Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Kvikmyndin London Bou-levard er harðsoðin íanda bæði breskra glæp-onamynda frá því um 1970 og blómaskeiðs-rökkurmynda frá Hollywood í kringum miðja síð- ustu öld. Sagan segir af nýfrjálsa fanganum Mitchell (Colin Farrell) sem hefur einsett sér að lenda aldr- ei aftur á bak við lás og slá. Hann ræður sig því í vinnu sem þúsund- þjalasmið og lífvörð kvikmynda- stjörnunnar Charlotte (Keira Knig- htley). Hún býr á óðali í London ásamt einskonar bryta að nafni Jor- dan (David Thewlis) sem er at- vinnulaus leikari og mikill bóhem. Þetta er vænleg uppskrift að góðri mynd en útkoman er áferðarfögur mynd, byggð á meingölluðu hand- riti. Það má segja að hér bregðist krosstré sem önnur tré því að hand- ritshöfundurinn William Monaham hlaut Óskarsverðlaun fyrir hand- ritið að The Departed árið 2007. Þetta er jafnframt leikstjórn- arfrumraun Monahams og tekst honum ágætlega til í því hlutverki. Myndin er prýðisvel leikin enda skartar hún fantagóðum breskum kempum í helstu aukahlutverkum. Einnig má lofa tæknilega vinnslu myndarinnar. Kvikmyndataka, leik- mynd og klipping eru óaðfinnanleg og tónlistin er sérlega vel heppnuð. Frumsamda tónlistin minnir á gamla tíma og á völdum stöðum óma fágæt rokklög sem hnykkja á tilvísuninni í breskar glæp- onamyndir á borð við Perfomance (1970) og Get Carter (1971). Eins og sést á titlinum og því sem hér hefur verið reifað af frásögninni vísar myndin einnig í rökkurmyndina Sunset Boulevard (1950). Róm- antíkin sem á að neista milli að- alpersónanna í London Boulevard er þó allt annað en sannfærandi. Þessi rómantík gæti hæglega verið áhugaverð þar sem stöðug ógn stafar af sjálfhverfum stjörnu- lífsstíl Charlotte og válegri glæpa- fortíð Mitchells en tilhugalíf að- alhetjanna fær ekki nógu mikið rúm í frásögninni til að ná að verða sann- færandi. Of margir aukaþræðir glepja huga áhorfenda. Mitchell eyðir til dæmis mestum tíma mynd- arinnar með fyrrverandi glæpa- félaga sínum Billy (Ben Chaplin). Í gegnum Billy kemst Mitchell í kast við hrottalegan glæpakóng (Ray Winstone) en það hefur afdrifaríkar afleiðingar. Mitchell reynir enn fremur að hefna dauða annars vinar síns, ásamt því að hafa hemil á flaumósa snarklikkaðri systur sinni sem er á augljósri leið til glötunar. Allar þessar persónur eru vel leikn- ar en þær fá ekki tækifæri til að þróast neitt því að söguþræðirnir eru of margir. Eini ljóður myndarinnar er sem sagt hið meingallaða handrit. Það hefði farið betur á því að þétta frá- sögnina með því að kafa dýpra í færri þræði. Handritið er aðlögun á samnefndri skáldsögu frá 2001 og hugsanlega liggur hundurinn þar grafinn. Það er ómögulegt að aðlaga alla þætti heillar skáldsögu í 100 mínútna frásagnarkvikmynd. Það sem bjargar London Boulevard frá því að vera algjört klúður er hin áferðarfagra tæknilega vinnsla og sterkur leikur. Svo bregðast krosstré … Háskólabíó, Laugarásbíó London Boulevard bbbnn Leikstjórn og handrit: William Monahan. Aðalhlutverk: Colin Farrell, Keira Knightley, David Thewlis og Ray Win- stone. 103 mín. Bretland, 2010. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Misheppnað par Rómantíkin sem á að neista milli Colin Farrell og Keiru Knightley er allt annað en sannfærandi því að handrit myndarinnar er meingallað, að mati gagnrýnanda. Hér sést Farrell við fjölda mynda af Knightley. Ég var svo lánsamur að þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn rataði mynddiskur með teiknimynd um Múmínálfana inn í fátæklegt barna- myndasafnið okkar. Hann fékk því að snúast linnulítið um í DVD- spilaranum, en raddsetjarar þess- ara ágætu teiknimynda eru bara tveir, Kristján Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Seinna eignuðumst við allt þetta teikni- myndasafn og ég get kinnroðalaust lýst því yfir að ég kann mín Múm- ínfræði upp á tíu. Ævintýri Múmínálfanna eru vel þekkt á Norðurlöndum og þeir og þeirra slekti eiga ríkan sess í hjört- um ungra sem aldinna. Virðingar- sessinn virðist treystast með ár- unum en kanónur eins og Stellan Skarsgård, Peter Stormare og Mads Mikkelsen sjá um upp- runalegu talsetninguna. Í íslensku talsetningunni sér Sigurjón Kjart- ansson t.a.m. um múmínpabba og Hemúlinn, Jón Gnarr sér um Snúð og titillagið er eftir hana Björk okk- ar. Í þessari nýjustu mynd er að mestu stuðst við svokallaðan