Ný saga - 01.01.1999, Page 75
Átökin um Atlantshafsbandalagið
þetta hefur reglulega verið rninnt á síðari
árum með fjölþjóðlegum heræfingum hér-
lendis. Umsvif hersins hér á landi eru raunar
ein af forsendunum fyrir aðild íslands að
NATO.
Annað atriði sem máli skiptir þegar skýra
á styrk NATO-andstöðunnar eru þær miklu
tilfinningar sem bundnar eru við sjálfa inn-
gönguna í bandalagið 1949. Það er árviss við-
burður, þann 30. mars, að sýndar séu í frétta-
tímum sjónvarps myndir frá átökununi við
Alþingishúsið daginn sem inngangan var
samþykkt. Viðbrögð yfirvalda á mótmæla-
daginn sjálfan og í réttarhöldunum yfir þeim
sem kærðir voru fyrir uppþotin einkenndust
af mikilli heift. Með því tryggðu stjórnvöld að
30. mars hefur æ síðan skipað sérstakan sess í
hugum þeirra sem börðust gegn her í landi.
Loks verður ekki litið frarn hjá því að
lengst af sjötta, sjöunda og áltunda áratugn-
um var andstæðingum hersins styrkur að því
að leggja áherslu á að um NATO-herlið væri
að ræða, þar sem íslendingar áttu þá í
hatrömmum landhelgisdeilum við Breta. Var
áróðurslega mjög gott að leggja áherslu á að
bresku freigáturnar sem landhelgisgæslan átti
í höggi við, væru í raun „NATO-herskip“ og
deilurnar sýndu glöggt hverjir væru vinir í
raun og hverjir ekki. Mátti jafnvel sjá leiðtog-
um í sjómannahreyfingunni bregða fyrir í
Keflavíkurgöngum á þeim árum sem þorska-
stríðin stóðu hvað hæst.
NATO-andstaða íslenskra friðarsinna var
því skiljánleg og eðlileg. Hún átti meiri hljóm-
grunn hér á landi en sambærilegar hreyfingar
í öðrum löndum hefðu getað vænst. Hún var
óhjákvæmileg í ljósi stöðu íslendinga sem
vopnlausrar þjóðar í bandalaginu og veru er-
lends herliðs í landinu. Hún var skynsamleg í
ljósi séríslenskra aðstæðna og hún gerði það
að verkum að friðarhreyfingin var samkvæm-
ari sjálfri sér hér á landi en sumstaðar annars
staðar, þar sem hún lenti ekki í þeirri stöðu að
taka ekki afstöðu til, eða vera jafnvel hlynnt
Atlantshafsbandalaginu, en berjast á móti
grunnatriðum í stefnu þess og hugmynda-
fræði.
Hljótt hefur verið um NATO um nokkurra
ára skeið, en nú er bandalagið komið í sviðs-
ljósið á nýjan leik. Með því að víkja frá stofn-
samþykktum sínum á þá leið að NATO getur
nú að fyrra bragði hafið árásir á fullvalda ríki
utan bandalagsins, hefur það enn minnt á að
það er í eðli sínu hemaðarbandalag, en ekki
einhvers konar menningar- og fræðslusamtök
eins og oft hefur verið látið í skína. Forsend-
urnar eru því hinar sömu nú og fyrir rúmum
40 árum þegar íslenskir rithöfundar og mennta-
menn komust að þeirri niðurstöðu að sem
friðarsinnar og andstæðingar ofbeldis og stríðs-
rekstrar hlytu þeir að krefjast úrsagnar íslands
úr NATO og að þjóðin lýsti að nýju yfir hlut-
leysi.
NATO-andstaða
íslenskra friðar-
sinna var því
skiljanleg og
eðlileg. Hún
átti meiri hljóm-
grunn hér á
landi en sam-
bærilegar
hreyfingar í
öðrum löndum
hefðu getað
vænst
Tilvísanir
* Sverrir Jakobsson og Elvar Ástráðsson lásu þessa grein
yfir og komu með ábendingar. Höfundur vill þakka þeirn
fyrir aðstoðina.
1 Friðlýst land, bls. 33-34. [Útg. Friðlýst land, samtök rit-
höfunda og menntamanna. Reykjavík, 1958.]
2 Jafnvel þeir stjórnmálamenn sem hlynntastir voru NATO
hikuðu ekki við að hóta úrsögn úr bandalaginu til að
styrkja stöðu íslendinga í landhelgisdeilum við Breta. Sjá
Guðmundur J. Guðmundsson, „,,1’au eru svo eftirsótt ís-
landsmið..." Samningaviðræður íslendinga og Breta í
þorskastríðinu 1958-61“, Saga XXXVll (1999), bls. 77.
3 Pjóðmálakömum, mars 1987. Félagsvísindastofnun. - Úr-
tak könnunarinnar var 1500 einstaklingar á aldrinum 18
til 75 ára.
4 Sjá m.a. Björn Bjarnason, „Den sikkerhedspolitiske ud-
vikling i og omkring Island", Det arktiske omráde - i sikker-
hedspolitisk beiysning. Det Udenrigspolitiske Selskab
(Danmörk, 1982), bls. 40-41.
5 Sjá l.d. Albcrt Jónsson, Vígbúnaður og friðunarviðleitni
við Indlandshaf (Reykjavík, 1980). - Gunnar Gunnars-
son, GIUK-ldiðið (Reykjavík, 1981). - Þórður Ingvi Guð-
mundsson Kjarnorkuvopnalaus svœði (Reykjavík, 1982).
- Þórður Ægir Óskarsson, Hernaðarstefna Sovétríkjanna
(Reykjavík, 1980).
6 Hafsteinn Karlsson, „Samtök gegn hernunt", Sex ritgerð-
ir ttm herstöðvamál. Eftir stúdenta í sagnfrœði við heim-
spekideild Háskóla íslands. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 3
(Reykjavík, 1980), bls. 33-36.
7 Clive Rose, Campaigns against Western Defence. NATO’s
Adversaries and Critics. RUSI Defence Studies Series
(London, 1985).
8 Sjá The CND story. Ritstjóri John Minnion og Philip
Bolsover (London, 1983).
9 Friðlýst land, bls. 3.
10 Nej til atomváben eru dæmigerð „eins rnáls" friðarhreyf-
ing. Til hliðar við þau hafa starfað harðari friðarhreyfing-
ar á borð við Militærfornægtelsen, sem andæft hafa hern-
aði og hermennsku í meira en þrjá áratugi án þess að hafa
fengið teljandi hljómgrunn. Meðlimir samtakanna eru
nokkur hundruð og hafa margir þeirra mátt sæta fangels-
un fyrir að neita að gegna herþjónustu.
11 Sjá Samþykkt samráðsfundar friðarhreyfinga á Norður-
löndum 23.-24. apríl 1983. Samtök herstöðvaandstæöinga
(Reykjavík, 1983).