Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 8
Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Krakkar í Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar taka nú þátt í keppni meðal grunnskóla og eru allir 7. og 8. bekkir á landinu sem geta tekið þátt í keppninni svo fremi að enginn nemendanna reyki eða unnið sé markvist að því að hjálpa þeim sem komnir eru í fiktið að hætta. Til að eiga mögu- leika á fyrstu verðlaunum verða þau að senda inn áhugavert loka- verkefni tengt tóbaksvörnum. Þau ákváðu að vinna verkefni tengt forvörnum reykinga og kynna þau fyrir fólkinu á Fáskrúðsfirði á ráð- stefnu sem þau héldu á sal skólans 13. apríl. Þar kynntu þau verk- efnið og höfðu þau fengið góðan liðsstyrk þar sem mætt var Jó- hanna S. Kristjánsdóttir hjúkr- unarfræðingur en hún fór í gegn- um skaðsemi reykinga í máli og myndum. Krakkarnir höfðu safnað styrkj- um hjá fyrirtækjum og ein- staklingum til styrktar Krabba- meinsfélaginu auk þess sem kaffisala var í tengslum við ráð- stefnuna. Sex krakkar frumfluttu lag eftir sig sem þau höfðu samið í tilefni ráðstefnurnar. Allmargir gestir fylgdust með því sem fram fór. Bekkurinn Krakkarnir sendu inn lokaverkefni tengt tóbaksvörnum. Morgunblaðið/Albert Kemp Hljómsveitin Guðrún, Alfreð, Sigurður, Dagur, Unnar og Sigurbjörg. Afhentu skilti » Á ráðstefnunni voru afhent skilti til allra fyrirtækja sem eru með húsnæði með hinum ýmsu slagorðum gegn reyk- ingum. Reyklausir bekkir í Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Ríkisstjórnin kom í veg fyrirkjarasamninga og frið á vinnu- markaði til þriggja ára.    Ríkisstjórnin sem nú situr kennirjafnan öðrum um allar sínar ófarir.    Það geturhún ekki gert í þessu tilviki, þótt hún reyni.    Tilraunin felst í því að fullyrðastöðugt að Samtök atvinnulífs- ins hafi reynt að taka kjarasamninga í gíslingu og hrifsa til sín hið lýðræð- islega umboð kjörinna fulltrúa.    Upplýst hefur verið að ríkis-stjórnin stóð ekki við fyrirheit sín og loforð síðast þegar gengið var til kjarasamninga.    Forseti ASÍ hefur margoft fullyrtþetta og engin efni til að rengja þau orð hans.    Ef ganga á til kjarasamninga ogfriðar á vinnumarkaði í þrjú ár er lágmarksskilyrði að forsendurnar haldi.    Ætli ríkistjórnin sér að fá frambindandi kjarasamninga til langs tíma, sem gæti verið mikið bjargráð fyrir fólk og fyrirtæki, en kippa síðan fótunum undan þýðing- armikilli atvinnugrein strax í kjöl- farið væri það tilræði við allt at- vinnulíf í landinu. Það er auðskilið.    Neiti ríkisstjórnin að veita trygg-ingu fyrir því að þannig verði ekki svikist aftan að mönnum að loknum langtímasamningum er það hún sem tekur allt og alla kverka- taki. Hún getur því ekki kennt öðr- um um. Hver tekur gísla? STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.4., kl. 18.00 Reykjavík 3 skúrir Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 8 skýjað Egilsstaðir 13 skýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Nuuk -10 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 17 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 18 heiðskírt Hamborg 17 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Moskva 8 heiðskírt Algarve 18 skýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg 1 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 14 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:43 21:13 ÍSAFJÖRÐUR 5:37 21:28 SIGLUFJÖRÐUR 5:20 21:11 DJÚPIVOGUR 5:09 20:44 Helgi Sigurðsson teiknari hef- ur beðið Siv Friðleifsdóttur alþingismann persónulega af- sökunar á teikningu, sem birt- ist í Morgunblaðinu á laugar- dag. Þetta kemur fram í eftirfarandi yfirlýsingu: „Myndlíking skekur veru- leikann! Í teikningu sem birt- ist í blaðinu á laugardag var dregin upp mynd af alþingis- konunni Siv Friðleifsdóttur í samhengi sem skaðað gæti persónu hennar og hefur und- irritaður beðið þingkonuna persónulega afsökunar. Teikningin er myndlíking og ætlunin var ekki að meiða heldur setja fram beitta ádeilu og skemmta lesendum. Helgi Sigurðsson teiknari.“ Bað Siv afsökunarSólskálar Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! Faxafeni 5 • Sími 588 8477 Heilsurúm í sérflokki ! Eitt líf Njótum þess!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.