hreyfi- myndastíl eða „stop-motion“-tækni. Útlitið er því viljandi gamaldags, álfarnir samsettir úr útklipptum spjöldum að því er virðist og áferð- in sem næst fram er í senn draum- kennd og róandi. Líkt og í tilfelli téðra teiknimynda er framvindan þægilega súrrealísk; ungviðið situr sem stjarft á meðan við sem erum komin í álnir getum notið þess að nema spekina frá búddistanum Snúði eða brosað að tuðinu í hinum sérlundaða Hemúl. Þrívíddarvinkill- inn á þessari mynd var mér hins vegar hulinn og algerlega óþarfur. En myndin stendur undir sér; flott nálgun við þessar sígildu sögur og hressandi mótvægi við hraðann og lætin í Disney/Pixar-myndunum. Smárabíó/Laugarásbíó/ Borgarbíó Múmínálfarnir og halastjarnan 3D bbbmn Leikstjóri: Maria Lindberg. Byggt á sögu Tove Jansson. 75 mín. Finnland, 2010. Ævintýri Múmínsnáðinn og Snorkstelpan í vandræðum. Dulúð og dásemdir í Múmínlandi ARNAR EGGERT THORODDSEN KVIKMYNDIR FRANK OG CASPER MUNU FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FYNDNASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í BÍÓ LENGI HHHHH - POLITIKEN HHHHH - EKSTRA BLADET HHHH - H.S.S - MBL M A T T D A M O N HHHH „ÞETTA ER MYND FYRIR GÁFAÐ FÓLK SEM ER NÁTTÚRULEGA FOR- VITIÐ UM HVAÐ GERIST ÞEGAR YFIR MÓÐUNA MIKLU ER KOMIÐ.“ - ROGER EBERT HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER H E R E A F T E R NÝJASTA MEISTARVERK CLINT EASTWOOD SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA FBL. - F.B. HHHH MBL. - H.S. HHHH ERU FRÁBÆRAR Í ÞESSARI BRÁÐFYNDNU GAMANMYND MARGT GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS ÞEGAR GAMLAR ÓVINKONUR ÚR FRAMHALDSKÓLANUM HITTAST Á NÝ H.S. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHH SÝND Í KRINGLUNNI Í 3D LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR SETH ROGEN JAY CHOU CHRISTOPH WALTZ AND CAMERON DIAZ SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. HHHHH „SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI“ - S.V BOXOFFICE MAGAZINE SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI HHHH „TANGLED ER POTTÞÉTT OG VEL HEPPNUÐ AFÞREYING“ A.E.T. - MORGUNBLAÐIÐ GAGNRÝNENDUR OG ÁHORFENDUR UM ALLAN HEIM ERU SAMMÁLA UM AÐ THE KING'S SPEECH SÉ EIN BESTA OG SKEMMTILEGASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í ÁRARAÐIR SÝND Í EGILSHÖLL 40 ÞÚSUND SKELLIHLÆGJANDI ÁHORFENDUR! BESTI LEIKSTJÓRI – TOM HOOPER BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI – COLIN FIRTH BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI – GEOFFREY RUSH BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – HELENA CARTER12 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI EMPIRE HHHHH BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH „MYNDIN ER Í ALLA STAÐI STÓRBROTIN OG STENDUR FYLLILEGA UNDIR LOFINU SEM Á HANA HEFUR VERIÐ BORIÐ.“ „TÓLF ÓSKARSTILNEFNINGAR SEM GERIR HANA AÐ MEST TILNEFNDU MYND ÁRSINS. ÞAÐ KEMUR EKKI Á ÓVART.“ - H.S. - MBL.IS HHHHH „ÓGLEYMANLEG MYND SEM ÆTTI AÐ GETA HÖFÐAÐ TIL ALLRA. BJÓDDU ÖMMU OG AFA MEÐ, OG UNGLINGNUM LÍKA.“ - H.V.A. - FBL. HHHHH FRÁ JAMES CAMERON SEM FÆRÐI OKKUR TITANIC OG AVATAR , SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SANCTUM 3D kl. 5:40 - 8 - 10:20 14 THE KING'S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 L THE KING'S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 14 ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:50 ísl. tal L HEREAFTER kl. 8 12 HARRY POTTER kl. 10:30 síðustu sýningar 10 / ÁLFABAKKA SANCTUM 3D kl. 5:30 - 8 - 10:30 14 THE KING'S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 L ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:30 ísl. tal L THE DILEMMA kl. 8 - 10:30 L KLOVN - THE MOVIE kl. 8 14 THE GREEN HORNET 3D kl. 10:15 12 ROKLAND kl. 5:30 12 SANCTUM 3D kl. 8:20 - 10:40 14 THE KING'S SPEECH kl. 5:50 - 8 - 10:30 L KLOVN - THE MOVIE kl. 10:20 14 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:50 ísl. tal L YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 L SANCTUM 3D kl. 8 - 10:20 14 THE KING'S SPEECH kl. 5:40 L KLOVN - THE MOVIE kl. 6 - 8 14 ROKLAND kl. 10:20 12 THE GREEN HORNET kl. 8 - 10:20 12 ROÐLAUST OG BEINLAUST kl. 8 - 9 stuttmynd L DEVIL kl. 10:10 16 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI NÆSTI SÝNINGARD. FÖS TUDAGUR][

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.