Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 75

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 75
Átökin um Atlantshafsbandalagið þetta hefur reglulega verið rninnt á síðari árum með fjölþjóðlegum heræfingum hér- lendis. Umsvif hersins hér á landi eru raunar ein af forsendunum fyrir aðild íslands að NATO. Annað atriði sem máli skiptir þegar skýra á styrk NATO-andstöðunnar eru þær miklu tilfinningar sem bundnar eru við sjálfa inn- gönguna í bandalagið 1949. Það er árviss við- burður, þann 30. mars, að sýndar séu í frétta- tímum sjónvarps myndir frá átökununi við Alþingishúsið daginn sem inngangan var samþykkt. Viðbrögð yfirvalda á mótmæla- daginn sjálfan og í réttarhöldunum yfir þeim sem kærðir voru fyrir uppþotin einkenndust af mikilli heift. Með því tryggðu stjórnvöld að 30. mars hefur æ síðan skipað sérstakan sess í hugum þeirra sem börðust gegn her í landi. Loks verður ekki litið frarn hjá því að lengst af sjötta, sjöunda og áltunda áratugn- um var andstæðingum hersins styrkur að því að leggja áherslu á að um NATO-herlið væri að ræða, þar sem íslendingar áttu þá í hatrömmum landhelgisdeilum við Breta. Var áróðurslega mjög gott að leggja áherslu á að bresku freigáturnar sem landhelgisgæslan átti í höggi við, væru í raun „NATO-herskip“ og deilurnar sýndu glöggt hverjir væru vinir í raun og hverjir ekki. Mátti jafnvel sjá leiðtog- um í sjómannahreyfingunni bregða fyrir í Keflavíkurgöngum á þeim árum sem þorska- stríðin stóðu hvað hæst. NATO-andstaða íslenskra friðarsinna var því skiljánleg og eðlileg. Hún átti meiri hljóm- grunn hér á landi en sambærilegar hreyfingar í öðrum löndum hefðu getað vænst. Hún var óhjákvæmileg í ljósi stöðu íslendinga sem vopnlausrar þjóðar í bandalaginu og veru er- lends herliðs í landinu. Hún var skynsamleg í ljósi séríslenskra aðstæðna og hún gerði það að verkum að friðarhreyfingin var samkvæm- ari sjálfri sér hér á landi en sumstaðar annars staðar, þar sem hún lenti ekki í þeirri stöðu að taka ekki afstöðu til, eða vera jafnvel hlynnt Atlantshafsbandalaginu, en berjast á móti grunnatriðum í stefnu þess og hugmynda- fræði. Hljótt hefur verið um NATO um nokkurra ára skeið, en nú er bandalagið komið í sviðs- ljósið á nýjan leik. Með því að víkja frá stofn- samþykktum sínum á þá leið að NATO getur nú að fyrra bragði hafið árásir á fullvalda ríki utan bandalagsins, hefur það enn minnt á að það er í eðli sínu hemaðarbandalag, en ekki einhvers konar menningar- og fræðslusamtök eins og oft hefur verið látið í skína. Forsend- urnar eru því hinar sömu nú og fyrir rúmum 40 árum þegar íslenskir rithöfundar og mennta- menn komust að þeirri niðurstöðu að sem friðarsinnar og andstæðingar ofbeldis og stríðs- rekstrar hlytu þeir að krefjast úrsagnar íslands úr NATO og að þjóðin lýsti að nýju yfir hlut- leysi. NATO-andstaða íslenskra friðar- sinna var því skiljanleg og eðlileg. Hún átti meiri hljóm- grunn hér á landi en sam- bærilegar hreyfingar í öðrum löndum hefðu getað vænst Tilvísanir * Sverrir Jakobsson og Elvar Ástráðsson lásu þessa grein yfir og komu með ábendingar. Höfundur vill þakka þeirn fyrir aðstoðina. 1 Friðlýst land, bls. 33-34. [Útg. Friðlýst land, samtök rit- höfunda og menntamanna. Reykjavík, 1958.] 2 Jafnvel þeir stjórnmálamenn sem hlynntastir voru NATO hikuðu ekki við að hóta úrsögn úr bandalaginu til að styrkja stöðu íslendinga í landhelgisdeilum við Breta. Sjá Guðmundur J. Guðmundsson, „,,1’au eru svo eftirsótt ís- landsmið..." Samningaviðræður íslendinga og Breta í þorskastríðinu 1958-61“, Saga XXXVll (1999), bls. 77. 3 Pjóðmálakömum, mars 1987. Félagsvísindastofnun. - Úr- tak könnunarinnar var 1500 einstaklingar á aldrinum 18 til 75 ára. 4 Sjá m.a. Björn Bjarnason, „Den sikkerhedspolitiske ud- vikling i og omkring Island", Det arktiske omráde - i sikker- hedspolitisk beiysning. Det Udenrigspolitiske Selskab (Danmörk, 1982), bls. 40-41. 5 Sjá l.d. Albcrt Jónsson, Vígbúnaður og friðunarviðleitni við Indlandshaf (Reykjavík, 1980). - Gunnar Gunnars- son, GIUK-ldiðið (Reykjavík, 1981). - Þórður Ingvi Guð- mundsson Kjarnorkuvopnalaus svœði (Reykjavík, 1982). - Þórður Ægir Óskarsson, Hernaðarstefna Sovétríkjanna (Reykjavík, 1980). 6 Hafsteinn Karlsson, „Samtök gegn hernunt", Sex ritgerð- ir ttm herstöðvamál. Eftir stúdenta í sagnfrœði við heim- spekideild Háskóla íslands. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 3 (Reykjavík, 1980), bls. 33-36. 7 Clive Rose, Campaigns against Western Defence. NATO’s Adversaries and Critics. RUSI Defence Studies Series (London, 1985). 8 Sjá The CND story. Ritstjóri John Minnion og Philip Bolsover (London, 1983). 9 Friðlýst land, bls. 3. 10 Nej til atomváben eru dæmigerð „eins rnáls" friðarhreyf- ing. Til hliðar við þau hafa starfað harðari friðarhreyfing- ar á borð við Militærfornægtelsen, sem andæft hafa hern- aði og hermennsku í meira en þrjá áratugi án þess að hafa fengið teljandi hljómgrunn. Meðlimir samtakanna eru nokkur hundruð og hafa margir þeirra mátt sæta fangels- un fyrir að neita að gegna herþjónustu. 11 Sjá Samþykkt samráðsfundar friðarhreyfinga á Norður- löndum 23.-24. apríl 1983. Samtök herstöðvaandstæöinga (Reykjavík, 1983).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.