Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 63
Átökin um
Atlantshafsbandalagið
Hver er reynslan afhálfrar aldar aðild?
Iár eru 50 ár frá stofnun Atlantshafs-
bandalagsins, NATO. Innganga ís-
lands í bandalagið árið 1949 var urn-
deild og olli heiftarlegum átökum sem lengi
eimdi eftir af. Afstaðan til NATO og her-
stöðva Bandaríkjamanna hér á landi er án
nokkurs efa hatrammasta deilumál íslenskra
stjórnmála frá stofnun lýðveldisins og fram
undir það síðasta. Önnur deilumál gjósa upp
og hverfa síðan en þetta mál gengur eins og
rauður þráður gegnum alla stjórnmálasögu
lýðveldisins. Það hefur skipt þjóðinni í and-
stæðar fylkingar, klofið jafnt opinber samtök
sem fjölskyldur og kunningjahópa og um tíma
starfaði hér stjórnnrálaflokkur, Þjóðvarnar-
flokkurinn, sem hafði andstöðu við herstöð-
ina að sínu aðalstefnumáli og náði umtals-
verðu fylgi.
Atlantshafsbandalagið og herstöðvarnar
eru skilgetin afkvæmi kalda stríðsins. Nú þeg-
ar því stríði er lokið stendur NATO á tírna-
mótum og því taldi ritstjórn Nýrrar sögu við-
eigandi að fá tvo sagnfræðinga af yngri kyn-
slóðinni, sem báðir þekkja vel til þessara
mála, til að taka til urnræðu ýmsa þætti varð-
andi bandalagið, sögu þess þróun og starf-
semi. Þeir senr hér reifa viðhorf sín eru þeir
Kjartan Ernil Sigurðsson, en hann er fyrrver-
andi formaður Varðbergs, samtaka urn vest-
ræna samvinnu, og Stefán Pálsson, en hann
hefur um rnargra ára skeið verið virkur í Sam-
tökurn herstöðvaandstæðinga. Meðal þess
sem þeir ræða er innganga íslands í NATO,
hvernig aðildin bar að og þá valkosti sem ís-
lenskir stjórnmálamenn stóðu frarni fyrir á
þeim tíma. Einnig fjalla þeir um á hvern hátt
íslendingar nýttu sér aðildina, rnálurn sínurn
heinrafyrir sern á alþjóðavettvangi til fram-
dráttar. Talsverðar breytingar hafa orðið á af-
stöðu íslenskra stjórnvalda til bandalagsins á
þessari hálfu öld sem liðin er, þótt alrnenn-
ingur hafi ekki alltaf orðið þess var. Þessar
breytingar verða teknar til umræðu hér á eft-
ir. Að lokum velta þeir Kjartan og Stefán því
fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér.
Mynd 1.
Svipmynd frá
herstöðinni á
Keflavíkurflugvelli.
Þótt hart hafi verið
deilt um aðildina að
NATO hafa deilurnar
um herstöðina verið
enn harðari.
61