Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 59

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 59
„Hlutlægni er ekki lengur í tísku“ ræðum. Auðvitað var framlag þeirra ekki alltaf til góðs, svo ég nefni bara Heinrich von Treitschke [einn þekktasti boðberi gyðinga- haturs á ofanverðri 19. öld]. Mig langar að víkja nánar að þeim breyt- inguni sem urðu á vestrœnni menningu kring- um aldamótin 1800 og áhrifum þeirra á sagna- ritunina. T.d. urðu til fjölmargir pólitískir „is- mar“. Voru þessar breytingar forsenda þess að hœgt var að fara að „nota“ fortíðina ípólitísk- uni tilgangi, t.a.ni. til þess að styrkja þjóðar- einingu? Ég tel að öil þjóðfélög hafi búið sér til sjálfsmyndir sem byggðust á einhvers konar sameiginlegum minningum og það gildir ekki aðeins um nútímann heldur einnig um fornöldina. Mjög mörg þjóðfélög til forna, einnig þau sem ekki töldust til hins vestræna heims, áttu sér epískar ritminningar. Menn bjuggu til sögu og sjálfsmyndir um leið. En gegndi ekki liið svokallaða almennings- álit sem varð til á 18. og 19. öld mikilvœgu hlutverki? Veitti það ekki þessum sjálfsmynd- um aukið brautargengi? Jú, þetta var samspil á milli sagnfræðinga og umhverfisins. Tökum Þýskaland sem dæmi. Þar myndaðist sterk þjóðvitund á 19. öld, ekki vegna þess að sagnfræðingar byggju hana til úr engu, heldur var þetta gagnvirk þróun. Þeir voru bæði afsprengi og þátttak- endur í sköpun þessarar vitundar. Ég er ekki vel að mér um íslenska sögu en lítum á Nor- eg. Þar tóku sagnfræðingar og málfræðingar virkan þátt í því að skapa norska þjóðvitund á 19. öld og ruddu þar með brautina til endan- legs sjálfstæðis 1905. Höfðu þá hinar miklu þjóðfélagsbreytingar í kringum 1800 engin marktœk áhrifá sagna- ritunina? Jú, að sjálfsögðu. Þetta flókna ferli sem við köllurn nývæðingu þjóðfélagsins breytti þess- um tengslum og sérstaklega þó tilkoma lieimsvaldastefnunnar. Ég held að það sé best að skýra hvað ég á við með dæmi frá árinu 1736, en þá kom út í Bretlandi 36 binda ritröð undir titlinum Universal History. Þessar bæk- ur urðu svo vinsælar að þær voru þýddar á nokkrar helstu tungur álfunnar. Það rnerki- lega við þetta framtak var að fjallað var um allar heimsálfur. Höfundarnir voru ekki sér- þjálfaðir sagnfræðingar og þetta var hreint einkaframtak. Ritröðin var þannig byggð upp að lesendur gátu gripið þar niður sem þeir vildu og lesið sér til afþreyingar. Það fór ótrú- lega lítið fyrir kynþáttahatri í textunum en það er einkar athyglisvert að löndum svörtu Afríku var lýst með sarna hætti og Vestur- löndum: stjórnarháttum, fjölskyldugerð, lands- háttum, framleiðslugreinum, mataræði og trúarbrögðum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru ekki þjóðarsögur, eins og við þekkjum þær frá 19. og 20. öld. Frásagnirnar fylgdu engum einum frásagn- arhætti heldur voru þær safn ntargra sagna eða söguþráða. Þetta var sannkölluð fjölsaga (history in plural). Því er í rauninni lítill rnunur á þessari Universal History og riturn Forn-Grikkjans Heródótusar. Og svo kernur upplýsingin og breytir sagnarituninni - síðan þá erum við með eina sögu. A 19. öld eru menn almennt farnir að skrifa Söguna með stórum staf (History in singular). Hún fjallaði næstum eingöngu um stjórnmál þjóðríkja eða urn samskipti þeirra. Það sem meira er, Sag- an varð l'yrst og fremst að sögu Vesturlanda, aðeins þau áttu sér sögu. Hugsuðir eins og G. W. F. Hegel, Leopold von Ranke og Karl Marx héldu því nefnilega fram að Indverjar eða Kínverjar ættu sér enga sögu. Þetta hljómar einkennilega nú en við skulum ekki Mynd 2. Hjónin Wilma og Georg G. Iggers. Wilma hefur einnig verið virk á sviði fræðanna. Þau eru nú að rita sameiginlega ævisögu sína. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.