Boardwalk Empire sem framleiddir eru af HBO-kapalstöðinni.
Höfundur er meistaranemi
í blaða- og fréttamennsku.
Gagnrýnandi Washington Post,
Peter Marks, fer afar hörðum
orðum um dýrasta söngleik
allra tíma, Spider-Man: Turn
Off the Dark, sem forsýndur
hefur verið á Broadway í New
York og segir í fyrirsögn að
enga ofurkrafta þurfi til að þefa
uppi þá fýlubombu. Þrátt fyrir
að 65 milljónum dollara hafi ver-
ið eytt í uppfærsluna sé hún afar
misheppnuð og leikstjóri verks-
ins hafi gleymt nokkrum mikil-
vægum atriðum, þ.e. söguþræði
með samhengi, bærilegri tónlist
og sviðsmyndum sem hægt sé
að notast við. Tónlistin, eftir U2-
mennina Bono og The Edge, sé
laus við allan persónuleika og
sviðsmyndirnar kæfi hana. Gagnrýnandi segir þó þá sem njóta þess að horfa á leikara í latex-
göllum fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Fýlubomba á Broadway
Lói Veggspjald söngleikjarins við anddyri Foxwood Theatre í
New York. Óhöpp hafa verið tíð á æfingum á honum.
Reuters
Forsprakki hljómsveitarinnar Arctic Mon-
keys, Alex Turner, mun senda frá sér sína
fyrstu sólóplötu 14. mars næstkomandi. Á
plötunni verður að finna órafmagnaðar upp-
tökur af lögum sem hann samdi fyrir kvik-
myndina Submarine en sú mynd sló í gegn á
síðustu Sundance-hátíð og hefur rýnir breska
dagblaðsins Guardian farið fögrum orðum
um tónsmíðar Turners fyrir þá kvikmynd.
Framleiðandi plötunnar, eða pródúsent
eins og það er kallað í tónlistarheimum, er
James Ford úr Simian Mobile Disco. Einu
hljóðfærin sem notast var við eru píanó og
kassagítar. Turner hefur áður samið tónlist
við verk leikstjóra myndarinnar, Richard
Ayoade, en sá hefur leikstýrt tveimur tónlist-
armyndböndum fyrir Arctic Monkeys og tón-
leikamyndinni At the Apollo. Af Arctic Mon-
keys er það að frétta að hljómsveitin er að
vinna að fjórðu breiðskífu sinni í samstarfi
við Ford.
Turner með sólóplötu
Kafbátur Á væntanlegri plötu Turners verð-
ur tónlist úr kvikmyndinni Submarine.
BLACK SWAN KL. 5.40 - 8 - 10.30 16
BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.30 16
MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 3.40 L
THE DILEMMA KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
THE GREEN HORNET 3D KL. 3.30 - 5.25 - 8 - 10.35 12
ALFA OG ÓMEGA 3D KL. 3.30 L
THE TOURIST KL. 8 - 10.20 12
GULLIVER´S TRAVELS 3D KL. 3.30 - 5.50 L
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
LONDON BOULEVARD KL. 8 - 10.10 16
THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
BURLESQUE KL. 8 - 10.30 L
GAURAGANGUR KL. 5.50 7
BARA HÚSMÓÐIR* KL. 6 ENSKUR TEXTI L
*SÝND ÁFRAM Í NOKKRA DAGA
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
B. I., KVIKMYNDIR.COM -H.S.S.,MBL
THE DILEMMA KL. 8 L
MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 6 L
DEVIL KL. 8 - 10.10 16
THE GREEN HORNET 3D KL. 10.10 12
ALFA OG ÓMEGA 2D KL. 6 L
ÍSLENSKT TAL Í 3-D
-H.S.S., MBL
LAUGARÁSBÍÓ
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
Sýningartímar
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ ÓSKARS-
VERÐLAUNAHAFANUM WILLIAM MONAHAN,
HANDRITSHÖFUNDI “THE DEPARTED”
THE FIGHTER Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 8 og 10
LONDON BOULEVARD Sýnd kl. 8 og 10:10
MÚMMÍNÁLFARNIR 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal
ALFA OG ÓMEGA 2D Sýnd kl. 6 ísl. tal
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is